Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kirstín LáraSigurbjörnsdótt- ir fæddist í Ási í Reykjavík 28. mars 1913. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- björn Á. Gíslason, cand.theol., kennari og ritstjóri, hvata- maður að stofnun Grundar og síðar heimilisprestur þar, f. 1. janúar 1876, d. 2. ágúst 1969, og Guðrún Lárus- dóttir, alþingismaður og rithöf- undur, f. 8. janúar 1880, d. 20. ágúst 1938. Foreldrar Sigur- björns voru Gísli Sigurðsson frá Miðgrund í Blönduhlíð, bóndi á Neðra-Ási í Hjaltadal, og kona hans Kristín Björnsdóttir frá Brekkukoti í Hofsstaðasókn. For- eldrar Guðrúnar voru sr. Lárus Halldórsson frá Hofi í Vopnafirði, sóknarprestur á Valþjófsstað, og kona hans Kirstín Katrín Péturs- dóttir Guðjohnsen. Systkini Láru, en þau og makar þeirra eru nú öll látin: Lárus, f. 1903, d. 1974, maki I Ólafía Sveinsdóttir, maki II Sig- ríður Árnadóttir; Halldór Ást- valdur, f. 1905, d. 1983, maki Val- gerður Ragnars; Kristín Guðrún, f. 1906, d. 1908; Gísli Sigurbjörn, f. 1907, d. 1994, maki Helga Björnsdóttir; Kristín Sigurbjörg, f. 1909, d. 1919; Friðrik Baldur, f. 1911, d. 1988, maki Anna Stefáns- dóttir; Guðrún Valgerður, f. 1915, d. 1938, maki Einar Kristjánsson; Sigrún Kristín, f. 1921, d. 1938; Gústaf, f. 1924, d. 1925. Lára giftist 12. ágúst 1937 Ás- geiri Ó. Einarssyni héraðsdýra- lækni, f. 21. nóvember 1906, d. 4. apríl 1998. Foreldrar Ásgeirs voru Einar Ólafsson frá Stóru- og Lárus, og sjö barnabörn. Lára brautskráðist frá Kvenna- skólanum í Reykjavík 1930, stundaði handavinnunám hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands 1932–33 og lauk námi fyrir handavinnukennara frá Industri- skolen í Haslev í Danmörku 1934. Hún var handavinnukennari við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað 1934–35, hjá Heimilisiðnað- arfélagi Íslands 1935–37 og við Kvöldskóla KFUM í Reykjavík 1941–49. Lára var hótelstjóri Edduhótelsins á Eiðum sumrin 1965–75. Hún var leiðbeinandi í handavinnu hjá Félagsstarfi aldr- aðra í Reykjavík 1969–96 og far- arstjóri í ferðum eldri borgara til sólarlanda á vegum Félagsmála- stofnunar Rvíkurborgar á árun- um 1977–84. Lára átti sæti í stjórn Kvenréttindafélags Íslands í hartnær aldarfjórðung, var rit- ari 1949–53, varaformaður 1953– 64, formaður 1964–71 og aftur í stjórn 1973–75. Hún var gerð að heiðursfélaga 1983. Lára gekkst að tilhlutan KRFÍ fyrir stofnun foreldraráðs við Melaskólann og var fyrsti formaður þess 1955–61. Hún stóð einnig að stofnun For- eldrafélags Hagaskóla 1964 og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Hún stóð að stofnun Verndar, fanga- hjálpar, 1959 og var ritari félags- ins 1959–80. Hún átti sæti í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar 1954–61, í stjórn Barnavernd- arfélags Reykjavíkur frá stofnun 1949, fyrst sem ritari en gjaldkeri frá 1951 til 1986 er félagið var lagt niður. Lára átti ennfremur sæti í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu 1958–60, í stjórn Menningar- og minningar- sjóðs kvenna 1952–55, í ritstjórn 19. júní, ársrits KRFÍ, 1972–74 og var í stjórnskipaðri nefnd til end- urskoðunar námsefnis á skyldu- námsstigi 1953–54. Hún flutti mörg útvarpserindi á árunum 1950–70, flest um daginn og veg- inn. Útför Láru verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Fellsöxl í Skilmanna- hreppi, matsveinn og verkamaður í Reykja- vík, síðar í Borgar- nesi, f. 8. janúar 1884, d. 28. september 1955, og kona hans Þórstína Björg Gunnarsdóttir frá Fögruhlíð á Djúpavogi, f. 15. ágúst 1882, d. 13. janúar 1950. Börn Láru og Ásgeirs eru: 1) Guð- rún Lára skólasafns- kennari, f. 14.11. 