Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | Líkan af sjö fiski- bátum bættust í gær í bátaflota Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík. Nú eru þar til sýnis sextíu bátar. Félag áhugamanna um bátaflota Gríms Karlssonar fékk tveggja milljóna króna fjárveitingu á fjár- lögum ársins til þess að efla safnið. Peningunum er varið til þess að kaupa sjö báta til viðbótar og var gengið frá samningum um það í gær. Reykjanesbær varðveitir safn- ið og skrifuðu Árni Sigfússon bæj- arstjóri og Grímur Karlsson undir samninginn. Bátarnir sem nú bætast við eru Bragi GK 479, Glaður GK 405, Er- lingur KE 20, Baldur KE 97, Kefla- vík GK 15, Grótta SI 75 og Gull- borg RE 38. Fram kom í gær að áhugamanna- félagið stefnir að því að ná nokkr- um tugum skipslíkana til viðbótar til safnsins á næstu árum og er markmiðið að þar verði að minnsta kosti 100 bátar til sýnis. Félagið stendur fyrir sýningunni Síldveiðar við Ísland í Gryfjunni í Duushúsum. Sýningin verður opnuð 11. maí og stendur fram yfir sjó- mannadag.Morgunblaðið/RAX Sjö bátar bætast í bátaflota Gríms Bátafloti Grímur Karlsson mód- elsmiður, Valgerður Guðmunds- dóttir menningarfulltrúi og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, við bátana sem bættust í safnið í gær. Nú eru sextíu bátar í safninu í Duushúsum. Keflavík | „Nýi stjórnandinn hefur verið að tukta okkur til. Við höfum haft gott af því,“ segir Páll Bj. Hilm- arsson, félagi í Karlakór Keflavíkur. Afrakstur vetrarstarfsins kemur vel í ljós þessa dagana því kórinn syngur á sjö tónleikum á rúmri viku. Guðlaugur Viktorsson var ráðinn stjórnandi Karlakórs Keflavíkur í haust. Tók hann við af Vilberg Viggóssyni sem stjórnaði kórnum í mörg ár. Guðlaugur stjórnar einnig Lögreglukór Reykjavíkur og syngur sjálfur í kór og kemur fram sem ein- söngvari. Páll segir að með nýjum stjórnanda hafi áherslur aðeins breyst. Guðlaugur leggi áherslu á radd- þjálfun og að hver og einn syngi meira sjálfstætt. Telur hann að kór- inn sem hljómmeiri en verið hafi. Guðlaugur er líflegur stjórnandi og leggur sig allan í söngstjórnina, eins og kom fram á fyrstu vortónleikum kórsins í Ytri-Njarðvíkurkirkju í fyrrakvöld. Páll segir að einnig sé lögð meiri áhersla á skemmt- anagildið. Dagskráin sé léttari sem og allt yfirbragð skemmtunarinnar. Þannig eru nú allmörg lög eftir Bell- mann á dagskránni. Einnig sænsk þjóðlög í djassútsetningu. Er þetta liður í því að markaðssetja kórinn því kórfélagar vilja taka að sér að koma fram við skemmtanir og hvers kyns tækifæri. „Ef ég hef ekki gaman af þessu sjálfur get ég ekki ætlast til að aðrir hafi það,“ segir Guðlaugur þegar hann er spurður út í tjáningu stjórn- andans á sviðinu. „Maður þarf oft að leggja sig fram við að ná upp stemn- ingu og fá það besta út úr hópnum. Svo er um að gera að gefa svolítið af sjálfum sér.“ Guðlaugur segist reyna að blanda saman einsöng, hljóðfæraleik og kór- söng til að gera tónleikana sem besta skemmtun. Segir hann að karlakór- arnir hafi verið í svolítið föstu formi og kominn sé tími til að gera svolítið átak í að koma þeim í takt við tímann. Á tónleikunum í Ytri-Njarðvík- urkirkju kom fram að stjórnandinn og kórfélagar eru samstiga í að auka gæðin og skemmta gestum. Tónleikar og söngferð Davíð Ólafsson bassi og Steinn Erl- ingsson baritón er einsöngvarar með kórnum. Sigurður Marteinsson píanó- leikari leikur undir og einnig rúss- nesku harmóníkusnillingarnir Juri og Vadim Fedorov og Þórólfur Þórsson á bassa. Karlakór Keflavíkur