Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 35
UMRÆÐAN flugfelag.is | 570 3075
Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er
heillandi heimur fyrir þá sem vilja njóta stórkost-
legrar náttúrufegurðar á sólríkum sumardögum.
Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til
gönguferða.
Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði
á Suður-Grænlandi, ferðamöguleika, skipulagðar
ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu
á www.flugfelag.is
Suður
Grænland
Narsarsuaq við Eiríksfjörð
í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (17. júní til 2. sept.),
á þriðjudögum og föstudögum.
Sumartilboð á netinu:
Frá aðeins 13.500 kr.*
flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað
er á netinu – takmarkaður sætafjöldi
Þessi auglýsing er styrkt af SAMIK - samstarfi Íslands
og Grænlands um ferðamál.
*Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
FL
U
2
82
05
04
/2
00
5
- paradís útivistarmannsins
ÖSSUR, formaður Samfylkingar-
innar, var spurður að því í útvarps-
viðtali um daginn af hverju hann
styddi ekki hreinlega Ingibjörgu Sól-
rúnu til formanns úr því hann hefði
fyrir tveimur árum
kallað hana „framtíð-
arleiðtoga flokksins“.
Og svar hans var að
Samfylkingin væri lýð-
ræðislegur flokkur,
þar væru það meðlim-
irnir allir sem veldu
leiðtoga en ekki bara
forystan. „En nú var
hún útnefnd forsætis-
ráðherraefni flokksins
fyrir síðustu kosning-
ar?“ sagði þá spyrjand-
inn og Össur svaraði:
„Já, það var ég sem
ákvað það. ÉG gerði hana að for-
sætisráðherraefni!“
Það eru kannski svona klaufalegar
mótsagnir, í bland við ofnotkunina á
fyrstupersónufornafni í eintölu, sem
gera það að verkum að maður getur
einhvernveginn ekki verið sáttur við
þennan góða dreng í formannssæti
hins langþráða sameinaða jafnaðar-
mannaflokks.
Á undanförnum dögum hafa fjöl-
miðlar rifjað upp haustdaginn fyrir
tæpum tveimur árum þegar Össur
tilkynnti þjóðinni í beinni útsendingu,
á meðan Ingibjörg Sólrún borgar-
stjóri sat lokuð inni á fundi, að hún
hygðist taka sæti á framboðslista
flokksins fyrir næstu alþingiskosn-
ingar. En þá sagði hann nokkurnveg-
inn orðrétt: „Hún hefur fallist á að
taka fimmta sætið á framboðslist-
anum sem ÉG leiði.“
Menn hefur greint á um það hvers
vegna þessi tilkynning kom jafn
klaufalega út fyrir flokkinn og raun
bar vitni – eins og fólk man þá varð
Ingibjörg Sólrún hálfklumsa þegar
hún kom út af fundinum og var spurð
um þessa tilkynningu. Hafðar hafa
verið uppi ágiskanir um hvað þarna
gerðist. En staðan var einfaldlega sú
að það var áformað að hafa þau, leið-
togana tvo, á sitthvorum framboðs-
listanna í Reykjavík – suður og norð-
ur. Það var á allan hátt rökrétt.
Nema hvað að flokksformaðurinn
mátti ekki til þess hugsa; hann ótt-
aðist að þá gætu kosningarnar orðið
að einhverskonar vinsældamælingu á
milli sín og borgarstjórans – hann
virtist telja, og ekki að ástæðulausu,
að Samfylkingin væri lík-
leg til að fá fleiri atkvæði
út á lista þar sem Ingi-
björg Sólrún væri í bar-
áttusæti heldur en þann
sem hann sjálfur leiddi.
Þessvegna flýtti hann sér
að tilkynna þetta með
þeim flumbrugangi sem
raunin varð, og þessvegna
var honum það líka efst í
huga að hún tæki sæti á
listanum „sem ÉG leiði“.
Síðan hefur auðvitað
verið stórhallærislegt að
heyra það úr herbúðum
Össurar að með því hún hafi ekki náð
þingsæti þá hafi hún farið erindis-
leysu; henni hafi verið gefið tækifæri
sem hún klúðraði, á meðan Össur
náði þeim árangri að verða fyrsti
þingmaður kjördæmisins þar sem
bæði Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson voru í framboði. Það var af-
ar langsótt frá upphafi, í kjördæmi
þar sem sex listar bitust um ellefu
sæti, að einn þeirra næði fimm, þótt
reyndar hafi engu mátt muna þar
sem Ingibjörg Sólrún var í baráttu-
sætinu. Og að það skilaði flokks-
formanninum hátt er kannski frekar
henni að þakka, sem ýtti vagninum,
heldur en þeim sem sat fremst. Og
telji Össur það hafa verið úrslitaatriði
um hvort flokkurinn skyldi leiða rík-
isstjórn hvort hann næði fimm þing-
mönnum í kjördæmi hans, hefði hann
auðvitað átt að setja sjálfan sig í það
sæti – rétt eins og Ingibjörg Sólrún
sem sigraði þrennar borgarstjórnar-
kosningar í röð, úr áttunda sæti síns
lista, baráttusætinu.