1940, maki sr. Ágúst Matthías Sigurðsson, fræðimaður og fyrrv. sóknarprest- ur á Prestbakka í Hrútafirði. Þau eiga tvö börn, Lárus Sigurbjörn og Maríu, og sjö barnabörn. 2) Einar Þorsteinn, arkitekt og hönnuður, f. 17.6. 1942, maki Manuela Gudrun Loeschmann kínafræðingur. Fyrri maki Einars er Auður Sigurðar- dóttir bókasafnsfræðingur, og eiga þau tvö börn, Sif og Ríkharð, og tvö barnabörn. 3) Sigrún Valgerð- ur, sérfræðingur í fjármálaráðu- neytinu, f. 19.10. 1944, maki Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari í Reykjavík. Þau eiga þrjá syni, Ás- geir Ólaf, Kjartan Brján og Gunn- ar Geir, og eitt barnabarn. 4) Þór- dís, djákni í Lágafellssókn og í Varmár- og Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ, f. 16.11. 1948, maki Hjört- ur Ingólfsson framkvæmdastjóri. Þau eiga 3 börn, Hjört Þór, Lárus og Guðrúnu Kirstínu, og Hjörtur á dóttur af fyrra hjónabandi, Val- gerði Guðrúnu, og eitt barnabarn. 5) Áslaug Kirstín, grunnskóla- kennari og Davis-leiðbeinandi, f. 13. febrúar 1952. Fyrrverandi maki hennar er Halldór Árni Bjarnason kennari, og eiga þau þrjú börn, Odd Örn, Kirstínu Láru og Önnu Kristrúnu, og eitt barna- barn og Halldór á þrjá syni af fyrra hjónabandi, Guðjón, Bjarna Hún elskuleg amma mín er farin. Þegar ég hugsa til baka um árin og tímann sem við eyddum saman kem- ur ekkert annað inn í huga minn en stolt. Ég er stolt yfir að hafa fengið að kynnast henni, stolt yfir að hafa fengið að bera nafnið hennar og stolt yfir að hafa átt hana að, sem ömmu og vinkonu. Ég átti griðastað í Ási og ég hlakkaði alltaf til að keyra í hlaðið og koma inn. Þar tók amma á móti mér með bros á vör. Hún gerði allt fyrir mig, passaði upp á að ég væri hvorki svöng né þreytt og hélt mér félagsskap. Fyrir umhyggjusemi hennar verð ég ætíð þakklát. Hún amma mín heitin var ekki allra, en við nöfnurnar náðum vel saman og eftir sitja eftirminnilegar stundir. Ég mun sakna þess að hafa ömmu mína ekki innan seilingar en ég veit að henni líður vel og sú tilhugsun hugg- ar mig. Þessi sterka og góða kona mun ætíð eiga stað í hjarta mínu og minning hennar mun lifa með mér að eilífu. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér; því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín nafna Kirstín Lára. Blessuð sé minning ömmu Láru. Nú þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti en líka mikill söknuður og eftirsjá. Það er ómetan- leg guðsgjöf að alast upp undir hand- leiðslu ömmu Láru, því hún var bæði góður uppalandi og góð fyrirmynd fyrir okkur sem á eftir koma. Henni þótti jafnvænt um okkur öll og gerði ekki upp á milli. Hún bar virðingu fyr- ir öðrum og sýndi það í verki. Við kynntumst fyrir 33 árum, þá var hún 59 ára og ég tveggja ára, sú fjórða í röðinni af barnabörnunum. Þá var ég nýflutt heim frá Þýskalandi með foreldrum mínum og við fengum að búa fyrst um sinn í Ási við Sól- vallagötu 23 hjá ömmu og afa. Ás var alla tíð fjölskyldumiðstöð þar sem flest barnabörnin voru skírð og amma bjó þar til síðasta dags. Ég, eins og hin barnabörnin, á margar dýrmætar minningar um ömmu Láru. Við vor- um oft tvær saman og ég fór með henni í ýmis erindi og líka í lengri ferðalög á „Fíanum“ hennar, það kall- aði hún Fíatinn sinn, en þá átti hún nokkra og tók einn við af öðrum. Bíl- sætin voru alltaf með