Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 34
34 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
DIARY OF A MAD BLACK WOMAN
ÓVÆNTASTA
GRÍNMYND ÁRSINS
30.000 gestir
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 4 m. ísl tali
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
30.000 gestirá aðeins 17 dögum
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10. 45 B.I 10 ÁRA
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
30.000 gestirá aðeins 17 dögum 30.000 gestir
9. júní Miðasala opnar kl. 15.30
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE
KINGDOM
OF HEAVEN
ORLANDO
BLOOM
HL mbl l
Sýnd kl. 5 og 8 B.I 16 ÁRA
Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10 B.I 10 ÁRA
x-fm
x-fm
Yggdrasil er sveit sem leidd er afKristian Blak ( borið fram„Blakk“), einum mikilhæfasta ogmikilvirkasta tónlistarmanni Fær-
eyja. Blak hefur verið sem lífæð færeysks
tónlistarlífs í aldarfjórðung og er tónlist-
argúrú eyjanna, hugsjónamaður og rétt-
nefndur kraftaverkamaður. Þannig hafa
yfir 200 titlar komið út á útgáfufyrirtæki
hans Tutl sem spanna alla tónlistarflóruna
og plötur sem hann hefur sjálfur gefið út
eða komið við sögu á eru upp undir 60
talsins. Blak er Dani og fluttist til Færeyja
árið 1974. Að eigin sögn tók tónlistin að
streyma látlaust út úr honum eftir búsetu-
skiptin auk þess sem hann tók ástfóstri við
eyjarnar og tónlistarmenninguna þar. Hef-
ur hann barist fyrir framgöngu hennar
alla tíð síðan af eftirtektarverðri ástríðu.
Yggdrasil var stofnsett í upphafi níunda
áratugarins og kom fyrsta platan, Den
Yderste Ø, út árið 1981. Þar er að finna
tónlist eftir Blak við ljóð William Heine-
sen, Laxness þeirra Færeyinga. Snemma
þróaðist sveitin út í það að vera vett-
vangur fyrir Blak til að vinna með þjóð-
lagaarfleifð Færeyja og hinna Norður-
landanna einnig. Þetta var þó fyrir hreina
tilviljun að sögn Blak. Í dag eru plöturnar
orðnar sjö talsins en sú síðasta, Live at
Rudolstadt, kom út í fyrra.
Yggdrasil hefur verið á talsverðum þeyt-
ingi að undanförnu og er mannaskipanin
breytileg eftir efni og aðstæðum. Á tón-
leikunum í Norræna húsinu er sveitin skip-
uð þannig: Villu Veski (saxafónn), Heðin
Ziska Davidsen (gítar), Kristian Blak
(píanó), Mikael Blak (bassi), Brandur
Jacobsen (trommur) og Kári Sverrisson
(söngur). Kári Sverrisson er leiðtogi hljóm-
sveitarinnar frábæru Enekk, mjög virtur
af yngri kynslóð færeyskra tónlistarmanna
og almennt talinn vera einn hæfileikarík-
asti söngvari Færeyja. Hann og ekki síður
hæfileikaríkur söngvari, Eivör Pálsdóttir,
hafa skipt með sér söngnum í Yggdrasil
undanfarin þrjú ár.
Blak segir blaðamanni að allt of langt sé
um liðið síðan hann heimsótti Ísland til
tónleikahalds.
„Það hefur líka verið talsvert um tón-
leika hjá Yggdrasil síðastliðin tvö ár,“ seg-
ir Blak. „Þeir hafa eiginlega allir verið er-
lendis og við höfum lítið spilað í Færeyjum
síðustu misseri. Þannig að til að bæta úr
því ákváðum við halda tvenna tónleika
heima (sem verða í kvöld og á morgun) og
svo þessa á Íslandi. Eftir það er förinni
heitið til Bandaríkjanna þar sem við mun-
um spila á Rochester-djasshátíðinni í New
York næstu helgi. Þetta er svona stuttur
júnítúr.“
Blak segist því miður ekki finna fyrir
áþreifanlegum áhuga héðan á færeyskri
tónlist, þrátt fyrir að átak hafi verið gert í
þeim málum fyrir ríflega þremur árum
(færeyska bylgjan).
