Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 19
MENNING
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
SUMARHÚS STUTT FRÁ BORGARNESI
Til sölu fjögur sumarhús
í Stóru Borg í landi Eski-
holts í Borgarfirði. Húsin
eru 98 fm hvert og eru
nánast fullbúin.
Fallegt umhverfi og góð
aðkoma.
Nánari uppl. á skrifstofu
FM, sími 550 3000.
Sjá einnig á fmeignir.is.
13830
OFT hafa heimsþekktar óperu-
stjörnur komið fram á Listahátíð í
Reykjavík og staðið undir lárviðar-
krýndu orðspori með prýði. En sjald-
an af þvílíkri hæfileikabreidd og
sænska stórstjarnan er troðfyllti Há-
skólabíó spenntum áheyrendum nú á
laugardagskvöld.
Umsögn Bergþóru Jónsdóttur í
tónleikaskrá um fjölhæfni Anne
Sofie von Otter er gæti sungið „hvað
sem er“ var fyrir fram fallin til að
vekja tortryggni. Óperusöngvarar
hafa nefnilega sjaldan reynzt sann-
færandi í ljóðasöng að mínu viti, og
þaðan af síður í „hverju sem er“. En
þetta laugardagskvöld tók sann-
arlega af öll tvímæli um ótrúlega víð-
feðmi sænsku söngkonunnar. Sér-
staklega eftir hlé, þegar tók að
teygjast út fyrir dagfarslegustu við-
fangsefni klassískt menntaðra
söngvara. Né heldur var undirleik-
arinn eins og slíkir gerast flestir, því
Bengt Forsberg spannaði ekki að-
eins allan litskrúðugan tóndeild-
arhring söngkonunnar, heldur seild-
ist hann einnig alla leið yfir í
djassinn.
Að frábærri fyrri reynslu fenginni
af hljóðrituðu samstarfi þeirra félaga
(einkum „Schwedische Lieder“
(1996) frá Deutsche Grammophon)
verður að vísu að játast, að klassísku
ljóðasöngslög fyrri hlutans stóðu
ekki undir björtustu væntingum.
Einkum fyrir þá sök að alræmd óm-
vist kvikmyndahússins gat engan
veginn skilað þeirri nálægð sem fág-
aður, hádýnamískur og ofurinnlif-
aður söngstíll von Otters þurfti. Og
þar eð hún í þokkabót hlaut að vera
óvön jafnóboðlegum aðstæðum, var
ekki nema von að túlkunin yrði fram-
an af varfærnari en ella – jafnvel svo
að söngkonan ætti til að læðast inn í
höfuðtóninn, líkt og hún heyrði ekki
nógu vel í sjálfri sér. Það minnti
mann ósjálfrátt á hvernig jafnvel
reyndustu rokksöngvarar geta farið í
baklás þegar „mónítor“ stoðhátal-
arinn bilar. Einhver ku hafa fullyrt,
að án uppmögnunar sé Háskólabíó
varla nothæft fyrir aðrar en sterk-
ustu sópranraddir. Eilífðarvandi
Listahátíðar í hnotskurn: viðunandi
salir höfuðborgarsvæðisins eru allir
of litlir til að geta staðið fjárhagslega
undir erlendum stórstjörnum.
Að þeim varnagla slegnum var
mikið í sænsk-finnsku ljóðasöngvana
spunnið, jafnvel þótt fáir væru ís-
lenzkum áheyrendum kunnugir.
Ekki bætti úr því formyrkrun sal-
arins, er gerði hlustendum ómögu-
legt að fylgjast með textum og prósa-
þýðingum tónleikaskrár. Að
Stenhammarlögunum þremur ólöst-
uðum sat helzt eftir í mér ljúfkræsið
lag Bo Lindes, Den ängen där du
kysste mig, og hinn örgeðja ópus
hans um epla- og perutréð. Slav-
neskar ástríður blossuðu ákaft í
Fjórum serbneskum lögum Tors
Aulin, og eftir fágaðan en svolítið hlé-
drægan einleik Forsbergs í rómönsu
Sibeliusar í A Op. 24,2 bar af öðrum
fimm lögum finnska þjóðartón-
skáldsins hið síðasta og nærri sinfón-
ískt hugsaða Var det en dröm? er
hlaut eldheitar undirtektir við hæfi.
