Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 22
22 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ
verður haldið í 8. sinn um verslunar-
mannahelgina, eftir um tvo mánuði.
Að þessu sinni verður mótið haldið í
Vík í Mýrdal en sl. sum-
ar var Unglingalands-
mótið á Sauðárkróki.
Þessi glæsilegu mót
hafa notið mikilla vin-
sælda hjá ungu fólki og
fjölskyldum þeirra sem
hafa fjölmennt á þau og
tekið þátt í skemmti-
legri og heilbrigðri dag-
skrá sem hefur end-
urspeglað kröftuga
starfsemi Ungmenna-
félags Íslands.
Eins og fram hefur
komið var síðasta Ung-
lingalandsmót UMFÍ
haldið á Sauðárkróki og
þar voru um 12.000
gestir í góðu yfirlæti.
Það er því ljóst að þetta
er með allra stærstu
íþróttahátíðum landsins
hverju sinni enda hafa
sambandsaðilar UMFÍ
keppst um að halda
þessi mót og nú þegar er búið að
ákveða að Unglingalandsmótið 2006
verði haldið á Laugum í S-Þing-
eyjarsýslu.
Unglingalandsmót UMFÍ er fyrir
alla unglinga á aldrinum 11–18 ára.
Vissulega er það íþróttakeppnin sem
að stærstum hluta skapar Unglinga-
landsmótið en alls ekki síður fjöl-
breytt afþreying í heilbrigðu um-
hverfi og góðum félagsskap, án allra
vímuefna, að sjálfsögðu.
Ég hef töluvert komið að skipu-
lagningu þessa móts og fylgst með
þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér
stað í Vík á undanförnum misserum.
Ég hef fundið kraftinn og áræðið hjá
því fólki sem er í forsvari fyrir Ung-
mennasamband Vestur-Skaftfellinga
og eins hjá því ágæta fólki sem situr í
sveitarstjórn í þessu smáa en metn-
aðarfulla samfélagi, en íbúatalan í Vík
er einungis um 300 manns. Það er
með ólíkindum hverju þetta fólk hefur
áorkað og hve metnaðurinn er mikill
og það er augljóst að Unglingalands-
mótið í Vík verður glæsilegt. Upp-
bygging íþróttamannvirkja í Vík er
svo sannarlega öðrum til eftirbreytni.
Í Vík er 9 holu golfvöllur við bæj-
ardyrnar, ljómandi góður völlur und-
ir klettahamrinum við þorpið í fallegu
umhverfi og aðeins nokkra metra frá
tjaldsvæðinu. Rétt austan við golf-
völlinn og tjaldsvæðið er verið að
vinna við gerð 7 minni-knatt-
spyrnugrasvalla sem
verða notaðir á Ung-
lingalandsmótinu og
þar á svipuðum stað
verður byggður upp
keppnisvöllur fyrir
hestaíþróttir. Nýlegt
íþróttahús er á staðn-
um, sambyggt við
grunnskólann og einnig
sundlaug sem tekin var
í notkun sl. haust, laug
með heitum pottum og
fleiri afþreyingarmögu-
leikum. Á grunn-
skólalóðinni er verið að
ganga frá bæði KSÍ
gervigras-sparkvelli
sem og malbikuðum
körfuboltavelli. Grunn-
skólanemendur í Vík
eru komnir með afar
glæsilega íþrótta-
aðstöðu sem mun
eflaust verða nýtt vel
um ókomin ár, innilega
til hamingju.
Ekki er þá allt upp talið, nei, al-
deilis ekki. Þessa dagana standa
miklar framkvæmdir yfir við íþrótta-
völlinn. Umhverfis knattspyrnuvöll-
inn er verið að setja hlaupabrautir
með gerviefni sem og á stökksvæðin.
Þessi framkvæmd setur að sjálfsögðu
punktinn yfir i-ið og sýnir svo ekki
verður um villst að þetta samfélag
ætlar sér að vera í stakk búið til að
halda Unglingalandsmót um versl-
unarmannahelgina, með aðstöðu sem
er til fyrirmyndar.
Dagskrá Unglingalandsmótsins
verður afskaplega fjölbreytt og þar
verður eitthvað að finna fyrir alla,
unga sem aldna. Auk keppnisgrein-
anna verður boðið uppá kvöldvökur,
gönguferðir, leiktæki og flugeldasýn-
ingu svo eitthvað sé nefnt.
