Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 10

Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVAVAR Tryggvason, fyrrverandi skipstjóri, er látinn í Barnaby, út- borg Vancouver á vest- urströnd Kanada, 89 ára að aldri, en hann hefur búið vestra síð- astliðna hálfa öld. Svavar bjó í Reykja- vík fyrstu æviárin, en hann fæddist 24. apríl árið 1916. Hann fluttist sjö ára til Dalvíkur þar sem hann ólst upp til 17 ára aldurs. Hann var einn vetur á Laugum í Reykjadal, en fór eftir það í Verzlunarskólann og útskrifað- ist þaðan áður en hann lauk fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um. Svavar vann fyrir náminu einkum með sjómennsku, en þegar hann var 37 ára gamall árið 1953 fluttist hann til Kanada með fjölskyldu sína. Hann var fyrst eitt og hálft ár í Halifax á aust- urströnd Kanada þar sem hann vann við sjó- mennsku, en fluttist síð- an til vesturstrandar Kanada þar sem hann vann í landi og stundaði fiskveiðar jöfnum hönd- um þar til hann settist í helgan stein fyrir um tuttugu árum síðan. Kona Svavars var Sveinbjörg Haralds- dóttir. Þau eignuðust sjö börn og voru sex þeirra fædd þegar þau fluttust til Kanada. Meðal barna þeirra er Bjarni Tryggvason geimfari, en hann var sjö ára þegar fjölskyldan fluttist til Kanada. Andlát SVAVAR TRYGGVASON HALDIN verður á morgun í Reykja- vík ráðstefna um umhverfisvottun í ferðaþjónustu en markmið hennar er að hvetja til umræðu um efnið og vekja athygli á mikilvægi markvissr- ar umhverfisstefnu sem samræmist ímynd landsins og hefur á sér við- urkenndan stimpil á alþjóðavísu, seg- ir m.a. í frétt frá fundarboðendum. Ráðstefnan hefst kl. 9 á Grand hót- eli í Reykjavík. Einar K. Guðfinns- son, formaður Ferðamálaráðs, setur ráðstefnuna en aðalfyrirlesari er Eugenio Yunis, yfirmaður málefna um sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu hjá Alþjóðaferðamálaráðinu. Meðal annarra fyrirlesara eru Stefán Gísla- son umhverfisstjórnunarfræðingur, Kristinn Jónsson sveitarstjóri, Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Finnur Sveinsson, umhverfis- og við- skiptafræðingur, og Þorleifur Þór Jónsson hagfræðingur. Ferðamálaráð stendur að ráð- stefnunni ásamt samgönguráðuneyt- inu í samvinnu við Hólaskóla, háskól- ann að Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasam- tök Íslands og Ferðamálasetur Ís- lands. Umhverfisvottun í ferðaþjónustu Daglegt líf á morgun  „Það er í raun eitt dress frá hverju tímabili. Það elsta er heklaður bolur frá því um 1934, svo er æðislegur kjóll frá því um 1940 og prjónaður hippakjóll frá um 1970 og auð- vitað er margt fleira frá seinustu sjötíu árum,“ segir Birta Ísólfsdóttir sem var svo heppin að fá gef- ins fullt af gömlum fötum frá aldraðri frænku sinni. Morgunblaðið/Eyþór ALLS 2.527 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir Evrópusambandsins hafa verið teknar inn í EES-samn- inginn á árunum 1994 til 2004 eða um 6,5% af heildarfjölda ESB- gerða á tímabilinu. Íslendingar hafa innleitt um 2.227 gerðir á grundvelli EES-samningsins, en Ísland er m.a. undanþegið þeim ákvæðum sem snúa að heilbrigðiseftirliti dýra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari utanríkis- ráðherra, Davíðs Oddssonar, við fyrirspurn Sigurðar Kára Krist- jánssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks. Svarið er byggt á upplýs- ingum frá skrifstofu EFTA í Brussel. Í því kemur einnig fram að af þeim gerðum sem Íslendingar hafa innleitt á tíu ára tímabili hafi 101 gerð kallað á lagabreytingar hér á landi. Merkilegar upplýsingar Sigurður Kári gerði svarið að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær. Hann sagði meðal annars að því hefði lengi verið haldið fram, án nokkurs fyrirvara, að Íslendingar innleiddu 80% af öllu regluverki Evrópusambandsins. Nú