Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRAMTÍÐ hefðbundinnar fegurðar- samkeppni virðist nú vera í hættu í landinu þar sem slíkar uppákomur náðu fyrst fótfestu, Bandaríkjunum. Ekki tekst lengur að fá öflugar sjón- varpsstöðvar til að senda beint frá þessum keppnum; miklu fleiri áhorf- endur vilja svonefnda raunveru- leikaþætti. Ef til vill verður lausnin að láta ungfrú Texas slást á sviðinu við ungfrú Arkansas, einnig kemur til greina að efna til leðjuslags eða láta stúlkurnar ganga yfir sviðið í bikini-baðfötum, þaktar blóðsugum. Paula Shugart, sem veitir forstöðu Ungfrú alheimur, einni af mörgum keppinautum Ungfrú Bandaríkin- keppninnar, segir að atburðurinn og keppendur séu að verða of fágaðir fyrir venjulega áhorfendur. „Ungfrú Bandaríkin hefur þurft að hafa ímynd hinnar heilbrigðu, betri-en-þú-konunnar á stallinum,“ segir hún. „Við lifum nú á tímum raunveruleikaþáttanna, fólk vill per- sónuleg smáatriði og vill fá að sjá gallana, þetta er allt önnur veröld,“ segir Shugart og telur mikilvægt að meðal keppenda séu konur sem ekki séu hræddar við að brjóta nögl. ABC-stöðin ákvað að hætta útsend- ingum frá keppninni Miss America, Ungfrú Bandaríkin, sl. haust enda reyndist áhorfendafjöldinn vera kominn niður fyrir 10 milljónir. Þá glata auglýsendur líka áhuganum. Hann hefur ekki aukist meðal al- mennings þótt reynt sé að minnka áhersluna á útlit og sundföt en hampa meintum eða raunverulegum hæfileikum keppenda eða áhuga þeirra á friði. Lítill áhugi á hæfileikunum Nú er að sögn AP-fréttastofunnar rætt í örvæntingu um að endurvekja áhugann með grófari atriðum, til dæmis gæti einn liður keppninnar verið að stúlkurnar gengju yfir sviðið í bikini-baðfötum en væru þaktar blóðsugum. Ekki skortir fyrirmyndir í þessum efnum. Haldin var annars konar keppni, kennd við „ótta- þáttinn“, fyrr á árinu þar sem stúlk- urnar áttu að sýna að þær væru óhræddar. Fimm bikini-klæddar feg- urðardísir urðu að láta sig hafa það að steypt var yfir þær lifandi ormum, fiski og lýsi úr stórum tunnum. En er þetta framtíðin sem ungfrú Bandaríkin verður að takast á við? „Drottinn minn, það vona ég ekki,“ segi Bob Arnhym, sem stýrir fegurð- arsamkeppni er kennd er við skóla- styrki og fer fram í Kaliforníu. „Ég held að þeir sem horfa á raunveru- leikaþætti hafi svipað hugarfar og Rómverjar til forna. Þeir standa með ljóninu, ekki skylmingaþrælnum. Ég veit ekki hvað við viljum fórna miklu til að þóknast slíkum áhorfendum. En það er ekki hægt að sætta sig við neitt sem veldur þeim hneisu, við viljum enga auðmýkingu, ekkert sem veldur því að þær verði að athlægi,“ segir Arnhym. En ekki er síður hugað að því að veita áhorfendum innsýn í innra líf keppninnar. Hart er að sjálfsögðu barist á bak við tjöldin og dæmi um að keppendur hafi beitt ýmsum óþverrabrögðum til að komast fram- ar í röðina. Þannig mætti láta falda myndavél koma upp um tilraunir ungfrú Alaska til að semja við ungfrú Maine um að hrekja ungfrú Tenn- essee úr keppninni. Fyrsta Ungfrú Bandaríkin-keppnin var haldin á baðströndinni í Atlantic City í New Jersey árið 1921 og var markmiðið ekki síst að laða að ferðamenn. En keppnin náði fyrst tryggri fótfestu 1954 og var árum saman eitt vinsæl- asta sjónvarpsefnið vestra, þegar mest gekk á horfðu um 80 milljónir manna á úrslitakeppnir á sjöunda áratugnum. Sigurvegarinn varð fyrst og fremst að vera fulltrúi hefðbund- inna gilda, brosa blítt – og vera hvít. Stúlkan átti að eiga þá ósk heitasta að ganga í hjónaband og verða góð húsmóðir. Smám saman varð kvennabarátta og mótmæli gegn misrétti kynþátta til að breyta fellda og slétta yfirbragðinu. Blökkustúlk- um var leyft að vera með á áttunda áratugnum. Árið 1974 vann laganem- inn Rebecca