Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VORIÐ 1997 var sr. Hans Mark- ús Hafsteinsson kosinn sóknar- prestur í Garðasókn. Margt fólk starfar í svo stórri sókn, sóknar- prestur, prestur, djákni, meðhjálp- ari, organisti, annað aðstoðarfólk auk sóknarnefndar og annarra leik- manna sem kallaðir eru til starfa. Gengið hefur á ýmsu í viðskiptum sóknarprestsins við samstarfsfólk sitt síð- an 1997. Nú er svo komið um samstarfs- örðugleika hans að úr- skurðarnefnd Þjóð- kirkjunnar hefur mælt fyrir um að sóknar- presturinn skuli flutt- ur til í starfi. Sóknarnefnd hefur um langa hríð veigrað sér við að greina frá málavöxtum í deilum í Garðasókn á opinberum vettvangi af hlífð við sr. Hans Markús en nú verður ekki lengur hjá því komist. Forsaga málsins er að djákni kvartaði yfir því við sóknarnefnd á fundi hennar hinn 29. janúar 2004 að sóknarprestur hefði ekki samráð við sig um mál sem heyrðu undir hana og tæki endurtekið af henni ráðin. Málinu var vísað til sr. Gunn- ars Kristjánssonar prófasts sem hélt 12 sáttafundi með deiluaðilum. Sátt náðist hinn 24. febrúar en var rofin þremur dögum síðar. Í apríl lýsti prófastur því yfir að hann gæti ekki sætt deiluaðila. Hann sagði djákna í fullum rétti að bera fram kvörtun en krafa sr. Hans var að djákna yrði vísað úr starfi. Sóknar- nefnd vildi reyna til þrautar að sætta deiluaðila og réð vinnustaða- sálfræðing en allt fór á sömu leið. Sálfræðingurinn taldi ekki um sam- starfsvanda að ræða heldur væri það sök sr. Hans hvernig komið væri. Í lýðræðissamfélagi gilda reglur um ráðningu lærðra sem leikra og um það hver heyrir undir annan. Þessar reglur hefur sóknarprestur ekki virt með endurteknum kröfum sínum um frávikningu djákna, sóknarnefndarmanna, starfsmanna og leikmanna. Ekki hefur verið látið steyta á þeim málum og reynt að koma eins mikið til móts við kröfur sr. Hans og hægt var með nokkurri sanngirni. Sóknarnefnd tók fyrst að spyrna við fótum við kröfuna um brottvikningu djákna. Þegar ekki var neinum sáttum við komið fór sóknarnefnd fram á það við biskup að sóknarprestur yrði færður til í starfi. Er það með trega þar sem sr. Hans hefur vissulega gert margt vel eins og til er ætlast af presti, en ekki verður lengur un- að við yfirgang hans við alla sína nánustu samstarfsmenn. Haustið 2004 vísaði sóknarprestur sjálfur deilumálinu til úr- skurðarnefndar Þjóð- kirkjunnar þar sem hann fór ekki einungis fram á brottvikningu djáknans heldur og sr. Friðriks Hjartar ásamt því að formanni og varaformanni sóknarnefndar, sem reynt höfðu að skýra málin með greinargerðum, yrði veitt áminning. Samkvæmt áliti úrskurðarnefnd- ar er ljóst af gögnum málsins að sóknarprestur átti sinn þátt í því að sáttargjörðin frá 24. febrúar rofn- aði. Þá liggur fyrir að hann þáði ekki tilboð biskups um starfshand- leiðslu. Hann hefur hafnað boði biskups um flutning í annað starf sem leið til að laga samstarfsvand- ann í Garðasókn. Fjölmörgum til- raunum til sátta og lausnar á málinu hefur því verið hafnað af hálfu sóknarprests. Að virtum gögnum málsins telur úrskurðarnefndin því að sóknarprestur beri mesta ábyrgð á því að sættir hafa ekki náðst í mál- um þeim sem í gangi hafa verið í Garðasókn. Úrskurðarnefnd telur einnig að með því að dreifa gögnum úr máli þessu til sóknarbarna hafi sókn- arprestur misnotað stöðu sína til að fá fram stuðning eða samúð sóknar- barna og annarra, í hagsmunaskyni fyrir hann sjálfan, m.a. til þess að afla stuðnings við sig í þeim