Morgunblaðið - 10.05.2005, Side 26

Morgunblaðið - 10.05.2005, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Magn-úsdóttir fæddist á Bæ í Reykhólasveit 22. maí 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík 29. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Magnús Gunnlaugur Ingimundarson, bóndi og hreppstjóri á Bæ í Reykhóla- sveit, f. 6.6. 1901, d. 13.8. 1982, og kona hans Jóhanna Krist- ín Hákonardóttir húsfreyja, f. 16.8. 1901, d. 12.7. 1937. Fóstra Sigríðar var Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja og ljós- móðir, f. 19.04. 1903, d. 18.7. 1985. Systkini Sigríðar: Lúðvík (látinn), Arndís, Erlingur (látinn), Ingi- mundur (látinn) og Hákon (látinn). Hálfbræður Sigríðar samfeðra eru Friðgeir, Laila Björk; 4) Magnús G., 20.8. 1950, sambýliskona Sig- urveig Lúðvíksdóttir, börn Magn- úsar eru Aldís, Davíð Fannar (lát- inn) og Maríanna. Langömmubörn Sigríðar eru fjórtán og eitt langa- langömmubarn. Sigríður giftist 17.12. 1966 Sig- urði Sveinssyni, f. 11.2. 1922, d. 4.9. 1994, rafvirkjameistara. Hann var sonur Sveins Jónssonar, bónda í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, og Hildar Jónsdóttur húsfreyju og ljósmóður. Dóttir Sigríðar og Sig- urðar er Sigurveig, f. 18.6. 1959, gift Karli Guðmundssyni, börn þeirra Sigurður, Kristján, Svein- björg og Sveinn. Sigríður ólst upp við almenn sveitastörf í foreldrahúsum. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli, fór síðan til Reykjavíkur þar sem hún vann á Landspítalanum um skeið. Síðar starfaði hún um árabil við ræst- ingar í Langholtsskóla jafnframt því að vera húsmóðir með mjög stórt heimili. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ólafur og Gunnlaug- ur. Fóstursystir Sig- ríðar er Hulda Páls- dóttir (látin). Sigríður giftist 3.6. 1944 Friðgeiri Sveins- syni kennara, f. 11.6. 1919, d. 22.5. 1952. Hann var sonur Sveins Hallgrímsson- ar, bónda á Sveins- stöðum á Fellsströnd, og Salóme Kristjáns- dóttur húsfreyju. Börn Sigríðar og Frið- geirs eru: 1) Jóhanna, f. 17.10. 1944, gift Gunnari Þórólfssyni, börn þeirra Þórólfur, Kristín, sonur Jóhönnu er Friðgeir Jónsson; 2) Hrefna, f. 28.9. 1946, gift Kjartani Hálfdán- arsyni, börn þeirra Sigurður, Ingi- björg, Kjartan Hrafn; 3) Salóme, f. 17.10. 1948, gift Sveini Geir Sig- urjónssyni, börn þeirra Sigurjón, Sigga amma var alveg frábær. Hún var mikil kossakona, hló hátt og af einlægni og faðmaði alla lengi og innilega. Að koma til hennar og Sigga afa á Hjalló var alveg ein- stakt. Þau áttu mjög fallegt heimili og fengu líka verðlaun fyrir garðinn sinn. Kleinur að hætti Siggu ömmu voru þó vörumerkið hennar. Það fór ekki framhjá neinum þegar hún byrjaði að baka því steikingin fór fram í bílskúrnum, hurðin stóð opin og kleinuilmurinn barst um allt Kleppsholtið. Eftir að Siggi afi dó fékk ég að koma og hjálpa henni við baksturinn. Það var aðdáunarvert að horfa á hana gera deigið og skera það til með kleinujárninu. Handtök- in svo örugg og snögg og ég gerði mitt besta til að halda í við hana. Skera, gata, snúa. Það var alltaf létt stemning hjá okkur í bílskúrnum. Við gátum hlegið okkur máttlausar ef við sáum ólögulega kleinu koma úr steikingarpottinum og þegar amma fór að hlæja fóru allir í kring- um hana að hlæja. Tala nú ekki um þegar hún hnerraði. Það var alltaf rosalega gaman hjá okkur frænd- systkinunum þegar amma hnerraði. Okkur fannst það rosalega fyndið og reyndum mikið að leika það eftir með öllum tilþrifum. Allar þessar yndislegu stundir eru enn ljóslif- andi í minningunni og ég mun varð- veita þær minningar að eilífu. Líf ömmu var þó ekki alltaf dans á rósum. Það var ekki fyrr en á full- orðinsárum að ég gerði mér fylli- lega grein fyrir öllum þeim erfið- leikum og sorgum sem amma gekk í gegnum á sinni ævi og virðing mín fyrir henni óx með hverri heimsókn til hennar. Hjúkrunarheimilið Sól- tún var heimili ömmu síðustu þrjú árin. Þangað var yndislegt að koma og heimsækja hana. Umönnunin sem hún fékk þar var alveg einstök og hugsað um hana af mikilli alúð og kærleika. En nú hefur þú fengið þína langþráðu hvíld, elsku amma mín. Ég veit að þú ert hjá góðu fólki núna, fólki sem vakti yfir þér í veik- indum þínum. Guð blessi þig og varðveiti. Þakka þér alla umhyggj- una sem þú sýnir mér alla tíð. Ég vil senda starfsfólki Sóltúns mínar hjartans þakkir fyrir að hugsa svona vel um ömmu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Kristín (Stína). Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman á Hjallaveginum og síðar á Dalbraut- inni. Ég mun aldrei gleyma hversu góðar vinkonur við vorum. Alltaf var faðmur þinn opinn þegar ég þurfti á því að halda, t.d. þegar mér leið illa gat ég komið til þín og þú skildir mig og gast alltaf huggað mig. Bara með því að horfa á mig og gefa mér smá bros eða andlits- grettu og þá komstu mér alltaf til að brosa. Þegar þú brostir komstu öðrum til að brosa, því bros þitt var svo sérstakt. Þú lést heiminn lýsa, blómin blómstra og sólina skína. Nú þegar tíminn þinn er runninn upp þá höldum við áfram að brosa, sólin áfram skín og blómin blómstra. En nú þegar kallið er komið og þú ert farin, þá eigum við alltaf góðar minningar um þig, amma mín, þær tekur enginn frá okkur. Sveinbjörg. Elsku amma mín. Þegar maður sest niður og fer að hugsa til baka koma svo ótal margar minningar upp í hugann. Minningar um lítinn strákhnokka sem fann öryggi og hlýju hjá ömmu sinni á Hjallaveg- inum. Þær voru margar góðar stund- irnar sem ég átti með ykkur afa. Alltaf var manni tekið opnum örm- um, sama á hvaða tíma maður kom, og fimm mínútum seinna voru kræsingar á borðum. Þannig varst þú, elsku amma mín. Alltaf að hugsa um okkur barnabörnin. Hjallavegurinn var ekki bara op- inn okkur. Þar komu allir við þegar þeir áttu leið hjá og á laugardögum var húsfyllir í „grjónó“. Heimili þitt stóð opið fyrir svo mörgum og það var alltaf fjör við eldhúsborðið. Þú varst yndisleg manneskja sem tókst alltaf svo vel á móti fólkinu þínu. Þegar ég var ellefu ára fórum við austur á Einarsstaði og dvöldum þar í eina viku í blíðskaparveðri, ég, þú, afi, Friðgeir og Sigurveig. Sú ferð er mjög ofarlega í minning- unni, nú þegar komið er að hinstu kveðju. Síðustu árin hefur heilsu þinni hrakað mjög og það hefur verið mér mjög erfitt að horfa upp á það. Þeg- ar mamma hringdi í mig í vinnuna föstudaginn 29. apríl og sagði mér að þú værir farin þyrmdi yfir mig. En í hjarta mínu var ég sáttur, því að nú varstu komin til afa Sigga og Friðgeirs. Þín verður sárt saknað, elsku amma mín. Ég bið góðan guð að varðveita þig, eins og þú sagðir alltaf við mig þegar ég kvaddi þig. Sigurður Þór Kjartansson. Þegar ég hugsa um hana ömmu Siggu kemur fyrst í hugann Hjalla- vegurinn. Stórfjölskyldan hittist um helgi og borðar saman grjónagraut. Krakkarnir leika saman og full- orðna fólkið spjallar um hvað á daga þess hefur drifið. Amma Sigga átti stóra og fallega fjölskyldu og sagði svo alltaf: „Ég er svo rík að eiga öll þessi börn og öll þessi barnabörn (og barnabarnabörn).“ Sem lítill drengur skildi maður ekki hvað amma var alltaf að tala um og hvernig var hægt að vera ríkur á að eiga börn og barnabörn. Ekki var hægt að kaupa neitt fyrir það. En nú í seinni tíð þegar lítill drengur verður stór og eignast sína fjöl- skyldu og sín börn þá skilur hann loksins hvað amma var að tala um. Það er ekkert eins dýrmætt og fjöl- skyldan. Myndbrot úr eldhúsinu á Hjalla- veginum eru ljóslifandi í minning- unni um ömmu. Maður kom ekki í heimsókn án þess að dregnar væru fram svampbotnstertur með mar- ens og rjóma á milli, sultukökur, amma að baka flatkökur og skera út kleinudeig með litla fólkinu og baka kleinur. Volgar kleinur með mjólk. Auðvitað máttu barnabörnin taka þátt í bakstrinum. Það var partur af öllu saman. Amma að virkja með sér litlar hendur því margar hendur vinna létt verk. Amma var líka góður vinur. Hún kunni að hlusta og gefa góð ráð. „Ég kjafta aldrei frá,“ var hún vön SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, BÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR þroskaþjálfi, Íragerði 12, Stokkseyri, lést á Landspítalanum laugardaginn 7. maí. Útförin verður auglýst síðar. Kristján Geir Arnþórsson, Erla Hafliðadóttir, Njörður Sigurjónsson, Valgerður Halla Kristinsdóttir, Arnþór Kristjánsson, Björn Kristjánsson, Marta Kristjánsdóttir, Pétur Juul Arnþórsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓNA M. SIGURJÓNSDÓTTIR, Skildinganesi 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 6. maí. Þórður M. Adólfsson, Sólborg H. Þórðardóttir, Atli Karl Pálsson, Sigurjón Þórðarson, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ragnheiður M. Þórðardóttir, Jón Oddur Magnússon, Gróa María Þórðardóttir, Baldvin Kárason, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, SIGURBJÖRG LÚÐVÍKSDÓTTIR frá Djúpavogi, síðast á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést fimmtudaginn 5. maí sl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 15.00. Lúðvík Jónsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Erla Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN GUÐLAUGUR HERMANNSSON, Jörfalind 4, Kópavogi, áður til heimilis Molastöðum, Fljótum, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 7. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.00. Inga Jóna Stefánsdóttir, Sigríður Sóley Kristinsdóttir, Bjarni Heimir Traustason, Heiðrún Meldal Kristinsdóttir, Selma Hrönn Kristinsdóttir, Ólafur Kári Júlíusson, Stefán Þór Kristinsson og barnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.