Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 23 MINN STAÐUR Neskaupstaður | Tuttugu og fimm íbúar í Neskaupstað hafa sent bæj- arstjórn Fjarðabyggðar bréf, þar sem mótmælt er umgengni um fjörur á hluta strandlengjunnar innarlega við bæinn. Í bréfinu er mótmælt jarðvegslosun á svæði við Strandgötu, svokallaða Nípu, aust- an við lóð nr. 72 og umgengni um fjörur á strandlengjunni frá flug- velli að Netagerð. Umhverf- ismálanefnd Fjarðabyggðar hefur fjallað um erindi íbúanna og lítur svo á að um sé að ræða upphaf framkvæmda við frágang svæð- isins, samanber samþykkt á áætlun um frágang svæðisins frá flugvelli að Netagerð. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ósáttir við moldarhauga Íbúar í Neskaupstað mótmæla umhverfisraski við bæinn. Mótmæla umgengni AUSTURLAND Héraðshátíð | Menningardagar að vori verða haldnir á Fljótsdals- héraði dagana 30. apríl til 15. maí nk. Í fréttatilkynningu frá Menning- arnefnd Fljótsdalshéraðs segir að mikið verði um að vera í menning- arlífinu þessa daga og fólk hvatt til að mæta á hina margvíslegu við- burði og taka börnin sín með. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá flesta daga og má þar nefna óperusýningu á vegum Tónlistaskóla Austur- Héraðs, tónleika tónlistaskólanna á Héraði, leiksýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs, upplestur fyrir börn og fullorðna og margt fleira. Vakin er sérstök athygli á Lista- smiðjunni List án landamæra, en hún er öllum opin og unnið er í sam- vinnu við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Listakonurnar Ólöf Bragadóttir og Svandís Egilsdóttir munu sjá um listasmiðjuna. Jafn- framt er fólk hvatt til að hreyfa sig á menningardögum og taka þátt í þeim gönguferðum sem í boði eru og auðvitað hjóla í vinnuna.    Gjöf | Hópur áhugafólks um bætta líkamsræktaraðstöðu á Reyðarfirði afhenti nýlega íþróttahúsinu í bæn- um nýjan fjölþjálfa að gjöf sem er góð viðbót við þann búnað sem fyr- ir er á staðnum. Á vefnum fjarda- byggd.is segir að ljóst sé að góð aðstaða til líkamsræktar sé nauð- synleg í hverju bæjarfélagi og sé eitt af því sem lagt sé á vogarskál- arnar þegar horft sé til vals á bú- setu, auk þess sem áhugi íbúa á líkamsrækt fari almennt vaxandi. Fjarðabyggð fagnar þessu góða framtaki og færir hópnum bestu þakkir fyrir. Það voru fyrirtækin Olís og Ístak sem styrktu kaupin. Egilsstaðir | Átta lóðum á nýju byggingarsvæði í Selbrekku á Egilsstöðum var úthlutað í vikunni til átta aðila. 189 umsóknir bárust um lóðirnar og samkvæmt úthlutunarreglum Fljótsdalshéraðs var dregið úr nöfnum umsækjenda. Lóðirnar eru í efri hluta íbúðasvæðisins í Sel- brekku en þetta eru fyrstu lóðirnar sem úthlutað verður þar. Lóðirnar átta eru við göturnar Flata- sel og Egilssel, sex einbýlishúsalóðir, ein par- húsalóð og ein raðhússlóð. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum. Í einhverjum tilfellum sóttu sömu umsækjendur um fleiri en eina lóð en reglur gera ráð fyrir að hver umsækjandi fái eingöngu eina lóð úthlutaða. Gatnagerð í efri hluta Selbrekkusvæðisins er nú í fullum gangi. Í skipulagi er gert ráð fyrir 50 til 60 íbúðum á svæðinu og styttist í að fleiri lóðir þar verði auglýstar. Öllum lóðum í neðri hluta Sel- brekkusvæðisins var úthlutað á síðasta ári en mikil ásókn var í þær lóðir og byggist svæðið hratt upp. Í neðri hlutanum er gert fyrir 40 til 50 íbúðum. 189 sóttu um 8 lóðir í Selbrekku Slegist um lóðir Í neðri hluta Selbrekku rísa nú tugir húsa. Í efri hluta Selbrekku hefur átta lóðum nú verið úthlutað. Seyðisfjörður | Aðalfundur kjör- dæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var haldinn á Seyðisfirði 23. apríl sl. Nýja stjórn kjördæmisráðsins skipa Hermann Óskarsson formaður, Oddný Stella Snorradóttir gjaldkeri, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Ólafur Kárason og Tryggvi Jóhannsson. Hermann, Oddný Stella og Tryggvi voru end- urkjörin, en Jónína Rós og Ólafur eru nýkjörin. Í varastjórn voru kjörnir Sigfús Guðlaugsson, Sturla Halldórsson, Ólafur Ármannsson, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir og Ingileif Ástvaldsdóttir. 21 aðild- arfélag átti fulltrúasæti á fund- inum sem var vel sóttur. Ný stjórn í Norðaustur- kjördæmi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.