Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 36

Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 36
36 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM H.L. MBL. Ó.H DV S.K DV Ó.H.T RÁS 2 A Lot Like Love kl. 6 - 8.15 og 10.30 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 - 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide... kl. 5.45 - 8 - 10.15 The Jacket kl. 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.40 aston kutcher amanda peet RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað Debra Messing Dermot Mulroney i t l Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum l l i i í i ill Fyrsta stórmynd sumarsins  Capone XFM  S.K. DV. BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY UNDIRBÚNINGUR fyrir tónleika bresku þunga- rokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, sem fram fara í Egilshöll annað kvöld, er nú á lokastigi að sögn Ragn- heiðar Hanson, aðstandanda tónleikanna hér á landi. Um- fang tónleikanna er mikið og því er í mörg horn að líta áð- ur en hljómsveitin stígur á svið. „Þetta verður mikil sýning og ótrúlegt sjón- arspil,“ sagði Ragnheiður en hún var stödd í Egilshöll þegar Morgunblaðið hafði samband við hana þar sem verið var að leggja lokahönd á sviðið, sem að hennar sögn er stórglæsilegt. „Þetta er stærsta sýning sem ég hef tekið þátt í og það verður enginn svikinn af þessum tónleikum.“ Nú þegar hafa selst tæplega níu þúsund miðar á tónleikana og Ragn- heiður telur allt útlit fyrir að uppselt verði á tónleikana. Flugþjónninn Nicko Bruce Dickinson, söngv- ari hljómsveitarinnar, sem jafnframt er flugmaður og trommuleikarinn Nicko McBrain koma ekki til landsins fyrr en á morgun en Bruce flýgur sjálfur hingað til lands. Aðrir með- limir hljómsveitarinnar koma hingað til lands í dag í einkaþotu. „Bruce lendir vél sinni á hádegi á morgun og mun fara af landi brott strax eftir tónleikana,“ segir Ragnheiður. „Þá hefur mér borist það til eyrna að Nicko sé eins konar flugþjónn um borð í vélinni og sjái um það að bera fram drykki og hafa ofan af fyrir farþegunum.“ Það ætti ekki að reynast erf- itt fyrir Nicko að skemmta farþegunum um borð í flug- vél Dickinsons enda er hann talinn vera trúður hljóm- sveitarinnar. Að sögn Ragnheiðar munu meðlimir hljómsveit- arinnar, aðrir en Dickinson, halda í hefðbundna skoð- unarferð um landið daginn eftir tónleikana þar sem þeir munu meðal annars skoða Gullfoss og Geysi. „Þetta verður allt með hefðbundnu sniði og þetta er mjög ein- falt í raun og veru og þeir hafa engar sérstakar sér- þarfir. Það eina sem þeir hafa beðið um sem ekki telst venjulegt er að nuddari sé til staðar í búningsherbergi þeirra.“ Undirbúningur vegna tónleika Iron Maiden á lokastigi Bruce Dickinson flýgur sjálfur til Íslands á morgun. Hér sést söngvarinn á sviði með Edda í bakgrunni. handa við upptökur á breið- skífu innan skamms og að sögn Ágústs eru tónleikarn- ir á morgun þeim mikil lyfti- stöng í þeim efnum. „Við höfum stefnt á það að taka upp breiðskífu og að sjálf- sögðu vorum við himinlif- andi þegar þetta tækifæri bauðst enda góð kynning.“ „Við spilum þétt, gott og fallegt þungarokk,“ segir Ágúst og bætir því við að hljómsveitarmeðlimir reyni ávallt að spila og dansa sem óðir menn og sú verði án efa raunin á tónleikunum á morgun. AKUREYRSKA þunga- rokkshljómsveitin Nevolu- tion mun hita upp fyrir Iron Maiden á tónleikum þeirra í Egilshöll á morgun. Nevolu- tion var stofnuð í lok ársins 2003 og hefur að sögn með- lima verið mjög virk síðan enda þykir þeim fátt eins skemmtilegt og gefandi og að vera í hljómsveit. „Okkur þykir að sjálfsögðu mjög gaman að vera að fara að hita upp fyrir Iron Maiden enda höfum við hlustað á tónlist sveitarinnar frá unga aldri líkt og flestir aðrir áhugamenn um þunga- rokk,“ segir Ágúst Örn Pálsson, annar gítarleikari hljómsveitarinnar. „Þetta kom þannig til að þegar við fréttum af tónleikunum sendum við aðstandendum þeirra kynningarplötu og bréf. Þeir komu því svo áfram og úr varð að við vor- um valdir til þess að hita upp.“ Nevolution mun hefjast Ljósmynd/Hróbjartur Sigurðsson Hljómsveitin Nevolution í ræktinni. Aftari röð f.v.: Heiðar Brynjarsson, Ágúst Örn Pálsson og Gunnar Sigurður Valdimarsson. Fyrir framan þá krýpur Heimir Ólafur Hjartarson. Nevolution hitar upp fyrir Iron Maiden STUTTMYNDAHÁTÍÐ Grand rokks fór fram um helgina en hún er haldin árlega fyrstu helgina í júní. Myndin Lít- il saga eftir Davíð H. Reynisson hlaut sigurverðlaunin en alls voru sýndar sjö myndir á hátíðinni. Í öðru sæti hafnaði myndin Pjakkur eftir Valdimar Jóhann- esson. Heildarverðlaunafé á hátíðinni nam 500.000 krónum og hlaut sigurveg- arinn 400.000 krónur en sá sem hafnaði í öðru sæti 100.000 krónur. Hátíðin var nú haldin í fjórða skipti en að sögn Ingvars Stefánssonar, skipuleggjanda hátíðarinnar, eru sex til átta myndir valdar á hátíðina í hvert skipti. „Fyrirkomulag keppninnar er þannig að aðstandendur hátíðarinnar velja fólk til þess að gera myndir sem eru síðan sérstaklega framleiddar fyrir hátíðina. Hátíðin hefur því nokkra sér- stöðu og er að verða nokkuð vinsæl. Þannig kom Kvikmyndasjóður í fyrsta skipti að hátíðinni í ár og styrkti hana með rausnarlegu framlagi.“ Ingvar seg- ir að hátíðin hafi þróast nokkuð og stefnt sé að því að aðstandendur hennar komi í auknum mæli að framleiðslu og vali á myndum. Foreldrar í aðalhlutverkum Sigurvegari hátíðarinnar, Davíð H. Reynisson, var að vonum ánægður með árangurinn og sagði að sigurlaunin myndu nýtast sér vel. „Þetta fer í fjár- festingu á nýjum græjum og öflugri stuttmynd á næstu hátíð.“ Um sig- urmyndina sagði Davíð að hún hefði orðið til út frá lítilli rímu sem hann orti. „Myndin fjallar um dreng sem elst upp hjá foreldrum sem eru ekki góð fyr- irmynd og hans besti vinur er hundur. Þegar faðirinn drepur hundinn í drykkjuvolæði og eymd strýkur pilt- urinn að heiman og endar í sömu spor- um sem maður götunnar og deyr í frostinu.“ Aðalleikari myndarinnar, Benedikt Ingi Ármannsson, gerði einn- ig tónlistina við myndina ásamt Þráni Þórhallssyni en foreldrar Davíðs léku foreldra drengsins ógæfusama. „For- eldrar mínir eiga mikla ást skilda fyrir sitt framlag. Einnig lék hundurinn minn í myndinni og var hann einna þýð- astur í leikstjórn,“ segir Davíð sem starfar um þessar mundir hjá Rík- issjónvarpinu og ætlar sér að halda ótrauður áfram gerð stuttmynda. Atriði úr stuttmyndinni Lítil saga. Lítil saga sigraði í stutt- myndakeppni Grand rokks ÞAÐ var mikið um dýrðir á fjölskyldudegi sem Sjóvá bauð til í Hafnarfirði á laugardaginn en fjölbreytt dagskrá stóð yfir frá klukkan tíu um morguninn til tíu um kvöldið. Fjöl- margir gestir lögðu leið sína á fagnaðinn og gerðu góðan róm að þeim skemmtiatriðum og veitingum sem boðið var upp á. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH kepptu sín á milli í knattspyrnu og handknattleik og á meðal þeirra lista- manna sem komu fram voru m.a. Bubbi, Hildur Vala, Selma og Í svörtum fötum. Fjör á fjölskyldudegi Sjóvár í Hafnarfirði Veðrið lék við gesti fjölskyldudagsins og eflaust hefur ein- hverjum þótt sem þessi maður þyrfti á kælingu að halda. Þessi stúlka klæddist bleiku og bauð upp á bleikar smákökur. Morgunblaðið/Golli Mótorhjólasýningin vakti mikla lukku og voru hjólin af öllum stærðum og gerðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.