ágrein- ingi sem uppi var meðal nokkurra starfsmanna sóknarinnar og sóknarnefndar. Með því hafi hann verið að misnota stöðu sína sem sóknarprestur því prestsþjónustan er óskilyrt, og telja verði að presti sé óheimilt að óska eftir opinberum stuðningi fyrir veitta sálusorgun, þegar um mál af þessu tagi er að ræða. Með þessari háttsemi verði að telja að sóknarprestur hafi brotið grein 2.5. í siðareglum presta. Þá verði að telja að hann hafi með þess- ari háttsemi brotið gegn þagnar- skylduákvæði 4.1. í sömu siða- reglum. Þessi brot teljast bæði aga- og siðferðisbrot. Eins og úrskurður þessi ber með sér þá hefur ekki verið um aðför að sóknarpresti að ræða af hálfu sókn- arnefndar, formanns eða varafor- manns. Matthías G. Pétursson, for- maður sóknarnefndar, var stuðn- ingsmaður og kosningastjóri sr. Hans Markúsar þegar hann sóttist eftir kjöri sem sóknarprestur. Það segir sína sögu að nú telur sókn- arprestur formanninn höfuðand- stæðing sinn. Sjálf hef ég ítrekað setið undir ámælum sóknarprests- ins þar sem hann hefur farið fram á að ég hætti í sóknarnefnd til að víkja fyrir nýju fólki. Ég hef bent honum á í allri vinsemd að það væri ekki í hans verkahring að ráða og reka fólk úr sóknarnefnd. Er óskandi að lyktir náist í máli þessu sem fyrst svo að eðlilegt safn- aðarstarf geti hafist að nýju. Mál af þessu tagi eru gjörvallri kirkjunni og þjónum hennar til vansa. Ég hvet alla sem kynnast vilja stað- reyndum í málinu að sækja safn- aðarfund í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudaginn 28. apríl kl. 20 þar sem úrskurður úrskurð- arnefndar Þjóðkirkjunnar verður kynntur. Deilur í Garðasókn Kristín Bjarnadóttir fjallar um samskipti prests og sóknar- nefndar í Garðabæ ’Að virtum gögnummálsins telur úrskurð- arnefndin því að sóknar- prestur beri mesta ábyrgð á því að sættir hafa ekki náðst í málum þeim sem í gangi hafa verið í Garðasókn.‘ Kristín Bjarnadóttir Höfundur er ritari sóknarnefndar Garðasóknar. MÖRGUM verður tíðrætt nú á dögum um ýmiss konar efnahags- legt gildi vísinda. Mönnum er til dæmis ljóst að vísindin eru hagnýtt í atvinnulífinu til hvers konar hag- ræðingar og vinnusparnaðar, og auk þess til að gera hluti sem ann- ars væru ógerningur. Sömuleiðis vita margir að vinna við sköpun vísindalegrar þekking- ar og nýtingu hennar er afar arðbær, bæði fyrir þjóðfélagið og oft fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem starfa á þessum sviðum. Í gamla daga var sagt að bókvitið yrði ekki í askana látið en nú eru liðin um 30 ár síðan stúdentar við Háskóla Íslands sneru þeim málshætti við og héldu upp á 1. desem- ber undir kjörorðinu „Bókvitið verður í ask- ana látið“. Og nú er svo komið að fáir munu andmæla því. En þó að vísindin verði vissulega í ask- ana látin má hitt ekki gleymast að önnur undirrót þeirra er for- vitni mannanna, þörf okkar fyrir að þekkja og skilja umhverfi okkar og okkur sjálf. Sá sem kann góð skil á tilteknum vísindum er ekki aðeins gjaldgeng- ur starfskraftur út á það, heldur þekkir hann og skilur um- hverfi sitt með ýmsum hætti betur fyrir bragðið. Þessi þekking getur hjálpað mönnum á ýmsan hátt í amstri daganna en hitt er ekki síður mikils um vert að hún veitir margvíslega ánægju í daglegu lífi, lífsfyllingu sem er helst að líkja við að njóta góðrar listar eða bókmennta. Þegar við vöknum á morgnana í myrkri byrjum við á að kveikja raf- ljós sem byggist að sjálfsögðu á þekkingu eðlisfræðinnar á raf- magni og ljósi. Við notum vatnslás