Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 20
20 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÁTÍÐARHÖLD vegna sjómannadagsins fóru víðast hvar vel
fram um helgina, enda veðrið yfirleitt með besta móti. Dagskrá
var yfirleitt með hefðbundnu sniði þar sem ávörp voru flutt, sjó-
menn heiðraðir fyrir vel unnin störf
dansi og leik. Fréttaritarar og ljósmy
voru á ferðinni og fönguðu stemmnin
Færeyska þilskipið Jóhanna setti svip sinn á hátíðarhöldin í Neskaupstað og siglir skipið hér inn fánum
ingum rifjuðust upp gamlir tímar í sjómennskunni við að sjá skipið. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðra
stjóri og Færeyingurinn Sigurd Joensen, 85 ára skipverji á Jóhönnu. Einnig var skipstjóri Jóhönnu hei
með bikar sem þakklætisvottur til Færeyinga fyrir að manna fiskiskipaflota Íslendinga á sínum tíma.
Frá sjómannadeginum á Akureyri. Jón Arnþórsson, safnstjóri á Iðnaðarsafninu (t.v.), og Þorsteinn Pét
veislu gamalla fiskibáta, sýna Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra mælibréf Skipaskoðunar ríkisins fyr
Þorsteinn afhenti Jóni safnstjóra bátinn í gær til sýninga. Bjössi bolla skemmti svo krökkunum á Akure
Sjókaldir sjóarar í Eyjum bregða á leik. Fram kom við hátíðarhöldin að Eyjaflotinn hefur verið slysalau
Líf og fjör á sjómann
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þeir skemmtu sér konunglega á sjómannadagsballinu
á Broadway um helgina, Raggi Bjarna og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Hart var keppt í siglingunum við Reykjavík
fiskvinnslunnar og sjómönnum. Stærsta fisk
gnæfir yfir annan flota í höfninni þessa daga
FRAMTÍÐ NÁMSFLOKKANNA
Námsflokkar Reykjavíkur hafaum árabil gegnt mikilvæguhlutverki í borginni. Þar hefur
verið unnið stórmerkilegt starf að full-
orðinsfræðslu undir forystu Guðrúnar
Halldórsdóttur, sem fyrir skömmu lét af
störfum.
„Það eru Námsflokkarnir sem jafnan
hafa brugðist við með ýmiskonar
kennslu fyrir þá sem orðið hafa eftir eða
utanhjá í skólakerfinu og þurfa að bæta
kunnáttu til að ráða við og fá kjark til að
leggja í átak til að koma undir sig fót-
unum eða komast aftur með árangri inn
í skóla,“ skrifaði Elín Pálmadóttir,
blaðamaður og fyrrverandi borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í grein hér
í blaðinu fyrir stuttu. „Kannski er mik-
ilvægasti þátturinn fram á þennan dag
að hjálpa þeim einstaklingum sem hrak-
ist hafa af einhverjum ástæðum úr skóla
og veita þeim hverju sinni það sem á
vantar til að ná upp á veginn aftur.“
Meirihluti menntaráðs Reykjavíkur
hefur ákveðið að leggja í raun Náms-
flokkana niður, þótt þeir muni áfram
hafa forstöðumann, færa starfsemi
þeirra úr Miðbæjarskólanum og leita
samstarfs við aðra um að fullnægja þeim
þörfum, sem þeir hafa uppfyllt. Þannig
verður leitað samstarfs við Mími-endur-
menntun um nýbúakennsluna og ætlun-
in er að auglýsa fjárstyrki til annarra
aðila, t.d. framhaldsskóla, sem geti tekið
að sér aðra kennslu. Frístundanámskeið
verða hins vegar lögð niður, með þeim
rökum að nægt framboð sé af slíkum
námskeiðum og óeðlilegt að borgin nið-
urgreiði nám sem er í samkeppni við
einkaaðila.
Það er langt í frá óeðlilegt að borgin
leiti samstarfs við einkaaðila um að
svara þörf fyrir fullorðinsfræðslu og
endurmenntun á borð við þá, sem
Námsflokkarnir hafa veitt. Hins vegar
hefur komið fram gagnrýni, meðal ann-
ars innan borgarstjórnarmeirihlutans, á
að breytingin sé illa undirbúin og ein-
kennist af óðagoti og flumbrugangi.
Þannig bendir Kolbeinn Óttarsson
Proppé, varaborgarfulltrúi Reykjavík-
urlistans, á það í grein hér í blaðinu sl.
föstudag, að starfsfólk Námsflokkanna
hafi fengið bréf um það 19. maí sl. að það
yrði að rýma húsnæðið í Miðbæjarskól-
anum fyrir 1. júní. Þar með hafi sum-
arstarf Námsflokkanna verið í uppnámi,
en svo hafi virzt sem þeir, sem ákvörð-
unina tóku, hafi ekki vitað af því.
