Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 37 ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu, Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 A LOT LIKE LOVE VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 WEDDING DATE kl. 8.15 - 10.20 THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30 CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8 - 10 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10 THE ICE PRINCESS kl. 6 Kingdome Of Heaven kl. 5 - 8 - 10.30 House of Wax kl. 10.30 Star Wars - Episode III kl. 5 - 8   Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520 1600, fax 565 1957, vefslóð: http:www.fg.is netfang: fg@fg.is Innritun fyrir haustönn 2005 er hafin Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8-16. Innritun lýkur 14. júní. Góð aðstaða til náms! Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru um 700 nem- endur og um 70 starfsmenn. Skólinn er í glæsilegu húsnæði. Góðir kennarar sinna starfi sínu af metn- aði. Boðið er upp á fullkominn kennslubúnað, s.s. öflugar tölvur og góða lesaðstöðu. Aðstoð við innritun Aðstoð við rafræna innritun fer fram á skrifstofu- tíma. Einnig er boðið upp á sérstaka aðstoð og námsráðgjöf dagana 9. og 10. júní og 13. og 14. júní. Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Nám á bóknámsbrautum leggur góðan grunn að háskólanámi í félagsvísindum, hugvísindum, tungumálum, raunvísindum og fleiri greinum. Listnám: Fata- og textílhönnun Myndlist Tískubraut Í listnámi, sem er 3ja ára nám, er unnt að bæta við áföngum til stúdentsprófs. Námið veitir góðan undirbúning fyrir framhaldsnám á listasviði og í hönnun. Skólinn er í mjög góðum tengslum við marga erlenda listaháskóla. Starfsnám: Íþróttabraut Viðskiptabraut Í starfsnámi, sem er 2ja-3ja ára nám, er einnig unnt að bæta við áföngum til stúdentsprófs. Viðskipta- braut veitir undirbúning fyrir nám og störf í við- skiptalífinu, en íþróttabraut býr nemendur undir nám og störf að íþrótta- og félagsmálum. Almennt nám: Almenn námsbraut Almenn námsbraut er fyrir nemendur sem eru óá- kveðnir eða uppfylla ekki inntökuskilyrði inn á aðrar brautir. HG-hópur Skólinn býður upp á sérstaka þjónustu fyrir nem- endur með góðar einkunnir úr 10. bekk. HG-nem- endur halda hópinn í mörgum greinum, fá góða stundatöflu og sérstaka þjónustu á ýmsum sviðum og geta auk þess flýtt námi sínu. Margir nemendur skólans hafa lokið stúdentsprófi á þremur árum með þessari þjónustu. Þjónustan er byggð á megin- hugmyndinni Hópur - Hraði - Gæði. Fjarnám í FG Boðið er upp á fjarnám í bóklegum greinum í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Innritun fyrir haustönn 2005 lýkur 30. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar um áfanga í boði, verð- skrá o.fl. eru einnig á heimasíðu skólans: http://www.fg.is og hjá fjarkennslustjóra: svav- arb@fg.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu skólans. Tölvubúnaður Nemendur fá greiðan aðgang að nýjum og full- komnum tölvubúnaði í skólanum. Tölvu- og upp- lýsingatækni er nýtt í sífellt meira mæli í kennslu og námi. Í skólanum er stórt netkaffi með nýjum og fullkomnum tölvum. Vegna mikillar aðsóknar að skólanum er mikil- vægt að allar umsóknir verði sendar í tæka tíð beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, við Skóla- braut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknar- eyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar en 14. júní nk. Umsóknum skal fylgja stað- fest ljósrit af grunnskólaprófi. Nemendur með nám úr öðrum framhaldsskólum þurfa að staðfesta það með viðurkenndum próf- gögnum. Umsóknareyðublöð eru einnig á heimasíðu skól- ans: http://www.fg.is Námsráðgjafar og stjórnendur eru til viðtals og að- stoða nemendur við námsval. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu skólans. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Skólameistari. TÓNLIST Erlendar plötur Coldplay – X&Y  COLDPLAY er ekki svöl hljóm- sveit. Hún er ekki framsækin og ekki líkleg til að valda neinni tón- listarlegri byltingu. Það er því ljóst að Coldplay er ekki allra og verður aldrei. Þeir eru meira að segja ófáir sem vita fátt lummu- legra, fátt öm- urlegra en þetta niðurdregna til- finningaþvaður í fýlupúkanum, hon- um Chris Martin. En svo eru það hinir, svona álfar eins og ég, sem get hreinlega ekki staðist gott popp þegar ég heyri það. Veit fátt mergjaðra en að heyra í hljómsveit sem veit upp á hár hvar hún stendur, er svo inni- lega laus við alla tilgerð, allan rembing og hvað hinum sjálfskip- uðu æðri listkúnstnerum og jaðar- tuðrum finnst um þá. Halda bara sínu striki við að búa til gott popp. Chris Martin viðurkennir meira að segja í nýlegu viðtali að honum finnst Dire Straits frábær hljóm- sveit og neitar því ekki þegar stungið er að honum að fyrsta lag- ið á nýju plötunni svipi sumpartinn til þessarar meintu lummulegustu hljómsveitar gervallrar rokksög- unnar. Ekki ætla ég að ganga svo langt að taka undir með Martin og hefja Knopflerinn á loft hér og nú, en þessi játning Martins segir svo mikið um hvaða mann hann og þeir í Coldplay hafa að geyma. Hvernig þeir nálgast tónlistina; af algjöru fordómaleysi og innileika. Og takist manni á annað borð að temja sér svo göfugt gildi þá opn- ast gáttir, og rennir upp fyrir manni að X&Y fer ansi nærri því að vera hreint og klárt meist- araverk. Eins blátt áfram og ómenguð poppsnilld og þær verða. Að öllu rugli slepptu, öllum for- dómum, þá blasir nefnilega við að Chris Martin er yfirburðasnjall lagahöfundur, þegar kemur að gerð stórra og grípandi popplaga, sem til þess eru gerð að vekja við- brögð, hrífa og framkalla gæsahúð. Og það er líka svo merkilegt að maður kærir sig kollóttan þótt platan jaðri á stundum við að vera gamaldags, trommusándið Phil Collins-legt og útsetningar á köfl- um heldur ofhlaðnar. Það gerir reyndar stemninguna ansi eitíslega og minna á leikvangarokkið sem risabönd síns tíma áttu heiðurinn að; U2, Simple Minds, Big Country og aðrar álíka misvel liðn- ar sveitir nú um mundir. Jonny Bucklands á líka stórleik á plöt- unni, stígur fram sem hrein og klár gítarhetja, greinilega andset- inn af snillingum á borði við The Edge, Stuart Adamson og e.t.v. einnig Johnny Greenwood. En þótt hér sé vissulega á ferð verk vel samstilltrar hljómsveitar þá fer ekki á milli mála að snilling- urinn í hópnum er lagahöfund- urinn, söngvarinn, píanóleikarinn og sjálfur hljómsveitarstjórinn Martin. Hann hefur samið þrettán verulega góð og vaxandi lög og nokkur þeirra – ballöðurnar „What If og „Fix You“ og hin næsta proglegu „Square One“, „White Shadows“, „Low“ (þar sem greini- legur áhrifavaldur drengjanna, Brian Eno, réttir þeim hjálp- arhönd) og „Talk“ (þar sem grunn- urinn er fenginn að láni frá Kraft- werk-laginu „Computer World“ og er e.t.v. vísir að því sem koma skal hjá sveitinni) – eru einfaldlega það besta sem hann hefur látið frá sér fara. Til marks um styrk laganna þá er fyrsta smáskífan „Speed of Sound“ klárlega með þeim síðri. Hér er enda e.t.v. ekki fyrir að fara mörgum risasmellum; ekkert „Yellow“ eða „The Scientist“; en vigtin er samt engu síðri, fyrir þá sem á annað borð gefa plötunni nægan séns. Textasmíðar Martins eru sem fyrr torræðar, heimspeki- legar vangaveltur um ástina, lífið, dauðann, allt og ekkert; vel ort og meint. Ég er ekki endilega að segja að X&Y eigi þegar fram líða stundir eftir að verða atkvæðamikil á list- um yfir bestu plötur sögunnar. Hún er þannig séð engin OK Computer, og hvork Blonde on Blonde né Revolver. En hún er samt mergjuð poppplata og á heildina litið sú besta sem Coldplay hefur sent frá sér til þessa – og þá er mikið sagt. Skarphéðinn Guðmundsson Mergjuð poppplata Eldri plötur Coldplay Parachutes (2000)  A Rush of Blood To The Head (2002)  Live 2003 (2003)  ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.