Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.plusferdir.is N E T Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst Feneyska Rivieran á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. BÆJARSTJÓRI HÆTTIR Tilkynnt var í gær að Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garða- bæjar, hefði verið ráðin forstjóri BYKO. Hún tekur við starfinu 27. maí nk., en allt bendir til þess að Gunnar Einarsson taki við starfi bæjarstjóra. Stjórn samþykkt í Írak Þing Íraks samþykkti í gær ráð- herralista Ibrahims al-Jaafaris, for- sætisráðherra landsins, með miklum meirihluta atkvæða. Sextán sjítar eiga sæti í stjórninni, sex súnní- arabar og átta Kúrdar. Sex ráð- herranna eru konur. Hönnunarsamkeppni LSH Heilbrigðisráðherra afhenti sjö hópum sem taka þátt í skipulags- samkeppni Landspítala – háskóla- sjúkrahúss samkeppnisgögnin í gær. Þar kemur fram að eingöngu verða einbýli á legudeildum og aukin áhersla verður á göngu- og dagdeild- ir. Pútín ver vopnasöluna Vladímír Pútín Rússlandsforseti reyndi í gær að fullvissa ísraelska ráðamenn um að Ísrael stafaði ekki hætta af fyrirhugaðri sölu á rúss- neskum flugskeytum til Sýrlands og af samstarfi Rússa við Írana í kjarn- orkumálum. Hann samþykkti á fundi með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að auka samstarf landanna í baráttunni gegn hryðjuverkum og samvinnu á sviði hátækni. Jón Arnór meistari Jón Arnór Stefánsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar sigri í Evrópukeppni í körfuknatt- leik, með liði sínu Dynamo St. Pét- ursborg, sem sigraði gegn BC Kiev frá Úkraínu í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Umræðan 34/38 Úr verinu 14 Bréf 38 Viðskipti 16 Minningar 39/42 Erlent 18/19 Myndasögur 46 Minn staður 20 Dagbók 46/49 Höfuðborgin 21 Víkverji 46 Landið 21 Staður og stund 48 Akureyri 22 Leikhús 50 Suðurnes 22 Af listum 54 Austurland 23 Bíó 54/57 Menning 27 Ljósvakamiðlar 58 Daglegt líf 28/33 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #       $         %&' ( )***                  Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt samhljóða að ítreka andstöðu Reykjavíkurborgar við áform um skattlagningu orku- fyrirtækja. Allar líkur séu á því að þessi fyrirhugaða skattlagning muni leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi í nánustu framtíð, en skipulagsbreytingar á raforkumarkaði hafi þegar leitt til hækkunar raforkuverðs. Borgarráð mótmælir því harðlega að ríkið fari fram með þessum hætti og krefst þess að viðræður fari fram milli rík- is og sveitarfélaganna áður en laga- frumvarp um skattlagningu orku- fyrirtækja verður að lögum. Alþingi er með til umfjöllunar stjórnarfrumvarp þar sem orku- og hitaveitur eru gerðar skattskyldar, en þau hafa verið undanþegin tekju- og eignaskatti til þessa. Er gert ráð fyrir að skattskyldan taki til ársins 2006 við álagningu árið 2007. „Ótrúleg gjörð“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi og formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, gerir þetta að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að færa megi rök fyrir því að raforkuframleiðsla sé skattlögð þar sem nýleg lög geri ráð fyrir að hún fari á samkeppn- ismarkað. Ekkert slíkt sé fyrirhug- að um hitaveitur sem hafi einkaleyfi til starfsemi sinnar og enn síður um vatnsveitur sem að langmestu leyti séu lögskyld starfsemi sveitarfé- laga. „Það að flutt skuli stjórnarfrum- varp um að skattleggja skuli hita- veitur og vatnsveitur er ótrúleg gjörð. Ekki einu sinni tilskipun frá Evrópusambandinu krefst þess að það verði gert. Ljóst er að ef frumvarp um skatt- lagningu orkufyrirtækja verður samþykkt mun það í næstu framtíð hafa verulega hækkun orkugjalda og vatnsgjalda í för með sér fyrir íbúa og atvinnulíf,“ segir Vilhjálmur m.a. í greininni. Í greinargerð með frumvarpinu segir að erfitt sé að meta áhrif þess- ara breytinga á orkuverð og arð- semi orkufyrirtækja. Miklar sveiflur hafi verið í afkomu þeirra á síðustu árum. Þannig hafi fimm af sex stærstu fyrirtækjunum verið rekin með tapi árið 2001, en öll fyrirtækin nema eitt hafi verið rekin með hagn- aði árið 1999. Í annarri grein frumvarpsins er að finna skilgreiningu á því hvað skuli teljast orkufyrirtæki. Þar segir að í