Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 35
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Baðþjónusta og jóga
kl. 9, fótsnyrting og hárgreiðsla. kl.
13 postulínsmálun, frjáls spila-
mennska.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9,
boccia kl. 9.30, smíði/útskurður
kl.13–16.30.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11
samverustund, kl. 11.15–12.15 matur,
kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu–
Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ
kl. 10. Dagsferð 11. maí: Nesjavellir,
Hellisheiði. Ekið til Nesjavallavirkj-
unar. Ekið að Ljósafossi og til Hvera-
gerðis. Á Hellisheiði er ekið að bor-
holum Orkuveitunnar. Leiðsögn:
Pálína Jónsdóttir. Skráning s.
588 2111.
Félag eldri borgara Hafnarfirði |
Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í
Bjarkarhúsinu kl. 11.30, brids kl. 13,
gler kl. 13.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Karlaleikfimi kl. 13. Vorsýning fé-
lagsstarfs aldraðra verður haldin 11.,
12. og 13. maí kl. 14 í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli Kirkjulundi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10.30 létt
ganga um nágrennið. Veitingar í há-
degi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Á
morgun, miðvikud., ,,Kynslóðirnar
dansa saman“ kl. 10.30 fer danshóp-
urinn undir stjórn Helgu Þórarins í
heimsókn í Fellaskóla.
Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Kl.
9 postulínsmálun, glerskurður og
hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15
Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi.
Húnabúð | Aðalfundur Húnvetninga-
félagsins verður haldinn í Húnabúð í
kvöld kl. 20. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Stjórnin.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–13 hjá Sigrúnu, kortagerð o.fl.,
boccia kl. 9.30–10.30, helgistund kl.
13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhanns-
sonar. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Breiðagerðiskórinn tekur lagið
með Dísunum fimmtudag kl. 14.30.
Vorsýning 20., 21 og 23. maí kl. 13–
16. Skemmtiatriði alla dagana. Sýn-
ingin er síðan opin vikuna þar á eftir
frá kl. 13 til 16. Upplýsingar í síma
568 3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Gaman sam-
an, föndur og saumaskapur í Mið-
garði á morgun kl. 14.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl.
9 smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa,
kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulíns-
máling, kl. 14 leikfimi.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Hátúni 12. Opið
hús kl. 11 til kl. 14.30. Samvera, súpa,
brauð og kaffi. Allir velkomnir, bingó í
kvöld kl. 19. Mjög góðir vinningar.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl.
10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há-
degisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl.
13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 les-
hringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, almenn handavinna kl. 9–16,
leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl.
9. Aðalfundur Kvenfélags Akureyr-
arkirkju kl. 19.30.
Áskirkja | Opið hús kl. 10–14. Kaffi og
spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á
léttan hádegisverð.
Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir
fullorðna í Fella- og Hólakirkju þriðju-
daga kl. 13–16, spilað, upplestur, kaffi,
helgistund í lokin.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli,
Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til
16. Spilað lomber, vist og brids og
rabbað. Kaffi og meðlæti kl. 14.30.
Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur
fyrir þá sem vilja, upplýsingasími:
895 0169.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir
eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgi-
stund, handavinna, spil og spjall.
Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott
með kaffinu.
Grensáskirkja | Hvern þriðjudag er
bænastund með altarisgöngu í
Grensáskirkju kl. 12. Boðið er upp á
fyrirbæn. Að stundinni lokinni er
hægt að kaupa léttan málsverð í
safnaðarheimili.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum
kl. 9.15–11, í umsjá sr. Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar héraðsprests. Bæna- og
kyrrðarstund er í Hjallakirkju þriðju-
daga kl. 18.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut
58–60 miðvikudagskvöld kl. 20. Fjár-
öflunarkvöld Kristniboðsflokks
KFUK. „Kristur og ofsóknir“. Ræðu-
maður er Guðlaugur Gunnarsson.
Einsöngur og happdrætti. Kökusala.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
04
.2
00
5
Þríhjól. Vönduð,
létt, sterk og
endingargóð.
CE öryggisstaðall.
Verð frá kr. 4.900
Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum
og fótbremsu. CE öryggisstaðall.
12,5” fyrir 3 - 4 ára
14” fyrir 4 - 5 ára
16” fyrir 5 - 6 ára
Walt Disney barnadót og hjálmar
í miklu úrvali
Barnahjól 12,5” – 3-4 ára
Verð aðeins kr. 9.900
Litir: rautt eða gult
Barnahjól 16” – 5-6 ára
Verð aðeins kr.12.400
Litir: Bleikt, blátt
eða silfur
Barnahjól 20” – 6-7 ára
5 gíra, verð frá 18.400
Fleiri litir og gerðir
Barnastólar
Fjaðrandi
stellfesting, púðar
og öryggisólar.
Einnig til með
svefnstillingu
Reiðhjólahjálmar
Mikið úrval af barna reiðhjólahjálmum,
einföld og örugg stilling. CE merktir
5% stgr. afsláttur. Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á
fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Aðeins vönduð hjól með ábyrgð.
