Morgunblaðið - 06.06.2005, Síða 29
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breið-
holti var slitið föstudaginn 27. maí. Í
yfirlitsræðu Kristínar Arnalds skóla-
meistara kom fram að þetta var í sex-
tugasta og þriðja sinn sem nemendur
eru útskrifaðir frá skólanum. Nú voru
165 lokaprófsskírteini afhent, 81 skír-
teini á starfsnámsbrautum og 84 stúd-
entsprófsskírteini. Á skólaárinu hafa
þá verið afhent 323 lokaprófsskírteini.
Bestum árangri á stúdentsprófi nú
náði Guðrún Helga Pálsdóttir sem
lauk stúdentsprófi að loknu námi á
sjúkraliðabraut.
Mikið þróunarstarf er unnið í FB og
hafa skólanum verið veittir ýmsir
styrkir frá menntamálaráðuneyti til
þeirra verkefna. Þá er skólinn þátttak-
andi í hinum ýmsu evrópsku sam-
starfsverkefnum, sem m.a. gefa nem-
endum og kennurum kost á að
heimsækja kollega í útlöndum og
bjóða þeim hingað heim.
Skólanum bárust góðar gjafir frá
ýmsum þeirra. Þar má nefna Samtök
iðnaðarins, Soroptimistaklúbb Hóla og
Fella og Rotaryklúbb Breiðholts.
Gideonfélagið gaf útskriftarnemum á
sjúkraliðabraut Nýja testamentið og
Kiwanisklúbburinn Höfði, Grafarvogi,
gaf starfsbraut FB veglegan leir-
brennsluofn í tilefni fimmtán ára af-
mælis klúbbsins.
Fyrirhugað er að byggja við skólann
og ýmis þróunarverkefni munu hjálpa
til við að innleiða nýja starfshætti. Þá
er mikil endurmenntun í gangi meðal
starfsmanna.
Skólaslit í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 29
Atvinnuauglýsingar
Sölumaður
Emmessís hf. óskar að ráða sölumann við
útkeyrslu.
Umsækjendur þurfa að hafa meirapróf og vera
þjónustulundaðir.
Áhugasamir skili skriflegum umsóknum á skrif-
stofu Emmessíss hf., Bitruhálsi 1, eða á net-
fangið: emmessis@emmess.is .
Atvinna óskast
Skrifstofustjóri
Leitum að manneskju með reynslu í skjala-
vörslu, svörun erinda, bókhaldsfærslum, af-
stemmingu og uppsetningu bókhalds. Launa-
útreikningar, starfsmannahald og allt sem því
fylgir. Um er að ræða hálft til fullt starf.
Áhugasamir sendi upplýsingar í síma 897 2660
eða á velvild@internet.is
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi
Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofu-
herbergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í
mjög góðri sameign. Góður staður.
Einnig 1—2 herb. á Suðurlandsbraut.
Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760.
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
in Hungary 2005
Admission now available into five and six year
Enghlish Language General Medicine, Dentistry
and pharmacy Programs at the University of
Debrecen, Medical school for secondary school,
high school and college students.
P.S. Hungary joined EU in May 2004.
For further details contact
Dr. Omer Hamad, 4003 Debrecen,
P.O. Box 4, Hungary.
Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579.
Netfang: omer@hu.inter.net
Heimasíða: http://www.tinasmedical.com
Til sölu
Antikævintýri
Antikbúðin
Kaupum og seljum
Á horni Bæjarhrauns og
Drangahrauns, Hafnarfirði,
sími 588 9595.
HJÖRLEIFUR Jakobsson,
forstjóri Olíufélagsins ehf, og
Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross-
ins, hafa skrifað undir sam-
starfssamning sem hefur það
að markmiði að útbreiða
skyndihjálparþekkingu meðal
landsmanna. Þetta er stærsti
einstaki samningurinn sem ís-
lenskt fyrirtæki hefur gert við
Rauða krossinn til þessa.
Samningurinn kveður á um
fasta árlega greiðslu til Rauða
krossins í þrjú ár auk veltu-
tengds styrks, en félagsskír-
teini Rauða krossins er nú
tengt Safnkorti ESSO og
rennur viðbótarupphæð
vegna eldsneytisviðskipta fé-
lagsmanna til Rauða krossins
og til mannúðarstarfa á Ís-
landi. Með þessum samningi
verður ESSO einn af aðal-
styrktaraðilum Rauða kross
Íslands.
Rauði krossinn og Esso
ætla að standa fyrir herferð í
sumar til þess að kynna al-
menningi skyndihjálp.
Breiða út þekk-
ingu á skyndihjálp
NEMENDUR í Varmárskóla hafa
notað síðustu dagana í skólanum til
útivistar að undanförnu og farið í
fjallgöngur. Nemendur yngri deild-
ar og starfsfólk skólans hafa á um-
liðnum árum notað síðustu skóla-
dagana fyrir sumarleyfi til að ganga
á fjöll í nágrenninu og nú er svo
komið að þau elstu hafa gengið á
nær öll fjöll í nágrenni Mosfellsbæj-
ar.