Ann King en hún studdi ákaft rétt kvenna til fóstureyðinga. En í The New York Times kemur fram að kannanir sýni að sá hluti keppninnar sem bætt var við til að reyna að svara gagnrýni af hálfu femínista, hæfileikakeppnin og viðtöl þar sem dregið var fram að kepp- endur hafi skoðanir á þjóðmálum, nýtur minnstra vinsælda meðal áhorfendanna. Þeir vilja bara sjá ungar stúlkur í baðfötum. Myndu slor og blóðsugur hjálpa? Bandarískir sjónvarpsáhorfendur farnir að hunsa fegurðarsamkeppnir AP Ungfrú Alabama, Deidre Downs, sigraði í keppninni um titilinn ungfrú Bandaríkin á þessu ári. ’Þannig mætti látafalda myndavél koma upp um tilraunir ungfrú Alaska til að semja við ungfrú Maine um að hrekja ungfrú Tenn- essee úr keppninni.‘ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞAÐ þykir nokkuð kaldhæðnislegt að tilurð nýrrar ríkisstjórnar í Írak skuli hafa borið upp á afmælisdag Saddams Husseins, fyrrverandi for- seta Íraks, en hann varð 68 ára í gær. Ríkisstjórnin nýja hefur að geyma fulltrúa allra helstu þjóðar- brota í Írak sem heyrir óneitanlega til tíðinda en á valdatíma Saddams var bæði sjía-múslímum og Kúrdum haldið markvisst niðri, súnnítum var hins vegar hyglað og skipuðu þeir öll helstu valdaembætti í landinu. Enn vantar sjö ráðherra Greidd voru atkvæði á íraska þinginu í gær um ráðherralista sem Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, lagði fram. Mikill meirihluti þingmanna lýsti yfir stuðningi við skipan ríkisstjórnarinnar, eða 180 þingmenn af þeim 185 sem mættir voru. Alls verða ráðherrar ríkis- stjórnarinnar 37, auk al-Jaafaris verða fjórir aðstoðarforsætisráð- herrar og 32 fagráðherrar. Sex kon- ur eiga sæti í ríkisstjórninni, sex súnnítar og átta Kúrdar, sextán eru hins vegar sjítar. Eftir er að skipa í sjö ráðherra- embætti en al-Jaafari fullyrti í gær að öllum meiri háttar hindr- unum fyrir skipan ríkisstjórnar- innar hefði verið rutt úr vegi og að tilkynnt yrði um það hverjir mundu fylla ráðherrastólana sjö innan fárra daga. Sú staðreynd að ekki hefur ver- ið gengið frá þessum útnefning- um þykir þó til marks um þau ljón sem hafa verið á veginum fyrir því að hægt yrði að mynda starfhæfa stjórn. Marga mánuði hefur tekið að mynda stjórn, en einkum hefur vafist fyrir mönnum hvernig tryggja ætti aðild súnníta; þeir hunsuðu að mestu þingkosning- arnar sem fóru fram í janúar en eru hins vegar allt að 20% lands- manna og mikilvægt þótti því að tryggja þátttöku þeirra. Skiptir líka máli í þessu sambandi að uppreisnarmenn í Írak eru flestir taldir koma úr röðum súnníta. Eigi að takast að stöðva ofbeld- isverk þeirra og andspyrnu þarf að skapa sátt meðal súnníta. Með allt þetta í huga eru því flestir sáttir við niðurstöðuna, bent er á það á fréttasíðu BBC að hér ræðir um fyrstu lýðræð- islega kjörnu ríkisstjórnina í Írak í hálfa öld; jafnframt hafa sjítar nú tögl og hagldir í fyrsta sinn, en þeir eru um 60% íbúa Íraks; og þá er þetta í fyrsta sinn sem Kúrdar fá umtalsverð völd. Sagði al-Jaafari að hann hefði „lagt nótt við dag“ til að mynda ríkisstjórn „sem væri í samræmi við þjóðernislega og trúarlega fjölbreytni írasks samfélags“. Ekki er búið að skipa tvo af fjórum aðstoðarforsætisráðherrum og þá er eftir að útnefna varnarmála- ráðherra. Hins vegar hefur verið ákveðið að það valdamikla embætti skuli súnníti skipa og er vonast til þess að með því að fela súnníta það megi slá á tortryggni súnníta í Írak sem margir hverjir óttast ofsóknir gegn öllum þeim sem gegndu emb- ættum eða störfuðu í gömlu súnníta- stjórninni hans Saddams. Þá er vonast til að sú staðreynd, að súnníti verði varnarmálaráðherra, grafi undan starfsemi uppreisnar- manna í Írak – sem drápu að minnsta kosti sautján í árásum í gær. Chalabi