Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 20
Laxamýri | Ræktendum íslensku landnámshænsn- anna hefur farið fjölgandi undanfarið og vilja marg- ir hafa litskrúðug heimilishænsni á búum sínum. Olga Marta Einarsdóttir á Einarsstöðum í Þingeyj- arsveit hefur mikinn áhuga á þessari ræktun og á myndinni má sjá hana með einn skrauthanann sem hún hefur ræktað. Þennan hana sendi hún nýlega ábúendum í Skógahlíð í Reykjahverfi sem voru að byrja með heimilishænsni. Þar mun þessi litskrúð- ugi fugl, sem nú hefur verið nefndur Rúdolf, eiga að vera ábúendum til ánægju með því að gala á morgn- ana auk þess að vera til mikillar prýði á staðnum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Heimilishænsnum fer fjölgandi Litríkur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Endurvarpi á Tröllakirkju | Slysavarna- félagið Landsbjörg hefur fengið leyfi til að staðsetja VHF endurvarpa fyrir talstöðvar á toppi Tröllakirkju (1.001 m.y.s.), vestur af Holtavörðuheiði. Um síðustu helgi var farið á bílum með undirstöðuna undir end- urvarpann og henni komið fyrir á toppi Tröllakirkju. Var þessi hluti verksins unn- inn af félögum úr Flugbjörgunarsveit V- Húnavatnssýslu á Laugarbakka og Björg- unarsveitinni Káraborg á Hvammstanga og Borðeyri segir á vefnum strandir.is.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Bútasaumur | Íslenska bútasaumsfélagið heldur aðalfund sinn á morgun kl. 13 á Vesturgötu 7. Á eftir er opið hús og gestum boðið að koma og kynna sér starfsemina, milli kl. 14–16 á laugardag og kl. 13–16 á sunnudag. Teppi verða til sýnis þessa daga, vinnustofur opnar, handverksmarkaður o.fl. Félagið er fimm ára í ár og af því tilefni verður kl. 16 á laugardaginn opnuð sýning á samkeppnisteppum í Höfuðborgarstofu.    Fiskiveisla | Íslandssaga hf. og Klofningur ehf. bjóða starfsfólki sínu og mökum til fisk- veislu í félagsheimilinu á Suðureyri kl. 19 á laugardag. Matreiðslumeistarar SKG veit- inga sjá um að útbúa kræsingar úr afurðum fyrirtækjanna og munu matreiða á annan tug rétta úr þorski, ýsu, ufsa, steinbít og keilu. Þetta er í fjórða sinn sem fyrirtækin efna til slíkrar fiskiveislu fyrir starfsfólk sitt.    Ævintýradansleik-hús barna held-ur upp á vorið með sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri hinn 29. apríl á alþjóðlegum degi dansins. Þær verða kl. 16 og kl. 18. Sýningin er styrkt af Barnamenningarsjóði og fyrirtækinu Íspan á Ak- ureyri. Fjöllista- og spunahóp- ur verður með sýninguna: „Hver er ég?“ Sýningin er sköpuð í samvinnu barnanna og leiðbeinanda þeirra Önnu Ríkharðsdóttur og Örnu Valsdóttur ásamt þeim Lindu Guðrúnardóttur, tónlistarmanni og Að- alheiði S. Eysteinsdóttur, myndlistarmanni sem einnig eru foreldrar barna í hópnum. Balletthópar undir stjórn Katrínar M. Þor- björnsdóttur koma einnig fram sem og Danshópur kvenna undir stjórn Allýj- ar Aldísar Lárusdóttur. Spunadans Á 20 ára afmælismóti Landssambands íslenskravélsleðamanna, sem haldið var í Nýjadal viðSprengisandsleið nýlega, voru fjórir af frum- kvöðlum að stofnun sambandsins sæmdir nafnbótinni „heiðursfélagi LÍV“. Þrír þeirra voru í afmælishófinu, Akureyringarnir Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður. Tómas Búi Böðv- arsson fyrrverandi slökkviliðsstjóri og Sveinn Jónsson, athafnamaður í Kálfsskinni í Dalvíkurbyggð. Sá fjórði, Vilhelm Ágústsson frá Akureyri, átti ekki heiman- gengt. Heiðursfélagar LÍV Rúnar Kristjánssoná Skagaströndveltir fyrir sér formannskosningum sem nú standa yfir í Samfylk- ingunni: Ingibjörg í svifum sein sjá má kosti farna. Þó hún toppinn öðlist ein er hún kulnuð stjarna! Rúnar Kristjánsson bætir við: Flest eru menn að fagræða, um frið