í hreinlætistækjum okkar sem er einföld en snjöll uppgötvun og hef- ur breytt afar miklu í daglegu lífi manna og hreinlæti. Í tannkreminu eru sérstök efni sem ætluð eru sér- staklega til að hreinsa tennurnar og svipað má segja um handsáp- una. Við öflum okkur orku með morgunmatnum og notum hana síðan til hreyfinga og starfa yf- ir daginn. Ef rafmagn- ið skyldi bila þegar við erum að hita kaffi- vatnið er betra að vita hvar rafmagnstaflan er, hvert hlutverk hennar er og hvernig á að tjónka við hana. Margir fara á bíl til vinnu en hugsa kannski ekki út í það að bílvélin breytir efnaorku eldsneytisins í hreyfiorku bílsins en hún eyðist síðan þegar hemlað er. Hemlun og stýring bíls byggist á núningi milli hjóla og vegar og mættu marg- ir kynna sér þá hluti betur en yfirleitt er gert; kannski gæti sú þekking fækkað slys- um og dregið úr óþarfa óþægindum. Þegar komið er á vinnustað fá sumir sér kaffi sem hitað er í ör- bylgjuofni. Hann er eitt af furðuverkum tækninnar því að hann hitar vatnið án þess að bollinn hitni um leið. En svo hringir kannski farsíminn og þá kemur í ljós að raf- hlaðan í honum er að verða tóm. Enn er það eðlis- og efnafræðin sem skýrir þetta. En hvernig skyldi annars standa á því að við getum talað í farsíma og tekið við tali annarra án þess að næsti mað- ur heyri það í sínum farsíma? Dag- arnir eru ýmist stuttir eða langir hjá okkur á norðurslóð og tunglið skiptir sífellt um kvartil. Auðvelt er að skilja þetta út frá einföldum at- riðum í hreyfingu himinhnattanna. En hvernig skyldi standa á því að sum lönd eru heitari en önnur? Eðlisvísindin geta líka svarað ýmsum spurningum um hag- kvæmni í daglegu lífi okkar. Vita menn til dæmis almennt hvaða heimilistæki eru orkufrek og dýr í rekstri og hver ekki? Hvort er ódýrara að sjóða kartöflur í vatni eða baka þær í örbylgjuofni? Hvaða kostir og gallar fylgja því að nota gas við matargerð á heim- ilum? Hvenær borgar sig að vanda til einangrunar til að spara hit- unarkostnað? Margir kjósa að slaka á að lokn- um vinnudegi með hreyfingu og hvíld. Af hverju fljótum við næstum því í vatninu í sundlauginni? Þegar við kveikjum á kerti að kvöldi myndast bæði ljós og hiti en hvers vegna ósar kertið? Um spurningar og svör af þess- um toga verður fjallað nánar í fyr- irlestri í röðinni „Undur veraldar“ sem haldinn verður núna á laug- ardaginn 30. apríl kl. 14:00 í sal 1 í Háskólabíói. Þar ætla þeir Ari Ólafsson og Ágúst Kvaran að segja okkur frá „Eðlisvísindum í hvers- dagslífi Ragnars Reykáss“. Þeir fylgjast með einum tilteknum degi í lífi Ragnars, alveg frá því að hann vaknar og kveikir ljósið þar til hann sofnar fyrir framan sjónvarp- ið. Eðlisvísindi og daglegt líf Ágúst Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson minna á fyrir- lestur sem ber heitið „Undur veraldar“ Ágúst Kvaran ’Eðlisvísindingeta líka svarað ýmsum spurn- ingum um hag- kvæmni í dag- legu lífi okkar.‘ Höfundar eru prófessorar við Há- skóla Íslands, Ágúst í efnafræði og Þorsteinn í eðlisfræði og vísindasögu. Þorsteinn Vilhjálmsson FYRIR Hæstarétti liggur nú endurupptökumáli á mínum veg- um vegna dóms um að hafa dreg- ið mér 500.000,00 kr. Það verður þá í fjórða sinn sem dæmt verður í máli þessu. Nær tveir tugir dómara, og meðdómara þeirra, löggiltra end- urskoðenda, hafa samtals sex sinnum, þrisvar í héraði og þrisv- ar í Hæstarétti, dæmt mig sekan um þetta brot. Hinn 20. desember síðastliðinn fékk ég afhent dómkvatt mat lög- gilts endurskoðanda