heldur tón- leika í Seltjarnarneskirkju næstkom- andi sunnudagskvöld og í Ytri- Njarðvíkurkirkju á mánudagskvöld. Í næstu viku er síðan haldið í söngför norður í land, sungið í Hríseyjar- kirkju á fimmtudag, í gamla skól- anum á Grenivík á föstudagskvöld og í Ýdölum í Aðaldal á laugardagskvöld. Verður að hafa gam- an af þessu sjálfur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sænskar drykkjuvísur Félagar í Karlakór Keflavíkur syngja Bellmann á vortónleikum sínum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Nýr stjórnandi djassar upp gamalgróinn karlakór PÁLL Bj. Hilmarsson syngur tenór með Karlakór Keflavíkur og er gjald- keri stjórnar hans. Hann hefur sungið með kórnum í þrettán ár. „Þetta veitir mér heilmikið. Þegar maður er þreyttur eftir erfiðan vinnu- dag líður þreytan hjá á söngæfingu. Þá er þetta samheldinn og góður hóp- ur og félagsskapurinn skemmtilegur,“ segir Páll. Þreytan líður hjá TVEIR íbúar á Hlíð, þau Irene Gook og Alfreð Jóns- son, báru sig fagmannlega að þegar þau tóku fyrstu skóflustungu að nýbygg- ingu við Öldrunarstofnun Akureyrarbæjar við Hlíð. Þar verður hjúkrunarheim- ili með 60 einstaklings- herbergjum, eldhús, mat- salur og búningsaðstaða fyrir starfsfólk, en alls verður byggingin tæpir 4.000 fermetrar að stærð, vestan núverandi bygg- inga. Jafnframt var undirritaður verksamningur við Trétak í Dalvík- urbyggð sem átti lægsta tilboð í verkið, rúmar 653 milljónir króna. Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs Akureyrar, sagði aðdrag- andann hafa verið langan, menn hefðu gjarnan viljað sjá bygg- inguna rísa fyrr, „en það þýðir ekki að dvelja við það nú þegar þessum ánægjulega áfanga er náð.“ Brýn þörf væri fyrir hjúkrunarrými í bænum, „og við horfum til þess að þetta verði einungis fyrsti áfangi í frekari uppbyggingu í þessum málaflokki,“ sagði Jakob. Jón Kristjánsson sagði ánægju- legt að verkefnið væri nú komið á beinu brautina eins og hann orðaði það, undirbúningur þess hefði tekið drjúgan tíma. Þetta væri stórt verk, stærsta einstaka framlag úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra færi til þessa. „Það mun hafa gríðarlega þýðingu fyrir öldrunarþjónustuna á Akureyri þegar húsið er risið af grunni og starfsemi hafin,“ sagði Jón og kvaðst sannfærður um að þjónusta við aldraða myndi batna til muna með tilkomu þess. „Þetta er fyrsta skrefið á langri leið, við munum áfram halda á þeirri braut að þróa þjónustu við aldraða á Ak- ureyri.“ Kostnaðarskipting samkvæmt samningi milli heilbrigðisráðu- neytis og Akureyrarbæjar er þann- ig að ríkissjóður greiðir 30%, Fram- kvæmdasjóður aldraðra 40% og Akureyrarbær 30%. Verkinu á að vera að fullu lokið 15. september 2006. Framkvæmdir hefjast við byggingu á Hlíð Skóflustunga Alfreð Jónsdóttir og Irene Gook tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri viðbyggingu við Dvalarheimilið Hlíð í gær. Ánægjulegum áfanga náð Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján LÖGREGLAN á Akureyri hefur upplýst hrottalega líkamsárás á 17 ára pilt sem átti sér stað að kvöldi 11. mars sl. Árásarmennirnir gengu al- varlega í skrokk á piltinum, spörk- uðu í hann og börðu, trömpuðu á höfði hans og drógu hann svo beran eftir malarlögðu plani, sem var að hluta til þakið snjó. Þá var pilturinn rændur fötum sínum, peningum og síma og skilinn eftir hálfnakinn, ber- fættur og með svöðusár á baki, í kulda og myrkri við verkstæði í Kaldbaksgötu. Pilturinn komst við illan leik upp í miðbæ Akureyrar