Morgunblaðið - 06.06.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 27
MINNINGAR
✝ (Eva) SigurlínAndrésdóttir
fæddist á Hellis-
sandi 26. september
1924. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 30. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Andrés Pétur Jóns-
son, f. 20.8. 1875, d.
24.8. 1933, og Svein-
björg Sveinsdóttir,
f. 24.11. 1887, d.
24.11. 1927. Fóstur-
móðir Sigurlínar
var Matthildur Björnsdóttir, f.
1.9. 1890, d. 4.3. 1977. Hálfsystk-
ini Sigulínar, börn Andrésar og
Benediktu Pálínu Jónsdóttur,
voru Dagbjört Hansína, f. 29.9.
1897, Guðríður, f. 20.7. 1899, Ei-
ríkur Kúld, f. 3.7. 1903, Sólveig,
f. 2.5. 1905, Magnús, f. 24.10.
1906, Ólafur Tryggvi, f. 6.6.
1908, og Jón Þorsteinn, f. 24.6.
1910. Alsystkini Sigurlínar voru
Ragnheiður María, f. 24.11.
1919, Magðalena, f. 16.2. 1922,
Kristensa, f. 25.3. 1926. Eftirlif-
andi alsystir Sigurlínar er Pál-
ína Sveinbjörg, f. 23.12. 1916.
Eftirlifandi eiginmaður Sigur-
línar er Freddý Laustsen, f. 17.8.
1916. Börn þeirra eru: 1) Svein-
björg, f. 27. október 1946, maki
Guðjón Guðmundsson. Börn
þeirra eru: a) Guðjón Ingi, f.
1964, maki Ragnheiður Árna-
dóttir. Sonur þeirra er Árni Þór.
Dætur Guðjóns og Evu Sóleyjar
Sigurðardóttur eru Gígja Sigríð-
ur og Karitas
Sveina. b) Eva
Björk, f. 1966, maki
Sveinn Steinar
Sveinsson. Börn
þeirra eru Sveinn
Orri og Erla Sif. c)
Jónína, f. 1969,
maki Fjölnir Freyr
Guðmundsson. Börn
þeirra eru Arnór
Freyr, Fannar Ingi
og María Björg. d)
Birgir Örn, f. 1976,
maki Sara Helga-
dóttir. 2) Fanný, f.
26. júlí 1948, maki Þórhallur
Stefánsson. Börn þeirra eru: a)
Þór Fannar, f. 1970, maki Suz-
anne Bieshaar. Sonur þeirra er
Willum Stefán. b) Melkorka
Dögg, f. 1978. c) Freddý Friðrik,
f. 1979, d. 10. mars 2005. Dóttir
Fannýjar og Jóns Tryggvasonar
er Arnfríður Eva, f. 1965, maki
Atli Már Jónsson. Synir þeirra
eru Daníel Örn og Andri Már. 2)
Þórir Andrés, f. 6. febrúar 1953.
3) Matthildur, f. 18. september
1954, maki Ólafur Ólafsson.
Dætur Matthildar og Tryggva
Jónssonar eru: a) Elva, f. 1977,
maki Einar Ágústsson. Dóttir
þeirra er Emilía. Dóttir Elvu og
Hauks Harðarsonar er Ásta
María. b) Ása Sif, f. 1979, maki
Þorsteinn Þ. Traustason. Sonur
þeirra er Tryggvi Trausti. 4)
Helgi Freddý, f. 24. júlí 1962.
Útför Sigurlínar verður gerð
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum ömmu minnar, Sig-
urlínar Andrésdóttur eða Evu eins
og hún var ávallt kölluð af ættingj-
um og vinum. Ég tel það algjör for-
réttindi að hafa átt svona yndislega
ömmu og að börnin mín hafi náð að
kynnast langömmu sinni.
Margar yndislegar minningar
koma upp þegar ég lít til baka. Allt-
af þegar ég kom sem barn til
Reykjavíkur fékk ég að gista hjá
ömmu og afa í Þórufellinu. Alltaf var
sama rútínan sem við krakkarnir
máttum ekki minnast á að breyttist.
Við fórum í göngutúr upp í Kjöt og
fisk og þar voru keypt kók, lakkr-
ísrör og salthnetur. Þetta fórum við
með heim og slegið var upp veislu.
