Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórbrotin og víðfeðm skáldsaga sem gerist um miðja 20. öld í Norður-Svíþjóð, en sögusviðið spannar Stokkhólm og Ósló, Vermaland og Feneyjar. Gáruð vötn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og lesenda um alla Evrópu, líkt og fyrri bækur Kerstin Ekman sem komið hafa út á íslensku, Atburðir við vatn og Miskunnsemi Guðs. Fjölskrúðug og heillandi Kerstin Ekman er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur Norðurlanda og hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Atburði við vatn . LITLU mátti muna að stórtjón yrði á íþróttahúsi Fram við Safa- mýri í gær þegar eldur kviknaði ofarlega í gafli hússins rétt við þak hússins. Engu að síður varð tölu- vert tjón á húsgaflinum en ekki urðu þó slys á fólki. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og komu um 50 slökkviliðsmenn að slökkvistörf- um. Útkallið kom kl. 13.12, þegar slökkviliðið var rétt að ljúka brunaútkalli í íbúðarhúsi við Álf- holt í Hafnarfirði. Tilkynnt var um eld í klæðingu á íþróttahúsinu og var talsverður eldur þegar að var komið. Fljótlega tókst að ná stjórn á eldinum áður en hann læsti sig í sjálft þakið. Mátti ekki tæpara standa með slökkvistarfið, að sögn Friðriks Þorsteinssonar, stöðvar- stjóra hjá SHS. Mikil vinna við að ná af klæðningu Mikil vinna fór í að rífa klæðn- ingu utan af suðurgafli hússins til að komast að eldinum og tókst að hefta hann bæði utan og innan frá. Íþróttasalurinn fylltist af reyk og lagði töluverðan reyk yfir nálæga byggð við Kringlumýrarbrautina þegar hann var sem mestur um kl. 13.30. Þegar að var komið var eld- urinn að magnast en hann náði sér þó ekki verulega á strik þar sem slökkviliðið var mætt nógu tím- anlega. Taldi Friðrik slökkviliðs- mennina hafa unnið mjög gott starf á vettvangi. Mikill eldsmatur var fyrir innan klæðninguna, svo- kallað tjörutex og krossviðar- klæðning. Eldurinn náði að brjót- ast inn í gegnum húsið en var kæfður með slökkvistarfinu utan frá. Að sögn Steinunnar Ármanns- dóttur, skólastjóra í Álftamýrar- skóla, var ekki talin ástæða til að rýma skólann að því er lögregla tjáði henni en nemendur voru að skóla loknum látnir fara út að vest- anverðu til að rekast ekki á at- hafnasvæði lögreglu og slökkviliðs. Hún sagði starfsmenn skólans þó hafa fundið fyrir særindum í hálsi vegna reyks. Eldsupptökin eru rakin til þess að iðnaðarmenn voru að leggja tjörupappa við húsgaflinn og virð- ist sem eldurinn hafi skotið rótum á meðan þeir voru í hádegismat því þegar að var komið var kviknað í. Friðrik Þorsteinsson lagði áherslu á hversu vel tókst til með slökkvistarf, ekki síst út frá því að slökkviliðið hefur séð hús fara mun verr sem hafa haft svipuð tildrög og hér um ræddi. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins og voru lög- reglumenn úr tæknideild í gær að sinna vettvangsrannsókn. Eldur kviknaði í íþróttahúsi Fram Tókst að hefta eldinn áður en stórtjón varð Morgunblaðið/Júlíus Talsverð fyrirhöfn fylgdi því að rífa klæðninguna til að komast að eldinum. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is VEIÐI hefst að venju í Elliðavatni á sunnudaginn, 1. maí, en þá hefst einnig urriðaveiði í fyrsta skipti í Elliðaánum sjálfum en um tilrauna- veiði er að ræða. Þar verður veitt á tvær stangir en veiðisvæðið nær frá efsta staðnum, Höfuðhyl, og niður undir gömlu brúna yfir Elliðaárnar, fyrir neðan Árbæinn. „Það er rennt algerlega blint í sjó- inn í þessum efnum. Forsenda fyrir því að Veiðimálstofnun leyfir þessa veiði og Orkuveitan er sú að veiði- menn drepi þá fiska sem þeir fá, að minnsta kosti til að byrja með. Þeir fiskar verða síðan rannsakaðir ofan í kjölinn,“ segir Haraldur Eiríksson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR). Hann segir að til þess að mæla veiðiálag hafi verið dregið á og urriðar merktir og þeim sleppt aftur þannig að hægt sé að fylgjast með veiðiálagi stangaveiðimanna og þá líka hægt að grípa í taumana ef álagið er of mikið. „Ég held að flestir veiði- menn sem stunda árnar sjái að urr- iðastofninn er í sókn, alveg eins og í vatninu sjálfu. Laxastofninn er í lægð og það er verið að gera átak í að auka silungasvæðið var lítið stundað eftir að laxveiðin hófst enda þá innifalin með laxveiðisvæðum. Nú er aftur á móti selt sér í silungasvæðin allt sumarið. Morgunblaðið lagði leið sín á Þing- velli í vikunni og fór út í Lambhaga, í landi þjóðgarðsins. Greinilegt var af sporum að dæma að fleiri höfðu þar nýlega verið á ferð. Blaðamaður sá eina bleikju koma upp en varð ekki var, hvorki á Lambhaganum né í Prestshólma. Þó hefur heyrst að menn hafi reytt upp eina og eina bleikju en væntanlega munu þeir vera fleiri sem hafa farið tómhentir af Þing- völlum. Vorhreinsun var hjá Ármönnum og fleiri veiðifélögum sem hafa ítök í Hlíðarvatni í Selvogi um síðustu helgi og renndu sumir fyrir bleikjuna þar part úr degi. Er skemmst frá því að segja að vatnið virtist vera komið í góðan gang og var veiði fín og lofar mjög góðu. Morgunblaðið var einnig við Vífilsstaðavatn fyrr í vikunni og er það einnig að koma vel til. Áfram hef- ur veiðst vel í Soginu, menn sem voru að veiðum í landi Bíldsfells hálfan þriðjudaginn fengu til að mynda fjór- tán silunga. Þá mun einnig hafa veiðst vel í silungsveiðinni í Anda- kílsá. STANGVEIÐI Urriðaveiði að hefjast í Elliðaánum Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Örn Sigurhansson heldur á 92 cm sjóbirtingi sem Sarah Ingram Hill veiddi í Tungulæk og var sleppt. hrygninguna hjá honum og þá vilja menn vita hvort um afrán af hálfu urriðans er að ræða. En við fórum al- gerlega eftir ráðleggingum Veiði- málastofnunar við fyrirkomulag veið- anna. Ef þeir hefðu viljað að fiski væri sleppt hefðum við að sjálfsögðu virt það,“ segir Haraldur. Sjóbleikjuveiði í Breiðdalsá Á sunnudaginn hefst einnig sjó- bleikjuveiði í Breiðdalsá en mjög góð veiði var þar í fyrra. Besti tíminn í sjó- bleikju reyndist vera í maí en þá veiddust um 500 sjóbleikjur þrátt fyrir litla sókn enda var það í fyrsta sinn sem sjóbleikjuveiði var leyfð mánuði fyrr en áður hafði verið. Í fyrra veidd- ist einnig vel af sjóbleikjunni í júní en MEÐ dómi Hæstaréttar í gær var staðfest að maður sem veiddi grá- sleppu á óskráðum og kvótalausum bát sínum í netalögnum jarðarinnar Bjarnarness mátti það ekki sam- kvæmt lögum og var hann því sak- felldur fyrir fiskveiðibrot. Maðurinn þarf að greiða 400.000 krónur í sekt og sæta upptöku á aflaverðmætum. Veiðarnar fóru fram í apríl og maí á síðasta ári. Maðurinn hafði leyfi landeiganda til veiðanna og kvaðst líta svo á að honum væri refsilaust að veiða í netlögnum jarð- arinnar án almenns eða sérstaks veiðileyfis frá ríkinu. Hrognin, tæp- lega tvö tonn, seldi hann til fisk- vinnslu í Kaldrananeshreppi fyrir um 750.000 krónur. Í dómi Héraðs- dóms Vestfjarða kemur fram að landeigendur hafa haft rétt til veiða í netalögnum frá fornu fari er m.a. vísað í Grágás og Jónsbók auk yngri laga og dóma. Var við það miðað að netlög næðu 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði. Í dómn- um