Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 8

Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Allt útlit er fyrir aðgeitungastofn viðÍsland sé nánast hruninn eins og fram kom í blaðinu í gær. Þessi mikla fækkun geitunga vekur blendnar tilfinningar – þeir sem eru lítt hrifnir af þessum skepnum varpa öndinni léttar en hrunið kemur illa við meindýra- eyða, sem hafa alla jafna verið á vertíð á sumrin við að fjarlægja bú. Talið er að um 15 mein- dýraeyðar séu starfandi á höfuðborgarsvæðinu og talsverð- ur fjöldi úti á landi og ljóst að hvarf geitunganna kemur við starfsemi þeirra. Smári Sveinsson, meindýraeyð- ir hjá Vörnum og eftirliti, segist taka 3–400 geitungabú á meðal- sumri en hann hefur enn ekki fengið ósk um að fjarlægja bú í vor og sumar. Hvert útkall kostar 5.000 krónur og segist Smári því missa af tekjum upp á um tvær milljónir króna vegna þessa. Fyrir vikið verður hann að draga saman seglin í sumar og ræður færri starfsmenn en áður en hann hefur haft allt að sex starfsmenn á sumri. „Þetta hefur verið vertíð hjá okkur á sumrin,“ segir Smári. Þegar geitungabúin eru farin segist hann reikna með að mest verði að gera við að fjarlægja starrahreiður í sumar, auk þess sem ýmis önnur verkefni detti allt- af inn, s.s músagangur og silfur- skottur í heimahúsum. Önnur verkefni vinna upp á móti tapinu Róbert Ólafsson, meindýraeyð- ir, segir að tekjutap vegna færri geitunga hafi engin veruleg áhrif á rekstrarafkomu hans. Hann segist hafa fengið á bilinu 100–200 útköll á sumri vegna geitungabúa og því sé ekki um miklar upphæðir að ræða og á móti komi að útköllum af öðrum ástæðum hafi fjölgað. T.a.m. sé töluvert meira af útköll- um vegna roðamaura og köngulóa í ár en áður, en Róbert segir það færast í aukana að mikið magn af köngulóm sé í görðum hjá fólki. Róbert segir að geitungabönum hafi fjölgað mjög á undanförnum árum og einnig hafi það færst í aukana að fólk fjarlægi búin sjálf. Því hafi útköllum á ári fækkað talsvert miðað við það sem áður var og áhrifin af hruni stofnsins séu því ekki jafnmikil og ella. Ólafur Sigurðsson, meindýra- eyðir, tekur í sama streng og seg- ist vissulega missa af einhverjum tekjum en annað vegi upp á móti. „Meindýraeyðar hafa fengið fleiri og fjölbreyttari verkefni vegna betri tíðar,“ segir hann. Einn viðmælanda blaðsins sagði að fækkun geitunga myndi koma mest niður á þeim sem hafa þetta sem aukastarf, t.d. á sumrin, en þeir sem starfa við þetta allt árið hafa oftar en ekki önnur verkefni og fasta kúnna. Ýmsir varpa öndinni léttar Þeir eru hins vegar eflaust margir sem varpa öndinni léttar eftir fækkun geitunga. Geitungar gerast árásargjarnir þegar líður á sumarið og þeir eru ófáir sem hafa verið stungnir af geitungum og ef- laust muna margir eftir því að kennslustundir hafi stöðvast eða að vinnustaður lamast eftir að geitungur gerði vart við sig. Marg- ir eru hræddir við þessi dýr og geitungafælni er vel þekkt. Daníel Isebarn Ágústsson, laga- og hag- fræðinemi, er einn þeirra sem þjá- ist af geitungafælni og segir hann að sú hræðsla hafi stundum gert honum erfitt fyrir, t.d. geti hann ekki sofið við opinn glugga. „Þegar geitungur kemur inn í herbergi eða svæði sem ég er á, gerist ekkert á meðan. Ég verð að koma honum í burtu og hætti öllu sem ég er að gera,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi reynt ýmislegt til að losna við geitung- ana, m.a. borið á sig krem sem eigi að fæla geitunga frá og tekið B-vítamín. Þá hafi hann keypt tæki sem gefur frá sér hátíðnihljóð sem geitungarnir þola illa og jafn- vel reynt að læra að þekkja ólíkar geitungategundir í sundur til þess að vita hvort um holugeitung væri að ræða, en hann er árásargjarn- astur af geitungategundunum fjórum. Hann segir að tíðindin um að geitungastofninn sé nánast hruninn hafi því verið kærkomin. „Þetta er virkilegur léttir fyrir mig að fá þessar fréttir.“ Geitungafælni algeng hér á landi Eiríkur Örn Arnarson sálfræð- ingur segir fælni vegna geitunga algenga hér á landi og fari oft sam- an við fælni við býflugur. Fælnin er árstíðabundin og fólk finnur helst fyrir henni á vorin og sumrin, þegar geitungar eru á ferli. Hann segir að það aðgreini fælni frá ótta, að sá sem haldinn er fælni geri allt sem í hans valdi stendur til þess að lenda ekki í tilteknum aðstæðum. Þeir sem þjást af geit- ungafælni forðist í sumum tilvik- um að fara út eða opna glugga á sumrin. Aðspurður hvort bjartari tíð sé framundan hjá þeim sem þjást af geitungafælni, segist Ei- ríkur reikna með að svo sé og að fólk verði eflaust rólegra í sumar. Fréttaskýring | Geitungastofninn á Íslandi verður í lágmarki í sumar Vekur blendn- ar tilfinningar Meindýraeyðar hafa minna að gera en geitungafælið fólk andar léttar Sumir fagna því að geitungar séu að hverfa. Fjórar tegundir geitunga finnast hér á landi  Ferns konar geitunga má finna hér á landi; holugeitung, trjágeitung, húsageitung og roðageitung. Hinir tveir fyrst- nefndu eru algengastir en húsa- geitungur og roðageitungur eru sjaldgæfari. Holugeitungur fannst fyrst hér á landi á áttunda áratug 20. aldar og trjágeit- ungur fannst fyrst árið 1980. Þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið frá því að geitungar námu hér land eru þeir vel þekktir og hafa reynst óvinsælir gestir. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÞESSIR krakkar voru að planta skrautlegum blómum, sem mynda skjaldarmerki Reykjavíkurborgar, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þau í Ártúns- brekkunni í blíðviðrinu á dögunum. Merkið mun blasa við sjónum vegfarenda um brekkuna í sumar og vissara að láta það ekki trufla sig við aksturinn. Morgunblaðið/ÞÖK Skjaldarmerkið gróðursett

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.