Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 47 DAGBÓK SÓFA- DAGAR Seljum nokkra sýningasófa með allt að 25% afslætti. Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 15% afsláttur af öllum sérpöntuðum sófum. Tuttugasta landsþing ITC (InternationalTraining in Communication) verðursett kl. 18 í dag í Oddfellowhúsinu íReykjavík. Fer þingið þar fram í dag og á morgun, en því lýkur með hátíðarkvöld- verði og dansleik annað kvöld. Að sögn Arnþrúðar Halldórsdóttur, lands- forseta ITC á Íslandi, er landsþingið nú mikið afmælisþing. „Þrjátíu ár eru liðin síðan fyrsta ITC-deildin var stofnuð á Íslandi og tuttugu ár síðan ITC- landssamtökin hérlendis voru stofnuð,“ segir Arnþrúður. Hún kveður þingið nokkurs konar uppske- ruhátíð fyrir vetrarstarfið, en ITC er alþjóð- legur félagsskapur sem hefur það að markmiði að bæta forystu- og samskiptahæfileika félag- anna til þess að efla skilning manna á meðal um heim allan. „Meðal þess sem í boði verður á landsþinginu er ræðukeppni sem fram fer í kvöld,“ segir Arn- þrúður. „Þar keppa sigurvegarar úr deildarkeppnum ITC frá því fyrr í vetur. Á morgun fer fé- lagsfundur samtakanna fram fyrri part dags en eftir hádegi verða ýmis fræðsluerindi. Þannig mun Evelyn Flett, varaforseti III svæðis ITC, fjalla um starf ITC á alþjóðavísu. Einnig munu félagsmenn kynna afrakstur námskeiðs samtak- anna, Orð og ímynd, sem fram fór fyrr í vetur. Á því námskeiði var sjónum beint að því sem mestu máli skiptir þegar fólk þarf að tjá sig frammi fyrir hópi fólks. Aðalfyrirlesari þingsins er síðan Hróbjartur Árnason, lektor fullorð- insfræðslu KHÍ, sem mun kynna gerð og notkun hugarkorta. Hugarkort eru einstök leið til þess að setja á blað – eða skjá – hugsanir, sínar eða annarra, á hátt sem líkist því meir hvernig hugurinn virkar en nokkur önnur leið sem við þekkjum. En hvað skyldu margir vera í ITC á Íslandi? „Það eru um 140 félagar af báðum kynjum í níu deildum víðs vegar um landið. Flestar eru þó á Reykjavíkursvæðinu, auk þess starfa deild- ir á Hellu, Selfossi og Húsavík. Við erum að stofna tíundu deildina og þar er ætlunin að æfa sig í að halda fundi og afgreiða mál og nota til þess enska tungu. Við erum lítið búin að kynna þessa deild en höfum fundið fyrir áhuga hjá fólki á því að æfa sig á þennan hátt því margir sækja fundi og ráðstefnur erlendis og þurfa þar á þessari kunnáttu að halda.“ Þess má að lokum geta að þingið er öllum op- ið. Allar nánari upplýsingar um samtökin og dag- skrá landsþingsins má nálgast á vefnum www.simnet.is/itc/. Landsþing ITC | Mikið afmælisþing haldið í dag og á morgun Uppskeruhátíð vetrarstarfsins  Arnþrúður Hall- dórsdóttir er frá Garði í Mývatnssveit, fædd- ist 1947 og ólst upp fyrir norðan og sótti þar skóla. Hún flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Auk þess starfaði hún með eiginmanni sín- um við atvinnurekst- ur. Hún fór síðar í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og lauk þar verslunarprófi og öllum verklegum áföngum á listasviði skólans. Hún hefur starfað innan vé- banda ITC í 18 ár. Málverk af Snæfelli GUNNARSSTOFNUN mun í sumar standa fyrir sýningu á Skriðuklaustri á málverkum og vatnslitamyndum af fjallinu Snæfelli. Einn af þeim lista- mönnum sem vitað er að málað hafi Snæfell er Guðmundur frá Miðdal. Í eigu hverra þau málverk eru liggur ekki fyrir og óska ég eftir því að þeir sem vita um Snæfellsverk eftir Guð- mund setji sig í samband við mig. Jafnframt er talið að Gunnar Gunn- arsson listmálari hafi málað myndir þar sem Snæfell gnæfir yfir Héraðinu en um þær er ekki vitað og væri gam- an að heyra frá fólki um slík verk sem og ef menn þekkja til Snæfellsmynda fleiri íslenskra myndlistarmanna. Hægt er að senda mér tölvupóst á klaustur@skriduklaustur.is eða hringja í síma 471-2990. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Hlutdrægir morgunþættir ÉG hlusta iðulega á morgunþátt Þor- finns Ómarssonar á Rás eitt á laug- ardögum. Hann er oft með ýmsa við- mælendur og þætti mér við hæfi að þar væri að finna þverskurð þjóð- arinnar. En ég hef tekið eftir því að sjálfstæðismenn eru sjaldnast í þeim hópi, jafnvel þó að þeir séu u.