Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 9

Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR                  Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Léttar kápur og úlpur WHOLE Foods Market er ört vax- andi verslanakeðja í Bandaríkjunum og leiðandi á sínu sviði. Þar er lögð áhersla á hreinleika vörunnar og sjálfbæra framleiðsluhætti. Versl- anirnar eru nú 170 talsins og stefnt að því að fjöldi þeirra tvöfaldist næstu fimm árin. Whole Foods Market-verslanirnar á Washington DC-svæðinu eru dyrnar fyrir ís- lenskar landbúnaðarvörur inn á Bandaríkjamarkað. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að markaðssetningu íslenskra matvara í verslununum og hafa þær m.a. haft íslenskt lambakjöt á boðstólum, enda fellur varan vel að hug- myndafræði verslananna bæði hvað varðar gæði og framleiðsluaðferð. Hollenskur sveitastrákur kaupir kjötið Theo Weening samræmir kjöt- innkaup fyrir 27 verslanir Whole Foods og er staðsettur í Washington. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 13 ár og búið tveimur árum lengur í Bandaríkjunum, en Theo Weening er fæddur og uppalinn í Hollandi, nánar tiltekið í Fríslandi. Þar var faðir hans slátrari og rak sláturhús. Theo Weening segist vera uppalinn í kjötiðn og hafa snemma farið að hjálpa til í fjölskyldufyrirtækinu. „Ég er sveitastrákur og hjálpaði pabba að sækja sláturfénað til bænda og fylgdist með öllu ferli kjötframleiðslunnar. Pabbi vissi mikið um kjöt og kjötgæði og kenndi mér. Hann seldi meðal annars ís- lenskt lambakjöt og við vissum að það var sérstakt, þótt það væri ekki dýrt á þeim tíma. Ég þekkti því ís- lenska lambið áður en ég kom hing- að,“ segir Theo. Hann segir að Bandaríkjamenn borði yfirleitt ekki mikið lambakjöt. Það lambakjöt sem þeir þekki hafi sterkan bragðkeim og sé mjög feitt. Íslenska lambið sé aftur á móti bragðmilt og meyrt, auðvelt í eldun. Theo rifjar upp að markaðs- setning lambakjötsins hafi byrjað með því að bæði sterkasti maður heims, og fegurðardrottning Íslands hafi komið til að vekja athygli á lambakjötinu. Þá voru viðamiklar vörukynningar og viðskiptavinum kennt að elda íslenskt lamb. Einnig var lögð áhersla á að kynna gæði vörunnar, hve hrein hún er og hvað- an hún kemur. „Salan hefur aukist ár frá ári,“ segir Theo. „Nú höfum við náð þeim árangri að neytendur eru farnir að hlakka til að fá íslenskt lamb. Í ágúst setjum við upp borða þar sem segir að íslenska lambið komi brátt í búðina. Þá veit fólk að þetta er eitthvað sérstakt sem fæst aðeins í takmarkaðan tíma og það gerir það enn fágætara og eftirsótt- ara. Nú er íslenskt lamb einnig farið að fást á veitingahúsunum. Fólk fer út að borða og sér það á matseðl- inum. Það fer ekki út að borða á hverju kvöldi en kemur í búðirnar, kaupir sér lamb og eldar sjálft.“ Matgæðingar og dýravinir Auk svæðis Theos Weening hafa þrjú önnur sölusvæði Whole Foods Market-verslananna verið með ís- lenskt lambakjöt til sölu og í haust á það að vera til sölu í öllum 170 versl- unum keðjunnar. „Þetta byrjar hægt. Fyrsta árið er kjötið mest til kynningar en svo eykst salan ár frá ári. Þær búðir sem byrjuðu í fyrra selja miklu meira í ár.“ Theo Weening segir að við- skiptavinir Whole Foods Market skiptist í tvo hópa. Annars vegar matgæðinga sem hafa mikinn áhuga á matargerð, gera miklar kröfur um bragðgæði og stöðug gæði vör- unnar. Að varan sé sérstök á ein- hvern hátt. Hins vegar eru þeir sem er annt um heilsuna og velja sér fæðu frá heilbrigðissjónarmiði. Þeir vilja að dýrunum séu hvorki gefin sýklalyf né vaxtaraukandi efni. Margir viðskiptavinanna láta sig vel- ferð dýranna varða. Þeir neyta kjöts en vilja að dýrunum sem þeir borða hafi liðið vel og að vel hafi verið ann- ast um þau og á náttúrulegan hátt. Líkt og gert var á fyrri öldum. Theo Weening segir að þessi hreyfing fari ört vaxandi. Íslenskt lambakjöt í 170 versl- anir Whole Foods Market Morgunblaðið/Guðni Einarsson Theo Weening segir bandaríska neytendur ólma í íslenskt lambakjöt. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.wholefoodsmarket.com MEIRIHLUTI landsmanna, um 55%, vill hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, en naumur meiri- hluti Reykvíkinga, eða 53%, vill að hann fari. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Mikill meiri- hluti landsbyggðarfólks vill halda vellinum í Vatnsmýrinni eða 68%. Í könnuninni kemur ennfremur fram að mest andstaða við færslu flugvallarins er meðal framsóknar- manna, en 78% þeirra vilja stöðuna óbreytta. Aftur á móti eru skoðanir stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri-grænna afar líkar, en um 58% stuðningsmanna beggja flokka vilja að flugvöllurinn fari. Sama tala sjálfstæðismanna vill að flugvöllur- inn verði kyrr eða 58%. Þegar spurt var hvert ætti að flytja völlinn vildu flestir að hann færi til Keflavíkur eða 54%. 55% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Umræðan á morgun  Daglegt málþing þjóðarinnar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.