en þar hitti hann skólafélaga sinn fyrir tilviljun, sem veitti honum aðstoð og kom undir læknishendur á slysadeild FSA. Árásarmennirnir hafa allir komið við sögu fíkniefnamála hjá lögregl- unni á Akureyri en að sögn Daníels Snorrasonar lögreglufulltrúa eru þetta ekki sömu menn og skutu 17 ára pilt mörgum skotum með loft- byssu í Vaðlaheiði um miðjan mán- uðinn. Það mál tengdist fíkniefna- málum og þurfti pilturinn sem varð fyrir skotárásinni að leita á slysa- deild FSA, þar sem fjarlægja þurfti tvær kúlur úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásarmennirnir sem slösuðu piltinn þann 11. mars sl. við- urkenndu að hafa sammælst um að gefa rangan framburð af málsatvik- um er þeir voru fyrst yfirheyrðir hjá lögreglu. Skriður komst hins vegar á málið í tengslum við rannsókn fíkni- efnamála sem lögreglan hefur unnið að að undanförnu, m.a. atvikið í Vaðlaheiði. Málið telst nánast full- rannsakað og verður sent Ríkissak- sóknara eftir helgi. Pilturinn sem fyrir árásinni varð kvaðst hafa unnið það eitt til sakar að hafa boðið systur eins árásarmannanna upp í bifreið sína og hafa árásarmennirnir stað- fest það. Samkvæmt upplýsingum Daníels lögreglufulltrúa kvaðst pilturinn hafa verið lokkaður upp í bifreið til aðila sem hann þekkti lítið. Þeir hafi svo skipað honum að fara ofan í far- angursgeymslu bifreiðarinnar. Ekið hafi verið með hann út fyrir bæinn þar sem bifreiðin var stöðvuð og út hafi komið tveir menn sem slógu hann í andlitið þar sem hann lá í myrkri ofan í farangursgeymslunni. Þá hafi annar mannanna ógnað hon- um með kúbeini. Síðan hafi verið ekið til baka að svæði við Kalbaksgötu þar sem nokkur verkstæði eru til húsa. Þar hafi farangursgeymslan aftur verið opnuð og hann sleginn. Þá hafi honum verið kippt upp úr skottinu og sparkað í andlit hans meðan hann stóð uppi og trampað ofan á höfði hans eftir að hann féll niður á planið. Bolur sem hann klæddist var rifinn utan af honum. Hann hafi verið rifinn úr skóm og sokkum og buxurnar slitnar af honum. Alls voru fimm menn í bílnum sem pilturinn var tek- inn upp í en að sögn Daníels voru það þrír þeirra sem misþyrmdu honum. Bæjarbúar ætla að gefa ofbeldi rauða spjaldið í dag Birting – ungt fólk gegn ofbeldi, hefur boðað til þögullar mótmæla- stöðu í dag og fer athöfnin fram á Ráðhústorgi kl. 17. Bæjarbúar eru hvattir til mæta, gefa ofbeldinu rauða spjaldið og sameinast í stuttri þögn. Daníel sagði að ofbeldi hefði aukist í bænum og að aukinni fíkni- efnaneyslu fylgdi aukið ofbeldi og auðgunarbrotum fjölgaði. Hann sagði þetta framtak félaga í Birtingu mjög lofsvert. „Ég hvet alla til að mæta á Ráðhústorg, því þetta er eitt- hvað sem viljum ekki sætta okkur við í bænum.“ Hrottaleg árás á ungan pilt Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Tvennir tónleikar | Karlakór Ak- ureyrar lýkur vetrarstarfinu með tvennum vortónleikum, í Akureyr- arkirkju kl. 17 á laugardag og í Laugarborg 7. maí næstkomandi kl. 20.30. Að venju verður hljómsveit kórs- ins með en það er fastur liður að taka nokkur hljómsveitarlög á hverjum tónleikum. Þá leikur Daní- el Þorsteinsson á píanó í nokkrum lögum. Fimm einsöngvarar koma fram, Ari Erlingur Arason, Jónas Þór Jónasson, Snorri Snorrason og Þór Sigurðsson. Auk þess syngur Petra Björk Pálsdóttir, stjórnandi kórsins, á tónleikunum. Karlakór Akureyrar söng með karlakórnum Stefni í Hlégarði um liðna helgi og var húsfyllir en von er á Stefnismönnum norður 20. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.