Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.003 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! i il ll j t lli f ! WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 8 og 10. 30 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 5.30 Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 10.30. bi. 16 ára Nýjasta meistaraverk Woody Allen Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 8 og 10.30.  ÓÖH DV Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  V I N S Æ L A S T A M Y N D I N Í U S A U M H E L G I N A EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 5.45, 8, 10.15 og 00.30. Sýnd kl. 5.45, 8, 10.15 og 00.30. b.i. 12. áraSýnd kl. 6, 8 10 og 12. B.I 12 ÁRA Heimsfrumsýnd í dagi í Heimsfrumsýnd í dag Frá leikstjóra Die Another DayFrá leikstjóra Die Another Day Will Smith er POWERSÝNING KL. 00.30 Apótekarinn heitir óperaneftir Joseph Haydn semverður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Sýningin er afrakstur samstarfs Óperu- stúdíós Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands, en Óperan og Íslandsbanki gerðu með sér samstarfssamning í haust sem fel- ur í sér að Íslandsbanki kostar verkefnið að hluta til. Þátttak- endur í sýningunni eru tónlistar- nemendur úr tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu, en tilgangur Óperustúdíósins er meðal annars að gefa söngnemendum raunhæfa reynslu af starfi í óperuhúsi. Apótekarinn er gamanópera um ást og afbrýðisemi. Grilletta er ung og efnuð stúlka, skjólstæðing- ur gamla apótekarans Sempronio. Hann hefur lítinn áhuga á apótek- arastarfinu og kysi helst sjálfur að kvænast Grillettu, en hún á sér tvo vonbiðla. Þeir eru hinn ríki Volpino og ungi pilturinn Mengone, sem starfar í apótekinu til að vera nálægt sinni heittelsk- uðu þó hann kunni lítt til verka. Eftir mikinn misskilning og fjaðrafok sigrar ástin að lokum og allt fellur í ljúfa löð.    Fáir tengja nafn Haydns við óperulistina, og engin af óperum hans er meðal þeirra sem oftast eru á fjölum óperuhúsa heims. Þó samdi hann nokkrar bæði dramatískar og gam- anóperur, enda afar afkastamikið tónskáld. Meðal þeirra þekktari eru Armide, La infedelta delusa og Il mondo della luna. Flestar ópera sinna, eins og megnið af öðrum verkum sínum, samdi hann fyrir Eszterhazy greifa og hirð hans, en þar starfaði Haydn um rúmlega þrjátíu ára skeið á seinni hluta 18. aldar. Apótekarinn, eða Lo speziale, var frumsýnd 1768 við vígslu óperuhúss sem Nikulás Eszterhazy lét byggja við höll sína.    Ingólfur Níels Árnason, leikstjórisýningarinnar, segist sjálfur hafa hváð þegar til tals kom að setja Apótekarann upp. „Bækur tala lítið um Haydn sem óperu- tónskáld og það er ekki auðvelt að nálgast upplýsingar um óperur hans. Það hefur þó verið mjög skemmtilegt að kynnast þessari óperu, sem ég þekkti ekki neitt. Það hefur verið gaman að upp- götva tónlistina – og heyra í henni stef sem maður kannast við, og komu kannski fyrir í öðrum verk- um nokkrum árum seinna, og þá útfærð á annan hátt. Maður heyrir til dæmis votta fyrir einhvers kon- ar næturdrottningu, en ómögulegt að segja hvort það sé tilviljun, eða að Mozart hafi heyrt þessa óperu. Haydn semur alveg eftir bókinni. Formið er klippt og skorið – mað- ur heyrir örlítinn óm af barokk- inu, sem var að líða hjá, en líka óm af upphafi klassíska tímans og Mozart, þótt Haydn hafi tón sem er manni ekki eins kunnugur.“    Ingólfur Níels segir að það hafistrax verið ákveðið að kalla þetta ekki nemendasýningu, þótt skólarnir sæju um undirbúning nemenda sinna. „Svo áttu krakk- arnir að koma hingað í hús eins og hverjir aðrir atvinnumenn. Það hefur gengið vel, en skólarnir auð- vitað misvel í stakk búnir til að undirbúa nemendur sína undir svona vinnu. En til þess er þetta samstarf – til að pússa okkur sam- an. Vinnan með krökkunum hefur komið mér á óvart. Þau fengu aldrei tækifæri til að haga sér eða hugsa eins og amatörar, á því var enginn möguleiki. Þar af leiðandi fóru þau í ákveðinn gír, þann gír að þau áttu að setja upp óperusýn- ingu á prófessjónal hátt, og það setti tóninn strax í upphafi. Þau máttu ekki hafa á tilfinningunni að þau væru í skóla – og engar af- sakanir teknar gildar. Í þessu húsi er unnið svona og þannig þróaðist þetta samstarf.“ Sýningar standa til 10. maí og er aðgangur ókeypis. Nánari upp- lýsingar um sýninguna og sýning- ardaga er að finna á Óperu- vefnum: www.opera.is ’Vinnan með krökk-unum hefur komið mér á óvart. Þau fengu aldr- ei tækifæri til að haga sér eða hugsa eins og amatörar.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Guðbjörg Sandholt, Erlendur Er- lendsson og Þorvaldur Þorvaldsson sem apótekarinn gamli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í þessu húsi er unnið svona begga@mbl.is Eftir: Josef Haydn Leikstjóri: Ingólfur Níels Árnason Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Konsertmeistari: Huld Hafsteinsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Leikmynd og búningar: nemendur LHÍ Hlutverk: Sempronio: Þorvaldur Þor- valdsson Grilletta: Jóna Fanney Svavarsdóttir og Ólafía Línberg Jensdóttir Volpino: Guðbjörg Sandholt og Sólveig Samúelsdóttir Mengone: Erlendur Erlendsson Apótekarinn Söngkonuskiptin í Stuðmönn-um hafa vakið mikla athygli og virðist sitt sýnast hverjum um þá ráðstöfun. Hvað sem því líður mun borgarbúum gefast fyrsta tækifærið til að sjá Hildi Völu syngja með Stuðmönnum nú um helgina, nánar tiltekið á laugardagskvöldið, þegar Stuð- menn og Hildur Vala halda stór- dansleik á Nasa við Austurvöll. Eru vafalítið margir mjög spenntir að sjá hvernig stað- gengill Ragnhildar Gísladóttur, Idol-stjarnan Hildur Vala, tekur sig út í hljómsveit allra lands- manna, hvernig „Ástardúett- inn“ er t.d. í flutningi Stinna stuð og Hildar Völu. Miðað við þær góðu viðtökur sem Hildur Vala fékk er hún steig í allra fyrsta sinn á svið með Stuð- mönnum í Festi í Grindavík 16. apríl virðist dæmið ætla að ganga upp og fjörlegt sumar vera framundan en stefnan er að Stuðmenn og Hildur Vala verði iðin við dansleikjahald um land allt. Hildur Vala hefur annars ný- lokið við upptökur á fyrstu plötu sinni, sem er væntanleg í versl- anir í byrjun maí. Hún mun svo halda útgáfutónleika í Salnum 15. maí og er miðasala nú þegar hafin á www.concert.is. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.