Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 49 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Bólusetningar gegn smitsjúkdómum; árangur og væntingar Málþing fyrir almenning og ráðamenn, haldið í tilefni af degi ónæmisfræðinnar Laugardaginn 30. apríl 2005, kl 13-16 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Rvk Dagskrá: 13:00-13:10 Friðrika Harðardóttir, formaður Ónæmisfræðifélags Íslands: Dagur ónæmisfræðinnar; hvers vegna? 13:10-13:20 Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra: Ávarp. 13:20-13:40 Ingileif Jónsdóttir, dósent: Bólusetningar gegn smitsjúkdómum; hvað gegn hverju? 13:40-14:00 Þórólfur Guðnason, læknir: Bólusetningar á Íslandi; sögulegt yfirlit. 14:00-14:20 Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, læknir: Íslenskar rannsóknir á bólusetningum gegn pneumókokkasýkingum; við getum lagt okkar að mörkum! 14:20-14:40 Kaffihlé 14:40-15:00 Þórólfur Guðnason, læknir: Bólusetningarátak á Íslandi gegn meningókokkum C; árangur strax? 15:00-15:20 Ólafur Guðlaugsson, læknir: Varnir gegn fuglaflensufaraldri; hvað er til ráða? 15:20-15:40 Þórólfur Guðnason, læknir: Eru bólusetningar hættulegar? 15:40-16:00 Ingileif Jónsdóttir, dósent: Bólusetningar til að vernda nýbura; framtíðarsýn. Fundarstjóri er Friðrika Harðardóttir, formaður Ónæmisfræðifélags Íslands. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Heilbrigðisstarfsfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Dagur ónæmisfræðinnar http://www.dayofimmunology.org/ Ónæmisfræðifélag Íslands http://www.hi.is/fel/onaemi/ TÓNLISTARFÉLAGIÐ heldur áfram að kynna Vestfirðingum for- vitnilega tónlist og hljóðfæri á tón- leikum sínum á þessu starfsári, en nýlega bauð félagið upp á óvenju- lega tónleika með hörpu og ýmsum flautum. Fjórðu og síðustu áskrift- artónleikar félagsins á starfsárinu verða í Hömrum á laugardaginn kemur kl. 17. Þar koma fram þau Marta Guð- rún Halldórsdóttir sópran og Snorri Örn Snorrason gítarleikari, sem einnig leikur á hið fornfræga hljóðfæri theorbu. Theorban er stórt hljóðfæri, eins konar risalúta, hátt á annan metra á lengd, með tvöfaldan háls og fjöldi strengja eft- ir því. Hún var mjög vinsæl í Evr- ópu á 17. öldinni og notuð bæði til einleiks og undirleiks. Á efnisskránni eru einmitt lög frá 16. og 17. öld, íslensk og erlend þjóðlög í fjölbreyttum útsetningum, spænskir gítardansar og óperu- aríur. Theorba á tónleikum á Ísafirði FRUMSÝNING á leikritinu „Bless- að barnalán“ eftir Kjartan Ragn- arsson verður í kvöld kl. 20 í Fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Leikritið fjallar um mæðgur sem búa austur á landi. Móðurinni leið- ist afskiptaleysi barna sinna og pipraða dóttirin sem enn býr heima sendir því skeyti á systkini sín þar sem hún tilkynnir þeim andlát móðurinnar. Ýmislegt skemmtilegt gerist þegar þau mæta öll heim til að ná í arfinn sinn. Á síðasta leikári setti félagið upp sýninguna „Saumastofuna“ eftir sama höfund og tókst sú sýn- ing með miklum ágætum og komu á annað þúsund áhorfendur á þá sýningu, segir í tilkynningu frá að- standendum sýningarinnar. Leiklistarfélag Seltjarn- arness frumsýnir Sýningar föstudaginn 29. apríl kl. 20, sunnudaginn 1. maí kl. 14 og 20, sýningar í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. VORHÁTÍÐ Listaháskólans er nú í fullum gangi. Þegar hafa verið þrennir út- skriftartónleikar og ein tískusýn- ing og nú um helgina verður stanslaus veisla. Í kvöld frum- sýnir Óperu- stúdíó LHÍ og Íslensku óperunnar Apótekarann eftir Haydn í Íslensku óperunni. Á morgun hefjast viðburðir kl. 13.30 í Salnum en þar verða útskrift- arfyrirlestrar tónlistardeildar skól- ans til kl. 16.30. Þetta er í fyrsta sinn sem útskrifað er úr skólanum með almennt tónlistarnám til BA-gráðu. Klukkan 14.00 hefst gjörningur á hafnarbakka Reykjavíkur en þar munu fyrsta og annars árs nemar kynna vinnu sína í fjölda flutn- ingabíla. Dæmi um það sem nem- endur bjóða áhorfendum upp á er al- gjört leikhús, ljósmyndun fyrir tímarit, landið og maðurinn, íslensk menning er sérstakur hljómur, kraftur yfirvegunar, líkön og teikni- myndir, útgáfa blaðs og hljóð sem efniviður. Á sama tíma hefst barnasýning leiklistardeildar í Möguleikhúsinu en þar er um einleiki byggða á æv- intýrum H.C. Andersen að ræða. Einnig verður opnuð sýning á bókverki nemenda kl. 14.00 í sýning- arsal Handverks og hönnunar, Að- alstræti 12. Lokaviðburður dagsins eru svo fjórðu útskriftartónleikar tónlist- ardeildar en það er Hafdís Vigfús- dóttir flautuleikari sem spilar í Saln- um frá kl. 17. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynn- ingarstjóri Listaháskóla Íslands, segir dagskrána vera ótrúlega fjöl- breytta. Hún nefnir sérstaklega gjörninginn á Hafnarbakkanum en hann á að vekja athygli á húsnæð- isþörf skólans. „Ef maður skoðar alla þessa við- burði þá er ekki neinn af þeim í húsi Listaháskólans,“ bendir Álfrún á. Næstu viku heldur hátíðin áfram en þá verða daglega ýmist útskrift- artónleikar eða óperusýningar í Ís- lensku óperunni. Hápunktur vorhátíðarinnar er svo laugardaginn 7. maí en þá verður opnuð útskriftarsýning nema úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Opnunin er kl. 14 og sýningin stendur til 29. maí. Líf og fjör í Listaháskólanum Aðgangur að öllum þessum viðburðum er ókeypis. Álfrún G. Guðrúnardóttir dagana 15. og 29. apríl kl. 14, og syngja saman. Gleðigjafarnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Opið í Garðabergi frá 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 létt ganga um nágrennið, frá hádegi spilasalur opinn. Menningardagar, ,,Sendu mér sólskin“, kl.15 opnuð listsýning frá Iðjubergi, Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, kl. 16 opnuð myndlistarsýning Lóu Guð- jónsdóttur, tónlistarflutningur. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, útskurður, hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 há- degismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–13, postu- línsmálning. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Sumargleði í kvöld kl. 20. Skemmtiatrið: Leikverkið Ævintýrið um inniskóna, Dísirnar syngja o.fl. Hljómsveit Hjördísar Geirs. Miðasala og upplýsingar í s. 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9, smíði kl. 10, boccia kl. 9, opin hárgreiðslustofa, kl. 9–12 myndlist. SÁÁ félagsstarf | Síðasta spilakvöld vetrarins verður laugardaginn 30. apríl kl. 20 í sal IOGT að Stangarhyl 4. Að lokinni spilamennsku verður dans- að. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hann- yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30– 16 Dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hann- yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30– 16 dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30–16 dansað í kaffitímanum við lagaval Sigvalda, rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Háteigskirkja | Vorferð Háteigskirkju verður laugard. 30. apríl. Farið frá safnaðarheimilinu kl. 10 og haldið í Vindáshlíð í Kjós. Snædd, létt máltíð í hádeginu og að henni lokinni verður dagskrá með söng o.fl. Heimkoma milli kl. 14 og 15. Verð er kr. 500. Upp- lýsingar í s. 511 5410. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 20, bæna- stund kl. 19.30. Ath! breyttur sam- komutími. Allir velkomnir www.filo.is. Kristniboðssambandið | Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum að Háa- leitisbraut 58–60, sunnudaginn 1. maí, kl. 14–18. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir, ágóðinn rennur til kristni- boðsins. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga og ýmsar uppákomur. Vinnustofa og baðstofa opnaðar kl. 9, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–12, smíði/útskurður kl. 13– 16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handverks- sýning frá kl. 13 til 16.30, kaffi og gott meðlæti frá kl. 14. Skemmtiatriði. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14– 15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14– 15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist er spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Vor- fagnaður í Ásgarði Glæsibæ í kvöld kl. 20. Fjölbreytt skemmtiatriði, Guð- mundur Haukur leikur fyrir dansi. Skráning á skrifstofu FEB s. 588 2111. Almennur félagsfundur FEB verður á Grand Hóteli þriðjudaginn 3. maí nk. kl. 13.30–16.30. Skráning á skrifstofu FEB í s. 588 2111. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Eldri borgarar fylkja liði í félagsheim- ilinu Gullsmára 13, Kópavogi, föstu- Ævintýradansleik- hús barna verður með sýningu í Ket- ilhúinu á Akureyri í dag 29. apríl á al- þjóðlegum degi dansins þar sem vor- inu verður fagnað. Sýningin er unnin í samvinnu barnanna og leiðbeinanda þeirra, Önnu Rík- harðsdóttur, og Örnu Valsdóttur ásamt þeim Lindu Guðrún- ardóttur tónlistar- manni og Aðalheiði S. Eysteinsdóttur myndlistarmanni sem einnig eru for- eldrar barna í hópnum. Fram koma til dæmis fjöllista- og spunahópur, balletthópar og dans- hópur kvenna. Mikla breidd er að finna í hóp- unum en yngsti dansarinn sem kem- ur fram á sýningunni er aðeins 5 ára og sá elsti 82 ára. Haldið upp á vorið ÁRLEGIR vortónleikar Breiðfirð- ingakórsins verða haldnir í Fella- og Hólakirkju á morgun kl. 17. Að- gangseyrir er 1.500 kr. en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Stjórnandi er Hrönn Helgadóttir. Kórinn syngur í Félagsheimili Borgar í Grímsnesi laugardaginn 21. maí kl. 16. Breiðfirðingakórinn í Fella- og Hólakirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.