Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 25
MINNINGAR
✝ Erla IngibjörgVilhjálmsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. október 1951. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 30. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Vilhjálmur
Guðmundsson bif-
reiðastjóri, f. 13. maí.
1913, d. 27. janúar
1998 og Ingibjörg
Bjarnadóttir hús-
freyja, f. 5. júní 1922,
d. 10. ágúst 1976.
Systir Erlu var Elín, f.
30. maí 1948, d. 8. ágúst 1998, gift
Halldóri Sigurðssyni verkfræð-
ingi, f. 6. febrúar 1949, börn þeirra
eru Vilhjálmur Ingi, f. 17. febrúar
1982 og Svava, f. 19. júní 1984.
Fyrrverandi eiginmaður Erlu er
Fabio Alberto Bustillo, f. 18. des-
ember 1949. Dóttir þeirra er Ingi-
björg Betty Bustillo, f. 30.3. 1971,
var í sambúð með Kristófer Helga-
syni, f. 22. júlí 1970, dóttir þeirra
er Karen Erla, f. 5.
febrúar 1992. Sam-
býlismaður hennar
er Sigurjón Ólafsson,
f. 27 nóvember 1965.
Sonur þeirra er
Sindri Snær, f. 21.
febrúar 2004.
Sambýlismaður
Erlu frá 1981 er
Friðbjörn Berg við-
skiptafræðingur, f. á
Akureyri 19. febr-
úar1947. Foreldrar
hans eru Ágúst Berg,
f. 19. ágúst 1910, d.
22 október 1979 og
Friðbjörg Friðbjörnsdóttir, f. 11.
janúar 1922.
Erla vann við skrifstofu- og sölu-
störf, lengi hjá H. Ólafsson & Bern-
höft, og síðar við sölumennsku, hjá
Sólarfilmu og síðast hjá Pennan-
um, en hætti störfum þar 1998
vegna veikinda.
Útför Erlu fer fram frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku besta mamma mín.
Ég trúi því að við fáum að velja
okkur foreldra áður en við fæðumst
inn í þetta líf, hvað ég er ánægð með
mitt val á þér, mamma mín. Þú varst í
raun mitt eina foreldri, því er ég svo
ánægð með mitt val. Þú varst það sem
ég þarfnaðist til að gera mig að þeirri
persónu sem ég er í dag. Kenndir mér
að elska og virða alla og allt í kringum
mig, vildir aldrei heyra mig tala ljótt
um nokkurn mann, en það var vegna
þíns einstaka fordómaleysis. Þú
kenndir mér að virða og skilja að ekki
erum við öll eins, og þú trúðir alltaf á
það góða í fólki. Þú hefur alltaf verið
mín stoð og stytta og stutt mig í öllu
sem ég hef tekið mér fyrir hendur og
það er svo ótrúlega áríðandi þegar
maður lítur til baka að þú hafir verið
sátt við mínar ákvarðanir í lífinu. Þótt
vel geti verið að þú hafir ekki alltaf
verið sátt við mínar ákvarðanir í lífinu
þá léstu aldrei annað í ljós og leyfðir
mér að vera sjálfstæð og það var það
sem þú kenndir mér svo vel. Þínir
góðu kostir voru margir og ég held og
vona að ég hafi tekið þá flesta upp eft-
ir þér ef frá er talin þinn ótrúlega
hæfni í sauma- og prjónaskap, sem þú
varst svo góð í áður en þú veiktist, þú
varst svo handlagin og ég man þegar
þú gerðir þér lítið fyrir og skelltir þér
á smíðanámskeið og smíðaðir handa
mér fínasta rúm sem ég svaf í mín
unglingsár. Svo skelltir þú þér á búta-
saumsnámskeið og saumaðir rúm-
teppi á fína rúmið. Svona varstu,
mamma mín, ótrúlega handlagin og
dugleg. Hvað það var erfitt fyrir þig
að fá þennan hræðilega sjúkdóm og
þegar líkaminn þinn hætti smátt og
smátt að hlýða þér og þú sem varst
alltaf svo sjálfstæð og vildir gera allt
sjálf. En það hefur gefið okkur, þínum
nánustu, mikið að hugsa um þig í
veikindum þínum, þótt undanfarna
mánuði hafi ég ekki getað varið eins
miklum tíma með þér og ég hefði vilj-
að vegna veikinda Sindra Snæs,
barnabarns þíns. En nú veit ég að þú
vakir yfir okkur og hjálpar okkur í
veikindum Sindra Snæs eins og þú
hefðir viljað gera. Karen Erla þín var
að tala um hvað hún væri heppin að fá
að kynnast þér áður en þú veiktist, og
hvað hún væri leið fyrir Sindra hönd
að hann fengi ekki að kynnast þér
svona, eins og þú varst, yndisleg
amma. Hún er svo ánægð með þessi
ómetanlegu ár með þér og afa Frið-
birni, hvað þið voruð dugleg að fá
hana „lánaða“ í fjöruferðir, pizzupartí
og aðrar skemmtilegar stundir sem
geymast í minningu hennar um þig
alla hennar ævi. Hvað ég er ánægð að
hafa komið með þessa tvo ljósageisla
inn í þitt líf og ég veit að það hjálpaði
þér mikið í veikindum þínum að eiga
þessi tvö yndislegu barnabörn. Nú
veit ég að þér líður vel mamma mín og
það hafa verið fagnaðarfundir þegar
þú mættir beint í afmælisveisluna
hennar Ellu frænku og hittir afa og
ömmu. Yndislega fallega og góða
mamma mín, hvað ég sakna þín mikið
og mun alltaf gera en ég held í góðu
og fallegu minningarnar um mína
góðu æsku með þér og allar okkar
stundir saman.
