Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Leifs Breiðfjörð, þekkt- asta glerlistamanns á Íslandi, í for- rými Salarins í Kópavogi er hluti af glerlistahátíð sem fer fram í Gerð- arsafni. Þar má sjá margar litríkar glermyndir sem hanga í gluggum og lofti, flestar þeirra eru úr steindu gleri, aðrar eru áþrykktar eða sandblásnar og eitt verk unnið með blandaðri tækni. Sýningin fjallar um anda mannsins sem táknaður er með formi mannshöf- uðs í ýmsum útfærslum. Blýteikn- ingin í myndunum er leikandi létt og örugg um leið og hún er kyrfi- lega stílfærð og ber með sér yf- irbragð grafískrar hönnunar. Haus- arnir og önnur hálffígúratíf form sem sum hver vísa til lýsinga gam- alla handrita, ásamt táknrænni kalligrafíu ýta enn frekar undir hugmyndina um að verkin séu myndskreytingar við fornan texta, en yfirskrift sýningarinnar vísar þó til einhvers sannleika eða hug- myndar sem er utan við rúm og tíma. Að myndskreyta eða túlka svo vítt og hátíðlegt hugtak sem anda mannsins er ekki allra, en fyrir mann eins og Leif sem hefur unnið steinda glugga fyrir á annan tug kirkna og er vel inni í andlegu og trúarlegu táknmáli er slík hug- mynd ekki eins fjarstæðukennd og fyrir marga aðra. Hausarnir eru sterk höfundareinkenni Leifs og hér að öllum líkindum bornir fram sem persónulegar táknmyndir and- ans, en höfuðformið vísar sterklega til huga og skilningarvita mannsins. Að þessu sinni bera hausarnir flest- ir eða allir einhvers konar hjálm sem minnir helst á skírlífisbelti eða gjörð sem liggur einnig oftast yfir augun. Þá standa iðulega tveir eða þrír flipar, eins og mekanískar tengingar, annaðhvort út úr hjálm- inum og/eða úr hálsinum sem gefa til kynna möguleika á tengingu við líkama eða einhvers veruleika utan höfuðsins. Margar myndanna eru tvískiptar með láréttri burð- arstyrktarlínu í miðju myndar og er hún notuð á táknrænan hátt. Hausinn virðist hafður þeim megin línu sem hæfir eftir því hver and- legur staður hans er samkvæmt titli verksins. Þannig er hann fyrir ofan línu í myndinni Opinberun en fyrir neðan í myndinni Sagnameist- ari sem er einnig eina myndin þar sem hausinn virðist vera partur af líkama og er þar að auki með gal- opin augu. Þessi túlkun ber nokk- urn keim af tvíhyggjuhugmyndum hellenískrar heimspeki og seinna guðfræðikenningu Ágústínusar. En hann samþætti á miðöldum kristna trú við nýplatónisma sem hélt því fram að sálin væri aðsetur hins guðdómlega í manninum en lík- aminn aðsetur syndarinnar og þar af leiðandi bæri mönnum að afneita líkamanum eftir því sem hægt væri og gera sálina að vettvangi lífsins, þrátt fyrir ritningarorð á borð við: „Vitið þér ekki að líkami yðar er musteri heilags anda sem í yður er og þér hafið frá Guði?“ Nú þarf það ekki að vera að þessi sýning fjalli um anda manns- ins samkvæmt kristinni trúarkenn- ingu þar sem hér er um „frjálsa“ sýningu að ræða en ekki kirkjulist. Dr. Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði við Há- skóla Íslands, ritar texta um verkin í sýningarskrá og notar orð eins og ljós, innblástur, endurfæðingu, op- inberun, frelsi í anda og skapandi anda listamannsins. Þar sjást hvergi orðin guð, kristur, trú eða heilagur andi. Sumir titlar Leifs eins og Skírn og Vakning vísa þó til kristinna táknmynda og í mynd- inni Úr fjötrum má sjá haus sem hefur slitið sig úr vöggu líkamans til móts við ljósið þar sem hvít „dúfa“ virðist anda eða blása fram- an í hann, sem er sterk vísun til viðtekinnar táknmyndar um inn- blástur heilags anda. Það er sjald- gæft í dag að listamenn fjalli um andlegar víddir og trúarlegt tákn- mál af áhuga, alvöru og einlægni eins og hér er raunin og er sýn- ingin að því leyti kærkominn um- ræðuvettvangur fyrir áhugafólk um slík málefni. Vegna ofgnóttar hins efnislega og ríkulegra effekta ljóss og lita virðist vægi sýningarinnar þó liggja meira í hlutveruleikanum en anda mannsins. Sýningunni fylgir vel unnið myndband þar sem Leifur Breið- fjörð og kona hans Sigríður Jó- hannsdóttir sýna ferlið við gerð glerverkanna, en þar kemur fram að Sigríður sér alfarið um hið vandasama verk að blýleggja stein- dar glermyndir Leifs ásamt því að vinna að sinni eigin listsköpun. Andi manns í veruleika efnisins MYNDLIST Salurinn Kópavogi Opið alla daga kl. 11–17 Sýningin er framlengd til 22. maí. Leifur Breiðfjörð Andi manns Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Eyþór Leifur Breiðfjörð: Opinberun. FASTEIGNIR mbl.is 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands Laugardaginn 30. apríl kl.14.00-17.30. Sýningin er á hliðarsvölum Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar Otello eftir Verdi Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Í kvöld kl 20, Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20 Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20, Su 1/5 kl 20 - UPPSELT, Mi 4/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 6/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 7/5 kl 20 - UPPSELT, Su 8/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 12/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 13/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Fö 6/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Lau 30/4 kl 20, Fö 6/5 kl 20, Lau 7/5 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Su 1/5 kl 19.09 Síðasta sýning TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 1/5 kl 14 - UPPSELT, Su 1/5 kl 17 - UPPSELT, Su 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14, Lau 14/5 kl 14 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „verulega vönduð... og ég táraðist líka“ H.Ó. Mbl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Uppselt Lau. 30.4 kl 20 7. kortas. Örfá sæti laus Græna landið Eftir Ólaf Hauk Símonarson Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu Fös 13. 5 kl. 20 Lau 14. 5 kl. 15 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveitin KARMA í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.