var auk þess miðað við 2. kafla Jónsbókar um að landeigandi eigi allar veiðar í netlögum og í fjör- unni. Þrátt fyrir þessi réttindi taldi héraðsdómur að landeigendur sem aðrir yrðu að hafa leyfi Fiskistofu til grásleppuveiða en til þess að hljóta það verða menn einnig að hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni. Í dómnum segir að þrátt fyrir ákveð- in réttindi landeigenda í netlögum verði ekki fallist á það að löggjaf- anum sé óheimilt að vernda nytja- stofna í fiskveiðilandhelginni og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra með því að banna landeigendum veiðar úr þeim innan netlaga sem utan. Þennan dóm staðfesti Hæstirétt- ur án frekari rökstuðning og vísaði til forsendna héraðsdóms. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sótti málið en Ragnar Að- alsteinsson hrl. var til varnar. Málið dæmdu Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Auk refsingar var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnar- laun, samtals 400.000 krónur. Refsað fyrir veiðar RAGNAR Aðalsteinsson hrl., verj- andi mannsins sem dæmdur var fyrir veiðar innan netlagna, segir slæmt að Hæstiréttur skuli ekki hafa rökstutt niðurstöðu sína og tekið afstöðu til ágreiningsmála sem tekist var á um í málinu. Málið skipti miklu máli fyrir þúsundir manna, með dómnum sé mönnum í raun bannað að veiða í eigin landi. Ragnar bendir á að réttur til veiða í netlögnum hafi verið tryggður frá fornu fari og sé hluti af eignarréttindum eigenda þeirra. Ekki sé gott að ráða í afstöðu Hæstaréttar en svo virðist sem rétt- urinn gefi það í skyn að ríkið sé bú- ið að svipta eigendur jarða þessum réttindum án bóta. „Og ekki nóg með það heldur í því skyni að af- henda þau öðrum, það er útgerð- armönnum,“ segir hann. Ragnar minnir ennfremur á að Bjarnarnes í Kaldrananeshreppi hafi árið 1916 verið talin ein besta hrognkelsajörð í þessum landshluta. Jörðin hafi verið verðmetin með það í huga og greiddir af henni skattar og skyld- ur í samræmi við það. Nú virðist á hinn bóginn sem þessi réttur sé horfinn án þess að það hafi verið til- kynnt eða útskýrt. Ragnar mun inn- an tíðar, fyrir hönd Samtaka eig- enda sjávarjarða, höfða mál gegn ríkinu þar sem krafist verður við- urkenningar á eignar- og útræðis- rétti sjávarbænda. Réttindin tekin af eigendum án bóta ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir Steinar Örn Magnússon og Haukur Grönli, sem særðust í sprengjuárásinni á Kjúklinga- stræti í Kabúl 23. október sl. ásamt Stefáni Gunnarssyni, eru gáttaðir á þeirri ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja þeim um bætur vegna slyssins. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er ákvörðun TR reist á þeirri forsendu að frið- argæsluliðarnir, þrír að tölu, hafi ekki slasast í vinnuslysi heldur í frítíma sínum. „Ég taldi mig vera tryggðan frá því ég fór frá Íslandi og þar til ég kom aftur,“ sagði Steinar Örn. „Þetta kom mér því mjög á óvart og við sættum okkur ekki við þessa niðurstöðu TR.“ Stein- ar Örn segir hugsanlegt að mis- skilningur í upplýsingaflæði milli TR og Íslensku friðargæslunnar hafi átt sinn þátt í að svona fór. Haukur Grönli tekur í sama streng og segir niðurstöðu TR hreint ótrúlega með því að haldið sé fram að hann hafi ekki verið í vinnunni þegar slysið varð. „Við lentum í árás og það var mál manna að við hefðum bjargað lífi yfirmanns okkar. Auðvitað vekur það furðu að við skulum ekki fá bætur.“ Friðargæsluliðarnir gáttaðir á niðurstöðu TR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.