Hrifning tónleikagesta leyndi sér
ekki í hléinu. En þó var þá mest eftir.
Fyrst þrjú glæsileg Schubertlög, Auf
dem Wasser, Im Frühling (með und-
irleiksminnið úr „Fósturlandsins
Freyju“) og hið dýrlega An Silvia.
Síðan komu þrjú afburðalög eftir
Gustav Mahler. Magnaðast var hið
kyrrlátt hrífandi Ich atmet’ einen
linden Duft, þar sem slagharpa Fors-
bergs beinlínis sveif á eterískum ljós-
vakaöldum, og í Wer hat dies Lied-
lein erdacht? kvað við epískur en um
leið bráðfyndinn söngkólóratúr.
Bengt Forsberg tók nú fyrir með
miklum elegans þrjú píanóstykki,
Arabesque og Two pieces from Hot
Music í tangóblendnu ragtime. Höf-
undur var Erwin Schulhoff (1892–
1942), sem átti því óláni að sæta í
Þriðja ríkinu að vera bæði gyðingur
og kommúnisti, eins og píanistinn
kynnti skemmtilega um hljóðnema.
Klykkt var endanlega úr klassík-
deildinni þegar þau Anne Sofie fluttu
tvö lög úr Túskildingsóperu Weills,
Nannas Lied og Seeräuber-Jenny.
Sjóræningjakona von Otters var öllu
ísmeygilegri en í hráslagalegri frum-
sköpun Lotte Lenya, en engu ófrum-
legri fyrir það.
Loks voru borin fram Fimm írsk
þjóðlög eftir Howard Ferguson
(1908–99). Býsna sjaldheyrð hér um
slóðir, en á móti svo bráðskemmtileg
í stílvissri túlkun þeirra félaga að
jöfnuðust á við innblásnustu augna-
blik Brittens í þjóðlegum ham. Hér
fagnaði lygileg fjölbreytni sænsku
dívunnar kannski stærstum sigri, því
látlaus en innlifaður tjáningarmátinn
var svo sannfærandi að enginn þjóð-
lagatrúbadúr hefði gert betur. Að
ógleymdri heillandi framkomu sást
hér og sannaðist í eitt skipti fyrir öll,
að músíkölsk greind, húmor og
hjartalag Anne Sofie von Otters er í
algjörum sérflokki.
Ekki dugðu færri en þrjú aukalög
fyrir fagnaðarlátum áheyrenda „á
fæti“, þ.á m. ónefnd Broadway-
búrleska er tjaldaði bókstaflega öllu
er til stílsins heyrði. Lauk þar með
ótvíræðum tónlistarhápunkti þess-
arar Listahátíðar í Reykjavík.
Stórstjarna með hjarta og húmor
Morgunblaðið/Golli
Anne Sofie von Otter tekur við árnaðaróskum tónleikagesta í Háskólabíói síðastliðið laugardagskvöld. Tónleik-
arnir voru ótvíræður tónlistarhápunktur þessarar Listahátíðar í Reykjavík, að áliti Ríkarðs Ö. Pálssonar.
TÓNLIST
Listahátíð Í Reykjavík
Háskólabíó
Sönglög og píanóverk eftir Stenhammar,
Linde, Sibelius, Schubert, Mahler, Schul-
hoff og Ferguson. Anne Sofie von Otter
mezzosópran, Bengt Forsberg píanó.
Laugardaginn 4. júní kl. 20.
Einsöngstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
DAGBÓK Önnu Frank hafa ekki
allir lesið, en flestir vita þó hver
hún var. Hún var í felum ásamt
fjölskyldu sinni í Amsterdam uns
nasistar fundu hana, og hún lést í
Bergen-Belsen fangabúðunum þeg-
ar hún var fimmtán ára. Dagbók
Önnu varð Hafliða Hallgrímssyni
tónskáldi yrkisefni fyrir um tveim-
ur árum og á föstudaginn gat að
heyra afraksturinn á tónleikum í
Ými þegar Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir flutti verk eftir hann
sem bar heitið Notes from a
Diary. Með Þórunni lék Kristinn
Örn Kristinsson á píanó og náðu
þau tvö að skapa magnaða stemn-
ingu sem oftar en ekki var á mörk-
um þess óhugnanlega. Dulúð ein-
kenndi tónlistina; alls konar
blæbrigði framkölluðu andrúmsloft
leyndar og válegra fyrirboða og
lítil hendingarbrot á stangli gáfu
meira í skyn en hægt er að koma í
orð. Notes from a Diary er athygl-
isvert tónverk sem án efa er með
því besta eftir Hafliða; það hafði
a.m.k. sterk áhrif á mig persónu-
lega.
Tónleikarnir voru hluti af víólu-
hátíð sem nú stendur yfir og var
víóluleikarinn kunni, Garth Knox,
áberandi um kvöldið, bæði sem
tónskáld og flytjandi. Eftir Knox
var flutt tónsmíðin Malor me bat,
sem væntanlega dregur nafn sitt
af samnefndu verki eftir Johannes
Ockeghem (1410–1497). Ég hef
reyndar ekki heyrt það, en þar
sem Knox spilaði á „barokkfrænku
víólunnar“, viola d’amore og ein-
hvers konar endurreisnarandi sveif
yfir vötnunum í músíkinni, má
álykta að tilvitnanir í Ockeghem
hafi verið ófáar.
Fyrir þá sem ekki vita er viola
d’amore með fjórtán strengjum, en
ekki er spilað á þá alla; sumir
gegna eingöngu því hlutverki að
styðja við aðalstrengina með því að
óma með þeim og var það einmitt
hugsunin á bak við tónsmíðina sem
flutt var á tónleikunum. Knox var
„aðal“ en fimm víóluleikarar sátu
fyrir aftan hann og studdu við leik
hans, ómuðu með honum. Smátt og
smátt tóku þessar undirraddir að
berjast um völdin og ýttu sér í for-
grunninn; útkoman var skemmti-
lega litrík og lifandi. Verkið risti
reyndar ekki eins djúpt og það
sem Hafliði samdi, en það var allt í
lagi; tónlist þarf
ekki alltaf að
vera einhver kaf-
bátur.
Annað á efnis-
skránni var ekki
eins bitastætt;
sex dúettar eftir
Luciano Berio
voru að vísu
ágætlega fluttir
af Knox og Þór-
unni; eldfjörug smáverk eftir
Salvatore Sciarrino í markvissri
túlkun þess fyrrnefnda voru líka
athyglisverð. Tónsmíð Daníels
Bjarnasonar, ...From the Grief at
the Center of your Dream, olli
hins vegar vonbrigðum. Titillinn er
tilvitnun í ljóð eftir Margaret
Attwood, Variations on the Word
„Sleep“ og vissulega var margt fal-
legt í tónlistinni. Hljómar úr hörpu
og slagverki sköpuðu t.d. áhrifa-
mikla stemningu á tímabili, en sí-
endurtekinn pákutakturinn var
bara svo einfeldningslegur að hann
minnti helst á tónlist í gömlum
James Bond myndum. Þar sem
hann var afar áberandi í verkinu
var útkoman yfirborðsleg og náði
engan veginn að kalla fram þau
hughrif sem einkennir ljóðið.
Fjöldi víóluleikara kom fram á
tónleikunum, aðallega í tónsmíð
Daníels, og var gaman að sjá þetta
löngum forsmáða hljóðfæri fá upp-
reisn æru. Ótal víólubrandarar eru
til en eftir þessa tónleika eru þeir
einfaldlega ekkert fyndnir leng-
ur …
Válegir fyrirboðar
TÓNLIST
Listahátíð í Reykjavík
Ýmir
Tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson,
Luciano Berio, Garth Knox, Salvatore
Sciarrino og Daníel Bjarnason. Flytjendur
voru Garth Knox, Kristinn Örn Kristins-
son, Þórunn Ósk Marinósdóttir og aðrir
víóluleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Föstudagur 3. júní.
Kammertónleikar
Jónas Sen
Garth
Knox
Daníel
Bjarnason
Hafliði
Hallgrímsson