Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR m Nei, nei, Davíð, það er ég sem er forsætisráðherrann, ég á að blása. Eftirlitsnefnd meðfjármálum sveit-arfélaga hefur sent tíu sveitarfélögum vítt og breitt um landið samningsdrög um fjár- hagslegar aðgerðir og eft- irlit með rekstri sveitarfé- laganna með það að markmiði að stöðva halla- rekstur og skuldasöfnun. Haft var eftir Húnboga Þorsteinssyni, fráfarandi formanni nefndarinnar, í gær, að ákveðið hefði ver- ið að veita 200 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til verkefnisins. Ekki hefði áður ver- ið boðinn sambærilegur samning- ur um aðstoð. Viðbrögð eiga að hafa borist frá sveitarfélögunum fyrir næstu mánaðamót og er skemmst frá því að segja að öll sveitarfélögin sem hafa fjallað um málið ætla að ganga til samninga við eftirlitsnefndina. Í Ólafsfirði var áformað að taka málið fyrir á fundi bæjarráðs í næstu viku. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir rekstur sveitarfélagsins miðað við ársreikning 2004 hafa batnað frá fyrra ári. Sveitarfélagið hafi verið í hagræðingaraðgerðum en niður- staðan sé engan veginn viðunandi. Rekstrarniðurstaða samstæðunn- ar var neikvæð um 67 milljónir í fyrra. Að sögn Jónu Fanneyjar hefur verið gripið til þess að ráða ekki í millistjórnendastöður og ekki hafa verið ráðnir starfsmenn til áhaldahúss. Þá hafi ýmsir málaflokkar verið færðir til. Í Aðaldælahreppi var rekstrar- niðurstaða neikvæð um rúma milljón í fyrra og segir Ólína Arn- kelsdóttir oddviti að það sé heldur skárri niðurstaða miðað við árið á undan. Hreppurinn er í sam- rekstri með öðrum sveitarfélög- um um ýmsa þjónustu, s.s. rekst- ur grunnskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu og snjómokst- ur. Hjá Húsavíkurbæ hefur bæjar- stjóra verið falið að afla frekari upplýsinga hjá eftirlitsnefnd sveitarfélaga um túlkun á ákvæð- um samningsins en Reinhard Reynisson bæjarstjóri á þó fast- lega von á að gengið verði frá samningi alveg á næstunni. „Við höfum verið að vinna að stjórnkerfisbreytingum sem er ætlað að einfalda uppbyggingu og leiða til hagræðingar við að veita þjónustu á vegum sveitarfé- lagsins,“ segir hann. Reinhard segir að ekki hafi verið horft til þess enn sem komið er að skera niður þjónustu sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða Húsavíkur- bæjar var neikvæð um 116 millj- ónir á síðasta ári en þess má geta að lífeyrisskuldbindingar sveitar- félagsins jukust um 28% milli ára eða 130 milljónir. Á Siglufirði var rekstrarniður- staðan neikvæð um 80 milljónir skv. ársreikningi 2004. Runólfur Birgisson bæjarstjóri segir að þar muni mest um auknar lífeyris- skuldbindingar sem námu 40 milljónum á síðasta ári. Hann nefnir ýmsar ástæður fyrir erfið- um rekstri, grunnskóli bæjarins sé um helmingur af rekstri sveit- arfélagsins, þá hafi á Siglufirði eins og í öðrum sveitarfélögum orðið fólksfækkun á umliðnum ár- um. Siglufjörður hefur gert átak í að selja félagslegar íbúðir til að losna við rekstrartap en að sama skapi þurft að taka á sig sölutap þar eð íbúðaverð er mjög lágt. Í Snæfellsbæ var rekstrarnið- urstaða ársreiknings neikvæð um 4,9 milljónir króna í fyrra sem er mun betri niðurstaða en ráð var fyrir gert. Launaþáttur vegna reksturs grunnskóla er þar, eins og annars staðar, stór kostnaðar- liður, þrátt fyrir að tekist hafi að ná fram hagræðingu með samein- ingu grunnskóla á Hellissandi og Ólafsvík. Sveitarfélögin selji eignir Í samningsdrögum segir að meginmarkmið samningsins sé að stöðva, sem fyrr segir, hallarekst- ur