Ég elska þig alltaf.
Þín
Betty.
Elsku amma mín, nú þegar þú ert
farin minnist ég þess hversu góð
amma þú varst öll þessi ár sem ég
fékk að njóta með þér. En sárt er að
hugsa til þess að Sindri Snær litli
bróðir minn fær aldrei að kynnast þér
eins og ég gerði. En þegar hann eldist
og stækkar þá á ég eftir að segja hon-
um hversu yndislega ömmu hann átti.
Ég veit að veikindi þín voru erfið og
sumir dagar verri en aðrir en þú varst
svo dugleg í veikindunum.
Núna veit ég að þú ert á öruggum
og góðum stað amma mín, en ég mun
alltaf sakna þín og ávallt mun ég
hugsa til þín.
Þín
Karen Erla.
Vinkona Erla Ingibjörg er nú látin
eftir mikla baráttu við erfið veikindi.
Ég kynntist Erlu fyrir 24 árum
þegar hún fór að búa með Friðbirni
eldri bróður mannsins míns og hafa
fjölskyldur okkar átt margar ánægju-
stundir saman. Erla var glæsileg
kona og ætíð fallega klædd. Heimili
hennar og Friðbjörns bar vott um
smekkvísi hennar, það var stílhreint
og fallegt og var prýtt fögrum hlutum
sem voru Erlu kærir. Gaman var að
heimsækja hana og bar þá ýmislegt á
góma.
Erla var dugleg og sjálfstæð sem
birtist í því að hún gafst ekki upp þótt
á móti blési. Hún var hreinskiptin og
hafði ákveðnar skoðanir en hlustaði á
sjónarmið annarra og tók mið af
þeim. Hún bar umhyggju fyrir fólki
og hafði ríka réttlætiskennd. Ef Erlu
fannst á hlut einhvers hallað þá tók
hún málstað þess sem minna mátti sín
og sagði hlutina umbúðalaust.
Erla greindist með MS-sjúkdóm-
inn fyrir sjö árum. Hún var dugleg að
afla sér upplýsinga og fróðleiks um
sjúkdóminn. Einnig var hún tilbúin að
reyna bæði hefðbundnar og óhefð-
bundnar leiðir ef hún sá fram á að
þær gætu hugsanlega bætt stöðu
hennar. Ásamt því treysti Erla á að
framfarir yrðu í læknavísindum eins
og að lyf myndu finnast sem gætu
læknað hana og aðra sem haldnir
væru MS-sjúkdóminum. Það var
aðdáunarvert hvernig hún tók örlög-
um sínum en það gerði hún af mikilli
reisn og æðruleysi. Eftir að Erla
veiktist kynntist hún mörgum sem
stóðu í sömu baráttu og hún, henni
var styrkur í því.
Eftir að veikindi Erlu ágerðust átt-
um við tvær oft saman góðar stundir
og við ræddum margt. Oft töluðum
við um Bettý og börnin hennar sem
voru henni svo kær. Erla hafði misst
móður sína fyrir allmörgum árum og
fyrir örfáum árum missti hún bæði
föður sinn og einkasystur með stuttu
millibili. Þessi dauðsföll fengu mikið á
Erlu og fjölskylduna.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt því
láni að fagna að kynnast Erlu og eiga
hana sem vinkonu á lífsleiðinni. Ég og
fjölskylda mín þökkum samfylgdina.
