Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 21 MINNSTAÐUR Vestmannaeyjar | Mikil vakning hef- ur orðið í skáklífi Vestmannaeyja síð- ustu misseri og nú æfa um 50 krakkar þá göfgu list, skákina, reglulega fyrir utan mót sem haldin eru reglulega. Krakkar, allt frá leikskólaaldri eru stærsti hópurinn og árangurinn er farinn að skila sér því Taflfélag Vest- mannaeyja eignaðist sinn fyrsta Ís- landsmeistara í 35 ár í upphafi þessa árs. Í kvöld hefst Skákævintýrið í Höllinni í Vestmannaeyjum þar sem ungir skákmenn af öllu landinu etja kappi. Í gær höfðu 120 skráð sig og enn var að bætast við. Fréttaritari Morgunblaðsins fylgd- ist með síðustu umferðunum í skóla- móti Vestmannaeyja sem lauk fyrir nokkru. Keppendur voru 32, allt strákar. Það var mikil spenna í loftinu, einbeitnin skein úr hverju andliti, það var vegið á báða bóga. Stundum báru tilfinningarnar hina ungu keppendur ofurliði en þegar staðið var upp frá borðum voru allir sáttir. Spennan í lokin var nánast óbærileg og þurfti að tefla aukaskákir til að knýja fram úr- slit. En áhugamálin eru fleiri og á einu taflborðinu voru peyjarnir að stilla upp Chelsea-liðinu í kringum okkar mann Eið Smára. Skákborðið var þá Stanford Bridge og taflmennirnir knattspyrnumenn. Magnús Matthíasson, formaður Taflfélags Vestmannaeyja, segir að starfið hafi verið mjög öflugt síðustu þrjú árin en bætt hafi verið í þegar fé- lagið eignaðist eigið húsnæði síðasta haust. „Við vorum með 25 krakka áð- ur en í haust fjölgaði þeim upp í 50,“ sagði Magnús. „Við erum með fimm æfingar á viku fyrir utan mót sem við höldum reglulega. Þeir sem eru búnir að vera lengst hjá okkur eru farnir að standa sig mjög vel á mótum á fasta- landinu þannig að við erum að sjá árangur af starfinu.“ Best að byrja á leikskólaaldrinum Magnús segir að best sé að fá krakkana sem yngsta, helst á leik- skólaaldri. „Þá fáum við tíma til að gera úr þeim góða skákmenn. Við byrjum á undirstöðunni þó alltaf séu einhverjir sem kunna mannganginn þegar þeir koma til okkar. Eftir eitt til eitt og hálft eru þeir búnir að læra grundvallaratriðin og farnir að vinna foreldrana auðveldlega. Ég og Karli Gauti Hjaltason sjáum um byrjunina, þá tekur Sigurjón Þorkelsson við þeim og loks Sverrir Unnarsson sem gerir þá að snillingum. Þetta starf og þjálfun er farið að skila árangri því við áttum Íslandsmeistara í flokki tíu ára í vetur. Hann heitir Nökkvi Sverr- isson og áttum við fjóra meðal ellefu efstu á mótinu.“ Uppgangurinn í félaginu nær líka til þeirra eldri og þar er helsta Helgi Ólafsson, stórmeistari, helsta skraut- fjöðrin en hann gekk nýlega í TV eftir áratuga fjarveru. „Þeir fullorðnu náðu bronsinu í efstu deild í deildarkeppn- inni í vetur. Það var frábær árangur en starfið í kringum þá er alveg óháð strákunum.“ Magnús segir að krakkarnir séu mjög áhugasamir og það svo að ÍBV fór fram á við TV að færa til æfingar þannig að þeir kæmust líka á hand- bolta- og fótboltaæfingar. „Markmiðið er að eiga alltaf skákmenn í fremstu röð, þar eru Íslandsmeistaratitlar lokatakmarkið því við viljum bera hróður Eyjanna á þessu sviði,“ sagði Magnús að lokum. Fannst það ekki leiðinlegt Sindri Freyr Guðjónsson er tíu ára og hefur teflt í fjögur ár. „Ég byrjaði að fara á æfingar hjá Taflfélaginu og fannst það ekki leiðinlegt. Minn besti árangur er 3. sætið í keppni A-liða,“ segir Sindri Freyr sem er ákveðinn í að halda áfram að tefla. Hann segir að þeir læri Sikileyjarvörn, franska og ítalska sem er í uppáhaldi hjá honum. „Ætli Spassky sé ekki minn uppá- halds skákmaður og vonandi verð ég einhvern tímann Ís- landsmeistari.