Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓSVIKIN SPENNA M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ENGLAROGDJÖFLAR EFTIR DANBROWN HÖFUNDDA VINCI LYKILSINS „... fantaspennandi reyfari, hugmynda- ríkur meðmenntuðu ívafi.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV MINNI ÞORSKSTOFN Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði þorskstofninn ekki jafnstóran og að var stefnt í ræðu sinni á sjómannadeginum í gær. Stofninn hefði verið 839 þúsund tonn árið 1973 en var 854 þúsund tonn í fyrra og segja mætti að við værum enn í sama farinu. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar tekur undir orð ráðherrans. Fjölgun mótorhjóla Talið er að á bilinu 3–400 mótor- hjól verði flutt inn á þessu ári en nú eru alls um 1.500 hjól á höfuðborg- arsvæðinu. Þar er aðeins eitt æfing- arsvæði fyrir mótorhjól og segja samtök mótorhjólamanna að skort- ur á æfingarsvæðum valdi því að erfitt sé að fá menn til að hætta utanvegaakstri. Borgaryfirvöld gagnrýnd Hjörtur Gíslason, formaður Út- vegsmannafélags Reykjavíkur, gagnrýndi framgang borgaryf- irvalda við skipulagningu hafn- arsvæðisins í ræðu sinni á sjó- mannadeginum í gær. Sagði hann byggingu tónlistarhúss og brott- hvarf slippsins, draga úr mætti hafnarsvæðisins. Fer ESB-skriðan af stað Flest virðist benda til þess að ólgan og óvissan muni enn aukast innan Evrópusambandsins í vik- unni. Upp kann að blossa deila um hvernig bregðast beri við þeirri ákvörðun kjósenda í Frakklandi og Hollandi að hafna nýrri stjórn- arskrá sambandsins. Líklegt þykir að bresk stjórnvöld lýsi yfir að staðfestingarferlinu verði frestað í landinu. Stórsigur Hezbollah Hezbollah, herská samtök sjíta múslima, unnu stórsigur í annarri lotu þingkosninga í landinu í gær. Þetta eru fyrstu kosningar í land- inu eftir að þriggja áratuga hersetu Sýrlendinga lauk í landinu í apríl síðastliðnum. Kjörsókn var 45% en um 650.000 manns voru á kjörskrá. Ákæra Saddam í tólf l iðum Ákæra á hendur Saddam Huss- ein, fyrrv. forseta Íraks, um glæpi gegn mannkyni verður í tólf liðum. Líklegt er að réttarhöld yfir honum hefjist innan tveggja mánaða. Lög- menn Saddams eru ósáttir við hvernig honum var birt ákæran og segja það ólöglegt. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Myndasögur 30 Viðskipti 11 Dagbók 30/32 Vesturland 12 Víkverji 30 Erlent 14 Velvakandi 31 Daglegt líf 16/18 Staður og stund 32 Menning 19, 33/37 Leikhús 33 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Umræðan 22 Ljósvakar 38 Bréf 22 Veður 39 Minningar 24/28 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRÍR piltar voru fluttir á heilsu- gæslustöð Patreksfjarðar vegna gruns um reykeitrun þegar eldur kviknaði í sumarbústað í Litla-Laug- ardal á Tálknafirði á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudags. Töluverður fjöldi fólks var í bústaðnum þegar eld- urinn kom upp. Slökkvistarf gekk greiðlega en töluverðar skemmdir urðu þó í eldinum. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn. Snæbjörn Geir Viggósson, einn sjö eigenda bústaðarins, segir skemmd- irnar miklar, aðallega sótskemmdir. „Það voru ekki miklar brunaskemmd- ir, því krakkarnir stóðu sig svo vel í að slökkva þetta, þau voru búin að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom,“ segir Snæbjörn. „Það var heiti potturinn sem reddaði því, krakkarn- ir mynduðu bara röð og handlönguðu öll ílát sem hægt var að bera vatn í, það voru balar og ruslafötur, pottar og pönnur, nefndu það.