Unglingalandsmótið í Vík er góður
kostur um verslunarmannahelgina og
þangað munu eflaust streyma þús-
undir, það væri ekki leiðinlegt ef þú
værir í þeim hópi.
Unglingalands-
mót UMFÍ 2005
Ómar Bragi Stefánsson
fjallar um næsta unglinga-
landsmót UMFÍ
’… þetta ermeð allra
stærstu íþrótta-
hátíðum lands-
ins hverju
sinni …‘
Ómar Bragi Stefánsson
Höfundur er landsfulltrúi UMFÍ.
SKÓLUM landsins er ætlað sál-
gæsluhlutverk. Að skapa andrúms-
loft samhygðar og samvinnu og
efla félagsþroska í skólasamfélag-
inu. Umsjónarkennarinn og náms-
ráðgjafinn hafa
stærsta hlutverkið og
eiga að aðstoða og
ráðleggja nemendum
um persónuleg mál og
vera öðrum fremur
tengiliðir skólans við
heimilin. Öðrum
starfsmönnum skól-
ans er líka ætlað stórt
hlutverk í þessu efni
því mikilvægt er að
nemendur geti leitað
til hvaða starfsmanns
skóla sem er með mál
sem snúa að velferð
sinni og að brugðist
sé við strax og á við-
eigandi hátt ef upp
koma vandamál af
einhverju tagi, t.d.
stríðni, einelti, aga-
brot eða vanlíðan.
Þannig er þetta í
námskránni.
Mörgum kennurum
finnst þetta erfiðasti
hluti starfsins og
finna sig vanbúna að
sinna þessu hlutverki.
Ég kannast líka við hvernig ég og
flestir starfsbræður mínir brugð-
umst við þessum kröfum hafandi
ekki lært neitt í kennaranáminu í
þessa veru fyrir 35 árum, þegar ég
útskrifaðist úr Kennaraskólanum,
annað en það sem við lærðum
óbeinlínis af því að vera nemendur
og fylgjast með hegðun hinna full-
orðnu sem við vorum flest í nánum
tengslum við. En hvaða fyrir-
myndir velja börn og unglingar
sér nú, þegar fjarlægð hefur auk-
ist milli kynslóða?
Þegar ég kenndi stærðfræði í
unglingadeildum á Akureyri taldi
ég að hlutverk mitt væri fyrst og
fremst að kenna fagið, en ekki að
ala unglingana upp! Það töldum
við að væri hlutverk heimilanna og
ég hef á tilfinningunni að þetta
viðhorf sé enn víða að finna meðal
þeirra sem kenna unglingum,
þrátt fyrir að fyrirmælin séu nú
alveg skýr eins og sést hér að of-
an.
Mér hefur dottið í hug einfalt
ráð til að sætta gömul og ný sjón-
armið til uppeldisþáttarins. Við
þurfum einungis að líta á skólann
sem vinnustað og samfélag og þá
getum við sem þar lifum og hrær-
umst hætt að togast á
um hugtakið uppeldi
og spurt í staðinn
okkur sjálf hvað sé
mikilvægast í hinum
mannlegu sam-
skiptum, hvernig vilj-
um við láta koma
fram við okkur og
hvernig viljum við
koma fram við aðra.
Það er þannig sem
uppeldisstefna sú sem
hefur fengið nafnið
„Uppbygging –
Sjálfsagi“ eða upp-
byggingarstefna nálg-
ast togstreitur. Þessi
stefna hefur verið
kynnt og stunduð í
nokkrum skólum á
höfuðborgarsvæðinu
undanfarin fimm ár.
Þar er grundvall-
aratriði að finna út
hvaða lífsgildi og
dyggðir fólkið í skól-
anum vill að stýri
hegðun sinni. Síðan
er fundið út hvaða
reglur þarf að móta til að styðja
við og verja þau mikilvægu gildi
sem allir eru sammála um og hafa
samþykkt. Samskiptasáttmálar
með þeim lífsgildum sem bekkj-
ardeildirnar velja sér ásamt fáum
traustum reglum sem auðvelt er
að muna, verða síðan grundvöll-
urinn til að standa á þegar eitt-
hvað fer úrskeiðis í samskiptunum
innan skólans. Þessi vinnuaðferð
auðveldar öll samskipti og dregur
úr streitu.
Á Álftanesi hafa sveitarfélagið
og skólinn skilgreint þessa stefnu
sem þá leið sem þau vilja fara til
að takast á við þetta verkefni og
fengið til sín fyrirlesara til að
kenna og leiðbeina öllum sem
ráðnir eru til að vinna með börn-
um og unglingum.
