Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 151. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Kvennahlaup ÍSÍ
11. júní um land allt
F
A
B
R
I
K
A
N
M
Æ
TUM
ALLAR!
Allar upplýsingar
á sjova.is
Tónlistargúrú
Færeyja
Arnar Eggert Thoroddsen ræddi
við Kristian Blak | Menning
Bagdad. AP, AFP. | Ákæra á hendur Saddam
Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, um
glæpi gegn mannkyni verður í 12 liðum.
Sennilegt er að réttarhöld hefjist innan
tveggja mánaða.
„Það eru líklega um
500 ákæruatriði sem
hægt væri að leggja fram
gegn Saddam. Það er þó
ástæðulaust að eyða tíma
í þau öll. Við erum sann-
færð um að þau tólf atriði
sem við leggjum nú fram
á hendur honum eigi að
duga til að hann hljóti há-
marksrefsingu,“ sagði
Leith Kubba, talsmaður Ibrahims al-Jaaf-
aris, forsætisráðherra Íraks, í gær. Einræð-
isherrann fyrrverandi gæti átt yfir höfði sér
dauðadóm verði hann fundinn sekur. Sadd-
am er m.a. ákærður fyrir eiturefnaárás á
kúrdíska þorpið Halabja 1988, fjöldamorð er
hann barði niður uppreisn sjíta árið 1991 og
innrásina í Kúveit 1990.
Kubba hét því að Ibrahim Jaafari myndi
uppræta það sem hann kallaði „saddam-
ískan, fasistahugsunarhátt og hugmyndir
harðlínumúslíma“.
Talsmaður lögfræðingaliðs Saddams
Husseins, gagnrýndi mjög hvernig forset-
anum fyrrverandi var birt ákæran. „Það er
ólöglegt að leggja fram ákærur á hendur
forsetanum með þessum hætti,“ sagði hann.
„Það er viðeigandi að ásakanir af þessu tagi
fari í gegnum réttarkerfið og að lögfræð-
ingar manna fái afrit af ákærunum,“ sagði
hann.
Ákæra
Saddam í
tólf liðum
Saddam Hussein
Líbanon. AFP. | Hezbollah, herská samtök sjíta-
múslíma, vann stórsigur í þingkosningum í Suður-
Líbanon í gær. Þá fór fram önnur lota kosninganna
af fjórum sem eru hinar fyrstu sem boðað er til eftir
að landið varð frjálst undan þriggja áratuga her-
námi Sýrlendinga 29. apríl síðastliðinn. Kjörsókn var
45% en um 650.000 manns voru á kjörskrá. Þátttaka
var mun meiri á svæðum sjíta en kristinna manna og
súnníta.
Hezbollah-samtökin hafa notið stuðnings Sýrlend-
inga en helsta kosningamál þeirra er að halda áfram
vopnaðri baráttu gegn Ísraelum. Hezbollah barðist
hart gegn Ísraelum þau 22 ár sem herseta þeirra í
suðurhluta landsins varði.
Kjósendur í Suður-Líbanon eru nær einhuga í
stuðningi sínum við Hezbollah og Kamel Hamka,
tæplega áttræður stuðningsmaður samtakanna,
sagði mikilvægt að „styðja við andspyrnuhreyf-
inguna og þá sem dóu píslardauða í nafni frelsis fyrir
þetta land“.
Reuters
Stuðningskona Hezbollah-samtakanna greiðir atkvæði í þorpinu Jabsheet í Líbanon í kosningunum í gær.
Stórsigur Hezbollah í S-Líbanon
Kúveit. AFP. | Ríkisstjórn
Kúveit tilnefndi í gær tvær
konur til sætis í stjórn Kúv-
eit-borgar. Þessi ákvörðun
telst sögu-
leg, en konur
fengu fyrst
kosningarétt
og kjörgengi
í síðasta
mánuði.
Sextán
fulltrúar eru
í borgar-
stjórninni en
kjósendur,
allt karlar, hafa þegar kosið
tíu þeirra. Emírinn af Kúveit,
Sheikh Jaber al-Ahmad al-
Sabah, skipar síðan þá sex
fulltrúa sem eftir eru en rík-
isstjórnin tilnefnir þá.
Konurnar sem hafa verið
tilnefndar eru báðar verk-
fræðingar. Þar ræðir um þær
Fatima Nasser al-Sabah, sem
tilheyrir valdaættinni í Kúv-
eit og er systir Sheikh Saud
Nasser al-Sabah, fyrrverandi
olíumálaráðherra og Fawziya
al-Bahar.
Konur munu í fyrsta sinn fá
að kjósa til löggjafarþings í
Kúveit árið 2007 og í sveitar-
stjórnarkosningum 2009.
