Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 29 DAGLEGT LÍF AÐEINS TIL 22. MAÍ. Toppurinn í fjölhæfni, þægindum og hönnun í einum sófa. Með einstökum fjölbreytileika í einingum gerir Klaus sófinn (302sm x 139sm á mynd) þér kleift að móta stofuna þína að þínum óskum, sama hvernig rýmið er. Djúp seta og þægilegur bakstuðningur veitir þér ítrustu þægindi og sófagrindin er með 10 ára ábyrgð. Ennfremur færðu hentuga og aðlaðandi útfærslu með fagurlega hannaðri bogaeiningu. Klaus, eins og hann er sýndur á myndinni með dreamfibre áklæði, getur orðið þinn með 20% afslætti og hraðri afgreiðslu, núna frá 149.000 kr. Ítölsk hönnun, gæði og handbragð eru tryggð af Natuzzi, heimsins fremsta framleiðanda í leðurhúsgögnum og leðursófum. Tilboðið gildir í Natuzzi versluninni til 22. maí 2005 og ekki með öðrum tilboðum. Heimsending er innifalin í verði á höfuðborgarsvæðinu. Skjót afgreiðsla meðan birgðir endast. Fáðu frekari upplýsingar eða ókeypis eintak af Natuzzi bæklingnum. Hringdu gjaldfrjálst í síma 800 4477 eða smelltu á www.natuzzi.com Klaus raðsófi með kubbi í leðri á sértilboði frá 229.000 kr. 20% sparnaður It’s how you live GÆÐAFRAMLEIÐSLA FRÁ ÍTALÍU - Vottað iso 9001-14001 Verslunin einnig opin á sunnudögum frá kl. 13-18Natuzzi verslunin: SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 ÞRÍR METRAR - ALLT SEM ÞARF TIL AÐ SKAPA HEILDARMYND Á STOFUNA ÞÍNA góðum slátrara (sneiðin á að vera í kringum 4 cm á þykkt). Smyrjið góðri ólífuolíu á kjötið ásamt pipar og látið marinerast í 30 mínútur. Grillið eftir ykkar höfði en mæli þó með að hafa hana þokkalega hráa. Stráið að lokum Maldon-salti á kjöt- sneiðina og berið fram með sítrónu- sneið og góðu salati. Folaldalund Marinerið folaldalund í sojasósu og provence kryddi. Látið mar- inerast í 1–2 tíma. Grillið lundina svo hún verði fal- lega dökk að utan og fallega rauð að innan! Berið fram með klettasalati og parmesanosti og hellið góðri olíu yf- ir. Þennan rétt er hægt að bera fram sem forrétt eða aðalrétt. Grillbrauð með osti Hefðbundið pitsudeig mínus salt Mozzarellaostur Maldon-salt Vinnið deigið og látið hefast. Búið til litlar kökur og fletjið út. Leggið ostsneiðar ofan á og stráið salti yfir. Lokið vel (þetta verða hálf- gerðir litlir hálfmánar). Grillið brauðið í rólegheitum, passið að grillið sé ekki of heitt, það er nefni- lega auðvelt að brenna það. Þið verð- ið að snúa brauðinu oft við á meðan þið grillið það. Grillaðir ávextir Svo eru það auðvitað allir ávext- irnir sem gott og gaman er að grilla. Það getur verið ótrúlega gómsætt að þræða upp á spjót jarðarber og sykurpúða. Og svo við höldum okkur við spjótin þá er gott að þræða upp á spjót lime, ferskjur, nektarínur og grilla þar til ávextirnir eru orðnir mjúkir. Á HEIMILI Sigurlaugar M. Jón- asdóttur er mikið grillað, bæði úti á svölum á gasgrilli sem notað er allt árið, og úti í garði á stóru hlöðnu grilli sem notað er yfir sumarmán- uðina. Í garðinum eru einnig stólar og borð og gashitarar, og þar snæðir fjölskyldan gjarnan á sumar- kvöldum. „Við flytjum eldhúsið eiginlega út á pall á sumrin. Þá er allt þarna niðri og miklu minna álag á sjálfu eldhús- inu,“ segir Sigurlaug og svarar ját- andi þegar hún er spurð hvort þau bjóði gestum einnig að borða í garð- inum. „Við höldum oft skemmtilegar garðveislur hérna á bak við. Og oft er það þannig, eins og gjarnan er orðið í dag, að sá sem heldur veisl- una þarf ekki að sjá um allt, heldur kemur hver með eitthvað með sér.