og skuldasöfnun með niður- greiðslu skulda, endurskipulagn- ingu í fjármálum og eignastýringu og aðhaldi og hagræðingarað- gerðum í rekstri. Eftirlitsnefndin mun fylgjast með rekstrarlegum árangri sveitarsjóðs og athuga hvort markmið samningsins nái fram að ganga. Skulu sveitar- stjórnir m.a. senda nefndinni áætlun um aðgerðir til að ná markmiðum samningsins og árs- fjórðungslegar upplýsingar um rekstur sveitarsjóðs til saman- burðar við fjárhagsáætlun sama tímabils. Þá ber sveitarstjórn að endurskoða fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2006–2008 í samræmi við ákvæði samningsins. Segir að í fjárhagsáætlunum skuli mörkuð raunhæf stefna um að stöðva hallarekstur sveitarsjóðs og nið- urgreiðslu skulda. Þá eru aðilar sammála um nauðsyn þess að sveitarstjórn selji eignir sem ekki eru nauðsynlegar til þess að sveit- arfélagið geti rækt lögskyld verk- efni sín. Eftirlitsnefndin getur gert athugasemdir við endurskoð- aðar áætlanir telji hún þær ekki uppfylla markmið samningsins. Hann gildir til ársloka og verður metið að þeim tíma loknum. Fréttaskýring | Tíu sveitarfélögum boðinn samningur til að bæta fjárhagsstöðu sína Dregið verði úr hallarekstri Fólksfækkun samhliða mikilli þjónustu ástæða neikvæðrar rekstrarniðurstöðu Rekstur grunnskóla vegur þungt. Óleystur ágreiningur rík- isins og sveitarfélaganna  Tryggvi Harðarson, bæj- arstjóri Seyðisfjarðar, segir minnkandi tekjur og fólksfækkun hafa komið hart niður á bæj- arsjóði, sem hafi áfram haldið úti nánast allri þjónustu. Lengi hafi staðið styr milli sveitarfélaga og ríkisvalds um hvort rétt hafi verið gefið í skólamálum. Sveit- arfélögin telja sig hafa orðið fyrir miklu meiri kostnaði með yf- irtöku grunnskólanna heldur en þær tekjur nema sem fylgdu með. Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is „ÉG HEF alltaf haft áhuga á mannkynssögu og almennri sögu þessa tímabils og það leiddi mig inn á það að velta fyr- ir mér hvernig Íslendingar hefðu séð atburði erlendis á þessum tíma og hvað Íslendingum hefði fundist um þá,“ segir Sverrir Jakobsson sagnfræðingur, sem ver doktors- ritgerð sína, er nefnist Við og veröldin – Heimsmynd Ís- lendinga 1100–1400, í dag kl. 14 í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands. Aðspurður segist Sverrir leitast við að skilgreina í rit- gerðinni hver hafi verið kjarninn í heimsmynd Íslendinga á miðöldum. Segir hann heimsmynd þess tíma, sem gerði aðeins ráð fyrir þremur heimsálfum, t.d. hafa útilokað það að Íslendingar gætu fundið Ameríku. „Þó Íslendingar hafi líklega komið til Ameríku og skrifað um það þá áttuðu menn sig ekki á því að þetta væri ný heimsálfa, sem er í sjálfu sér athyglisvert og skýrist af heimsmynd þess tíma.“ Að sögn Sverris er ritgerðin afrakstur sjö ára vinnu, frá 1997–2004. Athygli vekur að samhliða doktorsnámi sínu stundaði Sverrir nám í grísku og lauk BA-prófi í grísku í febrúar sl. Spurður hvort ekki hafi verið nóg álag að vinna að doktorsritgerðinni segir Sverrir ekki hægt að skrifa all- an tímann. „Maður þarf stundum að taka sér frí,“ segir hann og bætir við að þá hafi grískunámið verið ágætis leið til að halda heilanum í formi á meðan. Nánar verður fjallað um doktorsritgerðina í viðtali við Sverri í Lesbókinni á morgun. Doktorsvörn í sagnfræði við Háskóla Íslands Heimsmyndin kom í veg fyrir að Íslendingar fyndu Ameríku Morgunblaðið/Sverrir Sverrir Jakobsson sagnfræðingur ver í dag doktors- ritgerð sína um heimsmynd Íslendinga 1100–1400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.