Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 53 TVEIR, helstu hrollvekjusmiðir samtímans, leikstjórinn Wes Craven (Nightmare on Elm Street, Scream, o.s.frv.), og handritshöfundurinn Kevin Williamson (I Know What You Did Last Summer, Scream, o.s.frv.), eru aðalkraftarnir á bak við Cursed, nútímavarúlfssögu sem ger- ist í Los Angeles. Úr fjarlægð lofar myndin því góðu, ekki sakar að þeir unnu saman að Scream-þrennunni sem hófst a.m.k. með prýðilegum tilþrifum. Kvöld eitt lenda systkinin Ellie (Ricci) og Jimmy (Eisenberg), í um- ferðaróhappi og á þau er ráðist af ókennilegu dýri. Púðrið er blautt, í rauninni er ekk- ert að finna í myndinni sem getur réttlætt hvatningu til lesenda að berja ósköpin augum. Engu fersku eða forvitnilegu er hnýtt við gömlu varúlfalummuna og varla að manni bregði eitt einasta augnablik. Ricci er reyndar bærileg leikkona með sláandi útlit þroskaðrar konu og barns. Það hentar vel hryllingi en sagan, leikurinn, brellurnar, allt er þetta langt fyrir neðan virðingu meistara Cravens. Cursed virðist því standa undir nafni en myndin var bæði plöguð af óhöppum og vandræðagangi og hún skilur lítið sem ekkert eftir, jafnvel hjá harðasta hrollvekjuunnanda. Á framleiðslutímanum var skipt út leikurum, handriti, atriðum, það hefði betur verið skipt um mynd. Shannon Elizabeth að vonum hrædd í myndinni Cursed. Úff, varúlfar í Los Angeles KVIKMYNDIR Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Bölvun (Cursed)  Leikstjóri: Wes Craven. Aðalleikendur: Christina Ricci, Joshua Jackson, Portia De Rossi, Jesse Eisenberg, Judy Greer, Milo Ventimiglia, Shannon Elizabeth. 85 mín. Bandaríkin. 2005. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.