heimasaumuð- um hlífðaráklæðum úr gæruskinni. Amma Lára gegndi ýmsum trún- aðarstörfum en það eru aðrir betri en ég til að segja frá því. Hún var alltaf útivinnandi, fór nokkur sumur til Mallorca sem fararstjóri og kom heim með nýja sandala handa okkur barna- börnunum. Hún var mjög náin Frið- riki bróður sínum og þær voru ófáar ferðirnar á skrifstofu hans en Friðrik átti alltaf gotterí fyrir litla krakka. Amma var lærður handavinnukenn- ari frá Kaupmannahöfn. Hún saum- aði hvern einasta sparikjól á mig og Maju frænku fram að fermingu. Hún saumaði líka mokkakápur á öll elstu barnabörnin og ég fékk hvíta prins- essukápu og hettu í stíl sem ég notaði þangað til hún varð alltof lítil. Skinn- lúffurnar hennar voru frægar. Á hverjum vetri fengum við heima- saumaða útigalla. Þetta hannaði hún allt sjálf og gerði ekki mikið úr því. Amma Lára kenndi mér hjálpsemi við náungann. Mér er minnisstætt þegar við vorum að keyra eftir Hring- brautinni og hún stöðvaði bílinn og bauð ókunnugri stúlku far sem var að burðast með þunga tösku. Henni fannst sjálfsagt að við barnabörnin hefðum gott sjálfstraust. Hún sýndi mikinn kærleika okkur afkomendum sínum og hafði einstaklega gaman af börnum. Ég þakka elsku ömmu minni fyrir allt gott. Sif Einarsdóttir. Kveðja frá Kvenréttindafélagi Íslands „Ef ég ætti að svara því hver mér fyndist aðalkostur KRFÍ, þá myndi svarið verða, að í því félagi gefst kon- um tækifæri til að hittast og kynnast úr öllum stjórnmálaflokkum. Það tel ég mikils virði, því við kynningu og umræður um hin ýmsu mál kemur í ljós, að þrátt fyrir mismunandi stjórnmálaskoðanir er hægt að sam- einast um það sem máli skiptir. Ég tel það þroskandi og víkka hinn pólitíska sjóndeildarhring að kynnast viðhorfi annarra flokka til hinna ýmsu mála samhliða persónulegum kynnum“. Þannig komst Lára Sigurbjörns- dóttir, heiðursfélagi Kvenréttinda- félags Íslands, að orði eitt sinn er hún talaði fyrir minni félagsins á hátíðar- stundu. Lára tók við formennsku í Kvenréttindafélagi Íslands á aðal- fundi 18. febrúar 1964 og var formað- ur til ársins 1969. Hún var enginn ný- liði í félaginu þegar hún tók við formennsku. Hún hafði verið í stjórn félagsins frá 1949, gegndi m.a. ritara- starfi til 1953 og varaformennsku í rúman áratug áður en hún varð for- maður. Þá stóð hún á fimmtugu, fædd 28. mars 1913. Foreldrar hennar voru Guðrún Lárusdóttir, alþingismaður, og séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason. Eig- inmaður Láru var Ásgeir Einarsson dýralæknir og eignuðust þau fimm börn. Það segir sig sjálft að það hefur verið í mörg horn að líta hjá húsmóð- ur á stóru heimili sem var auk þess virk í félagsmálum og þar í forsvari. Mörg eru þau málefni sem Lára beitti sér fyrir og voru henni hug- stæð. Skólakerfið var fyrirferðarmik- ið viðfangsefni, en þá var málum svo skipað, að réttur til verklegs náms var ekki hinn sami fyrir pilta og stúlk- ur. Í samræmi við vaxandi áhuga á ýmsum þáttum félagsmála lagði hún áherslu á barnaverndarmál, málefni aldraðra og málefni einstæðra mæðra. Þá var hún ötul við að minna á að langskólanám væri stúlkum tor- veldara en piltum ekki síst vegna hins mikla munar á aðstöðu til tekjuöflun- ar. Lára var valin heiðursfélagi Kven- réttindafélags Íslands árið 1983. Henni eru þökkuð störf hennar sem mörkuðu spor í sögu félagsins og kvenréttinda á Íslandi. Langri og farsælli lífsgöngu merkrar konu, Láru Sigurbjörnsdótt- ur, er lokið. Við sem vorum svo lánsöm að vera henni