Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 19

Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 19 ERLENT LIEN Chan, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á Taívan, segist líta svo á, að það sé „söguleg skylda“ sín að koma á friði milli Kína og Taívans en í dag mun hann eiga fund með Hu Jintao, forseta Kína, í Peking. Verður hann sá fyrsti með leiðtogum komm- únista og kínverskra þjóðernissinna, Koumintang-flokksins, í 60 ár en borgarastyrjöldinni í Kína fyrir miðja síðustu öld lauk með því, að þjóðern- issinnar undir forystu Chang Kai- cheks flýðu til Taívans 1949. Lien var tekið með kostum og kynjum er hann kom fyrr í vikunni til Nanjing í Kína í sinni átta daga frið- arferð en heima á Taívan eru skoð- anir á henni mjög skiptar. Félagar Liens í Koumintang sýna henni skiln- ing, hafa raunar alltaf haldið því fram, að Kína og Taívan séu í raun eitt ríki, en Chen Shui-bian, núver- andi forseti Taívans, fordæmdi hana harðlega í fyrstu. Chen, sem var kjör- inn forseti árið 2000 og endurkjörinn í fyrra, varð fyrstur manna til að rjúfa óslitinn valdaferil Koumintangs á Ta- ívan í rúma hálfa öld. Eru hann og stuðningsmenn hans hlynntir algeru sjálfstæði eyjarinnar og því í litlum metum hjá yfirvöldum í Peking, sem velja honum jafnan hin verstu orð. Á síðustu dögum hefur Chen dreg- ið úr gagnrýni sinni á Kínaferð Liens, raunar samþykkt hana í orði kveðnu, og er talið, að það sé ekki síst vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Scott McClellan, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, sagði í fyrradag, að hún fagnaði beinum viðræðum milli áhrifamanna í Kína og Taívan enda væru þær upphafið að og eina leiðin til að leysa deilumálin með frið- samlegum hætti. Bandaríkjamenn hafa lengi ábyrgst öryggi Taívans gagnvart Kína en þeim hrýs að sjálfsögðu hug- ur við hugsanlegum hernaðarátökum við kínverska kommúnista. Á því eru kannski ekki miklar líkur en Peking- stjórnin hnykkti þó heldur á slíkum hótunum á dögunum er hún lét þingið gefa sér beina heimild til hernaðar- íhlutunar á Taívan. Hálfsjálfstætt en án alþjóðlegrar viðurkenningar Koumintang eða kínverskir þjóð- ernissinnar undir stjórn Sun Yat- sens komust til valda í Kína 1911 er þeir steyptu Qing-keisaraættinni en flýðu síðan undan herjum kínverskra kommúnista og Mao Zedong og sett- ust að á Taívan 1949. Nokkru áður, eða 1945, áttu þeir Chang Kai-chek og Mao með sér árangurslausan fund um að binda enda á borgarastríðið. All tíð síðan hefur Taívan verið stjórnað sem sjálfstæðu ríki en þjóð- ernissinnar héldu því alltaf fram, að Kína og Taívan væru eitt og þeir hinir einu löglegu stjórnendur ríkisins. Voru þeir viðurkenndir sem slíkir framan af, einkum á Vesturlöndum, en með árunum hefur þeim ríkjum, sem hafa stjórnmálasamband við Ta- ívanstjórn, fækkað og má nú líklega telja þau á fingrum annarrar handar. Vegna þess, að engar beinar flug- samgöngur eru á milli Kína og Taívans verður Lien að fara fyrst til Hong Kong og þaðan til Nanjing í Kína. Var það með sínum hætti nokk- uð táknrænt því að sú borg var höf- uðborg Kína meðan þjóðernissinnar réðu landinu. Var honum vel fagnað af nokkrum þúsundum manna en eitt af hans fyrstu verkum var að vitja grafar Sun Yat-sens, stofnanda fyrsta kínverska lýðveldisins. Lien sagði við komuna, að þjóðern- issinnar á Taívan horfðu ekki lengur um öxl, heldur fram á veg. „Kínverjar allir vilja frið og það er söguleg skylda okkar að stefna að því marki.“ Ekki er búist við neinum áþreif- anlegum árangri af fundi þeirra Li- ens og Hus enda hefur Lien ekkert umboð til samninga af neinu tagi. Andstæðingar hans á Taívan halda því raunar fram, að með ferðinni sé hann fyrst og fremst að hugsa um sína pólitísku arfleifð auk þess sem Koumintang-flokkurinn og kínverska kommúnistastjórnin eigi sér það sameiginlega áhugamál að grafa und- an Chen, núverandi forseta Taívans. Hvað sem því líður er fundurinn í dag sögulega mjög merkilegur. Með hon- um er hugsanlega verið að stíga skref í átt til beinna viðræðna milli stjórn- valda á Taívan og Kína. Fréttaskýring | Lien Chan, leiðtogi þjóðernissinna á Taívan, hefur ekkert umboð til samninga við kommúnistastjórnina í Kína að því er fram kemur í grein Sveins Sigurðssonar. Fyrsti fundur þessara fornu fjenda í Peking er samt talinn vera tímamótaatburður, sem jafnvel kann að verða upphafið að öðru meira. Fundurinn fer fram í dag. Fyrsti vísir að betri sam- skiptum Kína og Taívans? Reuters Lien Chan (t.v.) á fundi með Jia Qinglin, fjórða æðsta manni kínverska kommúnistaflokksins. Á veggnum er mynd af Forboðnu borginni, aðsetri Kínakeisara um aldir. Lien Chan hittir Hu Jintao, forseta Kína, í dag. ’Kínverjar allir viljafrið og það er söguleg skylda okkar að stefna að því marki.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.