Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 40
Morgunblaðið/Golli Vorleysingar í skólastarfi STARF í skólum landsins tekur víð- ast hvar á sig nokkuð óhefðbundna mynd í kjölfar vorprófanna. Þema- dagar, vettvangsferðir, námskeið og önnur óhefðbundin kennsla taka gjarnan við „harðri kennslu“. Þá er víða einungis kennt hluta úr deg- inum. Á meðan margir foreldrar vilja að skólanum ljúki fyrr, svo börnin geti notið sumarsins, eru aðrir óánægðir með skerta daga. Þá kunna aðrir vel að meta slíkt upp- brot á skólastarfi. Í samtali við Morgunblaðið í dag lýsa nokkrir skólastjórar yfir ánægju sinni með þetta fyrir- komulag uppbrots. Segja þeir starf- ið bjóða upp á sveigjanleika og möguleika til fjölbreytni í skóla- starfi. Þá sé mikilvægt að börnin geti notið útivistarinnar þegar bjart og fallegt er orðið úti. | 4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. sjást hjólför eftir mótorhjól báðum megin við veginn og á einum stað hefur margoft verið ekið upp í brekkuna. Þegar blaðamaður var þar á ferð í gær sá hann fjóra mót- orhjólamenn aka utanvegar, fyrst tvo fullorðna karlmenn og síðan tvo fremur unga pilta. Annar piltanna sagðist hafa haldið að þeir mættu aka við hlið vegarins og að þetta væru gamlar malarnámur. Akstur fyrir utan veginn er hins vegar ólög- legur, að sögn lögreglunnar í Kefla- vík. Þegar piltunum var gert þetta ljóst sögðust þeir ætla að hætta akstrinum. Pilturinn bætti því við að þeir mættu eiginlega hvergi aka og að ekkert æfingasvæði væri í grennd við Hafnarfjörð. Af þessum sökum væri algengt að mótorhjólamenn ækju eftir Breiðdalnum og víðar, þessi mál væru eiginlega í „rugli“. INNFLUTNINGUR á torfærumót- orhjólum hefur margfaldast á nokkr- um árum og er talið að á þessu ári fjölgi þeim um 300–400. Á höfuð- borgarsvæðinu eru líklega um 1.500 slík hjól en þar er aðeins eitt æfinga- svæði, um þrír ferkílómetrar að stærð, og segja samtök mótorhjóla- manna að þessi skortur á æfinga- svæðum valdi því að erfitt sé að fá menn til að láta af utanvegaakstri. Á Reykjanesi eru víða áberandi för eftir utanvegaakstur, bæði eftir mótorhjól og jeppa. Árni Bragason hjá Umhverfisstofnun hefur áhyggj- ur af því að fjölgun torfærumótor- hjóla valdi auknum utanvegaakstri. Fljótlega eftir að beygt er inn á Djúpavatnsleið af Krýsuvíkurvegi Allt að 400 torfærumótor- hjól að bætast í flotann Morgunblaðið/Rúnar Við Djúpavatnsleið er mikið um för eftir torfærumótorhjól. Pilturinn á þessari mynd taldi að hann mætti aka þar um og lýsti jafnframt óánægju sinni með að einhverjir hefðu ekið upp í hlíðina. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Utanvegaakstur á Reykjanesi og Hellisheiði færist í aukana Mistókst að sökkva háhyrningshræi HÁHYRNINGSHRÆ rak upp í Hafnarfjarðarhöfn á laugardag og olli hafnaryfirvöldum nokkrum erfiðleikum. Tilraunir til að sökkva hræinu mistókust og var sprengjusérfræð- ingur Landhelgisgæslunnar kall- aður til. Hræið var dregið langt út á haf og sprengt þar, en spreng- ingin gerði ekki annað en að skipta hræinu í tvennt og hélt það áfram að reka, í tveimur hlutum. Hræbútarnir voru þá dregnir aftur að landi og bundnir við Val- húsabauju á Valhúsagrunni, rétt fyrir utan ytri höfnina í Hafnar- firði. Ekki var búið að taka ákvörðun í gær um framtíð hræs- ins. Loksins fer að rigna NÚ GETA bændur tekið gleði sína á ný og tún og akrar sprottið af nýjum krafti, því Veðurstofa Íslands hefur spáð rigningu næstu daga. Rigningin fylgir sunnanáttinni sem verður ríkjandi næstu daga með tilheyr- andi hlýindum. Haraldur Eiríksson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að á næstu dögum verði