Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 33
DAGLEGT LÍF
Tími vetrargræðlinganna er runninnupp og ekki seinna vænna að takafram klippurnar og klippa niður víði-,rifs,- sólberja- eða aspargræðlinga.
„Best er að taka vetrargræðlinga snemma á
vorin, t.d. í mars eða áður en kemur að veru-
legri laufgun,“ segir Guðríður Helgadóttir,
forstöðumaður starfs- og endurmennt-
unardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Græðlingana er best að klippa strax niður í
réttar lengdir en fyrst þarf að ákveða hvað á
að gera við þá. Eiga þeir að mynda limgerði,
skjól, stakt tré eða á að setja þá niður við sum-
arbústaðinn?
„Ef ætlunin er að stinga þeim beint út í beð
þá verða þeir að vera um 20–25 cm langir en ef
þeir eiga að fara í gróðurpotta, þá er nóg að
þeir séu um 10–15 cm langir,“ segir Guðríður.
Þegar búið er að klippa græðlingana í réttar
lengdir eru þeir búntaðir saman, 20–25 sykki í
búnti og teygju brugðið um. Búntunum er
pakkað inn í plastpoka, límt vel fyrir og sett í
ísskáp eða í frysti í allt að þrjá mánuði eða þar
til vorar.
„Það er of snemmt að stinga vetrar-
græðlingunum niður í mars utandyra en þar
sem eru gróðurhús má stinga þeim fyrr niður,“
segir hún. „En best er að bíða fram á vor þeg-
ar fer að hlýna. Flestir eiga góðan ísskáp og
frysti í dag og geta séð af plássi fyrir græð-
linga í nokkrar vikur.“
Guðríður segir að þessi aðferð eigi við um
nánast allar víðitegundir, rifs, sólber og ösp.
Þeim megi fjölga með vetrargræðlingum og
hugsanlega eigi það einnig við um einhverjar
tegundir toppa.
Gróðursetning
Þegar hlýnar og komið er að gróðursetningu
eru græðlingarnir teknir úr kælingu. „Sumir
segja að óhætt sé að stinga þeim beint niður úr
frystinum og láta þá þiðna hægt og rólega í
moldinni en aðrir halda því fram að betra sé að
þeir þiðni vel áður. Þetta verður hver og einn
að finna út fyrir sig,“ segir Guðríður. „Græð-
linga úr ísskáp er gott að láta standa í vatni í
sólarhring með efri endann upp og láta þá
drekka í sig vatn. Við það þrútna þeir út og
verða safaspenntir og eiga auðveldara með að
mynda rætur.“
Ef græðlingarnir eiga að fara í beð þá þarf
að vinna það vel áður. Stinga upp og blanda vel
af áburði í moldina. Það má nota alhliða áburð
eins og Blákorn en einnig er gott að nota líf-
rænan áburð, t.d. þörungamjöl.
Flestir strengja svart plast yfir beðið og
stinga græðlingunum niður í gegnum það.
Plastið sér til þess að illgresi kemst síður upp á
milli plantnanna.
Stinga þarf græðlingunum það djúpt niður
að 2⁄3– ¾ verði neðanjarðar. „Gott er að moldin
sé vel rök þegar græðlingarnir fara niður,“
segir Guðríður. „Svo fer allt að gerast af sjálfu
sér. Græðlingarnir fara fljótlega að laufgast og
rætast. Bara muna að vökva af og til þar sem
eru miklir þurrkar.“
Plantað í bakka
Önnur aðferð en að planta út í beð er að stinga
græðlingunum niður í skógarplöntubakka með
þrjátíu til fjörutíu hólfum. Yfirleitt er miðað
við að tvö til þrjú brum standi upp úr moldinni
en brum mynda seinna greinabyggingu á nýj-
um stofni. Með þessari aðferð verður að gæta
þess að halda græðlingunum rökum en ekki
rennandi blautum á meðan þeir eru að mynda
rætur.
„Það þarf að passa þá mun betur en
græðlinga sem fara í beð,“ segir Guðríður.
„Kosturinn við pottana er að yfirleitt má
planta úr þeim strax að hausti en það fer að
vísu eftir hversu duglegir þeir eru að mynda
rætur. Aftur á móti er gott að græðlingar, sem
fara beint í beð, séu í uppeldi í um það bil tvö
sumur áður en þeim er plantað út á vaxtarstað.
Ef verið er að planta í limgerði er hægt að
setja þá beint niður en það eru alltaf einhver
afföll og þá myndast bil í limgerðið, sem getur
verið erfitt að fylla með plöntu af sömu stærð
og sú sem fyrir var.
Við slíkar aðstæður ráðlegg ég eindregið að
ala plönturnar frekar upp í ákveðna stærð á
afmörkuðum skika og planta þeim út síðar,
frekar en að stinga þeim beint út. Annað á við
þar sem stærð skiptir ekki máli eins og við
sumarbústaði. Þar má stinga græðlingunum
beint niður á vaxtarstað. Þetta fer eftir því
hvað á að gera við plöntuna.“
VORVERKIN | Klipptir niður víði-, rifs-, sólberja- eða aspargræðlingar
Gott að geyma græðlinga í kæli
Morgunblaðið/Sverrir
Guðríður Helgadóttir með græðlinga í skógarplöntubakka.
Græðlingar í bökkum.
Eftir Kristínu Gunnarsdóttur
krgu@mbl.is