“ Sigurlaug segir mjög einfalt að svara því hvað sé í uppáhaldi hjá fjölskyldunni á grillið. Það sé svo- kölluð Fíorentína steik, eða t-beins- steik. Þá lætur hún skera sér- staklega þykkar steikur í kjötbúðinni og setur þær á grillið. Grilluð folaldalund er líka í uppá- haldi hjá heimilisfólkinu, sem er sammála um að hún sé best lítið steikt. En hvað borða þau yfirleitt með kjötinu? Sigurlaug segir einnig einfalt mál að svara því, salat, grænt salat. Og svo grillað brauð sem þau lærðu að búa til af nágranna sínum. „Þá er ostur settur inn í pitsudeig sem er svo sett beint á grindina og grillað. Þetta er lokað, eins og hálf- máni, og um að gera að setja bara nóg af osti. Það má setja mozzarella eða hvaða ost sem er, það geta líka verið ostafgangar, ekkert krydd, bara salt. Svona brauð, rautt kjöt og salat er algjört æði.“ Í eftirrétt eru svo yfirleitt grillaðir ávextir, ýmist settir beint á grindina eða upp á spjót, sem Sigurlaug seg- ist reyndar nota mikið núorðið, líka fyrir mat eins og skötusel til dæmis. En hvaða ráð vill hún gefa grill- urum? „Passa að hafa grindina hreina, það skiptir miklu máli. Þolinmæði líka, að hafa ekki of háan hita og ekki vera að flýta sér. Og að hafa kompaní meðan þú grillar, það er líka mjög mikilvægt,“ segir Sig- urlaug og býður svo upp á nokkrar af eftirlætis grilluppskriftum heim- ilisins. Kjúklingaspjót frá Hawaii 4 kjúklingabringur Kryddlögur safi úr ½ dós ananas 2 tsk. kumin 2 tsk. kóríander handfylli af kóríander, ferskt 3 hvítlauksgeirar 2 chilipipar salt 1 dós hrein jógúrt Blandið öllu saman í stórri skál. Grænmeti á spjót paprika, græn og rauðlaukur kirsuberjatómatar grænmetissolía ½ dós ananas í bitum (má að sjálf- sögðu vera ferskur) Fersk sósa 1 dós hrein jógúrt steinselja pipar Skerið kjúklinginn í bita og leggið í kryddlöginn í a.m.k. 2 tíma. Skerið grænmetið í sneiðar og þræðið upp á spjót ásamt kjúklingi, ananas og tómötum. Penslið með ol- íu. Grillið í 15–20 mínútur og penslið spjótið með kryddleginum meðan á steikingu stendur. Berið kjúklingaspjótið fram með t.d. hrísgrjónum og góðu salati. Gott er að steikja kjúklingabitana í stutta stund á pönnu áður en þeir eru settir á spjótin til að stytta tím- ann sem þeir þurfa á grillinu. Hin ómótstæðilega Fíorintínasteik Þessi réttur er klassískur, einfald- ur og ótrúlega karlmannlegur! Látið skera þykka sneið af t-beinssteik hjá  GRILL | Sigurlaug M. Jónasdóttir grillar Mikilvægt að hafa félagsskap við grillið Morgunblaðið/ÞÖK Sigurlaug M. Jónasdóttir við grillið ásamt dóttur sinni, Sólveigu Torfadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.