til áhrifa Fram kom að al-Jaafari, sem er sjía-múslími, myndi sjálfur gegna varnarmálaráðherrastarfinu til bráðabirgða og þá mun Ahmed Chal- abi, sem verður aðstoðarforsætis- ráðherra, gegna störfum olíumála- ráðherra fyrst um sinn, eða þar til búið er að skipa annan í starfið. Þykir upphefð Chalabis eftirtekt- arverð; hann var á sínum tíma skjól- stæðingur Bandaríkjamanna en lenti upp á kant við ráðamenn í Wash- ington og naut aukinheldur lítils álits meðal venjulegra Íraka. En nú hefur hann hins vegar verið skipaður til áhrifastarfa í hinu nýja Írak. Reuters Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks. Ný ríkisstjórn skipuð á afmælisdegi Saddams Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is London. AFP. | Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, neyddist í gær til að birta í heild álit Peters Goldsmiths lávarðar og ríkislögmanns um lög- mæti innrásarinnar í Írak en hingað til hefur því að hluta til verið haldið leyndu. Því var hins vegar lekið til fjölmiðla í fyrradag og nú, tæpri viku fyrir kosningar, standa öll spjót á Blair, sem sakaður er um að hafa logið að þjóðinni. Íraksmálið hefur ekki vegið þungt í kosninga- baráttunni í Bretlandi fram að þessu en stjórn- arandstaðan hefur nú gripið lögfræðiálit Gold- smiths tveim höndum og segir það sýna, að Blair hafi ekki sagt þjóðinni satt í aðdraganda innrás- arinnar. Á blaðamannafundi í gær varðist Blair þessum árásum og sagði, að það, sem mestu skipti, væri, að Goldsmith hefði lagt blessun sína yfir innrásina. Það gerði hann raunar í því áliti, sem lesið var upp á þingi á sínum tíma, en margir vilja vita hvort fyr- irvörum hans hafi þá verið sleppt eða hvort hann setti saman nýtt álit og þá jafnvel undir þrýstingi frá Blair. Efaðist um lögmætið Í álitinu, sem nú hefur verið birt, virðist Gold- smith efast um, að innrás í Írak sé lögleg án nýrrar ályktunar í öryggisráðinu og hann segist búast við, að andstæðingar innrásarinnar muni láta reyna á lögmæti hennar. Ekki sé víst, að þeir töpuðu slíku máli. „Blair hefur fullyrt, að áliti ríkislögmanns hafi ekki verið breytt,“ sagði Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, í gær, „en nú vitum við án nokkurs vafa, að það var gert.“ Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demókrata, tók undir þetta með Howard en frjálslyndir gera sér hvað mestar vonir um að hagnast á óvinsældum Íraksstríðsins. Hart sótt að Blair í Íraksmálum Reuters Fjöldi manns skartaði Tony Blair-andliti í miðborg London í gær en Blair hélt þar fréttamannafund. Neyddist til að birta álit ríkislögmanns um lögmæti innrásarinnar Tókýó. AFP. | Leit í flaki far- þegalestarinnar sem fór út af sporinu í borginni Amagasaki í Japan á mánudag var hætt í gær. 106 týndu lífi í slysinu og margir eru alvarlega slasaðir. „Björgunarflokkanir hafa verið leystir upp eftir að stað- fest hafði verið að engin merki væru sjáanleg um að fleiri væru á lífi í flakinu,“ sagði tals- maður slökkviliðsins í Amaga- saki. Leitað hafði verið nótt og dag í fjóra sólarhringa að fólki sem kynni að vera á lífi. Brakið hefur nú verið afhent lögreglu sem fer með rannsókn málsins. Lík 23 ára gamals manns sem ók lestinni fannst í flakinu í gær. Fullyrt er að hann hafi ekið lestinni alltof hratt, á rúm- lega 100 km hraða þar sem hámarkshraðinn var 70 km á klukkustund. Í japönskum fjöl- miðlum segir að trúlega hafi ökumaðurinn ekið svo glanna- lega til að bæta upp 90 sek- úndna töf sem orðið hafði við það að hann ók framhjá einni biðstöðinni og neyddist til að bakka lestinni inn á hana. Fram hefur komið að stjórn- endum lesta sé refsað standist þeir ekki tímaáætlanir. 106 fórust í Japan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.