Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 37 UMRÆÐAN Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þenn- an falda glæp og ræðum vanda- málið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi ótt- ans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞVERERPÓLITÍSK samstaða ungliðahreyfinga allra flokka hefur náðst um að styðja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþing- ismanns um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Nú berast hins vegar þær fregnir að frumvarpið muni hugsanlega sofna í allsherjarnefndinni eða hjá ráðuneytinu. Við teljum afar mik- ilvægt að þetta brýna réttlætismál fái afgreiðslu úr allsherjarnefnd- inni svo þingheimur geti tekið af- stöðu til þess. Heimdallur, Ungir jafnaðar- menn, Félag ungra framsóknar- manna í Reykjavík suður, Ungir Vinstri grænir og Ungir frjáls- lyndir samþykktu fyrir stuttu áskorun til allsherjarnefndar um að afgreiða frumvarpið úr nefndinni og af því tilefni var haldinn opinn fundur um málið. Bent var á að það ætti að leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær 2 ár. Ung- liðar hvöttu sömuleiðis nefndar- menn til að horfa fram hjá flokks- pólitískum dráttum og sjá hve mikið þjóðþrifa- og mannréttinda- mál þetta er. 14.000 undirskriftir Ekki er þó einungis breið sam- staða um málið hjá ungliðahreyf- ingum stjórnmálaflokkanna heldur hafa rúmlega 14.000 einstaklingar sent áskorun til þingmanna í gegn- um vefsíðu Blátt áfram, www.blattafram.is þess efnis. Einnig hafa fjölmargir fagaðilar sem allsherjarnefnd sendi málið til um- sagnar, svo sem um- boðsmaður barna, Barnaverndarstofa, Barnaheill, Kvenna- athvarfið, Stígamót, Mannréttindaskrif- stofa Íslands o.fl., lýst yfir stuðningi við frumvarpið og fagnað því. Rangt að láta brotin fyrnast Frumvarpið tekur tillit til sérstöðu þessara brota gegn börnum. Börn átta sig oft ekki á því að brotið hafi verið gegn þeim fyrr en mörgum árum seinna eða þau bæla minninguna um of- beldið niður og telja jafnvel sig bera einhverja sök. Brotin koma því oft ekki fram í dagsljósið fyrr en löngu seinna. Nú þegar eru til dómar um að sekt hafi verið sönnuð en sýknun hafi verið dæmd vegna fyrningar. Við teljum að gerandi eigi ekki að hagnast á þeim mikla aðstöðumun sem er á honum og barninu og að hagsmunir barna vegi þyngra en almennar röksemd- ir um fyrningu. Nú þegar hefur löggjafinn metið að ákveðin afbrot skuli vera ófyrn- anleg s.s. mannrán, ítrekuð rán, manndráp, landráð o.fl. og því er þetta spurning um pólitískt mat á þeim hagsmunum sem um ræðir. Krefjumst að frumvarpið verði afgreitt úr nefndinni Við teljum það rangt að kyn- ferðisbrot gegn börnum geti fyrnst. Þetta er mál sem snertir okkur öll. Nýjustu tölur sýna að nær fimmta hvert barn verður fyrir kynferðis- legu ofbeldi og það er eitthvað sem þjóðin öll verður setja alla sína krafta í að stöðva. Við hvetjum al- menning einnig til að láta í sér heyra og senda áskorun til þing- manna af vefsíðunni http:// www.blattafram.is. Í ljósi þess breiða og mikla stuðnings sem málið hefur meðal almennings og fagaðila krefjumst við að málið verði afgreitt úr alls- herjarnefnd fyrir þinghlé. Samstaða um gott mál Bolli Thoroddsen, Matthías Imsland, Dögg Hugosdóttir, Kristín María Birgisdóttir og Andrés Jónsson segja frá sam- stöðu ungliðahreyfinga stjórn- málaflokkanna um laga- frumvarp um afnám fyrningar- fresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. ’… krefjumst við aðmálið verði afgreitt úr allsherjarnefnd fyrir þinghlé.‘ Kristín María Birgisdóttir Höfundar eru formenn eða varafor- menn ungliðahreyfinga stjórnmála- flokkanna. Dögg Proppé Hugosdóttir Andrés Jónsson Matthías Imsland Bolli Thoroddsen flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.