Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KAUPÞING banki hefur gert bind- andi yfirtökutilboð í allt hlutafé í breska bankanum Singer & Fried- lander. Jafnframt hefur stjórn S&F mælt með því að hluthafar taki til- boðinu en í Bretlandi þykir slíkt jafn- an vísa til þess að tilboðinu verði tek- ið. Kaupþing býður 316 pensa pen- ingagreiðslu fyrir hvern hlut í breska bankanum en það þýðir 64,6 milljarða króna fyrir allt útgefið hlutafé. Kaupþing banki á fyrir 19,5% alls hlutafjár í S&F og er sá hlutur samkvæmt kauptilboðinu metinn á 12,6 milljarða króna. Kaup- þing þarf því að reiða fram 52 millj- arða króna í peningum fyrir þau rúmu 80% hlutafjárins sem út af standa. Bankinn ætti ekki að eiga í stór- kostlegum vandræðum með að skrapa saman í þessa útborgun. Röskir 50 milljarðar króna fengust í kassann í útboði á nýju hlutafé í bankanum í október. Auk þess er eiginfjárhlutfall Singer & Friedland- er-bankans mjög hátt en bókfært eigið fé hans er yfir 40 milljarðar króna. Burðarás græðir vel Líklega geta hluthafar S&F vel unað við verðið sem þeir fá fyrir hlutabréf sín. Fyrr í þessum mánuði þegar tilkynnt var um að viðræður stæðu yfir á milli S&F og Kaupþings um hugsanlega yfirtöku var breski bankinn metinn á um 60 milljarða króna og hafði verðið þá nýlega hækkað um hálfan annan tug pró- senta. Að minnsta kosti hljóta forsvars- menn Burðaráss að sofna sáttir við sitt. Burðarás átti um áramót og á líklegast enn 9,5% hlutafjár í S&F og var bókfært verð þess hlutar sam- kvæmt ársreikningi félagsins 5,1 milljarður. Nú fæst 6,1 milljarður fyrir hlutinn, mismunurinn er millj- arður í vasann sem er 20% ávöxtun fyrir að hafa elt Kaupþingsmenn í þessari fjárfestingu síðasta sumar við litla kátínu þeirra. Er þá ótalin arðgreiðsla sem nemur 4,25 pensum á hvern hlut vegna síðasta árs. Forsvarsmenn Kaupþings hafa verið sagðir sjá mikil samlegðaráhrif af kaupunum á þessum aldargamla banka S&F enda sé skörun á starf- semi bankanna tveggja mjög lítil. S&F býður t.d. ekki upp á fyrir- tækjaráðgjöf, samruna- og yfirtöku- aðstoð eða verðbréfamiðlun. Sérhæf- ing S&F lýtur að sjóða- og eignastýringu, einkabankaþjónustu á eynni Mön og þjónustu við fyrir- tæki. Verði af kaupunum á breska bank- anum munu innlán Kaupþings banka nær tvöfaldast, sem og eignastýring- in. Starfsemi Kaupþings í Bretlandi hefur vaxið ört á síðustu árum og má reikna með að sú starfsemi renni saman við S&F gangi kaupin í gegn. Bankinn segist líta á Bretland sem lykilmarkaðssvæði í alþjóðlegri þró- un hans og kaupin á S&F sé næsta skref til að efla það. Greiða hluthöfum S&F 52 milljarða í peningum Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is Kaupþing gerir yfirtökutilboð í breska bankann Singer & Friedlander Morgunblaðið/Sverrir                        !!"       # $% &$'"                        () *  +,$-. /01 )$,! +,$-. /01 2 !! *3, +,$-. /01 2-,4 ,5 /01 6 7 +,$-. /01 8 +,$-. /01 96 ': '! /01  -.; '7 2 '! /01 37-' /01 8 ': '! 96 ' /01  ,"6 /01 7 0< ,! .) /01 =/",< /01 ), -=-, <5,0") '7 ,:1 /01 >-, /01     != ,! 4-, 96 ' /01 ?2 +, ' /01 ? =. 4< ' /01 & ,4:$, ' , /01 8@0)A!' <B4-, '' /01 C/",< /01 9 /01 65)-,0D6 7 -4-,6 ' *01 36-= 4)1 /, 40,E) /1 /01 ,E77 '7 = 4)34 ' /01 F ''6-)34 ' /01 G$,=B4-, , == H A:",7 /01    !" -)-,: !! /01  !"6 E< 0< ,4 , /01 8 '@= 96 ' /01  A! 0A, /01 !#  $%  #I @4 ) * 4!1*",4      H           H   H H H H H H H H H H  H H 2,"E) '7 0,5 0E,, * 4!1*",4 H H H H H H H  H H H H H H H H H H H H H H H H H H H J K J  K J H K H H J K J H K J HK J K H J H K J K H J K J HK H H H H H H H H H H H H H H J HK H H ?" 6 ,* 4! .)  7 '  6:$4 @ 6$!  7L  -. 