Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 19 ERLENT LIEN Chan, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á Taívan, segist líta svo á, að það sé „söguleg skylda“ sín að koma á friði milli Kína og Taívans en í dag mun hann eiga fund með Hu Jintao, forseta Kína, í Peking. Verður hann sá fyrsti með leiðtogum komm- únista og kínverskra þjóðernissinna, Koumintang-flokksins, í 60 ár en borgarastyrjöldinni í Kína fyrir miðja síðustu öld lauk með því, að þjóðern- issinnar undir forystu Chang Kai- cheks flýðu til Taívans 1949. Lien var tekið með kostum og kynjum er hann kom fyrr í vikunni til Nanjing í Kína í sinni átta daga frið- arferð en heima á Taívan eru skoð- anir á henni mjög skiptar. Félagar Liens í Koumintang sýna henni skiln- ing, hafa raunar alltaf haldið því fram, að Kína og Taívan séu í raun eitt ríki, en Chen Shui-bian, núver- andi forseti Taívans, fordæmdi hana harðlega í fyrstu. Chen, sem var kjör- inn forseti árið 2000 og endurkjörinn í fyrra, varð fyrstur manna til að rjúfa óslitinn valdaferil Koumintangs á Ta- ívan í rúma hálfa öld. Eru hann og stuðningsmenn hans hlynntir algeru sjálfstæði eyjarinnar og því í litlum metum hjá yfirvöldum í Peking, sem velja honum jafnan hin verstu orð. Á síðustu dögum hefur Chen dreg- ið úr gagnrýni sinni á Kínaferð Liens, raunar samþykkt hana í orði kveðnu, og er talið, að það sé ekki síst vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Scott McClellan, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, sagði í fyrradag, að hún fagnaði beinum viðræðum milli áhrifamanna í Kína og Taívan enda væru þær upphafið að og eina leiðin til að leysa deilumálin með frið- samlegum hætti. Bandaríkjamenn hafa lengi ábyrgst öryggi Taívans gagnvart Kína en þeim hrýs að sjálfsögðu hug- ur við hugsanlegum hernaðarátökum við kínverska kommúnista. Á því eru kannski ekki miklar líkur en Peking- stjórnin hnykkti þó heldur á slíkum hótunum á dögunum er hún lét þingið gefa sér beina heimild til hernaðar- íhlutunar á Taívan. Hálfsjálfstætt en án alþjóðlegrar viðurkenningar Koumintang eða kínverskir þjóð- ernissinnar undir stjórn Sun Yat- sens komust til valda í Kína 1911 er þeir steyptu Qing-keisaraættinni en flýðu síðan undan herjum kínverskra kommúnista og Mao Zedong og sett- ust að á Taívan 1949. Nokkru áður, eða 1945, áttu þeir Chang Kai-chek og Mao með sér árangurslausan fund um að binda enda á borgarastríðið. All tíð síðan hefur Taívan verið stjórnað sem sjálfstæðu ríki en þjóð- ernissinnar héldu því alltaf fram, að Kína og Taívan væru eitt og þeir hinir einu löglegu stjórnendur ríkisins. Voru þeir viðurkenndir sem slíkir framan af, einkum á Vesturlöndum, en með árunum hefur þeim ríkjum, sem hafa stjórnmálasamband við Ta- ívanstjórn, fækkað og má nú líklega telja þau á fingrum annarrar handar. Vegna þess, að engar beinar flug- samgöngur eru á milli Kína og Taívans verður Lien að fara fyrst til Hong Kong og þaðan til Nanjing í Kína. Var það með sínum hætti nokk- uð táknrænt því að sú borg var höf- uðborg Kína meðan þjóðernissinnar réðu landinu. Var honum vel fagnað af nokkrum þúsundum manna en eitt af hans fyrstu verkum var að vitja grafar Sun Yat-sens, stofnanda fyrsta kínverska lýðveldisins. Lien sagði við komuna, að þjóðern- issinnar á Taívan horfðu ekki lengur um öxl, heldur fram á veg. „Kínverjar allir vilja frið og það er söguleg skylda okkar að stefna að því marki.“ Ekki er búist við neinum áþreif- anlegum árangri af fundi þeirra Li- ens og Hus enda hefur Lien ekkert umboð til samninga af neinu tagi. Andstæðingar hans á Taívan halda því raunar fram, að með ferðinni sé hann fyrst og fremst að hugsa um sína pólitísku arfleifð auk þess sem Koumintang-flokkurinn og kínverska kommúnistastjórnin eigi sér það sameiginlega áhugamál að grafa und- an Chen, núverandi forseta Taívans. Hvað sem því líður er fundurinn í dag sögulega mjög merkilegur. Með hon- um er hugsanlega verið að stíga skref í átt til beinna viðræðna milli stjórn- valda á Taívan og Kína. Fréttaskýring | Lien Chan, leiðtogi þjóðernissinna á Taívan, hefur ekkert umboð til samninga við kommúnistastjórnina í Kína að því er fram kemur í grein Sveins Sigurðssonar. Fyrsti fundur þessara fornu fjenda í Peking er samt talinn vera tímamótaatburður, sem jafnvel kann að verða upphafið að öðru meira. Fundurinn fer fram í dag. Fyrsti vísir að betri sam- skiptum Kína og Taívans? Reuters Lien Chan (t.v.) á fundi með Jia Qinglin, fjórða æðsta manni kínverska kommúnistaflokksins. Á veggnum er mynd af Forboðnu borginni, aðsetri Kínakeisara um aldir. Lien Chan hittir Hu Jintao, forseta Kína, í dag. ’Kínverjar allir viljafrið og það er söguleg skylda okkar að stefna að því marki.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.