væri hins vegar ljóst að það væri ekki rétt; Íslendingar stimpluðu ekki ESB-gerðir í þeim mæli sem haldið hefði verið fram, meðal annars af þingmönnum Samfylkingarinnar. Davíð Oddsson tók einnig til máls og sagði að þetta væru merkilegar upplýsingar, sem fram kæmu frá skrifstofu EFTA. Þær sýndu að það væri algjörlega úr lausu lofti gripið að Íslendingar þyrftu að taka upp allar gerðir ESB. „Fullyrðingar um að við tökum þetta allt saman upp hvort sem er – án þess að hafa áhrif á gerðirnar – eru auðvitað algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að sá mál- flutningur, sem talsvert hefði vaðið uppi, að löggjafarstarf í EES-lönd- unum væri fyrst og fremst ljósritun af gerðum ESB hryndi til grunna með umræddum upplýsingum. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingar- innar, sagði að hann væri, þrátt fyrir þess- ar upplýsingar, sann- færður um að Ísland ætti að sækja um að- ild að ESB. Fjölda- margt annað en lýð- ræðisleg aðkoma að lagasetningarferlinu þrýsti á um aðildar- umsókn. Spurði hann m.a. hver viðbrögð Ís- lendinga yrðu þegar Norðmenn sæktu um aðild í þriðja sinn og EES-samningurinn liði þar með undir lok. Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði hins vegar engar líkur á því að Noregur væri á leið inn í ESB, hvað þá að EES-samningurinn væri að líða undir lok. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði að upplýsingarnar stað- festu það sem nefndarmenn Evr- ópustefnunefndarinnar hefðu orðið áskynja að undanförnu; tölur um að Íslendingar innleiddu 80% af reglu- verki ESB væru rangar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að nú ættu þingmenn að geta látið af þrasi í nefndum þingsins um að Alþingi gerði ekkert annað en að innleiða gerðir frá ESB. Nú hlytu þingmenn Sjálfstæðisflokks einnig að taka glaðir við því litla sem kæmi frá Evrópusambandinu. Íslendingar innleiða innan við 6,5% af ESB-gerðum Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Davíð Oddsson Sigurður Kári Kristjánsson FRUMVARP um Ríkisútvarpið sf., frumvarp til nýrra vatnalaga og frumvarp um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum verða ekki afgreidd á þessu vor- þingi samkvæmt samkomulagi, sem náðist milli stjórnar og stjórn- arandstöðu í gær. Á móti er stefnt að því að afgreiða önnur frumvörp ríkisstjórnarinnar, s.s. frumvarp viðskiptaráðherra til nýrra sam- keppnislaga. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, segir að gengið hafi verið frá þessu samkomulagi á fundi þing- flokksformanna og forseta þings- ins í gær. Hann segir stefnt að því að vorþinginu ljúki á morgun, mið- vikudag. Eldhúsdagsumræður verða í kvöld, en fyrir hádegi fara fram fyrirspurnir til ráðherra. Önnur umræða fór fram um fjöl- mörg þingmál á Alþingi í gær. Meðal annars lauk annarri um- ræðu um samkeppnislagafrum- varpið. Útlit var fyrir að umræður myndu standa fram á nótt. At- kvæðagreiðslur fara hins vegar ekki fram fyrr en í kvöld, eftir eld- húsdagsumræðurnar. Þá er stefnt að lokaumræðum og atkvæða- greiðslum á morgun. Til stóð að afgreiða frumvarpið um Ríkisútvarpið úr nefnd í gær. Af því varð hins vegar ekki. Óvíst er hvort það verði afgreitt úr nefnd í dag. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur þó verið gengið frá breytingartillög- um meirihluta nefndarinnar. Í þeim er m.a. reynt að tryggja að réttindi starfsmanna Ríkisútvarps- ins breytist ekki með samþykkt frumvarpsins. Þá er lagt til að sjötta grein frumvarpsins falli á brott, en í henni er m.a. kveðið á um þátttöku Ríkisútvarpsins í nýrri starfsemi. Frumvarp um Ríkis- útvarpið ekki afgreitt Morgunblaðið/Jim Smart Samflokksmennirnir Jóhann Ársælsson og Björgvin G. Sigurðsson glugga í þingskjöl undir umræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.