Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 25 BYGGING NÝS SPÍTALA sem kallaðar eru fjölnota einbýli, verður hægt að veita alla hjúkr- unarmeðferð, sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun og framkvæma minni háttar inngrip svo sem mænuholsástungur og speglanir. Þar eiga að geta dvalist jöfnum höndum sjúklingar sem gangast undir skurðaðgerðir, sjúk- lingar sem eru til meðferðar hjá lyf- læknum eða sjúklingar öldrunar- lækninga og endurhæfingar. Bráðakjarni í fyrsta áfanga Í nýjum spítala verður fyrir komið sérstökum bráðakjarna og er áætlað að sá hluti sjúkrahússins rísi fyrst. Í bráðakjarnanum verður m.a. að finna bráðamóttöku, myndgrein- ingar, skurðstofur og gjörgæslu. Út frá þeim kjarna verða legudeildir, rannsóknardeildir og blóðbanki. Í ysta hring sjúkrahússins, ef svo má segja, verður önnur þjónusta sjúkra- hússins sem ekki krefst jafnmikillar nálægðar við bráðastarfsemina. Má þarf nefna heilbrigðisvísindadeildir, lífvísindakjarna, öldrun, endurhæf- ingu, göngu- og dagdeildir, sjúkra- hótel, geðdeild, geislameðferð og skrifstofur yfirstjórnar. Hlutverk þátttakenda í skipulagssamkeppn- inni verður m.a. að útfæra hvernig þessu skipulagi verður best fyrir komið á byggingarlóðinni. Aukin áhersla á göngu- og dagdeildir Við byggingu nýs sjúkrahúss verð- ur aukin áhersla lögð á göngu- og dagdeildir til að bæta þjónustu við sjúklinga, draga úr þörf fyrir inn- lagnir og gera háskólastarfsemi LSH markvissari, líkt og segir í sam- keppnisgögnum. Hugmyndin er jafn- vel sú að þessar deildir verði í sér- byggingu á spítalalóðinni þó það sé ekki skilyrði. Krafist er mikilla stækkunarmöguleika, um 50%, við hönnun slíkrar byggingar. Þá er gert ráð fyrir möguleika á annars konar rekstarformi við göngu- og dagdeild- arhúsið. Á göngudeild er árið 2025 gert ráð fyrir 207.000 komum árlega og að dagdeildarrými verði 116. Í dag- og göngudeildarbyggingu eru áætlanir um fimm dagdeildarskurðstofur. Fyrirséð er að sjúkrahústengd heimaþjónusta vaxi á komandi árum og því þarf við uppbyggingu nýs spít- ala að gera ráð fyrir talsverðum fjölda starfsmanna og góðri aðstöðu á LSH fyrir hana. Öldrun og endurhæfing Ekki er gert ráð fyrir líknardeild á lóðinni né endurhæfingu en góð að- staða verður þó fyrir endurhæfingu &'()*+  ,+ &'()            B= )@! 6"7-,M= ;1=1)1 /57A6 +<3,7A6  ,M= +<3,7A6 'C:-,  ,M= +A6-" 6 :,54 =B))3!- ,M= +"4" 6 ,M= 2 ,' H $7 -'76-'7 7"4" 6 ,M= +<3,7A6-" 6 ,M= <M!6 '7 /B)"6 /",:",7 !-,4)$0-, !-,4)$0-, 5  7" 6 47",4 ,)$0-, /< ,) ;,A4 '7 $1061 A4 '7 ,)$0-, E'7," ' '7 ,)$0-, ) ,0="'' "="'-, @ *",!'5=  7" 6 ,M= +3'7-" 6 !$4-' ,/",:",7 - , .    $!)1 .,@6 ".)1 $!)1 = , = @ <M'@             ! "#$ %"  % !&  '  (  )*+( , %-". # P P P Q Q Q Q „GRUNDVÖLLURINN að sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir fimm árum var sú staðreynd að við þurftum að undirbúa framtíð heilbrigðisþjónustunnar og þar með að fara að byggja nýjan spítala. Ef við hefð- um ekki sameinað, þá værum við ekki komin þangað sem við erum í dag,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, for- maður dómnefndar vegna skipulagssamkeppni til und- irbúnings deiliskipulagi á lóð Landspítalans og fyrrver- andi heilbrigðisráðherra. „Það var ljóst að það væri flóknara að taka ákvörðun um nýjan spítala nema að sameina fyrst. Sameiningunni er ekki endanlega lokið fyrr en búið er að byggja nýjan spítala. Því með sam- einingunni ætlum við að ná fram hagkvæmni í þessari hröðu tækniþróun sem hefur orðið og verður.