Í fyrra var fjölmenni á opnu
námskeiði á Álftanesi hjá dr. Judy
Anderson sem kynnti uppbygging-
arstefnuna (Restitution – Self
Discipline). Þátttakendur luku upp
lofsorði um aðferðirnar og hug-
myndafræðina eftir það námskeið.
Margir sem þar voru hafa nú ef-
laust prófað ýmislegt af því sem
þeir lærðu á námskeiði Judy og
hafa fundið út hvort Uppbygging –
Sjálfsagi er eitthvað sem þeir vilja
tileinka sér og læra meira um.
Hinn 20.–21. júní verður Diane
Gossen, höfundur stefnunnar, með
framhaldsnámskeið á sama stað í
hátíðarsal íþróttamiðstöðvar Álfta-
ness. Hún mun kenna hvernig
hefjast skal handa við að innleiða
uppbyggingarstefnuna og fylgja
því síðan eftir sem ákveðið hefur
verið.
Hún er skemmtilegur fyrirlesari
sem kennir hagnýtar aðferðir við
að vinna með hegðunarvandmál
barna og unglinga og komast upp
úr því fari að kenna nemendum
einungis að forðast vandræði með
því að beita þá viðurlögum. Hún
sýnir okkur að við getum tileinkað
okkur betri leiðir og kennt nem-
endum að taka frumkvæði og
breyta rétt, af því að samviska
þeirra segir þeim hvað sé rétt að
gera.
Aðferðir Diane eru líka öflugt
tæki í erfiðustu málunum. Ung-
lingar í afbrotum og ýmsum vand-
ræðum eru áberandi margir í sam-
félagi nútímans. Við glímum við
aukna ofbeldishneigð og fíkniefna-
notkun. Hin uppbyggilega aðferð
sem hér er kynnt miðast við að
efla unglinga til að ná jafnvægi
hugans á milli sjálfstæðis- og
frelsisþrár annars vegar og sam-
ábyrgðar og samvinnu hins vegar
– jafnt á heimilum og í skólum.
Frú Gossen hefur haldið fyr-
irlestra og námskeið um þessar
hugmyndir í mörgum löndum. Hún
hefur verið kennari, skólastjóri,
háskólaprófessor og stjórnað þjálf-
un starfsfólks í dómsmálaráðu-
neyti Saskatchewan (Department
of Justice). Nú er tækifæri til að
koma á Álftanes og hlusta og læra
af henni.
Velferð nemenda
og hlutverk skólans
Magni Hjálmarsson fjallar
um uppeldisfræði
’Þar er grund-vallaratriði að
finna út hvaða
lífsgildi og
dyggðir fólkið í
skólanum vill að
stýri hegðun
sinni.‘
Magni Hjálmarsson
Höfundur er kennari og fyrirlesari.
TENGLAR
..............................................
www.realrestitution.com
www.sunnuhvoll.com
Í SAMRÆMDU prófi í íslensku þetta
árið var ritunarverkefnið að taka af-
stöðu til styttingar framhaldsskóla-
náms. Margir voru mjög ósáttir við
þetta verkefni enda lítið búið að tala
um það við krakka í grunnskóla að
þeirra framhaldsskólanám sem verið
er að undirbúa þau fyrir muni stytt-
ast um eitt ár. Merkilegt finnst mér.
Búið er að kynna framhalds-
skólanemum fyrir þessu hef ég heyrt
en ekki fyrir grunnskólanemendum
og eru það þau sem munu lenda í
þessu.
Rök ríkisstjórnar fyrir þessari
ákvörðun eru m.a. þau að það muni
gera nemendum sem útskrifast úr
framhaldsskóla auðveldara fyrir að
fara í háskóla í öðrum Norðurlöndum
vegna þess að þar er framhaldsskól-
inn einungis þrjú ár. Merkileg rök
þar sem flestir halda áfram í háskóla
hérlendis. Auk þess sem sagt er að
þetta séu skemmtilegustu ár ævi
þinnar; fjölskyldan, félagslífið, vin-
irnir og áhugamálin skipta miklu máli
og hefði maður lítinn tíma fyrir nokk-
uð annað en heimavinnuna. Hvers
vegna að taka heil 25 prósent af þess-
um árum og gera þar af leiðandi fólki
með námsörðugleika erfiðara fyrir?