„Það er ábyrgðarleysi af borgaryfir-
völdum að fara fram af jafnmiklu virð-
ingarleysi fyrir stofnuninni, starfs-
mönnum og nemendum og raun ber
vitni,“ skrifar Kolbeinn. „Sú óheilla-
ákvörðun að drita kennslu Námsflokk-
anna niður um kerfið er nógu slæm ein
og sér. Að vera ekki búin að gera ráð-
stafanir um hvað verður um það góða
starf sem þar var unnið er forkastan-
legt. Ekki liggur enn fyrir hvar eða
hvort kennt verður í öllum þeim áföng-
um sem boðið var upp á.“
Kolbeinn segist ennfremur hafa grun
um að húsnæðismál Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur hafi eitthvað með þá
ákvörðun að gera að úthýsa Námsflokk-
unum. Það er rétt ábending hjá honum
að auðvitað væri æskilegt að nýta eitt
elzta skólahús borgarinnar áfram undir
þá starfsemi, sem því var upphaflega
ætluð, fremur en að leggja það allt undir
skrifstofur embættismanna. Náms-
flokkarnir hafa átt sinn þátt í að gæða
miðborgina lífi.
Það er ástæða til að yfirvöld mennta-
mála í Reykjavík staldri við og gefi
gaum að þeirri gagnrýni á fyrirhugaðar
breytingar á starfsemi Námsflokkanna,
sem komið hefur fram að undanförnu.
Það er yfirleitt meiri þörf fyrir að lag-
færa það, sem gengur illa, en það sem
hefur lengi gengið vel.
STARFSMATSKERFI
REYKJAVÍKURBORGAR
Þótt kveðið sé á um það í jafnréttis-lögum að greiða skuli jöfn laun fyr-
ir jafnverðmæt eða sambærileg störf er
víða misbrestur á því að svo sé. Oft er
ekki einfalt við þetta vandamál að eiga
og á stórum vinnustöðum, þar sem
greitt er samkvæmt kjarasamningum
við mörg stéttarfélög, getur þetta orðið
enn flóknara. Nýlegir dómar sýna hins
vegar að atvinnurekendur verða að taka
þessi mál alvarlega og föstum tökum.
Reykjavíkurborg lýkur á þessu ári
innleiðingu starfsmatskerfis, sem ætlað
er að meta störf á hlutlausan og kerfis-
bundinn hátt. „Við erum að taka upp
byltingarkennda aðferð við ákvörðun
launa, kerfi sem byggist á umfangs-
miklu starfsmati og ætlað er að tryggja
að öll störf á vegum borgarinnar séu
metin á sömu málefnalegu forsendun-
um,“ segir Hildur Jónsdóttir, jafnrétt-
isráðgjafi Reykjavíkurborgar, í viðtali í
Morgunblaðinu í gær.
Reykjavík er næststærsti atvinnu-
rekandi landsins og hefur um sjö þús-
und manns á launaskrá. Í viðtalinu
kemur fram að kerfisbundnar tilraunir
til að leiðrétta launamun kynja hjá
borginni gegnum kjarasamninga hafi
hafist árið 1995, en ljóst hafi verið að
þannig yrði ekki komist alla leið. Eina
leiðin hefði verið að taka upp alvöru
starfsmatskerfi. Niðurstaðan varð sú
að taka upp starfsmatskerfið Samstarf,
sem er byggt á bresku kerfi og hefur
kostað mikla vinnu að þýða það og laga
að íslenskum aðstæðum.
Um helmingur starfsmanna borgar-
innar fékk launaleiðréttingu í fyrsta
áfanga innleiðingar starfsmatskerfisins
og segir Hildur að bæði karla- og
kvennastéttir hafi notið góðs af kerfinu.
Hins vegar verði borgin vegna alþjóð-
legrar þróunar á túlkun jafnréttis-
ákvæða að tryggja starfsfólki á ólíkum
vinnustöðum borgarinnar að laun þess
séu ákvörðuð með sama hætti og meg-
invandinn sé ekki lengur launamunur
milli kynja heldur milli stofnana.
Ljóst er að Reykjavíkurborg hefur
unnið þarft starf með því að innleiða
starfsmatskerfið. Stórir atvinnurek-
endur geta ekki verið þekktir fyrir að
fara gegn ákvæðum jafnréttislaga um
jöfn laun fyrir sambærileg og jafnverð-
mæt störf. Það getur kostað mikla
vinnu að innleiða nýtt kerfi á borð við
það, sem borgin er nú að taka upp. Það
gerir kröfur til bæði starfsfólks og
stéttarfélaga og þar sem það snýst um
að leiðrétta ójöfnuð er ljóst að það leiðir
til þess að sumir hækka í launum á með-
an aðrir standa í stað. Fyrir utan nauð-
syn þess að fara að landslögum um jafn-
rétti er það einföld sanngirniskrafa að
greiða eigi sömu laun fyrir sömu störf.
Kynferði er þar auðvitað ekki eini þátt-
urinn.