“ Ingibjörg segist sérstaklega gleðjast yfir byggingu einbýla á nýja sjúkrahúsinu og bendir á að nú séu að vaxa úr grasi kynslóðir sem gera aðrar kröfur en áður voru gerðar. „Það sem okkur fannst ágætt fyrir tíu árum síðan, sættum við okkur ekki við í dag. Fyrir tuttugu árum var sjálfsagt að fara á dvalarheimili og vera þar til ævi- loka í herbergi með ókunnugum einstaklingi. Það þótti ekkert óeðlilegt að sex sjúklingar væru saman í her- bergi, hefðu ekkert einkalíf, allir heyrðu hvað lækn- irinn var að segja við hvern sjúkling og það var kannski hálfur kílómetri á klósettið!“ Sjúklingahópurinn er því allt annar en hann var fyrir nokkrum árum að mati Ingibjargar, og gerir allt aðrar kröfur en áður voru gerðar til sjúkrahúsþjónustu. „Það er eðlilegt að við gerum kröfur í þessu eins og öllu öðru. Við viljum alltaf vera fremstir, við Íslendingar. Við erum vissulega með góða heilbrigðisþjónustu, en að mörgu leyti er húsnæðið sem við bjóðum sjúkling- unum og starfsfólkinu upp á okkur ekki til sóma. Við verðum að fylgja þróuninni í þessu og við verðum að gera það svo húsnæði fari ekki að verða hemill á framþróun.“ Ingibjörg segir gleðilegt að við séum komin á það stig að hugsa um framtíðina eins og við viljum hafa hana. „Það er stór áfangi og mér finnst sérstaklega ánægjulegt að formenn stjórnarflokkanna skuli hvor með sínum hætti hafa jafnríkan skilning á mikilvægi verkefnisins og raun ber vitni. Það þarf bæði framsýni og raunsæi til að marka stefnu í þessu máli.“ Ingibjörg segir að nú sé rétti tíminn og að um það séu allir sammála. „Sem betur fer er búið að koma því þannig fyrir að þjóðin hefur efni á þessu. Það háttar þannig til í þjóðfélaginu að þetta er hægt. Þetta var ekki hægt fyrir tíu árum, það var ekki bolmagn. Nú er búið að skapa bolmagn og þess vegna hlýtur maður að vera bjartsýnn. Mér þykir afskaplega vænt um þessa starfsemi sem fram fer á Landspítalanum, eins og fjölmörgum Íslend- ingum. Mig langar til að vegur og virðing stofnunar- innar sé sem mest. Ég veit að þetta er svo mikilvæg starfsemi sem þarna fer fram, frá vöggu til grafar. Hún snertir okkur öll einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar við þurfum sjálf á þjónustunni á halda, hvað viljum við þá? Er það ekki bara það besta, við viljum ekkert ann- að.“ Langt ferli og strangt „Það er langt ferli og strangt að koma upp nýjum spítala en það má kannski segja að þeim mun ánægju- legri verði hver áfangi,“ sagði Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra við afhendingu samkeppnislýsing- arinnar í gær. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að þó að miðað sé við starfsemistölur til ársins 2025 við byggingu spít- alans sé að sjálfsögðu nauðsynlegt að sjúkrahúsið geti starfað sem best til mun lengri tíma. „Þess vegna er mjög áríðandi að það sé vandað til þessa verks. Þess vegna þurfum við að undirbúa hvert skref sem gaum- gæfilegast. […] Það er áríðandi að við séum í takt við framtíðina í þessu.“ Landspítalinn snertir okkur öll Morgunblaðið/Eyþór Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherrar. Ingi- björg Pálmadóttir og Jón Kristjánsson sem afhenti hönnunarhópum samkeppnisgögn í gær. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.