Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 18
smáauglýsingar
mbl.is
18 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
TILBOÐ
Amerískar lúxus
heilsudýnur
TURN-FREE
Queen 153x203 cm
Verð frá 72.000.-
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
Íslenska ullin nýtist til margrahluta. Það sanna ullarklukk-urnar og ullarljósin hennarBryndísar Bolla textílhönn-
uðar. Hún hefur hannað fjöldann
allan af lömpum, litla og stóra, fer-
kantaða og hringlaga, borðlampa,
vegglampa og gólflampa. Og þeir
eru ekki bara til skrauts því þeir
eru góðir birtugjafar sem hægt er
að lesa við. Enda hefur Bryndís
þróað aðferð til að þæfa ullina svo
hún verður næfurþunn.
Með 10 kíló af ull til Svíþjóðar
„Þótt ég hafi haft gaman af því
að vinna með ullina á meðan ég var
í Myndlista- og handíðaskólanum
var það ekki fyrr en seinna að ég
ákvað að einbeita mér að henni,“
sagði Bryndís. „Á meðan maður er í
skólanum prófar maður ótal efni og
fær margar hugmyndir. Eftir að ég
útskrifaðist vann ég við hönnunina
samhliða launaðri vinnu en flutti
svo til Svíþjóðar og bjó í Stokk-
hólmi í tvö ár. Það fór svo að ég fór
aldrei í skólann en fann mig þess í
stað í Svíþjóð. Þar var engin pressa
og enginn spurði mig hvort ég væri
ekki að gera eitthvað. Fyrst um
sinn þurfti ég að aðlagast nýrri
menningu og nýju tungumáli og fór
á námskeið til að læra sænskuna.
Áður en ég fór heim í jólafrí var
ég búin að hugsa mikið um ullina og
þegar ég fór til baka eftir fríið hafði
ég með mér 10 kíló af íslenskri ull.
Þarna var ég á eigin vegum og setti
mér mín eigin markmið. Ég þurfti
þennan tíma og þetta svigrúm til að
ákveða með hvaða efni ég vildi
vinna. Ég gaf mér góðan tíma til að
skilja eðli ullarinnar. Í rauninni er
einfalt að vinna hana, en ég vinn
eingöngu með þæfða ull.“
Bryndís segir að margir hafi sett
upp skrítinn svip þegar hún sagðist
vera að vinna með þæfða ull. Svona
eins og allir væru að gera það. „En
þótt margir vinni með þæfða ull er
enginn að gera það sama,“ sagði
hún. „Hver hefur sinn stíl og sín
markmið.“
Undir áhrifum af norrænni og
austurlenskri munsturhefð
Eftir að hafa velt því fyrir sér
hvað hægt væri að gera við þetta
efni fékk hún þá hugmynd að nota
ljós með ullinni. „Nú vinn ég ullina
næfurþunna til að fá birtuna vel í
gegn í lömpunum. Efnið hefur orðið
þynnra og þynnra með tímanum.
Smám saman fór ég gera afgerandi
munstur í ullina og mér finnst
lamparnir og aðrir hlutir sem ég
geri þannig standa meira sem ein-
stök verk. Í Svíþjóð, eins og víðar á
Norðurlöndunum, er sterk hefð fyr-
ir afgerandi munstrum. Það hafði
greinilega áhrif á mig.“
Bryndís notar ýmiss konar þræði
sem hún þæfir með ullinni á síðustu
stigum. Munstrin verða því mjög
ólík eftir því hvers konar þræði hún
notar. Í lömpunum má líka sjá aust-
urlensk áhrif, enda hefur Bryndís
ferðast mikið til Asíulanda. Hún
segir ekkert ólíklegt að munstrin
þaðan komi í gegn í verkum henn-
ar.
„Ég hef lagt aðaláherslu á ljósin í
ýmsum stærðum og gerðum, en ég
geri líka servíettuhringi, hitaplatta,
púða og fleira. Þá hafa klukkurnar
mínar líka notið vinsælda. Munirnir
mínir hafa verið seldir í Gallerí
Fold og Iðu. En ég hef verið í barn-
eignarfríi og vann ekki mikið á
meðan. Núna er ég að byrja á fullu
aftur og draumurinn er að setja á
fót gallerí og vinnustofu í framtíð-
inni.“
Bryndís segist hafa orðið vör við
að fólk sé hrætt um að ullin geti of-
hitnað í lömpunum. „Það er mesti
misskilningur. Þetta er vistvænt
efni sem andar og hleypir í gegnum
sig lofti. Það loftar því mjög vel í
gegnum lampana,“ segir hún.
HÖNNUN | Bryndís Bolla textílhönnuður er á kafi í ullinni
Ljósið nær vel í gegnum
næfurþunnan ullarflókann
Bryndís Bolla og ullar-
verkin, en eins og sjá má
nýtist ullin á ýmsan hátt.
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur
asdish@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór