Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 20
Laxamýri | Ræktendum íslensku landnámshænsn-
anna hefur farið fjölgandi undanfarið og vilja marg-
ir hafa litskrúðug heimilishænsni á búum sínum.
Olga Marta Einarsdóttir á Einarsstöðum í Þingeyj-
arsveit hefur mikinn áhuga á þessari ræktun og á
myndinni má sjá hana með einn skrauthanann sem
hún hefur ræktað. Þennan hana sendi hún nýlega
ábúendum í Skógahlíð í Reykjahverfi sem voru að
byrja með heimilishænsni. Þar mun þessi litskrúð-
ugi fugl, sem nú hefur verið nefndur Rúdolf, eiga að
vera ábúendum til ánægju með því að gala á morgn-
ana auk þess að vera til mikillar prýði á staðnum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Heimilishænsnum fer fjölgandi
Litríkur
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Endurvarpi á Tröllakirkju | Slysavarna-
félagið Landsbjörg hefur fengið leyfi til að
staðsetja VHF endurvarpa fyrir talstöðvar
á toppi Tröllakirkju (1.001 m.y.s.), vestur af
Holtavörðuheiði. Um síðustu helgi var farið
á bílum með undirstöðuna undir end-
urvarpann og henni komið fyrir á toppi
Tröllakirkju. Var þessi hluti verksins unn-
inn af félögum úr Flugbjörgunarsveit V-
Húnavatnssýslu á Laugarbakka og Björg-
unarsveitinni Káraborg á Hvammstanga og
Borðeyri segir á vefnum strandir.is.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Bútasaumur | Íslenska bútasaumsfélagið
heldur aðalfund sinn á morgun kl. 13 á
Vesturgötu 7. Á eftir er opið hús og gestum
boðið að koma og kynna sér starfsemina,
milli kl. 14–16 á laugardag og kl. 13–16 á
sunnudag. Teppi verða til sýnis þessa daga,
vinnustofur opnar, handverksmarkaður
o.fl. Félagið er fimm ára í ár og af því tilefni
verður kl. 16 á laugardaginn opnuð sýning á
samkeppnisteppum í Höfuðborgarstofu.
Fiskiveisla | Íslandssaga hf. og Klofningur
ehf. bjóða starfsfólki sínu og mökum til fisk-
veislu í félagsheimilinu á Suðureyri kl. 19 á
laugardag. Matreiðslumeistarar SKG veit-
inga sjá um að útbúa kræsingar úr afurðum
fyrirtækjanna og munu matreiða á annan
tug rétta úr þorski, ýsu, ufsa, steinbít og
keilu. Þetta er í fjórða sinn sem fyrirtækin
efna til slíkrar fiskiveislu fyrir starfsfólk sitt.
Ævintýradansleik-hús barna held-ur upp á vorið
með sýningu í Ketilhúsinu
á Akureyri hinn 29. apríl á
alþjóðlegum degi dansins.
Þær verða kl. 16 og kl. 18.
Sýningin er styrkt af
Barnamenningarsjóði og
fyrirtækinu Íspan á Ak-
ureyri.
Fjöllista- og spunahóp-
ur verður með sýninguna:
„Hver er ég?“
Sýningin er sköpuð í
samvinnu barnanna og
leiðbeinanda þeirra Önnu
Ríkharðsdóttur og Örnu
Valsdóttur ásamt þeim
Lindu Guðrúnardóttur,
tónlistarmanni og Að-
alheiði S. Eysteinsdóttur,
myndlistarmanni sem
einnig eru foreldrar barna
í hópnum.
Balletthópar undir
stjórn Katrínar M. Þor-
björnsdóttur koma einnig
fram sem og Danshópur
kvenna undir stjórn Allýj-
ar Aldísar Lárusdóttur.
Spunadans
Á 20 ára afmælismóti Landssambands íslenskravélsleðamanna, sem haldið var í Nýjadal viðSprengisandsleið nýlega, voru fjórir af frum-
kvöðlum að stofnun sambandsins sæmdir nafnbótinni
„heiðursfélagi LÍV“.
Þrír þeirra voru í afmælishófinu, Akureyringarnir
Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður. Tómas Búi Böðv-
arsson fyrrverandi slökkviliðsstjóri og Sveinn Jónsson,
athafnamaður í Kálfsskinni í Dalvíkurbyggð. Sá fjórði,
Vilhelm Ágústsson frá Akureyri, átti ekki heiman-
gengt.
Heiðursfélagar LÍV
Rúnar Kristjánssoná Skagaströndveltir fyrir sér
formannskosningum sem
nú standa yfir í Samfylk-
ingunni:
Ingibjörg í svifum sein
sjá má kosti farna.
Þó hún toppinn öðlist ein
er hún kulnuð stjarna!
Rúnar Kristjánsson bætir
við:
Flest eru menn að fagræða,
um frið þó enginn semur.
Heimurinn er að hagræða
fyrir höfðingjann sem kemur.
