Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 16
Fjölvítamín fyrir börn KARON HF. hefur hafið innflutning á fjöl- og C-vítamíni sem hannað er sérstaklega fyrir börn og unglinga. Vítamínið er í formi gúmmíbjarna sem auðvelt er að fá krakka til að borða. Kassinn af vítamíni inniheldur mán- aðarskammt og er hver dagskammtur pakkaður í lítinn poka sem inniheld- ur 5 birni og því ekki hætta á að börnin borði meira en dagskammt í einu. Birnirnir eru einungis með náttúrulegum litar- og bragðefnum.  NÝTT 16 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Ávorin hópast börnin okkar útá hjólabretti, línuskauta,hlaupahjól og reiðhjól. Nú er því rétti tíminn til að fræða börnin um það hversu mikilvægt er að nota réttan öryggisbúnað – alltaf! Við hönnun á hjólreiðahjálmi er tekið tillit til þess að börn geti notað hann á fleiri farartæki en reiðhjól. Hjólreiðahjálminn er því hægt að nota á öllum þessum farartækjum og engin ástæða til að fjárfesta í mörg- um gerðum hjálma. Mjög mikilvægt er að nota einungis viðurkennda hjálma en þeir bera merkinguna CE. En hafi barnið ekki notað hjálm- inn lengi þarf að byrja á því að kanna hvort hann passi ennþá. Einnig er mikilvægt að kanna ástand hjálms- ins; hvort hann sé illa farinn eftir að hafa t.d.verið hent oft í gólfið eða verið skemmdur á annan hátt. Nýr hjálmur keyptur Við kaup á nýjum hjálmi er mik- ilvægt að barnið komi með í versl- unina. Best er að mæla ummál höf- uðsins en það er gert yfir breiðasta hluta þess. Stærðir hjálma hlaupa alltaf á 5–6 cm. Miðstærð af hjálmi er 53–58 cm og hann passar þá fyrir barn sem er með höfuðmálið 54–56 cm. Þegar börnin eru á hjólabrettum og línuskautum er mikilvægt að þau noti einnig úlnliðshlífar, hnéhlífar og olnbogahlífar en þær koma í veg fyr- ir að bein brotni. Þessi öryggisbún- aður á einnig að vera CE merktur. Á hlaupahjólinu er einnig gott að nota olnbogahlífar og hnéhlífar og úlnliðshlífar ef hægt er að koma því við. Mikilvægt er að hlaupahjólin séu stillt í rétta hæð fyrir barnið. Still- ingin er rétt þegar barnið er með olnbogana bogna í mittishæð. Það getur verið hættulegt ef stýrið er of hátt, sér í lagi ef barnið fellur fram fyrir sig og fær þá stýrið í magann. Foreldrar þurfa að fylgjast með ástandi hlaupahjóla, reiðhjóla, línu- skauta og hjólabretta því mörg slæm slys má rekja til þess að búnaðurinn var bilaður. Afar mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að vera ekki að leika sér á umferðargötum. Frekari upplýsingar um allan þennan búnað, ásamt skýringar- myndum, eru á heimasíðu Lýð- heilsustöðvar: www.lydheilsustod.is, undir Árvekni-slysavarnir barna.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Hjálmar og annar öryggisbúnaður Morgunblaðið/Ómar Með hjálminn á fleygiferð við Nauthólsvík. Herdís L. Storgaard verkefnastjóri á Lýðheilsustöð. Trefjar eru í raun veggirplöntufrumunnar og eruþeir ómeltanlegar manns-líkamanum. Þær fara því í heilu lagi ofan í þarmana, en í þarmaflórunni bíða þeirra góðvilj- aðar bakteríur sem geta brotið þær niður. Við það myndast ýmis efnasambönd, eins og t.d. stuttar fitusýrur sem nýtast frumum rist- ilsins beint, en fara líka inn í blóð- rásina og til annarra frumna lík- amans og lifrarinnar. Til eru tvenns konar trefjagerð- ir, sem báðar hafa jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Þær vatnsleys- anlegu, eins og hafrar, ávextir, grænmeti og baunir, hafa áhrif á blóðfitu og blóðsykur, og þær óvatnsleysanlegu, gróft ósætt morgunkorn, gróft brauð, hýð- ishrísgrjón og heilhveitipasta tengjast fremur heilbrigði melting- arkerfisins. Af öllum kostum trefjanna má kannski nefna fyrst að trefjarnar hjálpa til við að halda líkams- þyngdinni innan eðlilegra marka. Þær gefa nefnilega mikla mett- unartilfinningu. Bæði á meðan borðað er, en einnig langvarandi mettunartilfinningu sem hindrar stöðugt nart yfir daginn. Sem og leiðir til þess að við borðum minna. Er hægðatregða að angra þig? Allt of margir þjást af hægða- tregðu og leysa vandamálið oftar en ekki með lyfjum. En með því að neyta trefjaríkrar fæðu í hæfileg- um skömmtum jafnt og þétt yfir daginn og drekka vatn með mat og á milli mála má hindra hægða- tregðu og sömu þættir draga úr einkennum sem þegar eru til stað- ar. Þær trefjar sem hafa hvað mest og best áhrif á magatæminguna eru svokölluð „lignin“ sem finnast helst í hýði utan af heilu korni og kallast klíði. Ástæðan er sú að þessi tegund trefja dregur í sig mikinn vökva sem leiðir til þess að hægðirnar verða mjúkar og fara því hratt í gegnum þarmana. Allar fæðutegundir sem innhalda heilt korn innihalda þessa trefja- tegund. Leiðbeinandi skammtur af trefjum fyrir fullorðinn einstakling