Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 31 DAGBÓK Félagsstarf Bandalag kvenna í Reykjavík | Hin árlega gróðursetningarferð verður farin þriðjudaginn 7. júní nk. frá Hall- veigarstöðum kl. 17. Þátttaka til- kynnist til Elínar sími 561 5622 eða Dóru sími 551 6701. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16 samverustund með Guðnýju, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gull- smára kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá 12.30 til 16.30. Spilað brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna og tréútskurður. Frá há- degi spilasalur opinn. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun og opin vinnustofa, kl. 10 fóta- aðgerð, bænastund, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Kaffi, rabb og Moggi kl. 9. Ganga kl. 9.30. Félagsvist kl. 13.30. Gaflarakórinn kl. 17. Hvassaleiti 56–58 | Jóga. Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádeg- isverður. Frjáls spilamennska kl. 13– 16. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum aldurshópum. Betri stofa og Listasmiðja 9–16: Frjáls handa- vinna. Félagsvist kl. 13.30. Lands- bankinn 6. og 20. júní kl. 10–10.30. Dagblöðin liggja frammi. Hádeg- ismatur og síðdegiskaffi. Hár- greiðslustofa 568 3139. Dagblöðin liggja frami. Nánari upplýsingar í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kvennahlaup í Garðabæ laugardaginn 11. júní kl. 14, farið frá Vesturgötu 7 kl. 12.45. Upp- lýsingar og skráning í síma 535 2740. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30. Handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 Leikfimi (júní–júlí ). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt almenn kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt kl. 9.30 til 16.00, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, frjáls spilamennska kl. 13. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 6. júní, ersextugur Kolbeinn Gunn- arsson, Hverfisgötu 72, Reykjavík. Kolbeinn og eiginkona hans, Sjöfn Gunnarsdóttir, verða að heiman á af- mælisdaginn. Góð þjónusta ÉG lenti í árekstri og þurfti að leita til Tjónamiðstöðvar Sjóvá og þar tóku vel á móti mér Sigurður og Ás- grímur. Voru þeir mjög almennilegir og fékk ég bílinn greiddan út, en hann var kaskótryggður. Fór ég því næst til Ingvars Helga- sonar að athuga með annan bíl og var það 10. bíllinn sem við fáum frá þeim, þar afgreiddu okkur Pétur og Gunnar sölumaður, mjög indæll. Við fengum leðurlyklakippu og veiðikort og svo beið blómvöndur í sætinu á bílnum þegar við fengum hann afhentan. Ein ánægð. Leitað að Gunnari ÉG undirrituð er að leita að Gunn- ari, sem er læknir. Hann dvaldi í Lanzarote árið 1997 eða 1998 vegna 50 ára afmælis og með honum voru dætur hans. Hann gaf mér heim- ilisfangið sitt en ég hef því miður týnt því. Ég hef áhuga á að komast í sam- band við Gunnar og þeir sem gætu liðsinnt mér hafi samband við: Sofia Berglund, Uelandsg 57K, 0457 Oslo, Norway. Frábær grein Ingibjargar Í MORGUNBLAÐINU sl. föstudag er grein eftir Ingibjörgu Karls- dóttur sem nefnist „Athyglisbrestur, ofvirkni og rítalín“. Vil ég þakka Ingibjörgu fyrir mjög góða grein og fróðlega og fannst mér eins og hún væri að skrifa um minn ungling, en ég hef mætt skilningsleysis víða vegna hans. Kærar þakkir, Ingibjörg. Móðir. Skótau barna MIG langar að koma þeirri ósk á framfæri að ungar mæður hugi bet- ur að skótaui barnanna, því að það eru þungir og luralegir skór sem börn ganga í nú til dags. Þeir hafa vond áhrif á allar hreyfingar í skrokknum. En ung börn þurfa að vera í léttum og mjúkum skóm sem hægt er að leggja saman. Amma. Að losna við ketti HVERS konar fólk er það sem hendir kettlingum, sem það þarf að losna við, út í Heiðmörk. Það kostar ekki nema 300 krónur að svæfa litla kettlinga og 8-9 þúsund að láta gelda læður en þær eru þá sprautaðar í leiðinni. Finnst mér að fólk eigi frek- ar að nota þessa möguleika heldur en að henda dýrunum eins og hverju öðru rusli. Dýravinur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Sirkus á hafnarbakkanum kl. 20 Hinn heimsþekkti franski sirkus Cirque slær upp tjaldi á Hafnarbakkanum í miðbæ Reykjavíkur 2.–6. júní. Um er að ræða samstarf Listahátíðar í Reykjavík og Hátíðar hafsins sem fram fer um sama leyti. Sýningin sem nefnist „The Story of Auguste“ hefur allt að geyma sem prýðir skemmtilegan sirkus, bæði sjónhverfingar og loftfimleika, en er að sama skapi mikil leiksýning sem sögð er höfða til allra sex skilningarvitanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.