Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 23 MINN STAÐUR Neskaupstaður | Tuttugu og fimm íbúar í Neskaupstað hafa sent bæj- arstjórn Fjarðabyggðar bréf, þar sem mótmælt er umgengni um fjörur á hluta strandlengjunnar innarlega við bæinn. Í bréfinu er mótmælt jarðvegslosun á svæði við Strandgötu, svokallaða Nípu, aust- an við lóð nr. 72 og umgengni um fjörur á strandlengjunni frá flug- velli að Netagerð. Umhverf- ismálanefnd Fjarðabyggðar hefur fjallað um erindi íbúanna og lítur svo á að um sé að ræða upphaf framkvæmda við frágang svæð- isins, samanber samþykkt á áætlun um frágang svæðisins frá flugvelli að Netagerð. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ósáttir við moldarhauga Íbúar í Neskaupstað mótmæla umhverfisraski við bæinn. Mótmæla umgengni AUSTURLAND Héraðshátíð | Menningardagar að vori verða haldnir á Fljótsdals- héraði dagana 30. apríl til 15. maí nk. Í fréttatilkynningu frá Menning- arnefnd Fljótsdalshéraðs segir að mikið verði um að vera í menning- arlífinu þessa daga og fólk hvatt til að mæta á hina margvíslegu við- burði og taka börnin sín með. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá flesta daga og má þar nefna óperusýningu á vegum Tónlistaskóla Austur- Héraðs, tónleika tónlistaskólanna á Héraði, leiksýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs, upplestur fyrir börn og fullorðna og margt fleira. Vakin er sérstök athygli á Lista- smiðjunni List án landamæra, en hún er öllum opin og unnið er í sam- vinnu við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Listakonurnar Ólöf Bragadóttir og Svandís Egilsdóttir munu sjá um listasmiðjuna. Jafn- framt er fólk hvatt til að hreyfa sig á menningardögum og taka þátt í þeim gönguferðum sem í boði eru og auðvitað hjóla í vinnuna.    Gjöf | Hópur áhugafólks um bætta líkamsræktaraðstöðu á Reyðarfirði afhenti nýlega íþróttahúsinu í bæn- um nýjan fjölþjálfa að gjöf sem er góð viðbót við þann búnað sem fyr- ir er á staðnum. Á vefnum fjarda- byggd.is segir að ljóst sé að góð aðstaða til líkamsræktar sé nauð- synleg í hverju bæjarfélagi og sé eitt af því sem lagt sé á vogarskál- arnar þegar horft sé til vals á bú- setu, auk þess sem áhugi íbúa á líkamsrækt fari almennt vaxandi. Fjarðabyggð fagnar þessu góða framtaki og færir hópnum bestu þakkir fyrir. Það voru fyrirtækin Olís og Ístak sem styrktu kaupin. Egilsstaðir | Átta lóðum á nýju byggingarsvæði í Selbrekku á Egilsstöðum var úthlutað í vikunni til átta aðila. 189 umsóknir bárust um lóðirnar og samkvæmt úthlutunarreglum Fljótsdalshéraðs var dregið úr nöfnum umsækjenda. Lóðirnar eru í efri hluta íbúðasvæðisins í Sel- brekku en þetta eru fyrstu lóðirnar sem úthlutað verður þar. Lóðirnar átta eru við göturnar Flata- sel og Egilssel, sex einbýlishúsalóðir, ein par- húsalóð og ein raðhússlóð. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum. Í einhverjum tilfellum sóttu sömu umsækjendur um fleiri en eina lóð en reglur gera ráð fyrir að hver umsækjandi fái eingöngu eina lóð úthlutaða. Gatnagerð í efri hluta Selbrekkusvæðisins er nú í fullum gangi. Í skipulagi er gert ráð fyrir 50 til 60 íbúðum á svæðinu og styttist í að fleiri lóðir þar verði auglýstar. Öllum lóðum í neðri hluta Sel- brekkusvæðisins var úthlutað á síðasta ári en mikil ásókn var í þær lóðir og byggist svæðið hratt upp. Í neðri hlutanum er gert fyrir 40 til 50 íbúðum. 189 sóttu um 8 lóðir í Selbrekku Slegist um lóðir Í neðri hluta Selbrekku rísa nú tugir húsa. Í efri hluta Selbrekku hefur átta lóðum nú verið úthlutað. Seyðisfjörður | Aðalfundur kjör- dæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var haldinn á Seyðisfirði 23. apríl sl. Nýja stjórn kjördæmisráðsins skipa Hermann Óskarsson formaður, Oddný Stella Snorradóttir gjaldkeri, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Ólafur Kárason og Tryggvi Jóhannsson. Hermann, Oddný Stella og Tryggvi voru end- urkjörin, en Jónína Rós og Ólafur eru nýkjörin. Í varastjórn voru kjörnir Sigfús Guðlaugsson, Sturla Halldórsson, Ólafur Ármannsson, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir og Ingileif Ástvaldsdóttir. 21 aðild- arfélag átti fulltrúasæti á fund- inum sem var vel sóttur. Ný stjórn í Norðaustur- kjördæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.