Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi EKKERT lát virðist ætla að verða á innflutningi nýrra bíla hingað til lands og spilar hátt gengi krónunnar þar án efa stórt hlutverk. Gríð- arleg aukning hefur orðið á innflutningi á jepplingum og pallbílum og einnig á notuðum bílum, en margir eru farnir að kaupa sér bíla á net- inu. Í fyrra jókst innflutningur á nýjum bílum um 20% og eru fáar vís- bendingar um að hann fari minnkandi. Á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík má sjá bíla- breiðu sem bíður tollafgreiðslu áður en haldið er út á göturnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nóg af bílum? LANGVARANDI deila sókn- arprests Garðasóknar við djákna, prest og formann og varaformann sóknarnefndar hef- ur valdið miklum sársauka, trún- aðarbresti og vanda bæði meðal starfsmanna kirkjunnar og sókn- arbarna. Enginn gengur burt frá þessum deilum óskaðaður og mikilvægt er að deiluaðilar finni farsæla lausn á vandanum eða segi sig allir frá störfum ella. Þetta kom fram í máli nokk- urra sóknarbarna sem tóku til máls á afar fjölmennum fundi Garðasóknar, þar sem kynntar voru niðurstöður úrskurðar- nefndar Þjóðkirkjunnar í deilu- málinu. Ekki kristilegt Í úrskurði nefndarinnar er mælt með því að sr. Hans Mark- ús Hafsteinsson verði færður til í starfi. Fundurinn fór vel fram og án mikilla átaka og ræddu menn málið af yfirvegun. Í upphafi fundar rakti „Þetta er ömurlegt,“ sagði Björn Ingólfsson, eitt sókn- arbarna sem tók til máls. „Hvað er að gerast í kirkjunni okkar?“ Björn sagðist trúa því að það hlyti að vera hægt að finna far- sæla lausn á málinu, en annars þyrftu allir málsaðilar að segja af sér og sóknin þyrfti að fá tækifæri til að byrja upp á nýtt, á ferskum grunni. „Hér eru ásakanir og reiði, illska og full- yrðingar um að sumir séu betri menn en aðrir. Þetta er ekki kristilegt.“ Rannveig Káradóttir sókn- arbarn kvaðst hafa starfað mikið innan sóknarinnar í æskulýðs- starfi og hefði góða sögu að segja af sr. Hans Markúsi. Henni fyndist þó deilumálið ein- kennast af því að sr. Hans Markús bæri ekki hagsmuni kirkjunnar fyrir brjósti, heldur sína eigin. Sagði hún ljóst að all- ir aðilar yrðu að teygja sig betur í sáttaátt. „Ég skil vel að aldrei geti orðið heimsfriður ef kirkj- unnar fólk getur ekki unnið sam- an í kærleika,“ sagði Rannveig að lokum. hann þegar hann var í framboði til prests. Í máli Matthíasar kom fram að mjög fljótlega eftir að sr. Hans Markús hóf störf hefði far- ið að bera á margvíslegum sam- skiptaörðugleikum milli hans og starfsmanna við Garðasókn. Af þessum sökum hefði hæft fólk horfið frá störfum við sóknina. Matthías Guðmundur Pétursson, formaður sóknarnefndar, nið- urstöðu úrskurðarnefndar, sem fjallaði um langvarandi deilur og ítrekaðar misheppnaðar tilraunir til sáttagjörða. Sagði Matthías þetta mál hið erfiðasta, enda hefði vinátta þeirra Hans Mark- úsar verið mikil og hann hefði m.a. verið kosningastjóri fyrir Deilan eyðileggjandi fyrir alla Morgunblaðið/Þorkell Elín Jóhannsdóttir, sóknarnefndarmaður í Bessastaðasókn, sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnesprófastsdæmis, og sr. Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari og fulltrúi biskups á fundinum, fylgdust með umræðum á sóknarfundi Garðasóknar. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is KAUPÞING banki hagnaðist um nær 11,1 millj- arð króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins á móti liðlega þremur milljörðum á sama tímabili í fyrra en bankinn hefur tekið miklum breytingum á sl. ári. Hagnaðurinn hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi en bankinn hagnaðist að meðaltali um liðlega 123 milljónir á hverjum degi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaður Kaupþings banka er mjög í takt við afkomuspár bæði Landsbankans og Íslandsbanka. Hreinar rekstrartekjur Kaupþings banka voru breytanlegs skuldabréfs í Bakkavör Group auk þess sem töluverður gengishagnaður var af markaðsviðskiptum. Aðrar tekjur námu 3,5 milljörðum króna á móti 138 milljónum í fyrra og er sú aukning að lang- stærstu leyti til komin vegna söluhagnaðar sem myndaðist við sölu bankans á dótturfélaginu Lýs- ingu nú í febrúar. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var lið- lega 33% á móti rúmum 29% á fyrsta ársfjórð- ungi í fyrra. 21,8 milljarðar króna á móti 9,6 milljörðum á sama tíma í fyrra. Þar af jukust vaxtatekjur bankans um nærri 3,5 milljarða og losuðu sjö milljarða og þóknanatekjur jukust úr 3,2 millj- örðum í 4,4 milljarða. Meiri gengishagnaður Mikið munar um aukinn gengishagnað bank- ans, hann nam 2,7 milljörðum fyrstu þrjá mán- uðina í fyrra en 6,8 milljörðum á sama tímabili í ár. Um helming gengishagnaðarins má rekja til Kaupþing banki búinn að hagnast um 11,1 milljarð SUNDABRAUT verður boðin út síðla árs 2007 ef allt gengur að óskum. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra á borg- arafundi á Akranesi um samgöngumál. Sturla sagði m.a. að enn væri beðið úrskurð- ar umhverfisráðherra og niðurstöðu Reykjavík- urborgar hvað varðar veglínu Sundabrautar, hvort heimilað verði að fara svonefnda innri leið. „Þegar Reykjavíkur- borg hefur tekið afstöðu til veglínu verður hægt að setja af stað vinnu við að verk- hanna brautina. Sérfræðingar telja að sú vinna mundi taka tvö til tvö og hálft ár. Þegar verkhönnun er lokið verður verkið boðið út,“ sagði Sturla. Hann sagði ljóst að Sundabraut yrði ekki að veruleika nema til kæmi sérstök fjármögnun utan hefðbund- innar tekjuöflunar Vegasjóðs. Meðal mikilvægra framtíðarverkefna í samgöngumálum Vesturlands nefndi Sturla nýjan veg um Grunnafjörð og færslu þjóð- vegar 1 vestur fyrir Akrafjall og nýja leið um Hafnarmela. Sturla sagði að nýr vegur um Grunnafjörð stytti hringveginn aðeins um einn km en mun styttra verði á milli Akraness og Borgarness en nú er. Þá muni nýja veglínan að öllum líkindum liggja um svæði þar sem er veðursælla en á núverandi vegarstæði. „Því tel ég eðlilegt að í lang- tímaáætlun verði þessi leið skoðuð að nýju í þeim tilgangi að stytta leiðir milli þjónustu- svæðanna á Akranesi og Borgarnesi, sem munu vaxa saman sem samfelld byggð í tímans rás,“ sagði Sturla. Sundabraut boðin út árið 2007 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Sturla Böðvarsson HAUKAR tryggðu sér Íslandsmeist- aratitilinn í 1. deild kvenna í handknatt- leik í gær er liðið lagði ÍBV frá Vest- mannaeyjum í þriðja sinn í röð í úrslitakeppni DHL-deildarinnar. Loka- tölur voru 26:23. ÍBV hafði titil að verja en Hafnarfjarðarliðið var sterkara að þessu sinni. „Eins og staðan er í dag er- um við með langbesta liðið og sýndum það svo sannarlega og sönnuðum í kvöld,“ sagði Hanna Gréta Stefánsdóttir, leikmaður Hauka, en hún skoraði 9 mörk í leiknum. Haukaliðið tapaði ekki leik í úr- slitakeppninni og á leiktíðinni tapaði lið- ið ekki á heimavelli á Ásvöllum. / C2 Haukar fögn- uðu titlinum Morgunblaðið/Þorkell Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, lyftir Ís- landsbikarnum á loft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.