“ Að sögn Snæbjörns er bústaðurinn afar vinsæll hjá fjölskyldunni og vina- fólki hennar og sérstaklega um þessa helgi. „Það hefur oft verið góður gleð- skapur þarna og þetta fer alltaf vel fram,“ segir Snæbjörn, en gestir bú- staðarins, sem voru á aldrinum 17–25 ára, voru allir úti í heita pottinum þegar reykskynjarinn fór í gang. „Eldurinn náði eitthvað að magn- ast áður en reykskynjarinn fór að pípa,“ segir Snæbjörn sem þakkar skjótum viðbrögðum unga fólksins að ekki fór verr. „En drengirnir þrír sem fengu reykeitrun stóðu allir í eldlín- unni í slökkvistarfinu, þar á meðal sonur minn. Þeir munu allir vera yfir nóttina undir læknishöndum.“ Þrír fengu reykeitrun eftir að eldur blossaði upp í sumarbústað í Tálknafirði Sóttu vatn í heita pottinn Snæbjörn Geir við heita pottinn góða sem reyndist ómetanlegur í slökkvi- starfinu, en ofan í pottinum sitja bræður Snæbjörns, Þorbjörn og Símon, ásamt Birnu Benediktsdóttur, konu Símonar. Ljósmynd/Adam Finnsson Bústaðurinn er mikið skemmdur af sóti og reyk, en sem betur fer náði eldurinn ekki að læsa sig í timbur- veggi eða þak hússins. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÍBÚAR Skorradals höfnuðu samein- ingu við fjögur önnur sveitarfélög í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar í annað sinn í atkvæðagreiðslu á laug- ardaginn. Alls kusu 43 af 49 atkvæða- bærum íbúum Skorradalshrepps og 26 þeirra, eða 60,5% höfnuðu samein- ingu en 17 íbúar, eða 39,5% af þeim sem greiddu atkvæði, samþykktu hana. Fyrri atkvæðagreiðslan fór fram 23. apríl og voru úrslitin þar mjög keimlík, 28 höfnuðu henni en 17 samþykktu. Á sama tíma var kosið um samein- inguna í hinum sveitarfélögunum; Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðar- hreppi og var sameiningin samþykkt á öllum þessum stöðum, þótt úrslitin hafi verið misafgerandi. Davíð Pétursson, hreppsstjóri í Skorradal, segir að ekki hafi verið hægt að búast við öðrum úrslitum í ljósi þess hve stuttur tími leið á milli kosninganna og hve lítið hafi breyst á meðan. Spurður um hvaða ástæður hann telji að búi að baki niðurstöð- unni segir Davíð það hafa neikvæð áhrif á sameiningu þegar reynt er að þrýsta á slíka sameiningu að ofan. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar í Borgarfirði, segist hafa gert sér vonir um að Skor- dælingar samþykktu sameininguna. „Það er auðvitað pínulítil móða á sam- einuðum Borgarfirði að Skorradalur sé ekki með. Þeir hefðu haft þar ým- islegt gott til málanna að leggja,“ seg- ir Sveinbjörn. Hann segir að í síðari kosningunum hafi íbúar haft raun- verulegt val, þar sem hin sveitarfélög- in höfðu samþykkt sameininguna. Höfnuðu í annað sinn í Skorradal HARKALEG bílvelta varð á Ísólfs- skálaleið í Reykjanesrallinu sem fram fór á laugardaginn. Þeir Loftur Guðni Matthíasson og Ingvar Ari Arason rallökumenn misstu stjórn á Toyota Corolla 1600 keppnisbifreið sinni með þeim afleiðingum að bíll- inn fór út af veginum, lenti á hraun- dranga og kastaðist aftur upp á veg- inn þar sem hann valt tvær heilar veltur. Loftur og Ingvar voru lurk- um lamdir eftir veltuna en óslasaðir. Hörð bílvelta í Reykjanesrallinu Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson LÖGREGLAN í Þingeyjarsýslum hefur handtekið sjö aðila vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli á Raufarhöfn. Í aðgerð sem fram fór um helgina lagði lögreglan hald á nokkuð magn fíkniefna og tækja til neyslu þeirra. U.þ.b. 25–30 grömm af hvítum efnum voru haldlögð, auk u.þ.b. 50 taflna sem líklegt þykir að séu e-töflur. Hinum grunuðu var sleppt í kjölfar yfirheyrslna. Sjö teknir á Raufarhöfn vegna fíkniefna Á SÍÐASTA fundi sínum samþykkti mannafnanefnd eiginnöfnin Ljós- álfur og Spartakus fyrir pilta og Elínheiður og Janetta fyrir stúlkur. Þá féllst hún á millinafnið Diljan. Nefndin hafnaði á hinn bóginn beiðni um eiginnöfnin Hnikarr og Mar og hafnaði jafnframt beiðni um að endurskoða ákvörðun um að hafna Önnurósu og Eleonoru. Samþykkti Ljósálf og Spartakus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.