Amma var á vappi þegar maður
sofnaði og það var sama hvað
snemma maður vaknaði, alltaf vakn-
aði maður við kaffiilminn og útvarp-
ið í eldhúsinu. Þegar maður fór á
fætur þá tók Eva amma syngjandi á
móti manni og maður fékk súrmjólk
með púðursykri og Cherios. Allir
dagar voru ævintýri líkastir og t.d.
að fara með ömmu niður í þvotta-
hús, þar sem risa þvottavélarnar og
pressuvélin voru, var toppurinn.
Amma var alltaf á fullu að snúast í
kringum okkur og sjaldan fékkst
hún til að setjast með okkur við
matarborðið, það var svo mikið að
gera í því að bera í okkur kræsing-
arnar.
Einnig er mér mjög minnisstæð
suðurferðin sem ég fór með Höllu
vinkonu minni þegar við vorum 12
ára. Ég var svo hreykin af henni
ömmu því að hún átti svo margt
merkilegt. T.d. skjaldbakan hún
Skjalda sem Guðmundur afi hafði
gefið henni þegar pabbi var að byrja
með mömmu. Skjalda hímdi undir
kommóðu og kom svo lallandi fram í
eldhús annars lagið og fékk gúrku
og fór í bað. Líka skemmtilegi páfa-
gaukurinn sem fékk svaka kýli en
lifði það af. Svo var það gamla loft-
vogin hennar ömmu. Lítið hús með
tveimur hurðum og þegar gott veð-
ur var þá voru tvö börn fyrir utan
dyrnar en þegar börnin fóru inn og
mamman kom út þá sagði Eva
amma að von væri á rigningu. Alltaf
stóðst það og fyrir okkur voru þetta
galdrar. Líka boxið sem amma átti
frá Matthildi langömmu með fullt af
glingri úr Möttubúð. Svo toppaði
amma þetta allt þegar við vöknuð-
um á páskadag og amma hafði sett
sitt hvorn konfektkassann við rúmið
okkar. Lífið gat ekki verið betra.
Eva amma og Freddý afi elskuðu
að ferðast um Ísland og þegar þau
voru ung þá fóru þau í ótal ferðir,
gangandi, ríðandi eða á skíðum. Afi
tók ótal myndir og það er frábært
að skoða þær, þau voru svo ótrúlega
myndarlegt par.
Amma var mjög mikill dýravinur
og t.d. þegar hún bjó í Furugerði þá
gat hún endalaust verið að dunda
við plötuna sem þau settu upp úti á
svölum fyrir smáfuglana. Hún gaf
þeim mat og setti vatn í skál og svo
horfðum við á fuglana baða sig og
næra og þeir voru allir orðnir per-
sónulegir vinir Evu ömmu.
Svona var Eva amma, allir elsk-
uðu hana og dáðu, annað var ekki
hægt. Nú er hún örugglega að
syngja og dansa með honum Freddý
Friðrik sem kvaddi okkur fyrir
stuttu og er heppinn af hafa hana
ömmu sína hjá sér.
Hvíl í friði,
Eva Björk.
Elsku amma. Nú hefur þú yfirgef-
ið þennan heim. Ég sem var svo viss
um að við myndum hittast að nýju í
sumar.
Þegar ég frétti að amma hefði
verið lögð inn á sjúkrahús var ég
viss um að hún færi heim fljótt.
Amma sem ávallt náði sér svo fljótt
eftir erfið veikindi varð að lokum að
láta undan. En þegar vitað var að
hverju stefndi þá var alltaf einhver
ættingi viðstaddur og þegar yfir
lauk þá var hún ekki ein.