Allt er þetta kannski fremur sak-
laust, þótt það sé klaufalegt. En það
var svo morguninn eftir kjördag síð-
ustu þingkosninga sem hann lék þá
afleiki og skoraði þau sjálfsmörk sem
gera það að verkum að það er ekki
hægt að taka flokkinn alvarlega með
hann í formannssætinu. Á kosninga-
nóttina voru held ég afar margir sam-
fylkingarmenn harla glaðir; sá
draumur að eignast stóran flokk með
tæplega þriðjungs fylgi, flokk á stærð
við Sjálfstæðisflokkinn, hafði loksins
ræst. Á meðan vinstri- og krataflokk-
ar víðast hvar í Evrópu hafa verið for-
ystuafl stjórnmála í sínum löndum í
áratugi máttum við á Íslandi horfa
upp á okkar tvístruðu hreyfingu vera
næstum áhrifalausa – vinstrimenn
leiddu aldrei ríkisstjórnir; þeir höfðu
einungis smáflokka sem fengu stund-
um að fljóta með í stjórnum sjálf-
stæðis- og framsóknarmanna; vera
hækjur eins og Alþýðuflokkurinn var
til að mynda í Viðreisnarstjórninni,
þar til hún féll vegna þess að flokkur-
inn var næstum horfinn. Þess vegna
höfðu svo margir barist fyrir samein-
ingu á vinstri vængnum, rétt eins og
þegar tókst með slíku samstarfi í
borgarstjórnarkosningum að
hnekkja hálfrar aldar valdaeinokun
Íhaldsins.
En hvað gerðist svo, strax morgun-
inn eftir hinar sögulegu kosningar
fyrir tveimur árum? Jú, flokksfor-
maður Samfylkingarinnar lagðist á
hnén í beinni sjónvarpsútsendingu,
áður en talningu var að fullu lokið, og
bað um að fá að verða hækja undir
stjórn sem framsóknarmenn myndu
leiða. Og þetta gerði hann án þess
einu sinni að hafa samráð við leiðtoga
flokksins í þeim sömu kosningum.
Það var þá sem ég sá fyrir mína parta
að óumdeildir mannkostir Össurar
Skarphéðinssonar væru ekki nægjan-
legir til að ég vildi styðja hann til
áframhaldandi formennsku í flokkn-
um.
Nýjan formann
Einar Kárason fjallar um for-
mannskjör Samfylkingarinnar
’Jú, flokksformaðurSamfylkingarinnar
lagðist á hnén í beinni
sjónvarpsútsendingu,
áður en talningu var að
fullu lokið, og bað um að
fá að verða hækja undir
stjórn sem framsóknar-
menn myndu leiða.‘
Einar Kárason
Höfundur er rithöfundur.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
ÉG óska landsmönn-
um gleðilegs sumars og
þakka fyrir þennan góða
og gjöfula vetur sem
reynst hefur þjóðinni
mildur og blessunarrík-
ur. Við Íslendingar
megum virkilega vera
þakklátir fyrir að fá að
lifa í okkar góða landi
þegar hugsað er til
þeirra sem þjást og líða
fyrir vannæringu og
skort á nauðsynjum.
Aldrei hefur kaup-
máttur okkar Íslendinga verið meiri
en á þessu ári. Við höfum fengið að
sjá „að þetta land á ærinn auð, ef
menn kunna að nota hann“ eins og
skáldið kvað forðum. Mikil bjartsýni
ríkir á Íslandi samkvæmt könnunum
og flæði peninga aldrei meira síðan
ég fór að muna eftir mér. Tæknin
eykst og möguleikar á
útflutningstekjum
vakna víða. En mér
finnst ánægjan og þakk-
lætið ekki vera eins mik-
ið með þjóðinni og áður.
Kröfurnar hafa aukist
og gjörbreyst. Það virð-
ist sem þeim verði seint
fullnægt. Kapphlaupið
eftir hinum veraldlega
auði er meira en nokkur
forsjá. Fjöldinn er á kafi
í verðbréfaviðskiptum
og vill ná í meira og
meira – meira í dag en í
gær – eins og þar stendur.
Náum við ekki að stöðva þennan
hraða? Erum við að sóa hinum mikla
mannauði á altari Mammons?
Hvernig líður þeim andlega sem ekki
sér nema krónur og aura, að eignast
þann auð sem mölur og ryð fá grand-
að? Erum við að gleyma þeim and-
legu verðmætum sem alltaf hafa gilt
og glatt mannsins sál? Ég hef ætíð
bent fólki á að auka á gildi lífsins með
því að forðast það eitur sem sáð hef-
ur verið í sálir fólksins og leitt það
alltof oft til glötunar á sál og líkama.
Gleðin þarf að vera einlæg og eðli-
leg. Ég vil óska landi mínu og þjóð
sannrar gæfu og gleði, sannrar vel-
megunar sem felst í heilbrigðum lífs-
háttum, andlegum auði.
Einlæg gleði bætir mannsins sál
Árni Helgason skrifar
í tilefni af sumarkomu ’Erum við að gleymaþeim andlegu verðmæt-
um sem alltaf hafa gilt
og glatt mannsins sál?‘
Árni Helgason
Höfundur er fv. stöðvarstjóri
Pósts og síma.