þar sem ég var hreinsaður af þeim áburði að hafa tekið mér með fjárdrætti hálfa milljón króna úr sveitar- sjóði Vestur-Landeyjahrepps. Fyrir Héraðsdómi Suðurlands liggur einkamál á mínum vegum, vegna kröfugerðar. Ég var lát- inn, með rangindum, greiða lög- mætar milljónaskuldir Vestur- Landeyjahrepps úr eigin vasa. Ennfremur er krafa um vangold- in laun. Þessu máli var búið að áfrýja til Hæstaréttar. Hæsti- réttur ómerkti málið í febrúar síðastliðinn og vísaði því heim í hérað til dómsuppkvaðningar að nýju. Var rétturinn þá nýbúinn að fá í hendur hið dómkvadda mat. Matið staðfestir að allar kærur gegn mér voru rangar og uppspuni frá rótum. Ríkislögreglustjóri meðtók í febrúar 1999 kæru frá 9 sveit- ungum mínum þar sem ég var borinn þungum sökum. Ríkislög- reglustjóri var fljótur að taka kæruna til greina sem studd var af minnihluta hreppsnefndar. Það átti eftir að koma í ljós að farið hafði verið að mér með upp- lognum sökum. Með bréfi til ríkislögreglu- stjóra, dags. 28. maí 2001, þegar mál höfðu skýrst, óskuðu aðrir 9 sveitungar mínir eftir opinberri rannsókn á fjárreiðum sveitarfé- lagsins, vegna uppkveðinna sýknudóma að hluta. Ríkislög- reglustjóri sagði nei, með bréfi frá 24. ágúst 2001. Óskað var eftir við ríkissak- sóknara með bréfi að úrskurði ríkislögreglustjórans frá 24. ágúst yrði hrundið. Ríkissak- sóknarinn sagði nei 11. desember 2001. Bréf var sent dómsmálaráðu- neytinu og viðræður fóru fram við ráðherra, að viðstöddum ráðuneytisstjóra, þar sem borin var fram ósk um að ráðuneytið hlutaðist til um opinbera rann- sókn. Með bréfi 15. mars 2002 sagði dómsmálaráðuneytið nei. Eggert Haukdal Hálft sjöunda ár í dómskerfinu Höfundur er fv. alþingismaður. TIL umfjöllunar er nú á Alþingi stjórn- arfrumvarp um að skattleggja orkuveitur í landinu, en þær eru nær eingöngu í eigu ríkis og sveitarfélaga. Ekki einungis á að skattleggja hagnað þeirra af framleiðslu, dreifingu og sölu raf- orku heldur verða hita- veitur og vatnsveitur skattlagðar með sama hætti. Færa má rök fyrir því að raforkufram- leiðsla verði skattlögð þar sem nýleg lög gera ráð fyrir því að raf- orkuframleiðsla fari á samkeppnismarkað. Ekkert slíkt er fyr- irhugað um hitaveitur sem hafa einkaleyfi til starfsemi sinnar og enn síður vatnsveitur sem að langmestu leyti er lögskyld starfsemi sveitarfélaga. Það að flutt skuli stjórnar- frumvarp um að skattleggja skuli hitaveitur og vatnsveitur er ótrúleg gjörð. Ekki einu sinni tilskipun frá Evrópusambandinu krefst þess að það verði gert. Ljóst er að ef frumvarp um skattlagningu orkufyrirtækja verður samþykkt mun það í næstu framtíð hafa verulega hækkun orkugjalda og vatns- gjalds í för með sér fyrir íbúa og atvinnulíf. Orkufyrirtækin hafa flest í raun sýnt litla andstöðu við þetta frumvarp heldur fyrst og fremst bent á afleið- ingarnar. Orkuveita Reykjavíkur lýsti sig andvíga markmiðum frumvarpsins, m.a. á þeim forsendum að skattlagningin myndi óhjákvæmilega leiða til hækkunar orkuverðs. Stjórnendur þeirra vita sem er að þeim er í lófa lagið að hækka gjaldskrár sínar í kjöl- far nýrrar skattlagn- ingar og senda reikn- inginn til viðskiptavina sinna. Alþingi á villigötum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um fyrirhugaða skatt- lagningu orkuveitna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ’Það að fluttskuli stjórnar- frumvarp um að skattleggja skuli hitaveitur og vatnsveitur er ótrúleg gjörð.‘ Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.