Við sendum Friðbirni, Bettý, Sigur-
jóni, Karen Erlu, Sindra Snæ og öðr-
um aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Heiðrún Sverrisdóttir.
Að minnast Erlu frænku minnar er
mér ljúft.
Erla var einstaklega ljúf mann-
eskja, glaðvær og ótrúlega þrautseig í
langvarandi veikindum sínum.
Óvenju frændrækin var hún, mætti
alltaf er við frænkurnar hittumst.
Frænkuhópurinn, fimmtán samtals,
hefur hist nokkuð reglulega undan-
farna áratugi og höfum við kallað það
frænkuboð. En nú hefur fækkað í
hópnum um tvær því báðar systurn-
ar, Elín og Erla eru fallnar frá. Við
höfum skipst á að bjóða heim til okk-
ar, þar sem við búum á höfuðborg-
arsvæðinu, Hveragerði og Selfossi.
Frænkukvöldin hafa eflt frændsemi
og vináttu okkar og ég veit að Erla
naut samverunnar eins og við allar.
Við Erla erum bræðradætur, feður
okkar voru með þeim elstu í hópi tíu
systkina sem ólust ekki upp saman, í
foreldrahúsum. Vilhjálmur fæddur
1913 og Björn faðir minn árið 1914.
Þeir voru alla tíð góðir félagar og vin-
ir, báðir leigubílstjórar í áratugi á
Hreyfli, eins og reyndar fleiri af þeim
bræðrum.
Sterk ættarbönd eru í föðurfjöl-
skyldu okkar. Ættarmót hafa verið
haldin nokkur, það fyrsta var haustið
1982 í tilefni 100 ára ártíðar Ingi-
bjargar Gísladóttur ömmu okkar. Í
albúminu mínu sé ég að þar voru
Erla, Friðbjörn og Bettý, einnig Elín
og Halldór með Vilhjálm litla og Villi
frændi. Næst var ættarmót haldið 10
árum síðar og aftur eftir fimm ár, öll
voru þau haldin að haustinu nálægt
afmælisdegi Ingibjargar ömmu.
Á leið heim úr einu frænkuboðinu
vorið 1999, stakk Erla uppá því við
mig að efna til ættarmóts úti í nátt-
úrunni. Ákváðum við að hrinda þeirri
hugmynd í framkvæmd sem fyrst,
með stuttum fyrirvara, þegar veð-
urspá lofaði góðu veðri. Skömmu síð-
ar var hugmyndinni hrint í fram-
kvæmd og Erla lét boð út ganga, með
sólarhrings fyrirvara, að ættin hittist
á skógræktarsvæði í Sandahlíð í
Garðabæ. Það var ótrúlegt að sjá ætt-
mennin streyma að í kvöldblíðunni
með kjötið á grillið og góða skapið og
ánægju með þetta framtak. Það var
farið í leiki og notið samvista. Þar
komu saman 82, börn og fullorðnir.
Erla var mjög ánægð með hvernig til
tókst.
Síðasta ættarmótssumarið 2003,
treysti Erla sér ekki til að mæta. Hún
sendi frændfólkinu hlýjar kveðjur og
hafði gaman af að fá myndir af mótinu
og fréttir af því.
Erla hefur mátt þola mótlæti í líf-
inu, móður sína missti hún rúmlega
tvítug. Föður sinn og Elínu systur
sína sama árið 1998, bæði úr krabba-
meini.
Elín og Erla voru samheldnar syst-
ur og bjuggu báðar í Garðabæ.
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég
og systkini mín Friðbirni og Bettý og
fjölskyldu.
Erla Bil Bjarnardóttir.
Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar
ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem
veittu okkur mesta gleði.
(Nico.)
Í lok hippatímabilsins kynntumst
við stöllurnar í London sællar minn-
ingar. Oft höfum við rifjað upp þenn-
an ævintýralega tíma sem við upplifð-
um saman. Þarna vorum við ungar
stúlkur sem stunduðu hin ýmsu störf
eða voru við nám. Fasti punkturinn í
tilverunni var Íslendingapöbbinn
Freygátan. Ýmislegt annað var brall-
að, eins og leikið í bíómynd í Hyde
Park, farið á tónleika eða hangið á
Portobello Road á laugardögum.
Þetta voru dýrðardagar.
Síðan eru liðin 35 ár og hefur vin-
skapurinn lifað góðu lífi í formi
saumaklúbbsins Freygátunnar.