Margar ljúfar minningar koma
upp í huga minn þegar ég hugsa til
baka. Afi og amma bjuggu í Þóru-
fellinu í Breiðholtinu á fjórðu hæð í
blokk. Ég minnist sérkennilegra
skókassa úr tré í anddyrinu, sem afi
smíðaði, þar sem hægt var að geyma
útiskó og þegar við systkinin hlup-
um upp stigann fengum við alltaf
straum af handriðinu. Ég fékk ávallt
að sofa á gólfinu við rúm ömmu. Þar
var ég örugg. Einnig koma upp í
huga minn ferðir í búðina þar sem
oft var keypt fresca, lakkrísrör og
gospillur. Oft var þá mikið spilað í
eldhúsinu og lagðir kaplar. Það var
líka mikil upplifun fyrir litla stúlku
að fá að fara með ömmu í strætó
niður í bæ í vinnuna hennar. Hún
synti mikið og fór ég oft með henni í
Breiðholtslaugina. Amma var mikill
dýravinur og átti lengi stóra skjald-
böku sem var í miklu uppáhaldi hjá
mér. Ég man er ég sat á eldhúsgólf-
inu og fékk að gefa henni gúrkubita.
Einnig áttu þau páfagauka sem
fengu að fljúga að vild um íbúðina.
Síðar er ég og maðurinn minn vor-
um í námi í Reykjavík og höfðum
ekki fengið stað að búa á, opnuðu
amma og afi heimilið sitt fyrir okkur
og fengum við að búa hjá þeim í tvo
mánuði. Var þetta mjög dýrmætur
tími. Eftir að við fluttum til útlanda
sá ég hana sjaldnar en við heimsótt-
um þau í hvert sinn er við komum til
landsins. Börnin mín voru svo lán-
söm að fá að kynnast langömmu
sinni og þeim þótti gaman að koma í
heimsókn til hennar.
Amma var yndisleg kona og var
mörgum kostum gædd. Hún var ró-
leg og glaðleg og hafði mikla hlýju
að gefa. Hún var mikil húsmóðir og
var heimilið hennar fallegt og nota-
legt.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað en þú munt ávallt eiga pláss
í hjarta mínu. Hvíl í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín
Jónína.
Þá hefur hún Eva amma kvatt
okkur. Hún var algjörlega fullkomin
amma eins og þær gerast bestar.
Hún var alltaf kát og góð við mann
og það voru hrein forréttindi að fá
að vera barnabarnið hennar.
Ég man svo vel eftir heimsókn-
unum til hennar í Breiðholtið þegar
ég var lítill. Amma var alltaf komin
á fætur eldsnemma á hverjum
morgni og þegar maður skreið loks-
ins fram sjálfur var hún búin að taka
til morgunverðinn og bauð góðan
daginn með bros á vör. Síðan sátum
við afi og borðuðum og hlustuðum á
fréttirnar. Amma hugsaði alltaf síð-
ast um sig sjálfa og sást það vel á
því að hún settist nánast aldrei við
matarborðið með okkur heldur stóð
hún alltaf í eldhúsinu og sá til þess
að það væri nú alltaf nóg á disk-
unum okkar.
Ég man líka svo vel eftir því að
fara með henni niður alla stigana í
blokkinni sem hún bjó í og þaðan út
í búð og svo aftur til baka og upp
alla stigana. Þegar ég var lítill virt-
ust þessir stigar óendanlegir, en svo
minnkuðu þeir smátt og smátt eftir
því sem ég eltist. Í eitt skiptið sem
við amma vorum að koma úr búðinni
leit hún á mig og sagði mér að ég
væri nú aldeilis orðinn stór af því að
hún mundi svo vel þegar ég þurfti
að taka tvö skref í hverri tröppu á
leiðinni upp en núna gæti ég stigið
yfir heila tröppu í hverju skrefi. Ég
var náttúrulega afskaplega stoltur
og teygði lappirnar þess vegna alltaf
eins og ég gat til þess að getað
gengið þannig upp með henni eftir
það.
Já, ég á margar góðar minningar
úr Þórufellinu og ég og amma gerð-
um margt saman. Ég fékk m.a.
stundum að fara með henni niður í
þvottahús, sem var alltaf mikið æv-
intýri, og ekki var það minna æv-
intýri að fara með henni í strætó út
á Álftanes að þrífa.
Amma var alltaf jafn glöð að hitta
mann og hún kvaddi mann alltaf
með hlýjum ömmukossi og smá pen-
ing til þess að maður gæti nú keypt
sér smá nammi.
Takk amma, fyrir stundirnar sem
ég átti með þér í gegnum árin ásamt
afa og skjaldbökunni góðu.
