Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Sumarhappdrætti
Krabbameinsfélagsins www.krabb.is
Vertu með og styrktu gott málefni!
Dregið 17. júní 2005
vinningar:
Glæsilegir
900 kr.
Uppl‡singar um vinningsnúmer í
símum 540 1918 (símsvari) og
540 1900 og á vefsí›unni
krabbameinsfelagid.is/happ
Honda CR-V ES
Ver›mæti 2.995.000 kr.
Bifrei› e›a grei›sla
upp í íbú›
Ver›mæti 1.000.000 kr.
Úttekt hjá fer›askrifstofu
e›a verslun
Hver a› ver›mæti 100.000 kr.
148
skattfrjálsir vinningar
að verðmæti
150
18.795.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
5
6
1
● TALIÐ er nánast öruggt að jap-
anska flugfélagið All Nippon Airways,
sem er eitt stærsta flugfélag Asíu,
muni semja við Boeing-flugvélafram-
leiðandann um kaup á 53 Boeing
777-300-flugvélum en slíkur samn-
ingur myndi kosta félagið um 13 millj-
arða Bandaríkjadala, eða liðlega 850
milljarða íslenskra króna.
Samkvæmt frétt Bloomberg er
þetta áfall fyrir Airbus sem hafði von-
ast til þess að ANA myndi kaupa nýju
risavélina A380. Eldsneytisnotkun og
þyngd vélarinnar munu hafa ráðið úr-
slitum varðandi ákvörðun ANA, sem
hefur í dag yfir að ráða 186 flugvélum
en þar af eru um 70% Boeing vélar.
All Nippon
velur Boeing
SAMNINGUR um að Eimskip sjái
um flutninga fyrir Alcan í Straumsvík
næstu þrjú árin var undirritaður í síð-
ustu viku. Ráðgert er að Eimskip
muni á samningstímanum flytja um
milljón tonn af vörum fyrir Alcan.
Eimskip hefur annast flutninga fyrir
álverið í Straumsvík frá stofnun þess
fyrir tæpum fjórum áratugum.
Fram kom þegar samningur Alcan
og Eimskips var undirritaður að auk
þess að flytja til Evrópu þær 200
vörutegundir af áli sem framleiddar
eru í Straumsvík, þá muni Eimskip
annast flutninga á ýmsum aðföngum
frá Evrópu. Þar er meðal annars um
að ræða rafskaut og ýmsar rekstrar-
vörur. Flutningarnir eru hluti af viku-
legum áætlunarsiglingum Eimskips.
Eimskip og
Alcan semja
um framhald
flutninga
VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur fest
kaup á 43% hlutafjár í útgerðar-
félaginu Huginn ehf. í Vestmanna-
eyjum. Kaupverðið er 605 milljónir
króna samkvæmt tilkynningu. Enn-
fremur var gert samkomulag þess
efnis að Vinnslustöðin kaupi 0,5% af
loðnu-, 1% af kolmunna- og allan bol-
fiskkvóta Hugins sem kaupir 1,1% af
síldarkvóta Vinnslustöðvarinnar við
Ísland og 3% af kvóta á norsk-ís-
lenskri síld. Söluverðmæti Vinnslu-
stöðvarinnar umfram kaupverðmæti
er um 200 milljónir króna.
Vinnslustöðin
kaupir í Hugin
● FINNSKI farsímaframleiðandinn
Nokia býst við því að fjöldi far-
símanotenda í Afríku muni tvöfaldast
á næstu fjórum árum, að því er segir
í danska blaðinu Børsen.
Nokia segist búast við því að í árs-
lok 2005 verði farsímaeigendur í Afr-
íku um 100 milljónir talsins og að út-
lit sé fyrir að þeir verði orðnir 200
milljónir árið 2009.
Afrískur
vaxtarbroddur
ÁRLEG HÆKKUN húsnæðisverðs í
Bretlandi hefur ekki verið minni í
níu ár, að því er segir í hálf fimm
fréttum KB banka í síðustu viku.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
hækkunin verið um 0,2% að með-
altali, en var um 1,7% í fyrra. Spáð
er um 2% hækkun á þessu ári.
Samkvæmt frétt BBC um málið
hefur hækkun á húsnæði miðað við
tólf mánaða tímabil ekki verið minni
síðan árið 1996, og er talað um að
markaðurinn sé að ná „mjúkri lend-
ingu“ eftir tæplega tíu ára tímabil
mikilla hækkana.
Sérfræðingar segjast ekki búast
við að verðið lækki á næstunni, þar
sem tiltölulega gott efnahagsástand
og lítið atvinnuleysi geri það að
verkum að seljendur vilja frekar
bíða en lækka verð. Hins vegar
bendi minnkandi sala til þess að
neytendur almennt séu síður til-
búnir að greiða hærra verð fyrir
fasteignir.
Seðlabanki Englands ákvað fyrir
skemmstu að halda stýrivöxtum
óbreyttum, sem talið er að komi hús-
næðismarkaðnum til góða með lægri
fjármögnunarkostnaði en ella.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Stöðnun? Hækkun húsnæðisverðs
í Bretlandi hefur ekki verið minni í
níu ár.
Mjúk lending á breskum
fasteignamarkaði
ACTAVIS hefur sett tvö ný sam-
heitalyf á markað í níu Evrópulönd-
um í gegnum dótturfyrirtæki sitt,
Medis. Í tilkynningu frá fyrirtækinu
frá því í síðustu viku segir að við-
skiptavinir þess hafi getað hafið sölu
lyfjanna um leið og einkaleyfi við-
komandi frumlyfja féllu úr gildi. Um
er að ræða taugalyfið Lamotrigine í
tveimur lyfjaformum og nema upp-
hafssendingar um 40 milljónum
taflna. Fram kemur í tilkynningunni
að ekki sé búist við því að lyfin verði í
hópi 10 söluhæstu lyfja samstæðu
Actavis. Lamotrigine er taugalyf
sem er ætlað til meðferðar við floga-
veiki og til að fyrirbyggja geðsveifl-
ur hjá sjúklingum með geðhvarfa-
sjúkdóm.
Þróun hófst
fyrir fimm árum
Lyfið kom fyrst á markað í Evr-
ópu árið 1990 en einkaleyfisvernd
lyfsins rann út 30. maí síðastliðinn.
Þróun Actavis á lyfinu hófst fyrir um
fimm árum og fór að mestu fram á
Íslandi.
Bæði lyfjaformin, sem framleidd
eru í verksmiðju Actavis á Íslandi,
verða markaðssett undir eigin vöru-
merkjum Actavis sem og seld til
þriðja aðila, sem selja lyfin undir sín-
um eigin merkjum.
Haft er eftir Guðbjörgu Eddu
Eggertsdóttur, framkvæmdastjóra
Sölu til þriðja aðila hjá Actavis, í til-
kynningunni að framleiðsla lyfjanna
og þróun hafi verið krefjandi en þó
tekist vel og allir viðskiptavinir fé-
lagsins hafi getað hafið sölu lyfjanna
um leið og einkaleyfi féllu úr gildi.
Actavis Group fyrst á
markað með tvö ný lyf
Hægt var að hefja sölu um leið og einkaleyfi rann útÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
♦♦♦