Það er nú þegar í boði að taka fram-
haldsskólann á þremur jafnvel tveim-
ur árum og hentar það vel fólki sem
finnst betra að fara hratt yfir náms-
efnið. Yrði þá nær lagi að stytta
grunnskólann eða kannski frekar efla
hann og gera nemendur betur und-
irbúna fyrir framhaldsskólann, þ.a.l.
háskólann, í stað þess að hafa 50 fönd-
ur- og klippidaga á ári hverju. Annað
sem mér finnst stórundarlegt. Fyrir
nokkrum árum var ákveðið að lengja
grunnskólann en þó engu námsefni
bætt við. Frábært, fleiri klippidagar!
Hvað á svo að taka til bragðs þegar
tveir árgangar útskrifast á sama
tíma? Háskólarnir verða stútfullir og
eiga hvort eð er eftir að senda verr
menntaðri nemendur í aukakúrsa svo
þau komist inn í það nám sem þau
sækjast eftir. Jú jú, vissulega kemst
maður fyrr út á vinnumarkaðinn en
gerði það alveg gæfumuninn að vera
41 ár úti á vinnumarkaðnum í stað 40
ára?
Það sem má kannski minnast á líka
er að ríkið sparar 500–700 milljónir
króna verði þetta gert. Kemur svo
sem ekkert á óvart að peningar séu í
spilinu og séu teknir fram yfir hag
unglinga. Það er eins og það sé óhætt
að segja að fólk sem hefur ekki kosn-
ingarétt sé ekki til og það hafi ekki
skoðanir. Sú er ekki raunin. Við höf-
um skoðanir og við erum ekki sátt við
þetta. Hvernig væri að hlusta á radd-
ir unga fólksins? Það eru jú þau sem
eru arftakar þessa lands og munu
koma til með að stjórna því einn dag-
inn þannig að það má alveg byrja
snemma að smjaðra.
Ég held ég geti talað fyrir hönd
margra þegar ég segi að þetta mál
verði að komast meira inn í umræðu
og að unglingar fái tækifæri til að tjá
sig um þetta mál opinberlega. Kíkið
til dæmis á bloggfærslu á síðunni
www.blog.central.is/olofjara sem er
undir titlinum „Stytting framhalds-
skólanáms“ en þar má sjá skoðanir
margra annarra en bara eiganda síð-
unnar.
Þögn er sama og samþykki!
ÓLÖF JARA S.
VALGEIRSDÓTTIR,
ósáttur nemandi í 10. bekk.
Ósýnileg án kosningaréttar?
Frá Ólöfu Jöru S. Valgeirsdóttur
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NÚ NÝLEGA hafa sjálfstæðismenn
kynnt hugmynd að landfyllingum á
grynningum vestan við Grandagarð.
Borgarstjóri sagði að þetta myndi
hækka lóðaverð. Að undanförnu hefir
verð á lóðum hækkað mikið vegna
m.a. uppboðsaðferðar R-listans við
lóðaúthlutun og er nú talað um að
markaðsverð hektara sé komið í 250
milljónir í nágrenni gamla miðbæj-
arins. Reykjavíkurhöfn hefir látið
dæla upp efni af sjávarbotni og búið til
nýtt land í stórum stíl, markaðsverð á
uppdældu efni er u.þ.b. 500 krónur á
rúmmetra sem segir það að lóðaverð
fer að hækka þegar komið er út fyrir
50 metra dýpi. Hugmyndir sjálfstæð-
ismanna eru raunhæfar og hafa
marga kosti, m.a. að öll jarðvinna er
auðveld þar sem hvorki þarf að
sprengja né bora. Landið verður flatt
þannig að eldsneytisnotkun bíla verð-
ur í lágmarki og þar með mengun
vegna þeirra. Ekki langt undan eru
fjölmennir vinnustaðir s.s. Háskólinn,
Landspítali og ýmsar stjórnarstofn-
anir. Umferðarálag á Miklubraut og
Sæbraut minnkar og þar með meng-
un í austurbænum sem er yfir leyfi-
legum mörkum. Dýpi í Skerjafirði er
sáralítið á stórum svæðum auk þess
að vera varið af tvöföldum skerja-
garði, þar má gera eyju sem er nokk-
ur hundruð hektarar og tengist meg-
inlandinu um Suðurgötu. Brú má
síðan gera yfir á Álftanes og er þá
orðið örstutt fyrir forsetann og aðra
Álftnesinga niður í gamla miðbæinn.
GESTUR GUNNARSSON,
Flókagötu 8, 105 Reykjavík.
Lóðaverð
Frá Gesti Gunnarssyni
tæknifræðingi
smáauglýsingar mbl.is