þ.b. 30% þjóðarinnar. Nú fyrir skemmstu var hann með þrjá viðmælendur og um- ræðuefnið var m.a. afmæli ríkisstjór- arinnar og formannskjör í Samfylk- ingunni. Allir gestirnir voru flokksbundnir samfylkingarmenn og notuðu þeir tækifærið til að níða skó- inn af Davíð Oddssyni en upphefja Ingibjörgu Sólrúnu. Sjálfstæðisfólk í þáttum Þorfinns er þarna sjaldgæfara en geirfuglinn. JVG Teinóttar buxur SÁ sem skildi eftir tvennar teinóttar herrabuxur á Hjaltabakka 22 vinsam- legast hringi í síma 557-1252. Lofsvert að eyða í sparnað ÉG var að lesa í Morgunblaðinu eignaupptalningu Kristins Gunn- arssonar þingmanns. Hann segist engan sparnað eiga. Menn með mikl- ar tekjur eins og hann ættu þó að geta sparað og það er mjög nauðsyn- legt hverju þjóðríki að það myndist innlendur sparnaður svo hjól atvinnu- lífsins geti snúist. Það hefur aldrei tekist hér á landi fyrr en þá nú. Og það er lofsvert að eyða í sparnað. Ég vona þingmenn gæti hófs í for- vitni sinni um náungann og Ísland verði aldrei lögregluríki. Kona. Mosi á legsteinum ANNA hringdi og spurði hvernig væri best að hreinsa mosa af leg- steinum og halda þeim mosalausum. Ef einhver getur aðstoðað hana er hann beðinn að hringja í síma 464- 3567. Hjálp – týnd kisa ÞESSI fallega þrílita læða hvarf frá heimili sínu, Leifsgötu 24, Reykjavík, fyrir rúmri viku. Hennar er mjög sárt saknað. Ef einhver hefur orðið var við hana eða veit um afdrif hennar er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 694-6103. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Ólafur Ásgeirs-son, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á Akureyri, er sextugur í dag, föstudaginn 29. apríl. 90 ÁRA afmæli. Á morgun, laug-ardaginn 30. apríl, verður Helga Þorsteinsdóttir frá Bessastöð- um í Vestur-Húnavatnssýslu níræð. Hún dvelur nú í góðu yfirlæti á Heil- brigðisstofnun Hvammstanga, en mun taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sonar síns að Garðavegi 22 á Hvammstanga á afmælisdaginn milli kl. 15 og 17. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 a6 4. f4 e6 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5 8. De2 Rbd7 9. Be3 Dc7 10. Bd4 Rc5 11. 0–0–0 Be7 12. g4 b5 13. e5 Rxd3+ 14. Hxd3 dxe5 15. Bxe5 Dc4 16. b3 Db4 17. g5 Rd7 18. Bxg7 Dxf4+ 19. Kb1 Hg8 20. Bd4 Bb7 21. Hf1 Dg4 22. h3 Dh5 23. Re4 h6 24. Bf6 Rxf6 25. gxf6 Bb4 26. Rd6+ Bxd6 27. Hxd6 Hg6 Staðan kom upp á meistaramóti Evrópusambandsins sem lauk fyrir skömmu í Cork í Englandi. Mateuzs Bartel (2.487) hafði hvítt gegn Slavko Cicak (2.552). 28. Hxe6+! Kf8 hvítur ynni eftir 28...fxe6 29. Dxe6 Kf8 30. De7+ Kg8 31. f7+. 29. Re5 Hg5 30. Rd7+ Kg8 31. He8+ Kh7 32. Dd3+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju býður upp á tónleika í há- deginu laugardaginn 30. apríl fyrir börn og foreldra þar sem flutt verða aðgengileg org- elverk sem sýna ólíkar hliðar á stóra Klais- orgelinu í Hall- grímskirkju. Organisti kirkj- unnar, Hörður Áskelsson, flytur tvö af þekktustu tónverkum orgelsins, tokkötur eftir Bach og Widor. Á milli þeirra flytur hann stutt verk, m.a. eftir frönsku tónskáldin Daquin og Guilmant, sem gegna því hlutverki að kynna ólíkar raddfjölskyldur orgelsins, flaut- ur, strengi og tunguraddir. Tón- leikarnir eru liður í viðleitni List- vinafélagsins að kynna fyrir ungum áheyrendum stærsta hljóðfæri Íslendinga. Aðgangur er ókeypis fyrir börn en kostar 1.000 krónur fyrir full- orðna. Hörður Áskelsson Tónleikarnir verða í Hallgríms- kirkju laugardaginn 30. apríl nk. kl. 12. Orgelleikur fyrir börn Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23 Sýningunni „Atlantic Inclu- sions“ lýkur sunnudaginn 1. maí. Listamennirnir Guðrún Benón- ýsdóttir, Lars Laumann og Benjamin A. Huseby sýna inn- setningar, skúlptúra, ljósmyndir, vídeó og fundna hluti. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Sunnudaginn 1. maí lýkur tveimur sýningum í Listasafni Kópavogs. Sýning Gerðar Helgadóttur, Meistari glers og málma er á efri hæð safnsins. Á sýningunni eru um tuttugu steindir gluggar sem og frum- teikningar fyrir glerglugga auk höggmynda, klippimynda og teikninga eftir listakonuna. Á neðri hæð er sýningin Dia- logues eða Samræður eftir bresku glerlistarkonuna Caroline Swash en hún er yfirmaður gler- listardeildar St. Martin’s Central College of Art and Design í London. Caroline sýnir steint gler, mál- verk, teikningar og ljósmyndir. Gallerí i8 Sýningu á verkum Hrafnkels Sigurðssonar lýkur 1. maí. GUK+ Garður – Ártún 3, 800 Sel- foss Sunnudaginn 1. maí lýkur sýn- ingu Markúsar Andréssonar í GUK+ „I’ll find my way home“. Opið verður milli klukkan 14 og 16. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Sýningu Helga Þorgils Frið- jónssonar lýkur laugardaginn 30. apríl en safnið verður lokað sunnudaginn 1. maí á baráttudegi verkalýðsins. Sýningum lýkur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag,29. apríl, Ingólfur G. Geirdal kennari, Hrafnistu í Reykjavík. Hann verður að heiman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.