Birgir Örn.
Hún Eva amma er dáin, en í huga
mér mun hún ávallt verða lifandi
leiðarljós góðmennsku og kærleika.
Við sem þekktum ömmu vitum að
hún færi ekki að kvarta núna yfir
því að hafa þurft að yfirgefa þennan
heim, því það var einfaldlega ekki
hennar stíll. Ekki frekar en þegar
hún datt og ökklabrotnaði illa í
hálku fyrir nokkrum árum á leið úr
búðinni, en stóð upp og gekk með
innkaupapokana heim upp á fjórðu
hæð. Það hefðu ekki mörg hreysti-
mennin leikið það eftir þessari smá-
vöxnu og fingerðu konu, en það eru
einmitt svona hlutir sem gera hana
svo stóra í minningunni.
Amma var ung þegar ég fæddist
og því fékk ég notið hennar góðu
samvista í mörg ár. Minningarnar
um hana eru því margar og góðar,
ekki síst um mín fyrstu ár þegar ég
dvaldi oft hjá henni og afa í Reykja-
vík. Mér leið ávallt vel í návist
ömmu sem var ekki aðeins amma í
besta skilingi þess fallega orðs held-
ur einnig góður félagi. Hún skildi
okkur krakkana ótrúlega vel og
gleymi ég því seint þegar hún laum-
aði mér og Helga alltaf út þegar við
fórum í bíó þar sem afi mátti ekki
vita hvert við værum að fara. Hann
taldi að það væri nú betra að nota
tímann í eitthvað viturlegra. Spenn-
ingurinn í kringum þetta var oft
meiri heldur en fyrir bíóferðinni
sjálfri. Við amma hlógum oft að
þessu seinna en hláturinn hennar
ömmu gat komið öllum í gott skap. Í
raun þurfti ekki hláturinn til því
glettið brosið hennar nægði alveg.
Þegar ég kvaddi ömmu tveimur
dögum áður en hún yfirgaf þennan
heim lá hún banaleguna og var hætt
að geta tjáð sig. Ég átti því ekki von
á því að sjá þetta fallega bros henn-
ar aftur en þegar ég sneri mér við í
dyrunum á leið minni út brosti hún
glettin og vinkaði mér bless.
Elsku amma, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem þú gafst mér. Þær
eru fjársjóður sem aðeins englar
eins og þú geta gefið.
Ingi.
Elsku amma. Nú ertu farin frá
okkur og komin á betri stað þar sem
vel er tekið á móti þér.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
alla yndislegu tímana sem ég hef átt
með þér. Það var alltaf jafn gott og
gaman að koma til ykkar afa. Ég og
Elva systir áttum ófáar stundirnar
hjá ykkur í Þórufellinu, þar sem
hefð var að poppa saman og borða
súkkulaðirúsínur og salthnetur yfir
sjónvarpinu.
Svo vöknuðum við á sunnudags-
morgni til að fá kókómalt og hrökk-
kex með osti áður en við röltum í
bakaríið til að kaupa vínarbrauðs-
lengju með kaffinu.
Þegar Tryggvi Trausti fæddist
komstu með mömmu til mín í kaffi
og vöfflur og varst svo stolt af nýja
langömmustráknum, en áður en ég
vissi varstu mætt inn í eldhús að
taka saman eftir kaffið þrátt fyrir
veikindi þín.
Elsku amma mín, þú verður alltaf
besta amma í mínum huga og ég
mun alltaf varðveita síðustu stund-
ina sem við áttum saman á föstudeg-
inum áður en þú fórst frá okkur, þá
varstu svo hress og við spjölluðum
vel, þú kysstir mig og knúsaðir bless
með bros á vör.
Með söknuði kveð ég þig, elsku
amma mín, og þakka allar stund-
irnar.
Þín
Ása Sif.
SIGURLÍN
ANDRÉSDÓTTIR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
HRAFN PÁLSSON
lést föstudaginn 3. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Valdís Erlendsdóttir,
Örn Pálsson, Margrét Haraldsdóttir,
Erlendur Pálsson, Elsa Jónsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HANS A. ÞORSTEINSSON
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala föstudaginn
3. júní.
Aðstandendur.