„Það hefur verið áhugi á einstökum
listamönnum, eins og t.d. Eivöru og Tý en
ekki almennt séð,“ segir Blak. „Okkur
langar til að koma á öflugari dreifingu og
kynningu en verið hefur til þessa. En besta
leiðin er auðvitað að spila meira á tón-
leikum hér á landi. Og sú ábyrgð liggur að
sjálfsögðu hjá okkur. Og færeyskir tónlist-
armenn gera ekki nógu mikið af því. Það
er mikið talað en minna gert.“
Tónlist fyrir opna huga
Tónlist Yggdrasil er hægt að lýsa sem
einskonar blöndu af djassi og heimstónlist,
þar sem færeysk tónlistarhefð liggur til
grundvallar. Blak segir að þessi nálgun
hafi verið að ganga mjög vel upp og
hljómsveitinni hafi verið vel tekið þar sem
hún hafi spilað.
„Yggdrasil átti að vera algerlega opið
fyrirbæri í byrjun, samsafn ólíkra stíla, en
þegar ég lít til baka þá hefur hún mikið til
snúist um þjóðlagatónlistina. Engu að síð-
ur koma áhrifin víðs vegar að. Yggdrasil
hljómar ekki eins og djasssveit og heldur
ekki eins og þjóðlagahljómsveit. Þetta hef-
ur gert okkur kleift að heimsækja ólíkar
hátíðir. Við lékum t.d. á stærstu þjóðlaga-
tónlistarhátíðinni í Þýskalandi (þar sem
Live in Rudolstadt var tekin upp) og við
höfum einnig heimsótt djasshátíðir. Þann-
ig að þetta er tónlist fyrir opna huga ef
svo mætti segja.“
Tutl og 200
Tutl rúllar þá vel um þessar mundir
segir Blak. Fyrirtækið virkar á dálítið sér-
stakan hátt, er í raun útgáfusamlag frekar
en fyrirtæki. Tónlistarmennirnir borga
sjálfir fyrir upptökur, umslag og slíkt,
Tutl borgar fyrir framleiðslu og sér um
dreifingu. Þannig eiga tónlistarmennirnir
sjálfir það sem þeir gefa út.
„Þannig að við fettum aldrei fingur út í
hvers lags tónlist er að koma út,“ útskýrir
Blak og segir ennfremur að honum finnist
staðallinn hjá tónlistarmönnunum hafa
farið hækkandi hin síðustu ár.
„Vissulega koma út slakar plötur við og
við en heilt á litið finnst mér eins og lista-
mennirnir séu farnir að leggja meiri
metnað en áður í það sem þeir eru að
gera.“
Tutl hefur í takt við þessa þróun fest
kaup á glænýrri bifreið sem ætluð er fyrir
tónleikaferðalög. Gamli Tutl-bíllinn er
hreinlega útkeyrður eftir að hafa enda-
senst út um allar jarðir.
„Sá nýi er heldur stærri og mun gagnast
vel erlendis. Til dæmis um hrjóstrug svæði
á Íslandi (hlær). Hvaða listamaður sem er
á okkar snærum getur fengið afnot af bíln-
um.“
Vinsælasta sveitin í Færeyjum í þessum
töluðu orðum eru pönkrokkararnir í 200
sem slógu í gegn á liðnu Atlantic Music
Event/Prix Föroyar. Meðlimir eru róttæk-
ir sambandsslitsinnar og snúast textarnir
einatt um það efni og er föstum skotum
beint að Sambandsflokknum og öðrum
konungssinum. Nýja platan þeirra, Viva La
Republica, er ein besta rokkplata sem út
hefur komið í Færeyjum og tónleikaplata
er væntanleg frá sveitinni. Þess má geta
að Mikael Blak, sonur Kristians og bassa-
leikari í Yggdrasil, leikur á bassa í 200.
„Þá langar mikið að koma til Íslands og
ég vona innilega að af því verði,“ segir
hinn baráttuglaði Kristian að lokum og er
löngu búinn að gleyma Yggdrasil. „Þeir
eru mjög vinsælir hér í eyjunum núna –
allir vilja fá þá til að spila, meira að segja
Sambandsflokkurinn!“
Tónleikar | Færeyska hljómsveitin Yggdrasil í Norræna húsinu á miðvikudaginn
Unnið
með
arfinn
Yggdrasil, 2005: Brandur Jacobsen, Kristian Blak, Mikael Blak, Kári Sverrisson og Heðin Ziska Davidsen. Á myndina vantar Villu Veski.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is