Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 53

Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 53 TVEIR, helstu hrollvekjusmiðir samtímans, leikstjórinn Wes Craven (Nightmare on Elm Street, Scream, o.s.frv.), og handritshöfundurinn Kevin Williamson (I Know What You Did Last Summer, Scream, o.s.frv.), eru aðalkraftarnir á bak við Cursed, nútímavarúlfssögu sem ger- ist í Los Angeles. Úr fjarlægð lofar myndin því góðu, ekki sakar að þeir unnu saman að Scream-þrennunni sem hófst a.m.k. með prýðilegum tilþrifum. Kvöld eitt lenda systkinin Ellie (Ricci) og Jimmy (Eisenberg), í um- ferðaróhappi og á þau er ráðist af ókennilegu dýri. Púðrið er blautt, í rauninni er ekk- ert að finna í myndinni sem getur réttlætt hvatningu til lesenda að berja ósköpin augum. Engu fersku eða forvitnilegu er hnýtt við gömlu varúlfalummuna og varla að manni bregði eitt einasta augnablik. Ricci er reyndar bærileg leikkona með sláandi útlit þroskaðrar konu og barns. Það hentar vel hryllingi en sagan, leikurinn, brellurnar, allt er þetta langt fyrir neðan virðingu meistara Cravens. Cursed virðist því standa undir nafni en myndin var bæði plöguð af óhöppum og vandræðagangi og hún skilur lítið sem ekkert eftir, jafnvel hjá harðasta hrollvekjuunnanda. Á framleiðslutímanum var skipt út leikurum, handriti, atriðum, það hefði betur verið skipt um mynd. Shannon Elizabeth að vonum hrædd í myndinni Cursed. Úff, varúlfar í Los Angeles KVIKMYNDIR Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Bölvun (Cursed)  Leikstjóri: Wes Craven. Aðalleikendur: Christina Ricci, Joshua Jackson, Portia De Rossi, Jesse Eisenberg, Judy Greer, Milo Ventimiglia, Shannon Elizabeth. 85 mín. Bandaríkin. 2005. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.