Kennararnir útbjuggu fjallabók
þar sem þeir skrá fjöllin og börnin
fá svo stimpil í fjallabókina sína eftir
hverja ferð. Hafa þau þegar gengið
á Lágafellið sem er 110 metra yfir
sjávarmáli, Helgafell (217 m),
Reykjafell (273 m), Mosfell (285 m),
Reykjaborg ( 286 m) og Úlfarsfell
(295 m).
Eiga þau síðan bæði Grimmans-
fell og Esjuna til góða.
Ganga á
fjöll við
Mosfellsbæ
EINN af virtustu vísindamönnum heims
á sviði sameindalíffræði, dr. Phillip A.
Sharp, heldur opinn fyrirlestur í fyrir-
lestrasal Íslenskrar erfðagreiningar í
dag, mánudaginn 6. júní kl. 10. Dr. Sharp
hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði
ásamt Dr. Richard Roberts árið 1993 fyr-
ir uppgötvun á ósamfelldum erfðavísum.
Í fyrirlestri sínum mun dr. Sharp fjalla
um líffræði lítilla RNA sameinda en hann
ber titilinn „The Surprising Biology of
Short RNAs.“
Dr. Sharp er prófessor við Tæknistofn-
un Massachusetts og stofnandi McGov-
ern-rannsóknastofnunarinnar fyrir heila-
rannsóknir við sömu stofnun.
Rannsakar hvernig tjáning
erfðavísa tengist krabbameini
Rannsóknir Dr. Sharp hafa beinst að
því að kanna hvernig tjáningu erfðavísa
er háttað og hvernig mismunandi tjáning
þeirra tengist krabbameini. Árið 1977
uppgötvaði hann ásamt Dr. Richard Ro-
berts að flestir erfðavísar í flóknari líf-
verum, eða svokölluðum heilkjörnung-
um, eru ósamfelldir og í þeim skiptast á
virk og óvirk svæði. Virku svæðin eru
kallaðar táknraðir og geyma upplýsingar
um byggingu eggjahvítuefna en á milli
þeirra eru svokallaðar innraðir sem ekki
geyma slíkar upplýsingar. Innraðirnar
eru klipptar út úr afriti sem tekið er af
hverjum erfðavísi áður en eggjahvítuefni
er myndað. Mismunandi táknröðum má
hins vegar raða saman á margvíslegan
hátt og þannig getur hver erfðavísir
myndað margar útgáfur af því eggja-
hvítuefni sem hann geymir upplýsingar
um. Þessi uppgötvun opnaði nýtt svið í
rannsóknum í sameindalíffræði og jók
mjög skilning manna á því hvernig starf-
semi erfðavísa er háttað og hvernig
breytileiki í þeim getur leitt til sjúkdóma
á borð við krabbamein. Fyrir þessa upp-
götvun deildu Dr. Sharp og Dr. Roberts
Nóbelsverðlaununum í læknisfræði árið
1993.
Nóbelsverðlaunahafi
heldur fyrirlestur
mbl.isFRÉTTIR
SKÓLAMEISTARI Fjölbrautaskóla
Suðurlands brautskráði 98 nemendur í
lok vorannar skólans 27. maí. Talið er
að yfir 500 manns hafi verið við athöfn-
ina.
Bestum heildarárangri brautskráðra
náði Elín Magnúsdóttir, stúdent af
málabraut og fékk hún sérstaka við-
urkenningu skólanefndar af því tilefni
auk námsstyrks frá Hollvarða-
samtökum skólans. Þá fékk hún fern
verðlaun önnur fyrir námsárangur í
einstökum námsgreinum. Sindri Þór
Hilmarsson fékk þrenn verðlaun, Guð-
rún Hulda Sigurjónsdóttir og Henný
Guðmundsdóttir tvenn verðlaun hvor,
og þau Anna Ingibjörg Opp, Baldur
Eiðsson, Berglind Ágústsdóttir, Ólafur
Hannesson og Steindór Guðmundsson
ein verðlaun hvert.
Árni Sverrir Erlingsson, Stein-
grímur Ingvarsson og Örlygur Karls-
son voru heiðraðir sérstaklega við
brautskráninguna. Árni Sverrir lætur
af störfum vegna aldurs nú í sumar en
hann hefur veitt tréiðnaðardeild skól-
ans forstöðu frá stofnun hans. Stein-
grímur Ingvarsson átti sæti í fyrstu
skólanefnd skólans 1981–1982 og síðan
aftur 1994–2004. Örlygur Karlsson læt-
ur af störfum sem aðstoðarskólameist-
ari síðar í sumar en hann hefur starfað
við stjórn skólans sl. 21 ár.
500 manns við skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurlands
Ljósmynd/Gunnar Sigurgeirsson
Brautskráðir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
98 nemendur brautskráðir