Og hagyrðingurinn á
Skagaströnd klykkir út
með framrímuðum, víxl-
hendum sléttuböndum,
sem lesast aftur á bak og
áfram:
Glætu rúnir sýnast senn
sæta mála föllum.
Þrætu knúnir miska menn
mæta sálar spjöllum.
Spjöllum sálar mæta menn
miska knúnir þrætu.
Föllum mála sæta senn
sýnast rúnir glætu.
Af formanns-
kjöri
pebl@mbl.is
Ísafjarðarbær | Umhverfisnefnd Ísa-
fjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn
að Flugmálastjórn verði veitt fram-
kvæmdaleyfi til endurbóta á Þingeyr-
arflugvelli. Um er að ræða lengingu um
260 metra, frágang á öryggissvæðum og
lagningu slitlags á flugbrautina. Einnig
þarf að færa þjóðveginn sem liggur ofan
við flugbrautina að sunnanverðu. Málið
hefur verið til umfjöllunar í umhverf-
isnefnd um tíma m.a. vegna efnistöku
sem nauðsynleg er vegna framkvæmdar-
innar. Fyrir liggur skoðun Skipulags-
stofnunar um að framkvæmdin sé ekki
líkleg til að hafa í för með sér umtals-
verð umhverfisáhrif og skuli því ekki
háð mati á umhverfisáhrifum. Í af-
greiðslu umhverfisnefndar kemur fram
að eftirlit með efnistöku verði á höndum
tæknideildar Ísafjarðarbæjar að því er
fram kemur á bb.is.
Endurbætur
verða gerðar
á Þingeyr-
arflugvelli
Hvammstangi | Stjórn Forsvars ehf. á
Hvammstanga hefur ráðið Gunnar Hall-
dór Gunnarsson í stöðu framkvæmda-
stjóra frá og með 1. júní næstkomandi.
Hann er fæddur 1958,
viðskiptafræðingur
B.Sc. frá Tæknihá-
skóla Íslands 2005.
Hann lauk prófi frá
Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1982 og
starfaði um árabil sem
stýrimaður á íslensk-
um skipum. Hann
stofnaði og rak fyrir-
tækið Nýjar víddir
ehf. ásamt fleirum.
Gunnar Halldór hefur starfað að kynn-
ingarmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur
frá árinu 2001.
Fráfarandi framkvæmdastjóri For-
svars ehf., Karl Sigurgeirsson, verður
áfram í hálfri stöðu hjá fyrirtækinu,
einkum við umboð Sjóvár og önnur þjón-
ustustörf.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
hjá Forsvari
Gunnar Halldór
Gunnarsson
♦♦♦
Skólastjóri | Jóhanna Guðmundsdóttir
hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskól-
ans í Stykkishólmi. Hún tekur við af Haf-
steini Sigurðssyni sem sinnt hefur starfi
skólastjóra í afleysingum í vetur, en Jó-
hanna hefur hingað til sinnt kennslu við
tónlistarskólann ásamt öðrum störfum.
Hún tekur formlega til starfa 1. ágúst.
Góð aðsókn | Félagsmenn í Verkalýðs-
félagi Húsavíkur eru duglegir að nýta sér
orlofshús og aðra möguleika sem félagið
býður upp á, ekki síst vegna þess að félagið
niðurgreiðir leiguna verulega segir á vef
þess. Alls dvöldu 153 félagsmenn ásamt
fjölskyldum sínum í orlofshúsum, fellihýs-
um, tjaldvögnum og á hótelum á vegum fé-
lagsins. Þá dvöldu 113 félagsmenn ásamt
fjölskyldum í íbúðum félagsins í Reykjavík.
Vönduð og talsvert
endurnýjuð neðri sér-
hæð í þessu fallega
og vel staðsetta húsi,
ásamt bílskúr. Húsið
er að sjá í góðu
standi. Tvö bað-
herbergi, þrjú svefn-
herbergi.
Skipti möguleg á
ódýrari eign. Lækkað
verð 26,9 millj.
Upplýsingar á Valhöll eða í 899 1882, Þórarinn
Gnoðarvogur - m. bílskúr
Laus við kaups. - lækkað verð
Orlofshús
Frá og með mánudeginum 2. maí nk. hefst útleiga á orlofshúsi
Sjómannafélags Eyjarfjarðar að Illugastöðum í Fnjóskadal. Húsið er
leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu.
Þeir félagsmenn, sem ekki hafa fengið sumarhús leigt hjá félaginu
sl. þrjú ár, hafa forgangsrétt til kl. 16.00 þann 9. maí nk.
Félagið tekur þátt í kostnaði félagsmanna vegna vikuleigu á
tjaldvögnum, fellihýsum o.þ.h. gegn framvísun samnings þar um,
sama niðurgreiðsla er vegna bændagistingar.
Þá minnum við á orlofsíbúðir félagsins í Núpalind 6, Kópavogi,
en útleiga þeirra er með venjubundunum hætti allt árið.
Sjómannafélag Eyjafjarðar,
Skipagötu 14,
sími 462 5088.