Margs er að minnast og af mörgu að
taka, eins og grillveislur, áramóta-
fagnaðir, sumarbústaðaferðir og
síðast en ekki síst ferðin okkar til
Dublin.
Sárt hefur verið að fylgjast með
Erlu vinkonu okkar undanfarin ár
takast á við þessi erfiðu veikindi sem
MS-sjúkdómurinn er. Það var ekki
alltaf sem hún treysti sér til að mæta í
saumaklúbb, en mikið erum við þakk-
látar fyrir þá yndislegu stund sem við
áttum á heimili þeirra Friðbjörns í
Hvannalundinum fyrir jólin. Þetta
var ennfremur hennar síðasti sauma-
klúbbur. Hennar verður sárt saknað
en eftir lifir minningin um glæsilega
og góða vinkonu.
Elsku Friðbjörn, Bettý, Sigurjón,
Karen Erla og Sindri Snær, okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi
ykkur styrk.
Birna, Erna, Gunnhildur, Jóna,
Rut, Sigfríð, Sigurlín og Sólborg.
Svipurinn með þeim mæðgum Erlu
og Bettý æskuvinkonu minni blasir
ekki við í fljótu bragði. Erla, svo há-
vaxin og ljós yfirlitum. Einkadóttirin
með suðrænni svip. Bettý hefur hins
vegar fengið í vöggugjöf margt frá
móður sinni og tvímælalaust á hún
henni að þakka marga af sínum helstu
kostum.
Það er ekki óhugsandi að ég hafi á
einhverjum tímapunkti öfundað
Bettý fyrir að eiga svo unga mömmu
sem Erla var. Ekki bara af því að föt-
in hennar Erlu og snyrtivörur voru
frekar í takt við tískuhugmyndir okk-
ar vinkvennanna en það sem ég hefði
getað gengið að heima hjá mér. Það
var nefnilega ekki síður sú hugmynd
mín að ungum foreldrum hlyti að
fylgja meira frjálslyndi og minna
regluverk í heimilishaldinu. Þegar
svo við bættist sú staðreynd að Erla
var einstæð, útivinnandi móðir fannst
mér að það ætti að vera borðleggjandi
að Bettý nyti allra þeirra fríðinda sem
margir krakkar hafa hvað mest í há-
vegum; langur útivistartími, sælgæti
án skilyrða og hóflegar áhyggjur af
umgengni á heimilinu. Sem heima-
gangur á heimili þeirra mæðgna frá 6
ára aldri eða svo, fyrst á Bræðraborg-
arstígnum og síðar á Hagamelnum,
kynntist ég því hins vegar að þannig
var því þó alls ekki farið þar. Sem bet-
ur fer, auðvitað eftir á að hyggja. Ég
minnist Erlu sem ákaflega reglu-
samrar og ákveðinnar mömmu sem
lagði ríka áherslu á gott uppeldi
einkadóttur sinnar. Vissulega nutu
Bettý og vinkonur hennar þess að
geta stundum verið einar heima, til
dæmis við tilraunastarfsemi í eldhús-
inu. Það var hins vegar aldrei gert án
leyfis og enginn velktist í vafa um að
strangar reglur giltu um umgengni
og frágang. Þannig ólst Bettý vinkona
mín upp við þann sjálfsagða, en alls
ekki sjálfgefna, aga sem alltof sjaldan
er þakkað fyrir síðar meir. Þannig bjó
mamma hennar henni það veganesti
sem Bettý mun án efa færa barna-
börnunum hennar. Nú þegar Erla
kveður, langt um aldur fram, minnist
ég hennar sem síungrar mömmu
Bettýjar, glaðlegrar, vaskrar og
myndalegrar.
Friðbirni, Bettý og öðrum ástvin-
um Erlu votta ég samúð mína.
Sigríður Ásthildur Andersen.
ERLA INGIBJÖRG
VILHJÁLMSDÓTTIR
kvæmni, mátaði og athugaði vel gæð-
in og var loks vel sáttur við þrenn föt
og kaupin voru gerð. Þegar komið var
að kassanum og tæplega þúsund
mörk voru komin upp úr veski Svein-
björns tók kaupmaðurinn upp á því að
krefja 45 marka viðbótargreiðslu fyr-
ir buxnastyttingar og lagfæringar á
ermum.
Í huga Sveinbjörns var hér brotið
grundvallaratriði, kaupin höfðu farið
fram og nú voru framsettar bakkröf-
ur sem ekki áttu rétt á sér.