þó enginn semur. Heimurinn er að hagræða fyrir höfðingjann sem kemur. Og hagyrðingurinn á Skagaströnd klykkir út með framrímuðum, víxl- hendum sléttuböndum, sem lesast aftur á bak og áfram: Glætu rúnir sýnast senn sæta mála föllum. Þrætu knúnir miska menn mæta sálar spjöllum. Spjöllum sálar mæta menn miska knúnir þrætu. Föllum mála sæta senn sýnast rúnir glætu. Af formanns- kjöri pebl@mbl.is Ísafjarðarbær | Umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að Flugmálastjórn verði veitt fram- kvæmdaleyfi til endurbóta á Þingeyr- arflugvelli. Um er að ræða lengingu um 260 metra, frágang á öryggissvæðum og lagningu slitlags á flugbrautina. Einnig þarf að færa þjóðveginn sem liggur ofan við flugbrautina að sunnanverðu. Málið hefur verið til umfjöllunar í umhverf- isnefnd um tíma m.a. vegna efnistöku sem nauðsynleg er vegna framkvæmdar- innar. Fyrir liggur skoðun Skipulags- stofnunar um að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í af- greiðslu umhverfisnefndar kemur fram að eftirlit með efnistöku verði á höndum tæknideildar Ísafjarðarbæjar að því er fram kemur á bb.is. Endurbætur verða gerðar á Þingeyr- arflugvelli Hvammstangi | Stjórn Forsvars ehf. á Hvammstanga hefur ráðið Gunnar Hall- dór Gunnarsson í stöðu framkvæmda- stjóra frá og með 1. júní næstkomandi. Hann er fæddur 1958, viðskiptafræðingur B.Sc. frá Tæknihá- skóla Íslands 2005. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1982 og starfaði um árabil sem stýrimaður á íslensk- um skipum. Hann stofnaði og rak fyrir- tækið Nýjar víddir ehf. ásamt fleirum. Gunnar Halldór hefur starfað að kynn- ingarmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2001. Fráfarandi framkvæmdastjóri For- svars ehf., Karl Sigurgeirsson, verður áfram í hálfri stöðu hjá fyrirtækinu, einkum við umboð Sjóvár og önnur þjón- ustustörf. Nýr fram- kvæmdastjóri hjá Forsvari Gunnar Halldór Gunnarsson ♦♦♦ Skólastjóri | Jóhanna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskól- ans í Stykkishólmi. Hún tekur við af Haf- steini Sigurðssyni sem sinnt hefur starfi skólastjóra í afleysingum í vetur, en Jó- hanna hefur hingað til sinnt kennslu við tónlistarskólann ásamt öðrum störfum. Hún tekur formlega til starfa 1. ágúst.    Góð aðsókn | Félagsmenn í Verkalýðs- félagi Húsavíkur eru duglegir að nýta sér orlofshús og aðra möguleika sem félagið býður upp á, ekki síst vegna þess að félagið niðurgreiðir leiguna verulega segir á vef þess. Alls dvöldu 153 félagsmenn ásamt fjölskyldum sínum í orlofshúsum, fellihýs- um, tjaldvögnum og á hótelum á vegum fé- lagsins. Þá dvöldu 113 félagsmenn ásamt fjölskyldum í íbúðum félagsins í Reykjavík. Vönduð og talsvert endurnýjuð neðri sér- hæð í þessu fallega og vel staðsetta húsi, ásamt bílskúr. Húsið er að sjá í góðu standi. Tvö bað- herbergi, þrjú svefn- herbergi. Skipti möguleg á ódýrari eign. Lækkað verð 26,9 millj. Upplýsingar á Valhöll eða í 899 1882, Þórarinn Gnoðarvogur - m. bílskúr Laus við kaups. - lækkað verð Orlofshús Frá og með mánudeginum 2. maí nk. hefst útleiga á orlofshúsi Sjómannafélags Eyjarfjarðar að Illugastöðum í Fnjóskadal. Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa fengið sumarhús leigt hjá félaginu sl. þrjú ár, hafa forgangsrétt til kl. 16.00 þann 9. maí nk. Félagið tekur þátt í kostnaði félagsmanna vegna vikuleigu á tjaldvögnum, fellihýsum o.þ.h. gegn framvísun samnings þar um, sama niðurgreiðsla er vegna bændagistingar. Þá minnum við á orlofsíbúðir félagsins í Núpalind 6, Kópavogi, en útleiga þeirra er með venjubundunum hætti allt árið. Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14, sími 462 5088.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.