Kúveitar
tilnefna
konur
Sheikh Jaber al-
Ahmad al-Sabah
„OFT hafa heimsþekktar óperustjörnur
komið fram á Listahátíð í Reykjavík og
staðið undir lárviðarkrýndu orðspori með
prýði. En sjaldan af
þvílíkri hæfi-
leikabreidd og
sænska stórstjarnan
er troðfyllti Há-
skólabíó spenntum
áheyrendum nú á
laugardagskvöld.“
Á þessum orðum
hefst umsögn Rík-
arðs Ö. Pálssonar
tónlistargagnrýn-
anda í blaðinu í dag
um einsöngstónleika
Anne Sofie von Otter.
„Að ógleymdri
heillandi framkomu
sást hér og sannaðist
í eitt skipti fyrir öll,
að músíkölsk greind,
húmor og hjartalag Anne Sofie von Otters
er í algjörum sérflokki.
Ekki dugðu færri en þrjú aukalög fyrir
fagnaðarlátum áheyrenda „á fæti“, þ.á m.
ónefnd Broadway-búrleska er tjaldaði bók-
staflega öllu er til stílsins heyrði. Lauk þar
með ótvíræðum tónlistarhápunkti þessarar
Listahátíðar í Reykjavík,“ segir Ríkarður
enn fremur. | 19
Tónlistar-
hápunktur
Listahátíðar
Anne Sofie von Otter
♦♦♦
UNDIRBÚNINGUR vegna tónleika bresku þungarokks-
hljómsveitarinnar Iron Maiden í Egilshöll annað kvöld er nú á
lokastigi. Fjórir af sex meðlimum sveitarinnar koma til lands-
ins í dag en söngvarinn Bruce Dickinson og trommuleikarinn
Nicko McBrain koma ekki fyrr en á morgun. „Bruce lendir vél
sinni á hádegi á morgun og mun fara af landi brott strax eftir
tónleikana,“ segir Ragnheiður Hanson tónleikahaldari. „Þá
hefur mér borist það til eyrna að Nicko sé eins konar flugþjónn
um borð í vélinni og sjái um það að bera fram drykki og hafa
ofan af fyrir farþegunum.“ | 36
Trommuleikarinn
þjónar í fluginu
Fasteignir og Íþróttir í dag
Fateignir | Nýr miðbær á Egilsstöðum Hermannaveiki og loft-
ræstikerfi Fegurstu húsin Íþróttir | Pétur úr leik fram í sept-
ember Oddaleikur hjá Detroit og Miami Vallarmet í Wales
EKKI hefur tekist að stækka
þorskstofninn eins og stefnt var að
á sínum tíma, að því er fram kom í
ræðu Árna M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra á sjómannadeginum
í gær.
Í ræðunni kom fram að þorsk-
stofninn hefði verið 839 þúsund
tonn árið 1973 en 854 þúsund tonn í
fyrra og segja mætti að nú, rúmum
30 árum síðar, værum við enn þá í
sama farinu. Árni sagði að fækk-
unin í þorskstofninum hefði verið
mest á árunum 1955–63, þegar
stofninn minnkaði úr 2,3 milljónum
tonna í 1,3 milljónir tonna. Sagði
hann að við hefðum því miður ekki
náð okkur á strik síðan.
Hann sagði að nýliðun í þorsk-
stofninum á árunum 1985–1996
hefði verið mjög léleg og að nið-
urstöður togararallsins í ár bentu
eindregið til þess að sama væri upp
á teningnum með árganga 2001–
2004. Nýliðun var hins vegar góð
árin 1997–2000.
Árni sagði stóru spurninguna
vera hvaða líffræðilegu þættir ráði
nýliðuninni og hvernig megi bæta
hana. Hann boðaði til ráðstefnu um
þorskstofninn í haust á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins og Haf-
rannsóknastofnunar.
Of stíf sókn í þorskstofninn
„Við höfum margoft bent á að
það hefur verið sótt of stíft í þorsk-
stofninn. Það hefur verið rauði
þráðurinn í okkar ráðleggingum
um langt árabil, þannig að við get-
um ekki annað en tekið undir
þetta,“ sagði Jóhann Sigurjónsson,
forstjóri Hafrannsóknastofnunar-
innar, þegar Morgunblaðið leitaði
eftir viðbrögðum hans. Hann sagði
Hafrannsóknastofnun hafa talað
fyrir vægari sókn, en lengi hafi ver-
ið veitt umfram þeirra ráðgjöf, þótt
mikil breyting hefði orðið þar á á
undanförnum árum. „Það sem við
teljum mikilvægast í þessu sam-
bandi er að stofninn er hreinlega of
lítill,“ sagði Jóhann og bætti við að
of lítil stærð hrygningarstofns geti
haft áhrif á nýliðun þorskstofnsins.
Óbreyttur stofn í 30 ár
Þorskveiði lengi umfram ráðgjöf, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Stofninn ekki eins stór | 4
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is