yfir daginn er á bilinu 25–35 g fyrir heilbrigða fullorðna einstaklinga. Til að ná þeim mætti mæla með All bran eða hafragraut í morgunmat, epli eða peru í morgunkaffinu, sal- atbar í hádeginu eða samloku úr grófu brauði með grænmeti, ban- ana og trópí í kaffitímanum, græn- meti og brúnum hrísgrjónum eða heilhveitipasta með kvöldmatnum. Mátulegt magn af trefjum Fyrir börn horfir málið þó öðru- vísi við. Fyrir barn sem er að vaxa væri slíkt magn of hátt af þeirri einföldu ástæðu að mjög trefjaríkt fæði er mun orkusnauðara en sam- bærilegt magn af trefjasnauðum mat. Mjög trefjaríkur matseðill barns sem er að vaxa gæti af þess- um sökum leitt til þess að barnið fengið ekki næga orku né næg næringarefni þar sem það kæmist ekki yfir að borða allt það magn af mat sem það þyrfti til að mæta þörf sinni. Í þessu felst að á trefjaríka disk- inum er mun meira magn sem ekki meltist og skilar því ekki hitaein- ingum inn í líkamann. Því er hag- stætt fyrir þá sem þurfa að grenn- ast en eiga erfitt með að minnka magnið sem þeir borða að hafa mjög trefjaríkt fæði á matseðlinum sínum yfir daginn og alla daga, samhliða því að drekka vel af vatni. Næg trefjaneysla hefur ekki hvað mest að segja fyrir eldri borgara. Ástæðan er sú að að jafn- aði hreyfa þeir sig minna en yngra fólk, og því er hreyfingin á melt- ingarveginum minni sem leitt get- ur til hægðatregðu. Orkuþörf þeirra er einnig minni en hjá yngra fólki og offita og sykursýki oft til staðar. Því er trefjaríkt fæði mik- ilvægt til að stemma stigu við of mikilli orkuinntöku og aukinni of- fitu sem því fylgir og í framhaldi af því aukin hætta á sykursýki. Meiri orka og betri framtíð Ef trefjar eru af skornum skammti er hætta á að úrgangsefni safnist fyrir í ristlinum og stöðvist þar. Þetta getur valdið miklum óþægindum og verkjum. Rann- sóknir hafa einnig sýnt að skort- urinn getur aukið líkurnar á krabbameini. Það stafar af því að trefjarnar hraða flutningi á ómelt- anlegum fæðuhlutum niður melt- ingarveginn og út úr líkamanum. Þannig styttist sá tími sem ómelt- anleg efni og úrgangur safnast fyr- ir í meltingarveginum og kemur því í veg fyrir að þau valdi skaða á frumunum sem síðar gæti leitt til frumubreytinga. Trefjar hafa einnig óumdeil- anlega áhrif á blóðsykurinn og valda því að blóðsykur þess sem neytir þeirra samhliða öðrum kol- vetnum hækkar hægar en ef trefjarnar væru ekki til stað- ar. Trefjar hægja á melting- unni svo aukning glúkósa í blóðrásinni verður hægari, en það hefur áhrif á fram- leiðslu og losun insúlíns og niðurstaðan verður jafnari blóðsykur, og þar með jafnari orka yfir allan daginn. Hins vegar eru áhrifin sem trefjarnar hafa á blóðfituna ekki jafn augljós. Trefjarnar virka sem nokkurs konar suga á kólesteról og gallsölt í þörm- unum, bindast þeim og skila út með hægðum. Haframjöl og hafra- klíð eru árangursríkust í því til- felli, en gallinn er að það þarf tölu- vert mikið magn af þessum trefjum til að ná fram áhrifunum. Einnig er talið að hinar stuttu fitusýrur hindri jafnvel framleiðslu á blóð- fitu í lifur. Af þessu má sjá að trefjar eru hvaða heilbrigða líkama nauðsyn, en eitt ráð þó að lokum: Þegar þið aukið trefjaneysluna, hafið þá bak við eyrað að borða einnig fæðu með járni og sinki í, því það eru efni í trefjunum, kölluð fítöt, sem bindast þessum mikilvægu stein- efnum og flytja út úr líkamanum samhliða öðrum úrgangsefnum.  NÆRING | Trefjar Öll vitum við að gildi trefja fyrir heilbrigði manns- líkamans er verulegt. En hvað eru trefjar og hvers vegna eru þær okkur svona hollar? Nauðsynlegt heilbrigðum líkama hilo@mbl.is  HEILSA Ástæðan slæm efnaskipti? „SLÆM“ efnaskipti geta verið skýringin á því að fólk sem aldrei hefur reykt og hefur ekki of mikið kólesteról í blóðinu, getur myndað fitulag inni í æðunum. Á fréttavef MSNBC kemur fram að fituhrörnun eins og fyrirbærið er nefnt er meg- inorsök hjarta- og æðasjúkdóma og getur aukið hættu á hjartaáfalli. Vísindamenn við háskólasjúkra- húsið í St. Louis hafa komist að því að óvenjuleg efnaskipti í æðaveggj- unum geta leitt til fituhrörnunar. Þeir álykta sem svo að „slæm“ efna- skipti geti leitt til bólgu í æðaveggj- unum og aukið líkur á hjartaáföll- um. Niðurstöðurnar fengust úr til- raunum á músum og er greint frá þeim í vísindatímaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að með því að breyta efnaskiptunum væri hægt að meðhöndla eða fyrirbyggja þetta ástand. Það væri e.t.v. hægt með því að auka hlut nauðsynlegra fitu- sýra í mataræðinu. Fiskur, skel- fiskur, sojaolía, graskersfræ, lauf- grænmeti og valhnetur eru t.d. rík af omega-3 og omega-6 fitusýr- unum sem um ræðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.