Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1111 Atvinnuhúsnæði Smáheildsala/leiguhúsnæði Til leigu nýinnréttuð jarðhæð við Dugguvog. Fyrsta flokks skrifstofuaðstaða, vörulager/vöru- móttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Fundir/Mannfagnaðir Kópavogsbúar Opið hús með Ragnari Önundarsyni Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10:00 og 12:00 í Hlíðarsmára 19. Seðlalaust þjóðfélag og vaxandi kortaviðskipti. Á morgun, laugardaginn 30. apríl, mun Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf., ræða um seðlalaust þjóðfélag og vaxandi kortaviðskipti. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 18. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Vesturhöfnin. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykja- víkur, 2001 – 2024, vegna Vesturhafnar, hafnarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að reka verslanir og þjónustu sem ekki falla undir hafnsækna starfsemi á stærri hluta hafnar- svæðisins sem liggur næst aðliggjandi íbúða- svæði og er í nágrenni við miðborgarsvæðið. Með þessari breytingu er um að ræða breyt- ingu á landnotkun á lóðunum nr. 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25-27, 43, 45, 47 og 49-51 auk 12 og 14 við Fiskislóð. Á lóðum við Hólmaslóð nr. 2, 4 og 6, Eyjaslóð 1, 3, 5, 7, 9 og 11 er gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki hefur í för með sér mengun. Verkstæðum, vinnustofum, umboðs og heildverslunum, skrifstofum og þjónustu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16:15, frá 29. apríl til og með 10. júní 2005. Einnig má sjá tillög- una á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- fulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað skilmerkilega, eigi síðar en 10. júní 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 29. apríl 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Auglýsing um skipulag í Kjósarhreppi Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 og samþykkta skipulagsnefnd- ar Kjósarhrepps eru hér með auglýstar eftirfar- andi tillögur að deiliskipulögum í Kjósar- hreppi: Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar í landi Hækingsdals. Lóðin er til að byggja íbúðarhús í landi Hæk- ingsdals í Kjós. Lóðin mun heita Hækings- dalur 2, hún er 2.500 m² og er byggingareitur- inn staðsettur 27 m frá núverandi íbúðarhúsi í Hækingsdal. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar í landi Kiðafells. Lóðin er til að byggja íbúðarhús í landi Kiða- fells í Kjós. Lóðin mun heita Kiðafell 3, hún er 7.198 m² og er staðsett við gamla þjóðveginn um Kiðafell. Tillaga að deiliskipulagi gámasvæðis og reiðvallar í landi Meðalfells. Deiliskipulagssvæðið er í landi Meðalfells í Kjós og er stærð þess u.þ.b. 13.800 m². Svæð- inu er skipt í tvo hluta, annars vegar fyrir mót- töku og flokkun á sorpi og hins vegar fyrir reið- völl. Aðkoman að svæðinu er frá vegi 461. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Háls. Tillagan gerir ráð fyrir 34,4 ha svæði, á svæð- inu er gert ráð fyrir 69 frístundarhúsalóðum. Lóðirnar eru staðsettar að norðanverðu við Hvalfjarðarstrandarveg nr. 48. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Kjósar- hrepps, Félagsgarði, frá 2. maí til og með 30. maí 2005. Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps, Ólafur I. Halldórsson. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Páll J. Einarsson erindi: „Er Guð í gen- um okkar?“ í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Ástu Jónsdótt- ur. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is  GIMLI 6005042819 I Lf. (föstud. kl. 18:00). I.O.O.F. 12  1864298½  I.O.O.F. 1  1864298  Vf. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Langholtsvegur 69, 010101 og bílskúr 020101, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Þór Ágústsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 3. maí 2005 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 28. apríl 2005. Uppboð Raðauglýsingar augl@mbl.is ACTAVIS hefur gert viðbót- arsamning við Barnarannsóknir til að tryggja áframhaldandi vinnu við úrvinnslu rannsóknarverkefnisins „Heilsa, hegðun og þroski fimm ára barna“. Það er sjálfseignarstofn- unin Barnarannsóknir sem stýrir rannsókninni. Á myndinni eru Harpa Leifs- dóttir, markaðsstjóri Actavis á Ís- landi, og Ólafur Ó. Guðmundsson, formaður stjórnar Barnarannsókna og yfirlæknir BUGL, handsala samning Actavis og Barnarann- sókna. Undanfarin ár hefur sjálfseign- arstofnunin Barnarannsóknir unnið að undirbúningi víðtækrar rann- sóknar á þessu sviði en gagnaöflun frumrannsóknar á 318 fimm ára börnum við þrjár heilsugæslu- stöðvar á Reykjavíkursvæðinu er nú lokið. Tilgangur þeirrar rann- sóknar er meðal annars að auka þekkingu á heilsu, hegðun og þroska íslenskra fimm ára barna og kanna skilvirkni rannsókn- araðferða. Þá er unnið að því að þróa matstæki sem gætu auðveldað skipulagningu og uppbyggingu þjónustu í heilsugæslu við íslensk börn og fjölskyldur þeirra, segir í fréttatilkynningu. Actavis styrkir Barnarannsóknir LEIKSKÓLABÖRNUM hefurfjölgað um 25 frá fyrra ári eða um0,15%, sem er mun minni fjölgun en undanfarin ár, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum leikskóla um fjóra en stöðugildum fjölgaði um 50. Í desember 2004 sóttu 16.710 börn leikskóla á Íslandi. Leikskólakenn- urum fjölgaði um tæplega 100 milli ára en ófaglærðu starfsfólki fækkaði að sama skapi Í yfirliti Hagstofunnar kemur fram, að starfandi leikskólar voru 261 talsins og hafði fækkað um 6 frá árinu 2003. Stafar fækkunin af því að leikskólar hafa hætt starfsemi eða verið sameinaðir öðrum leikskólum. Alls sóttu tæplega 1500 börn nám í 28 einkareknum leikskólum. Leik- skólum sem hafa opið allt árið hefur fækkað og voru 19 talsins árið 2004. Algengast er að leikskólar séu lok- aðir í 3–4 vikur yfir sumartímann. Í desember 2004 sótti rúmlega fjórðungur eins árs barna leikskóla og um 90% tveggja ára barna. Við- verutími barna á leikskólum heldur áfram að lengjast og dvelja nú þrjú af hverjum fjórum börnum í leik- skólanum í 7 stundir eða lengur dag- lega. Börn sem njóta sérstaks stuðn- ings eru tæplega 1000 talsins og hef- ur fækkað um 100 frá árinu 2003. 7% barna með annað móðurmál en íslensku Börnum sem hafa annað móður- mál en íslensku fjölgar og eru nú 1145 talsins, tæplega 7% allra leik- skólabarna. Í grunnskólum landsins er samsvarandi hlutfall haustið 2004 3%. Rúmlega 200 börn eru erlendir ríkisborgarar, flest frá Austur-Evr- ópu. Þar eru Pólverjar fjölmennast- ir, 60 talsins. Starfsmönnum við leikskóla fjölg- aði um 4 en stöðugildum um 50. Í desember 2004 störfuðu 4.688 starfs- menn í 3861 stöðugildi við leikskóla á Íslandi. Árið áður störfuðu 4684 starfsmenn í 3811 stöðugildum á ís- lenskum leikskólum. Starfsmönnum hefur því aðeins fjölgað um fjóra á milli ára, konum fækkar um þrjár á meðan körlum fjölgar um sjö. Stöðu- gildum hefur fjölgað um 50, og hafa því starfsmenn bætt við sig vinnu frá síðasta ári. Þegar litið er aftur til ársins 1998 voru 41,5% starfsfólks í leikskólum í fullu starfi eða meira. Í desember 2004 vinna 48,9% starfs- manna í fullu starfi eða meira. Milli áranna 2003 og 2004 fjölgaði leikskólakennurum um tæplega 100 en ófaglærðu starfsfólki fækkaði að sama skapi. Menntuðum leikskóla- kennurum hefur einnig fjölgað hlut- fallslega og eru þeir nú 32,3% starfs- manna við uppeldi og menntun barna á leikskólum en voru 30,0% fyrir ári. Hagstofan segir að starfsmanna- velta sé nú aftur að aukast eftir að hafa farið minnkandi tvö undanfarin ár. Alls voru 1124 starfsmenn leik- skóla í desember 2003 ekki við störf ári síðar, eða 24% starfsmanna. Hlutfallslega er brottfallið mest meðal starfsmanna við ræstingar. Alls hættu 782 almennir starfsmenn við uppeldi og menntun störfum á milli þessara tveggja ára. Leikskólakennurum fjölgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.