lögunum merki orkufyrirtæki fyrirtæki sem stundi vinnslu, dreif- ingu, flutning, sölu og afhendingu á raforku og heitu vatni. Vilhjálmur segir í greininni að orkufyrirtækin hafi í raun sýnt litla andstöðu við þessar fyrirætlanir. „Stjórnendur þeirra vita sem er að þeim er í lófa lagið að hækka gjald- skrár sínar í kjölfar nýrrar skatt- lagningar og senda reikninginn til viðskiptavina sinna,“ segir hann. Borgarráð mótmælir harðlega frumvarpi um skattskyldu orku- og hitaveitna Líkur á að lögin leiði til hækkunar á orkuverði  Alþingi/34 HELGI Bergs, fyrrver- andi bankastjóri og al- þingismaður, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík aðfaranótt fimmtudagsins 28. apr- íl, tæplega 85 ára að aldri. Helgi var fæddur í Reykjavík 9. júní 1920, sonur hjónanna Helga Helgasonar Bergs, for- stjóra Sláturfélags Suð- urlands, og Elínar Jónsdóttur Bergs. Helgi lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1938 og prófi í efna- verkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1943. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga 1945–1952, var tækniráðunautur hjá FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna í Tyrklandi 1953– 1954, formaður stjórnar Íslenskra aðalverktaka 1954–1960 og fram- kvæmdastjóri iðnaðar- og tækni- deildar SÍS 1961–1969. Helgi var alþingismaður Sunn- lendinga 1963–1967 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1971–1988. Hann var ritari Framsóknarflokks- ins 1962–1972 og sat í miðstjórn flokksins frá 1962 til 2005. Hann var fulltrúi á þingi Norður- landaráðs og Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna, átti setu í bankaráði Iðnaðar- banka Íslands, í stjórn Fiskveiðasjóðs og framkvæmdastjórn Iðnþróunarsjóðs. Á árunum 1973 til 1976 var Helgi formað- ur stjórnar Viðlaga- sjóðs, sem ríkisstjórn- in kom á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 til að annast björgunar- og varnarað- gerðir í Eyjum, öflun húsnæðis og uppbyggingu í kjölfar gossins. Hann var einnig stjórnarformaður Raf- magnsveitna ríkisins 1974–1978, hlutafjársjóðs Byggðastofnunar 1989–1991 og Bessastaðanefndar 1989–1998. Helgi var sæmdur riddarakrossi norsku St. Olavsorðunnar 1974 og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1990. Eiginkona Helga var Lís Eriksen Bergs en hún lést 1997. Börn þeirra eru fjögur. Andlát HELGI BERGS Á FUNDI stjórnar Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðs- ins, í gær var samþykkt að fé- lagið keypti hlutabréf Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra, Guðrúnar Bjarnadóttur og Önnu Bjarnadóttur í Ár- vakri. Hlutur Björns Bjarnasonar var 1,07%, Guðrúnar 0,53% og Önnu 0,53%. Seldu hlut sinn MIKIL eftirvænting ríkti í Lista- safni Reykjavíkur og Listasafni Íslands þegar fimm gámum var rennt upp að söfnunum snemma í gærmorgun. Umfang þeirra var slíkt að loka þurfti Laufásvegi tímabundið til að þeir kæmust að. Í gámunum eru um 300 listaverk eftir Dieter Roth sem fara upp á sýningu safnanna en þetta er í fyrsta sinn í sögu þeirra sem þau standa sameiginlega að einu sýn- ingarverkefni, en auk þeirra verða verk Dieters Roth sýnd í Galleríi 100° í húsi Orkuveit- unnar. Sýning Dieters Roths er stærsta verkefni Listahátíðar í Reykjavík þetta árið en hátíðin er helguð al- þjóðlegri samtímamyndlist undir yfirskriftinni Tími, rými, tilvera og dreifist um allt land. Það var Björn Roth, sonur Diet- ers, sem tók á móti verkunum, sem komu frá Basel, Hamborg, Zürich, Amsterdam og Barcelona, en hann er jafnframt sýningar- stjóri sýningarinnar. Sýning Dieters Roths verður opnuð á fyrsta degi Listahátíðar, 14. maí, og stendur til 21. ágúst. Morgunblaðið/Sverrir Verk Dieters Roths komin í hús MIKLAR reykskemmdir urðu í elds- voða í íbúð í þriggja hæða fjölbýlis- húsi við Álfholt í Hafnarfirði í gær. Í húsinu eru sex íbúðir og var það rýmt þegar slökkvistarf hófst. Enginn var heima þegar að var komið en það var vegfarandi sem sá eldinn í gegnum glugga. Eldurinn stafaði frá pappa sem verið hafði á eldavél. Eldurinn kom upp skömmu fyrir klukkan 13 og var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út til að slökkva. Slökkvistarfið tók skamma stund. Miklar reyk- skemmdir í íbúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.