“ Hafsteinn Valdimarsson er ekki nema átta ára. „Afi, hann Þórarinn Ingi Ólafsson, kenndi mér mannganginn og mér finnst mjög gaman að tefla. Ég varð í 1. sæti í mínum flokki á Suðurlandsmótinu og ég ætla að halda áfram að tefla.“ Nökkvi Sverrisson er fyrsti Íslandsmeistari TV í 35 ár en hann byrjaði að tefla fyrir fjór- um árum. „Þetta er mjög gaman og mest gaman er að fara á mót með hin- um strákunum. Ég varð Íslandsmeist- ari í vetur og í 2. sæti á Suðurlands- mótinu,“ segir Nökkvi sem þrátt fyrir ungan aldur á sínar uppáhaldsvarnir. „Ég nota Sikileyjarvörnina þegar ég er með svart og ítölsku vörnina þegar ég tefli með hvítu mönnunum. Ætli Tobolof sé ekki minni uppáhalds skákmaður og vonandi verð ég ein- hvern tímann stórmeistari.“ Vakning hefur orðið í skáklífi Vestmannaeyja og fimmtíu börn æfa nú hjá taflfélagi bæjarins Markmiðið að eiga alltaf menn í fremstu röð Sigurvegarar í yngri flokki Sindri Freyr varð í þriðja sæti, Nökkvi í því fyrsta og Hallgrímur í öðru. Eldri flokkur Haraldur Pálsson varð í öðru sæti og Þórhallur Friðriksson sigraði. Eftir Ómar Garðarsson Spennan í hámarki Nökkvi Sverrisson t.v. og Hallgrímur Júlíusson tefla til úrslita um 1. sætið og hafði Nökkvi betur. Morgunblaðið/Sigurgeir HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Borgartúni 24, Spektro Lyfjaval Hæðasmára Mosfellsbær Lyfjaval Þönglabakka Stúdíó Dan Ísafirði Ein með öllu Multivítamín, steinefnablanda ásamt spírulínu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Reykjavík | Víðtækt samráð verður haft við áhugasama borgara um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar, fjórir samráðsfundir verða haldnir á næstu mánuðum og sett upp sýning þar sem almenningur getur tjáð skoðanir sínar í Hafnarhúsinu í haust. Umræðan um hvort flugvöll- urinn eigi að fara eða vera er þó enn í pólitískum hnút. Þetta kom fram á opnum fundi um skipulag Vatnsmýrarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Tæplega 100 manns mættu á fundinn og hlýddu á erindi m.a. frá Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsráðs, og Ágústu Kristófersdóttur frá Listasafni Reykjavíkur eftir stuttan inngang Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Umræðan í skotgröfunum Dagur sagði í framsögu sinni að við skipulag Vatnsmýrarinnar yrði að ganga út frá þeirri forsendu að flug- völlurinn hyrfi þaðan, hvort svo sem það yrði raunin í fyrirsjáanlegri framtíð eða ekki. Horfa þyrfti á svæðið sem eina heild og skipuleggja það út frá þeirri forsendu, ella væri hætta á því að uppbygging næstu ára skerti tækifæri svæðisins í heild í framtíðinni. Aðalskipulag svæðisins gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn fari þó að sá hluti skipulagsins hafi í raun ekki verið samþykktur af um- hverfisráðuneyti þar sem samkomu- lag um brotthvarf vallarins hefur ekki náðst milli borgarinnar og sam- gönguráðuneytis. Stýrihópur um skipulag Vatns- mýrarinnar ræddi mikið stöðuna í flugvallarmálinu svokallaða, sagði Dagur fundarmönnum, og segir hann kyrrstöðu hafa ríkt í málinu undan- farið. „Málið hefur verið í pólitískum hnút og umræðan um flugvöllinn hef- ur verið í skotgröfunum. Það er ekki staða sem er til þess fallin að vinna þessu gríðarlega mikilvæga máli lið.