Það skipti engum togum, mörkin
hurfu aftur í veski Sveinbjörns og
hann snerist á hæl og gekk úr búð-
inni. Skipti engu þótt sá þýski hlypi á
eftir beygði sig og hneigði og bæðist
afsökunar og byði jafnfram viðbót-
arafslátt frá áður umsömdu verði.
Grundvallaratriði höfðu verið brotin
og þar með varð ekki af viðskiptum.
Þessi atburður er mér alltaf minn-
isstæður og mér þykir hún lýsa Svein-
birni vel. Í viðskiptum urðu orð að
standa, bakkröfur og undirmál voru
ekki liðin.
Ég átti því láni að fagna að eiga
Sveinbjörn að vini og jafnhliða sem
traustan viðskiptavin í áratugi. Þau
kynni voru í senn góð og skemmtileg
og viðskiptin að auki báðum hagfelld
og skemmtileg.
Ég trúi því að þeir eiginleikar
Sveinbjörns sem ég er að reyna lýsa
hér hafi ráðið mestu um hans vel-
gengni í íslenskum byggingariðnaði
og þeir eiginleikar séu meginástæða
þess að hann skilur eftir sig elsta
starfandi byggingarfélag landsins
sem synir hans stýra í dag.
Að leiðarlokum er hugur minn full-
ur gleði og þakklæti fyrir að hafa átt
Sveinbjörn að samferðamanni og vini
í fjóra áratugi. Af honum hef ég
margt lært um íslenskan veruleika.
Ég færi Helgu og fjölskyldunni allri
mínar innilegustu kveðjur á þessari
stundu og veit að þeim farnast öllum
vel með gildin hans Sveinbjörns að
leiðarljósi.
Víglundur Þorsteinsson.
Látinn er í Reykjavík Sveinbjörn
Sigurðsson byggingarmeistari á 86.
aldursári.
Með Sveinbirni er genginn einn
svip- og afkastamesti byggingar-
meistari í Reykjavík á 20. öld.
Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði
rétt tvítugur að aldri og hóf eigin at-
vinnurekstur aðeins tveimur árum
síðar. Náði hann því að vera með eigin
atvinnurekstur í rúma hálfa öld.
Að baki stendur fjöldi bygginga,
margar þeirra opinberar, auk þess
sem hann útskrifaði fjölda sveina í
fagi sínu.
Á starfstíma sínum byggði Svein-
björn nær allar tegundir bygginga,
ýmist fyrir eigin reikning eða í verk-
töku. Lætur nærri að hann sé skráður
húsasmíðameistari 300 verka og eru
þá ótalin öll viðhaldsverk. Eitt
stærsta og síðasta verk Sveinbjörns
var bygging Borgarleikhússins. Varð
það gæfa skattgreiðenda í Reykjavík
að hann kom að verkinu og fylgdi því
til loka. Við verklok var leikhúsið, vel
búið tækjum og tólum, eitt ódýrasta
leikhús í norðanverðri Evrópu.
Sveinbjörn var myndarmaður á
velli og mun vel hafa verið búinn
íþróttum á yngri árum. Hann var
hreinskilinn, léttur í lund og sá oft
hlutina í öðru ljósi en viðmælendur
hans. Urðu mörg ummæli hans fleyg
og þjóðsagnapersóna var hann í lif-
anda lífi.
Hann einkenndi heiðarleiki og orð-
heldni, munnlegir samningar giltu
jafnt skriflegum.
Sveinbjörn var náttúruunnandi og í
honum bjó náttúrukraftur.
Farsæld og gæfa Sveinbjörns
byggði ekki einungis á hans eigin
verðleikum, þar kom einnig til eigin-
kona hans, Helga Kristinsdóttir, en
jafnræði var mikið með þeim hjónum,
bæði höfðingjar miklir. Að afloknu
miklu dagsverki gat Sveinbjörn litið
yfir Reykjavík og séð þar afrakstur
atorku sinnar og eins gat hann virt
fyrir sér stóran hóp afkomenda sem
sverja sig í ættina af dugnaði og
atorku. Helgu og þeim öllum eru hér
færðar samúðarkveðjur um leið og
blessuð er minning og vinátta þökkuð
við athafna- og drengskaparmanninn
Sveinbjörn Sigurðsson.
Magnús Sædal.
Lokað
verður í dag, mánudaginn 6. júní, vegna útfarar SVEINBJÖRNS
SIGURÐSSONAR.
Anna María Design
gullsmiður,
Skólavörðustíg 3.