Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 43 FRÉTTIR NEMENDUR í 9.OE Álftamýr- arskóla héldu nýlega fjáröfl- unarskemmtun fyrir nemendur í 5. til 7. bekk. Allur ágóði af skemmt- uninni rann til Stígamóta. Skemmt- un sem þessi er áviss hluti af lífs- leikninámi nemenda í 9. bekk skólans. Krakkarnir eyddu fjölmörgum stundum í að skipuleggja og und- irbúa skemmtunina. Foreldrar fengu heim kynningarbréf, skemmtunin var kynnt meðal nem- enda og auglýsingar hengdar upp. Nemendur útveguðu viðurkenn- ingar af ýmsu tagi og vörur til að selja í sjoppu sem rekin var á staðn- um. Einnig var búið að skipuleggja ýmsa leiki og þrautir sem féllu í góðan jarðveg. Að venju var „Álfta- mýrardansinn“ dansaður og allt gert til þess að skapa skemmtilega og eftirminnilega dagstund. Ágóði af skemmtuninni nam tæplega 47.000 kr. Það var Guðrún Jónsdóttir (Rúna) frá Stígamótum í lífsleikn- itíma sem tók á móti peningagjöf- inni. Við sama tækifæri fræddi hún unglingana um Stígamót og það starf sem þar fer fram. Kynningu hennar er að finna á heimasíðu skólans, www.alftamyrarskoli.is. Nemendur söfnuðu fyrir Stígamót  IAN Watson varði doktorsritgerð sína 8. apríl sl. í félagsfræði við bandaríska háskólann Rutgers Uni- versity í New Jersey. Ritgerðin nefn- ist Cognitive De- sign: Creating the Sets of Categor- ies and Labels That Structure Our Shared Ex- perience. Ritgerðin fjallar um mynst- ur, merkingu, notkun, og stöðl- un flokkunarsamstæðna og eininga- samstæðna svo sem bókstafa, nótna í tónlist, landfræðilegra svæða, tíma- eininga, og margvíslegra núm- erakerfa. Leiðbeinandi Ians var prófessor Eviatar Zerubavel en hann er höf- undur margra bóka um stöðlun og af- mörkun tímaskeiða. Í dómnefnd sátu einnig félagsfræðingarnir Allan Hor- witz og Paul McLean auk land- og borgarfræðingsins Briavel Holcomb. Ian fæddist 1970 í Rochester (NY) í Bandaríkjunum en flutti til Íslands árið 2001 og býr í Reykjavík með unnustu sinni Angelu Walk. Hann hefur lengi fengist við að semja ferðahandbækur og skipulagt hóp- ferðir fyrir bandaríska ferðamenn í Evrópu. Hann lauk BA-prófi í mál- vísindum frá Harvard-háskóla árið 1993 og MA-prófi frá Rutgers 1999. Vinnu sinni að doktorsritgerðinni lauk hann við ReykjavíkurAkadem- íuna. Doktor í félagsfræði AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmis segir í ályktun að góð velferðarþjónusta geti aldrei orðið að veruleika nema að hún styðjist við traust og öflugt atvinnulíf. Hlut- verk Samfylkingarinnar sé að móta aðstæður sem hvort tveggja í senn örvi atvinnulífið og hvetja til frum- kvöðlastarfs og stofnunar nýrra fyr- irtækja samhliða því sem markvisst sé unnið að því að auka starfs- og að- lögunarhæfni launafólks og treysta réttindi þess á vinnumarkaði. Á fundinum voru samþykktar ályktanir um sjávarútvegsmál, land- búnaðarmál, menntamál, byggða- mál og velferðar- og fjölskyldumál. Lögð er áhersla á að tekjustofnar sveitarfélaganna séu í samræmi við verkefni þeirra og lögbundnar skyldur. Tekjustofnar sveitarfélaga séu í samræmi við skyldur HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem mót- mælt er harðlega frumvarpi sam- gönguráðherra til breytinga á fjar- skiptalögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Í ályktun Heimdallar segir, að í frumvarpinu sé meðal annars kveð- ið á um að fjarskiptafyrirtækjum verði gert skylt að varðveita skrán- ingu gagna um nethegðun einstak- linga í eitt ár. Þetta þýði að við- kvæmar persónuupplýsingar um einstaklinga, á borð við það hvaða heimasíður þeir sækja, verði skráð- ar og geymdar í tólf