samferða um lengri eða skemmri tíma minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Virðingu fyrir dugnaði hennar, áhuga og elju er hún vann að réttindum kvenna, barna og fanga og fyrir þátt hennar í baráttu gegn áfengisbölinu sem svo margir hafa liðið fyrir og líða enn. Þakklæti fyrir vináttu hennar, stuðning og hlýju í margra ára samstarfi. Félagsstarfi aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar var komið á fót að frumkvæði Geirþrúðar Hildar Bern- höft, ellimálafulltrúa borgarinnar, ár- ið 1969. Þetta var afar þarft framtak og má segja að félagsstarfið blómstri enn víðsvegar í borginni, ótal öldruð- um og öðrum til ánægju. Meðal fyrstu starfsmanna fé- lagsstarfsins var Lára Sigurbjörns- dóttir en hún kenndi fólki að vinna fallega og nytsamlega hluti úr leðri og loðskinnum, auk þess sem hún kenndi skermasaum. Margir ungir sem aldn- ir nutu þessa hlýja skjólfatnaðar sem unninn var hjá Láru á Hallveigar- stöðum, Norðurbrún 1 og í Furugerði 1. Lára fór einnig margar ferðir á vegum félagsstarfsins sem fararstjóri í sólarlandaferðum sem farnar voru með eldri borgurum. Í þá daga voru margir hverjir alls óvanir að ferðast utanlands og fögn- uðu þessum sérstöku ferðum. Undirrituð vann árum saman með Láru í félagsstarfinu og má með sanni segja að þar hafi aldrei borið skugga á. Hún var ekki aðeins góður hand- menntakennari heldur líka lífs- kúnstner sem gaf góð ráð fyrir and- lega og líkamlega vellíðan þeirra sem í kringum hana voru. Hún sá hið bros- lega í umhverfinu á sinn prúða og fal- lega hátt var víðlesin, skynsöm og skarpgreind. Aðrir munu skrifa um þætti Láru á hinum fjölmörgu öðrum sviðum sem hún lét til sín taka sem sá eldhugi og hugsjónakona sem hún var. Mitt er að þakka og minnast þeirr- ar vegferðar sem við gengum saman. Samstarfsins góða og gjöfula, fallegu munanna sem hún hjálpaði fólki að skapa til gleði fyrir svo marga, en síð- ast en ekki síst fyrir áralanga vináttu og hlýhug. Ástvinum Láru sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Anna Þrúður Þorkelsdóttir. LÁRA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Láru Sigurbjörnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigríð- ur, Guðrún, Anna, Ólöf og Björg Þórarinsdætur frá Eiðum; Lárus og Dagbjört, Oddur og Halla, Gunnar Geir og Guðrún Ásta. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Hjallaseli 55, Reykjavík, áður Strandgötu 19, Ólafsfirði, sem lést sunnudaginn 29. maí, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 15:00. Örn Baldursson, Elísabet Weisshappel, Jóna Rósbjörg Þorvaldsdóttir, Guðmundur Heiðar Gylfason, Anna Stefanía Þorvaldsdóttir, Björn Steinar Guðmundsson, Lára Guðný Þorvaldsdóttir, Steindór Helgason, Brynja Þorvaldsdóttir, Jón Björn Hjálmarsson, Regína Þorvaldsdóttir, Örn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir og frændi, SIGTRYGGUR ÓLAFSSON, Kjarnalundi, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 30. maí sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 6. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Ólafsson. Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og elskulegur frændi, FRIÐMUNDUR LEONARD HERMAN, andaðist á heimili sínu í San Fransisco miðvikudaginn 1. júní. Ásthildur F. Herman, Toby Sigrún Herman, Gunnar Þórðarson, Karl B. Herman Gunnarsson, Zakarías Herman Gunnarsson. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566 Englasteinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.