Frí upphersla fylgir innan tveggja mánaða.
Barnahjól
Hvergi meira úrval!i i l
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Hálsasel - endaraðhús
Vandað og vel staðsett tvílyft endaraðhús, sem skiptist m.a. í stórar
stofur, 5 svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og innb. bílskúr.
Húsið hefur verið töluvert endurnýjað. Stór timburverönd er til
suðvesturs. Mjög rólegt, barnvænt og skjólgott umhverfi. V. 31,5 m.
4957
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
MENNING
OFT ER rætt um stóru „béin“ í
tónlistarsögunni, þ.e. Bach, Beet-
hoven og Brahms en stóru „emm-
in“ eru ekki sett í slíkt samhengi. Á
þeim tónleikum sem hér eru til um-
fjöllunar voru „emmin“ stór svo um
munaði. Þegar Mozart og Mendels-
sohn eiga í hlut koma fram í hug-
ann orðin snillingur … skammlífur
og þó? Þrátt fyrir að hvorugur
þeirra næði fertugu þá fylla lífs-
verk þeirra líf okkar fögnuði enn í
dag og gera það ríkara. Greta
Guðnadóttir einleikarinn í fiðlu-
konsert Mozarts lét hafa eftir sér í
efnisskránni að í konsertinum ríkti
vorstemming. Þeirri stemmingu
skilaði hún, stjórnandi og hljóm-
sveit prýðilega til mín og raunar
lenti ég lengra, því ítalska sumarið
í sinfóníu Mendelssohns sendi huga
minn að sólgylltri sumarströnd.
Tónleikarnir hófust
með þeim dramatíska
og dulúðga Don Giov-
anni-forleik, þar sem
Mozart er á slóðum
Beethovens í dýpt sin-
fónískrar tjáningar.
Tveir magnaðir
hljómar með eftirómi í
bassa vísa veginn og
eftir örlítið óöryggi að
loknum öðrum hljómi
fylgdi verkið þeirri leið
sem hreif og meira að
segja gerði mann
stundum hissa á að
ekki væru fleiri en 37 í
hljómsveitinni, svo
mikill var hljómurinn.
Greta hefur oft gegnt kons-
ertmeistarastöðu við Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands, en ekki
komið fram áður sem einleikari í
fiðlukonsert með hljómsveitinni. Í
stuttu máli gegndi hún nýju hlut-
verki með ágætum og greinilega
ekki verra að þekkja sitt fólk, því
svo var samhæfingin góð. Kadens-
ur fyrsta og annars þáttar voru
sannfærandi vel fluttar, sér í lagi
var sú við hæga þáttinn blærík og
heillandi. Annar þáttur verksins er
heiðríkur eins og heiðríkt getur
orðið og það komst vel til skila. Það
er einkar merkilegt í lokaþætt-
inum, allegro, þegar Mozart eftir
angurvært og tregafullt tóntak fer
út í aðra sálma, jafn-
vel á sveitaball í
Svarfaðardal, svona
geta snillingar einir
gert.
Það er mörgum
ráðgáta, hvers vegna í
ósköpunum Mendels-
sohn var ósáttur við
handverk sitt á
ítölsku sinfóníunni,
sem hann samdi á
Ítalíu tuttugu og
tveggja ára gamall,
því þessi sinfónía hef-
ur allt frá frumflutn-
ingi hennar í London
1833 verið talin und-
urgóð. Merkilegt er að finna ná-
lægð Brahms í úrvinnsluköflum og
þó sér í lagi Mahlers í öðrum þætt-
inum, pílagrímsgöngunni. Guð-
mundi Óla tókst að skila þessu sin-
fóníska stórvirki sem grípandi heild
með þeim andstæðu tilfinningum
sem í verkinu búa. Hann naut full-
tingis góðra hljóðfæraleikara og vil
ég þó sérstaklega nefna til sögu
heillandi klarinettleik Ármanns
Helgasonar og hornleik Helga Þ.
Svavarssonar. Í öðrum þætti sin-
fóníunnar var bassaröddin of sterk.
En sumarið lifir áfram og hita-
stemning var í áköfu klappinu í
tónleikalok.
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og sumarskap
TÓNLIST
Akureyrarkirkja
Forleikur að óperunni Don Giovanni KV
527 og Fiðlukonsert nr. 3 í G-dúr, KV 213
eftir W. A. Mozart (1756-1791), ásamt
Sinfóníu nr. 4 í A-dúr op. 90, Ítalska sin-
fónían, eftir Felix Mendelssohn (1809-
1847).
Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og Greta Guðnadóttir einleikari á
fiðlu. Konsertmeistari: Una Sveinbjarn-
ardóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Sunnudaginn 8. maí 2005.
Sinfóníutónleikar
Greta Guðnadóttir
Jón Hlöðver Áskelsson