mánuði. Þá verði fjarskiptafyrirtækjum jafnframt gert skylt að halda skrá yfir símnotendur og þeir sem kaupa símakort þurfi að framvísa skilríkjum. Þá þurfi fjarskiptafyr- irtæki að veita lögreglu upplýsing- ar um hver sé skráður eigandi ákveðins símanúmers eða eigandi tiltekinnar ip-tölu án þess að lög- reglan þurfi áður að fá dómsúr- skurð eins og hingað til hafi verið meginreglan varðandi gagnaöflun í opinberum málum. „Það er ólíðandi að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komi fram með frumvörp sem ráðast gegn grundvallarréttindum almennings í landinu. Heimdallur krefst þess að ráðherrar sínir standi vörð um þessi réttindi í stað þess að vera sí- fellt að reyna að skerða þau,“ segir í ályktun Heimdallar. Heimdallur mótmælir frumvarpi um fjarskiptalög Ráðherrar hætti að ráðast gegn réttindum ÁRSFUNDUR Landspítala – há- skólasjúkrahúss verður haldinn í Salnum í Kópavogi, í dag, föstudag, kl. 14–16.30. Spítalinn er fimm ára um þessar mundir og eru allir vel- komnir á ársfundinn. Gestur ársfundarins er Susan Frampton, forseti Planetree- samtakanna í Bandaríkjunum, og mun hún halda erindi um nýjustu strauma í hönnun sjúkrahúsa og sjúklingamiðaða heilbrigðisþjón- ustu. Einnig halda erindi Jóhannes M. Gunnarsson, settur forstjóri LSH, og Magnús Pétursson, for- stjóri LSH. Ávörp flytja Jón Krist- jánsson, heilbrigðis– og trygginga- málaráðherra, og Birna Kr. Svavarsdóttir, formaður stjórn- arnefndar. Á ársfundinum verða vísinda- manni á LSH veitt verðlaun fyrir vísindastörf og starfsmenn á sjúkrahúsinu verða heiðraðir fyrir vel unnin störf. Við upphaf fundarins syngur Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jón- as Ingimundarson leikur á píanó. LSH fagnar fimm ár afmæli STJÓRN BSRB hvetur stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjár- stuðning við Mannréttindaskrifstofu Íslands og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. „Mannréttinda- skrifstofan gegnir lykilhlutverki í þjóðfélaginu. Hún veitir stjórnvöld- um nauðsynlegt aðhald og ráðgjöf auk þess sem hún örvar til umræðu í samfélaginu um mannréttindamál. Mannréttindaskrifstofan er einn af hornsteinum lýðræðisins í landinu,“ segir í ályktun frá stjórninni. Einn af horn- steinum lýðræðis STOFNAÐUR hefur verið Fræða- sjóður Úlfljóts, tímarits laganema. Ákvörðun um stofnun sjóðsins var tekin í upphafi árs þessa af fram- kvæmdastjórum Úlfljóts, Einari Björgvini Sigurbergssyni og Jó- hannesi Eiríkssyni. Markmið sjóðsins er að efla fræðastarf og rannsóknavinnu á sviði lögfræði, sérstaklega meðal laganema og kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Stjórn sjóðsins skipa forseti laga- deildar Háskóla Íslands, for- stöðumaður Lagastofnunar Há- skóla Íslands, formaður Orator, félags laganema við Háskóla Ís- lands og framkvæmdastjórar Úlf- ljóts. Úthlutað verður árlega úr sjóðn- um allt að 600.000 kr. og fer fyrsta úthlutun fram nú í vor. Auglýst hef- ur verið eftir umsóknum og rennur umsóknarfrestur út 2. maí nk. Stofna Fræðasjóð Úlfljóts WALDORF-SKÓLINN í Lækj- arbotnum og Waldorf-leikskólinn Ylur verða með opið hús á morgun, laugardaginn 30. apríl, kl. 14–17, í húsnæði skólanna við Suðurlands- veg (beygt til hægri efst í Lög- bergsbrekku). Allir eru velkomnir að kynna sér starfsemi skólanna. Þá verður einn- ig kynnt cirkus-námskeið á vegum cirkus cirkör fyrir börn og ung- linga, en námskeiðið verður haldið í sumar. Kaffi og vöfflur verða á boð- stólum gegn vægu gjaldi, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í Wal- dorf-leikskólum UM helgina fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal vorsýning hestamanna á Suð- urlandi. Margt verður um gæðinga þessi kvöld í Víðidalnum. Þekktir stóðhestar verða sýndir, t.d. Sæli frá Skálakoti, Kraftur frá Bringu, Aron frá Stórahöfða, Tumi frá Stóra-Hofi og Suðri frá Holtsmúla. Suðri var fyrst sýndur á þessari sýningu fyrir nokkrum árum en kemur nú fram í fyrsta skipti með afkvæmum. Verða með honum í höllinni fimm afkvæmi sem eru að sögn sýningarstjórans, Tómasar Arnar Snorrasonar, stór- glæsileg. Sýndir verða þrír graðhestar und- an Gusti frá Hóli, þeir Kjarni frá Ár- gerði, Geysir frá Sigtúni og Tjörvi frá Ketilsstöðum. Gustur frá Hóli hefur verið einn af vinsælustu stóðhestum síðustu ára og er spennandi að sjá þessa stóðhesta undan honum saman í sýningu. Landsmótshetjurnar frá síðasta sumri, Steingrímur Sigurðs- son, Þórarinn Eymundsson og Daníel Jónsson, munu sitja hestana Sæla, Kraft og Aron. Hafliði Halldórsson mun mæta með stóð af hestum frá Ármóti en hann hefur víst sett saman stórglæsilega ræktunarbússýningu eins og honum einum er lagið. Einnig mun Þormar Andrésson, núna kenndur við Strandarhjáleigu, sýna nokkra hesta úr sinni ræktun. Ekki verða eingöngu stóðhestar á sýning- unni því einnig munu gullfallegar hryssur stíga dans fyrir áhorfendur. Má þar nefna hestagullin Stemmu frá Holtsmúla og Ósk frá Halldórs- stöðum. Sýningarnar verða á föstu- dags- og laugardagskvöldið og hefj- ast kukkan 21. Á laugardag og sunnudag verða svo Hólaskóli og Félag tamninga- manna í samstarfi við Fák og Ástund með endurmenntunarnámskeið og kennslusýningu í Reiðhöllinni. Þar verða samankomnir nokkrir af okkar bestu reiðkennurum. Anton Páll Níelsson ætlar að fjalla um yfirlínu á tölti og mun hann notast við glæsi- hryssuna Þernu frá Hólum. Mette Mannseth ætlar að taka fyrir jafn- vægi hestsins og söfnun. Nemendur frá reiðkennarabraut Hólaskóla verða með nokkur atriði og munu meðal annars fjalla um skipulag reið- kennslu. Aðrir reiðkennarar sem þarna verða eru Þórarinn Eymunds- son og Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Herlegheitin byrja kl. 8.30 báða dag- ana og standa til 17. Ítarlega dagskrá er hægt að finna á www.tamningamenn.is. Hestaveisla í Víðidalnum um helgina Landsmótsmeistarinn 2004, Geisli frá Sælukoti, og knapi hans, Stein- grímur Sigurðsson, mæta í Reiðhöllina um helgina. FULLTRÚAR Blaksambands Ís- lands (BLÍ) og Íslandsbanka hafa skrifað undir samning um eflingu og útbreiðslu á krakkablaki á Ís- landi. Undirskriftin fór fram eftir bikarúrslitaleik kvenna sem fram fór í KA-heimilinu á Akureyri um síðustu helgi. Það voru Sigurður Arnar Ólafsson, stjórnarmaður BLÍ, og Ingi Björnsson, útibús- stjóri Íslandsbanka á Akureyri, sem skrifuðu undir samninginn. BLÍ hefur unnið að uppbygg- ingu og útbreiðslu krakkablaks á Íslandi undanfarin tvö ár, en verkefnið hófst formlega hinn 12. apríl 2003 þegar fulltrúar ís- lenska og danska blaksambands- ins skrifuðu undir samning um þýðingarrétt á kennsluefni í krakkablaki, segir í fréttatilkynn- ingu. Sömdu um efl- ingu krakkablaks SANKTI Nikulásarsöfnuður rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík heldur hátíðlega páska- guðsmessu í Friðrikskapellu um nóttina frá laugardegi 30. apríl til sunnudags. Upphaf helgigöngu verður kl. 23.55 á laugardags- kvöld, morgunþjónusta hefst kl. 24.15 og guðsmessan hefst kl. 1.15. Samkvæmt páskatímatali í kirkjunni koma páskar í ár 1. maí. Rússneskur prestur, séra Tim- othey, þjónar í guðsmessunni. Miðnæturmessa í rétttrúnaðar- kirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.