þriðju- dagurinn blautastur og þá geti orðið nokkuð drjúg væta. „Það verður lítil úrkoma á miðvikudag þó það verði einhverjar skúrir,“ segir Haraldur og bætir við að nýjustu spár geri ráð fyrir ein- hverri úrkomu á fimmtudag. „Það hefur verið þurrkur meira og minna síðastliðinn mánuð, svo þetta er töluverð breyting. Það er ljóst að gróðurinn þarf á þessu að halda, það er allt skraufþurrt og þarf vætu,“ segir Haraldur. FORMAÐUR Útvegsmannafélags Reykjavíkur, Hjörtur Gíslason, harmaði í ræðu sinni á sjómannadeg- inum í Reykjavík framgang borgar- yfirvalda við skipulagningu hafnar- svæðisins. Hjörtur benti á að mestan hluta síðustu aldar hefði Reykjavík verið stærsta verstöð Íslands en í dag væri hún hin þriðja stærsta. Hann taldi að fyrirhugaðar framkvæmdir borgar- innar á hafnarsvæðinu, bygging tón- listarhúss og brotthvarf Slippsins, myndu draga enn frekar úr mætti hafnarsvæðisins. Segir breytingarnar gæða höfnina nýju lífi Hjörtur fjallaði í ávarpi sínu einn- ig um sjómannaafsláttinn. Benti hann á að á öllum Norðurlöndunum tíðkaðist að veita sjómönnum skatta- afslátt og taldi það kaldar kveðjur til íslenskra sjómanna að fella þennan frádrátt niður hér á landi. Helgi Hjörvar, stjórnarformaður Faxa- flóahafna, flutti ávarp við hátíðahöld- in á Miðbakkanum og bar lof á fyr- irhugaðar breytingar á hafnar- svæðinu. Hann taldi að tilkoma tónlistarhúss og íbúðabyggðar, bætt aðstaða fyrir skemmtiferðaskip og hótel og veitingahús í „heimsklassa“ myndu glæða höfnina nýju lífi og efla samband hennar við borgina á nú- tímalegan hátt. Ólík sýn á framtíð Reykjavíkurhafnar í sjómannadagsræðum Áform borgaryfirvalda um höfnina gagnrýnd  Sjómannadagurinn | Miðopna Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ein helsta perla hátíðarhaldanna á Miðbakka Reykjavíkurhafnar var sýning á hinum ýmsu furðufiskum. Yngstu kynslóðinni þóttu fiskarnir afar áhugaverðir og ekki var annað að sjá en að þeir eldri fylltust líka forvitni. „Karamellu- dýr“ í nýja meðferð ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur ómerkt þá ákvörðun samkeppnisráðs frá því fyrr á þessu ári að Góa-Linda sælgætisgerð hafi brotið samkeppnislög með notkun á orðinu „karamelludýr“ fyrir eina af sínum framleiðsluvörum. Vísar nefndin málinu til nýrrar meðferðar samkeppnisráðs. Málavextir eru þeir helstir að Móna kvartaði til Samkeppnisstofn- unar í október árið 2002 yfir hátt- semi Góu-Lindu við framleiðslu og markaðssetningu á sælgætinu „Karamelludýr“. Móna hafði þá framleitt sams konar vöru og undir sama heiti. Árið 1999 fékk Móna svo vörumerkið „karamelludýr“ skráð hjá Einkaleyfastofu og dró Góa- Linda þá sína afurð út af mark- aðnum. Um vorið 2002 hóf Móna að selja karamelludýrin í stórri pakkn- ingu fyrir verslanir og stórmarkaði og setti Góa-Linda þá svipaða vöru á markaðinn á ný. Fékk Góa-Linda einnig skráð hjá Einkaleyfastofu vörumerkið „Karamelludýrin frá Góu“ en Samkeppnisstofnun beið eftir þeirri niðurstöðu áður en úr- skurður var felldur. Áfrýjunarnefndin telur nauðsyn- legt að rannsaka málið betur svo að glögg réttarstaða fáist. GÖMUL Lada skemmdist þeg- ar eldur varð laus í sinu í gömlu túni við Gvendarstaði í Köldu- kinn í gærkvöldi. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík var verið að nota Löduna við að smala kindahópi eftir túninu þegar eldur kviknaði í sinunni, hugs- anlega út frá Lödunni. Það hef- ur þó ekki verið staðfest og verður ekki rannsakað frekar. Þrír bílar frá Slökkviliði Þing- eyjarsveitar komu á vettvang og aðstoðuðu bóndann við að slökkva eldinn. Sinueldur í Köldukinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.