6 1 1  1 1 H 1  1 1 1  1 1 1  1  1 H  1 H H H  H H H H H H H 1  H H                          H       H                      H            F 4! .) @ ;M1 !,1 ?1 N )/-7-' ,6 ) <36 * 4! .) H        H   H H H  H H H H H H H H H ?1H O*  -= 50, =/ 6 ' 36- /6-) 0<5,1 ?1H !E6 ) 6 4 6"77< 0, = E0 ,)3!-) 6:$4 /"0-, )$0' )1 ?1H F"7' 0E, ,* , -= 0<5,=37'-' 0D6 71 ?1H 4 :" 4' M)7"0"' 1 NÍU sprotafyrirtæki, átta íslensk og eitt norsk- íslenskt, kynntu starfsemi sína á fjárfestingar- þinginu Seed Forum Iceland sem fram fór í gær. Markmiðið með Seed Forum er að leiða saman vænlegt sprotafyrirtæki og fjárfesta. Fyrirtækin sem kynntu starfsemi sína í gær voru AGR, Bio- Gels Pharmaceuticals, CCP, Globodent, GDTS, Navamedic, ND, ORF Genetics og SimDex. Jón Helgi Egilsson, stjórnarformaður Seed Forum Iceland, segir þingið hafa tekist afar vel. Aðsóknin hafi verið mun meiri en gert var ráð fyr- ir, svo mikil að loka hafi þurft fyrir skráningu. Hann segir að þegar á þinginu hafi komið fram töluverður áhugi hjá fjárfestum á þeim fyrirtækj- um sem þar kynntu starfsemi sína. Fyrirtækin muni nú taka þátt í sams konar fjárfestingarþing- um í London, Moskvu og New York. Jón Helgi reiknar með því að Seed Forum Iceland verði ár- legur viðburður og jafnvel séu uppi hugmyndir um að halda þingið tvisvar á ári. Ragnhildur Geirsdótttir, forstjóri FL Group, réð forsvarsmönnum sprotafyrirtækjanna heilt á þinginu í gær. Hún sagði að fyrst og fremst væri mikilvægt að hafa trú á þeirri vöru sem ætti að selja og að viðskiptahugmyndin væri faglega und- irbúin. Þannig þyrfti að gera raunhæfa viðskipta- áætlun og gæta þar hófs. Þannig væri nauðsyn- legt að þekkja vel markaðinn og samkeppnina sem kann að vera fyrir hendi. Í því sambandi sagði Ragnhildur að það hefði reynst sínu fyrir- tæki best að ráða heimafólk til starfa á mörkuðum erlendis, í bland við íslenskt starfsfólk og blanda þannig saman þekkingu á vörunni og markaðnum. Ragnhildur minnti einnig á að þegar ráðist væri í útrás þyrfti að skoða vel lagaumhverfið sem getur verið allt annað en hér á landi, til dæmis hvað varðar starfsmanna- og skattamál. Ragnhildur sagðist ekki í vafa um að raunhæft væri að reka alþjóðlegt fyrirtæki frá Íslandi. Ís- land væri vel staðsett, mitt á milli tveggja lyk- ilmarkaða, héðan væru reknar góðar samgöngur og auk þeirra tryggði samskiptabyltingin nánd við markaðina. Sparað með „íslensku aðferðinni“ Gísli Örn Garðarsson, leikari og athafnamaður, rakti við upphaf Sprotaþings uppfærslu sína og Vesturports á Rómeó og Júlíu og útflutning verksins til Bretlands. Hann sagði að velgengni verksins þar í landi væri lygasögu líkust en hann hefði þó fljótlega rekið sig á að það væri tvennt ólíkt að setja upp leikverk á Íslandi og í Bretlandi. Það hefði þó allt blessast að lokum en líklega hefði hann sparað þúsundir punda með því að gera hlut- ina með „íslensku aðferðinni“, eins og Gísli Örn kallaði það. Sagðist hann vera með mörg járn í eldinum þessa dagana, sem öll væru á einn eða annan hátt afleiðing lítillar hugmyndar um að setja upp Rómeó og Júlíu með sirkus-ívafi á Ís- landi. Að hafa trú á hugmyndinni Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Sprotar Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, ræður sprotafyrirtækjum heilt á ráð- stefnunni Seed Forum Iceland í gær. FYRIRTÆKI í samkeppnisrekstri eiga að vera leiðandi í launamyndun í landinu að mati Samtaka atvinnulífs- ins. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær er samtökin kynntu rit sitt Áherslur atvinnulífsins, sem gef- ið verður út í tengslum við aðalfund samtakanna í næstu viku. Um er að ræða þau atriði sem SA vill að atvinnulífið og hið opinbera leggi sameiginlega áherslu á á næstu árum með það að markmiði að halda Íslandi í röð fremstu þjóða í ellefu málaflokkum. Í ritinu kemur fram að laun hafa hækkað hraðar hjá hinu opinbera en á almennum markaði um nokkurt skeið. Er það mat SA að þessari þró- un verði að linna þar sem þetta skaði samkeppnishæfni fyrirtækjanna og ógni stöðugleika í efnahagslífinu. Hvað varðar efnahagsmál almennt er það skoðun SA að hlutur sam- neyslu í efnahagskerfinu sé of hár og mikilvægt sé að úr honum dragi til þess að auka samkeppnishæfni þjóð- arinnar. Jafnframt telja samtökin að halda þurfi áfram sölu opinberra fyr- irtækja og auka hlut einkageirans í framkvæmd opinberrar þjónustu. Enn fremur leggur SA áherslu á að skapa gegnsæi og sátt þegar kem- ur að stjórnun lífeyrissjóða og árang- ursríku skipulagi lífeyrissjóðakerfis- ins. Meginhlutverk sjóðanna eigi að vera að greiða ellilífeyri. Einnig þurfi aðilar vinnumarkaðarins og hið op- inbera að ná niðurstöðu um tillögur að breytingum í lífeyrismálum fyrir árslok. Telur SA að brýnast sé að taka á vanda þeirra sjóða sem bera örorkubyrði umfram það sem al- mennt gerist vegna samsetningar sjóðsfélaga sjóðanna. Laun hjá hinu opin- bera hækkað hraðar ● HAGNAÐUR Bakkavarar Group nam 484 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Er það nær tvö- földun hagn- aðar í sam- anburði við sama tímabil í fyrra en hafa ber í huga að áhrifin nú frá breska hlut- deildarfélaginu Geest skekkja samanburðinn. Afkoma fjórð- ungsins er hins vegar svipuð og á síðasta fjórð- ungi 2004 og er hún í takt við væntingar stjórnenda. EBITDA-hagnaður, sem er hagn- aður áður en tillit er tekið til af- skrifta, fjármagnsliða og skatta, nam 929 milljónum króna og jókst um 58% á milli ára. Hlutfall EBITDA af tekjum reyndist 21% samanborið við 15% í fyrra. Salan jókst um 14% og var á tíma- bilinu rúmir 4,4 milljarðar króna en framlegðin var 1,1 milljarður. Þá jókst frjálst fjárflæði samstæðunnar úr 150 milljónum í 459 milljónir króna í samanburði við fyrra ár. Bakkavör er við það að eignast Geest að fullu og verður hið síðar- nefnda hluti af samstæðu Bakkavar- ar frá 13. maí. Við það verða gríðar- legar breytingar á samstæðunni. Bakkavör skilar góðri afkomu ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÞAR kom að Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands, ICEX-15, hætti að slá fyrri hæðarmet dag frá degi. Í gær lækkaði hún lítillega, um 0,3%, í 4.124 stig. Hlutabréfaviðskipti í Kauphöllinni námu 3,2 milljörðum króna, þar af voru 2,2 milljarðar með hlutabréf í KB banka. Mest hækkaði verð Hampiðjunnar (2,9%) og Atorku (1,7%) en verð Símans lækkaði mest (-3,2%), og verð Bakkavarar (-0,9%). Hækkunarlotu ICEX-15 lokið ● HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á ársgrundvelli mældist 3,1% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Segir í frétt á vefmiðli New York Times að hag- kerfið í Bandaríkjunum hafi ekki vax- ið minna á einum ársfjórðungi í tvö ár. Sérfræðingar segi að minni einka- neysla hafi haft áhrif á efnahagslífið. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum ● DANSKA fjármálaeftirlitið ber brigður á verðmæti hlutabréfa í sænska fyrirtækinu Live Networks sem leigir kvikmyndir yfir Netið. Þetta kemur fram á danskri tölvu- fréttasíðu, computerworld.dk, en Live Networks hefur sótt um skrán- ingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn til þess að fjármagna markaðs- setningu í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Félagið er nú þegar með starfsemi í Noregi og Svíþjóð. Stjórnendur Live Networks hafa svarað gagnrýninni með því að skrifa verðmæti bréfanna niður og er það nú 0 krónur í stað 4,4 milljóna danskra króna, sem samsvarar 48,6 milljónum íslenskra króna. Verðmæti bréfanna núll krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.