“ Þetta hefur leitt til þess að mik- ilvægar hugmyndir sem e.t.v. hafa verið á floti lengi hafa verið ókann- aðar og sum sjónarmið órædd. Um- ræðan hafi fyrst og síðast fjallað um hvort flugvöllurinn verði eða fari og við það verður ekki búið, að mati Dags. Eins og gert er ráð fyrir í aðal- skipulagi fyrir Vatnsmýrina mun fara fram alþjóðleg samkeppni um skipulag svæðisins í framtíðinni. Dagur sagði að áður en það gerðist yrðu að fara fram rannsóknir og út- tektir auk þess sem opnir vinnufund- ir og samráð með íbúum þyrfti að fara fram. Búa þyrfti til vettvang þar sem hugmyndir íbúa verði kallaðar fram til rýni og rökræðna. Einungis þegar þessu ferli væri lokið sé hægt að fara í hugmyndasamkeppnina. Hvernig borg má bjóða þér? Ágústa Kristófersdóttir frá Lista- safni Reykjavíkur sagði fundar- mönnum frá því hvernig safnið mun koma að þeirri hugmyndavinnu íbú- anna sem verður hluti af skipulags- ferli Vatnsmýrarinnar. Á haustdög- um verður haldin sýning í Hafnar- húsinu þar sem hugmyndir sem eru uppi á borðinu eru ræddar, og reynt að nálgast aðrar hugmyndir frá áhugasömum, bæði almenningi og sérfræðingum. „Meginspurningin sem við ætlum að leita svara við er: Hvernig borg má bjóða þér? Það er okkar trú að all- ir séu sérfræðingar í því hvernig borg þeir vilji búa í. Sýningin í Listasafni Reykjavíkur verður vettvangur fyrir sem flesta til þess að koma þessum hugmyndum á framfæri,“ segir Ágústa. Hún segir að með þessu verði fetað í fótspor borgaryfirvalda í Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem haldin var sýning með svipuðu markmiði. Meðal annars er reiknað með að risa- vaxin loftmynd af Reykjavíkurborg verði sett á gólf safnsins fyrir al- menning að vinna með. Miklu samráði við íbúa heitið vegna skipulags Vatnsmýrarinnar Flugvallarmálið enn í pólitískum hnút Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Vatnsmýrin skipulögð Tæplega 100 manns mættu á opinn fund um framtíð Vatnsmýrarinnar í gær. ÞAÐ var mikill handagangur í öskj- unni við Kvennaskólann í Reykja- vík þegar nokkrir nemendur skól- ans, sem eru í framboði til stjórnar og skemmtiráðs, ákváðu nýverið að taka forskot á sælu stjórnartíðar sinnar með því að blása til nokkurs konar vorhátíðar með pylsum, trampólíni, sælgæti og leikjum og öðru tilheyrandi. „Við ákváðum að bjóða upp á skemmtun, fengum fyrirtæki til að styrkja þetta og borguðum líka fyr- ir sumt,“ segir Eva Reynisdóttir, sem ásamt sex félögum sínum býð- ur nú fram til stjórnar og skemmti- nefndar. Eva býður sig fram til for- manns skólafélagsins. „Við tókum áhættu með veðrið, en það marg- borgaði sig.“ Kennarar sem fylgdust með voru hinir kátustu með þetta uppátæki, svo framarlega sem vel yrði gengið frá. Þótti þeim hátíðin setja líf í skólastarfið og ekki var annað að sjá en þessi nýbreytni mæltist vel fyrir hjá nemendum. Morgunblaðið/Sverrir Þessar stúlkur, þær Kristín Eygló Kristjánsdóttir og Heiðrún Ágústs- dóttir, stunda nám á málabraut. Kosningagleði kvenskælinga í sól og blíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.