Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 12
12 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HJÓNIN Steinar Berg Ísleifsson og
Ingibjörg Pálsdóttir hafa opnað af-
þreyingar- og menningartengda
ferðaþjónustu á jörðinni Fossatúni í
Borgarfjarðasveit. Reksturinn sam-
anstendur af 5 einingum undir fyr-
irtækinu Steinsnar, sem er að
mestu í eigu hjónanna en einnig á
atvinnuþróunarsjóðurinn Vest-
urland lítinn hlut.
Með opnuninni er gamall draum-
ur orðinn að veruleika. „Þetta er
hugmynd sem ég er búinn að ganga
með og þróa í nokkuð langan tíma,“
segir Steinar. Núna verður þarna
veitingahús, tjaldsvæði og tónlist-
arútgáfa og á næsta ári stendur til
að bjóða einnig upp á gistingu og
sönglagasýningu. Í framtíðinni er
síðan stefnt að því að opna ferða-
skrifstofu, búa til golfvöll og frí-
stundahúsabyggð svo eitthvað sé
nefnt.
Fimm stjörnu tjaldsvæði
Steinar segir að umhverfi starf-
seminnar sé einstakt, en veitinga-
húsið, sem heitir Tíminn og vatnið,
er á hábakka Grímsár og horfir yfir
Tröllafossa. Fjöldi fólks mætti á
kynningu á veitingahúsið á föstu-
dag, en þar mun danski kokkurinn
Stig Forup leggja áherslu á mat-
argerð sem felur í sér grillaðan
mat, til dæmis lambakjöt og fisk.
Staðurinn rúmar 130 manns í sæti
og auk þess er pallasvæði utandyra
sem rúmar 100 manns. Steinar seg-
ir að þarna verði starfræktur svo-
kallaður menningartúrismi. „Á úti-
sviðinu verða ókeypis tónleikar um
helgar í sumar þar sem margir af
þekktustu listamönnum landsins
munu koma fram. Tónlist verður
mikill hluti af allri starfseminni.“
Hlutverk veitingahússins er að vera
hluti af mannvænu og menningar-
legu umhverfi þar sem boðið er upp
á góða afþreyingu. Tjaldsvæðið er
fimm stjörnu, sem þýðir að mjög
góð aðstaða er þar fyrir hendi.
Sýning á tónlist fyrirhuguð
Steinsnar hóf útgáfu á tónlist ár-
ið 2003 og í fyrra urðu tvær plötur
þaðan, með Ellen Kristjánsdóttur
og Ragnheiði Gröndal, söluhæstar
á árinu auk þess að vinna báðar til
Íslensku tónlistarverðlaunanna sem
plötur ársins. Í einum af sölum veit-
ingahússins verður opnuð á næsta
ári rafræn sýning sem byggist á
tónlistinni og náttúrunni. „Núna
leggjum við áherslu á hina vel
græjum búnu íslensku ferðamenn,
enda er mjög góð aðstaða á tjald-
svæðinu. Á næsta ári verður síðan
horft til erlendra ferðamanna, sem
oftast þurfa gistingu.“
Háleit hugmynd er
loksins orðin að veruleika
Fossatún Umhverfi staðarins er tilkomumikið og svona lítur aðkoman að svæðinu út á bökkum Grímsár.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Steinar og Ingibjörg standandi á glæsilegu útitafli. Kappkostað er að
bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu og þar má finna fjölda annarra leikja.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Afþreyingar- og menningartengd ferðaþjónusta í Borgarfirði
Stykkishólmur | „Ég þakka þennan
árangur því að mér finnst gaman að
læra, ég lá ekki allan tímann yfir bók-
unum,“ segir Anna Margét Ólafs-
dóttir, dúxinn við útskrift nemenda
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi í vor. Hún bætir við: „Ég sé það
nú, að ég næ árangri þegar ég fæst
við eitthvað skemmtilegt.“
Anna Margrét er úr Stykkishólmi.
Hún náði mjög góðum árangri og
vann til fjölda verðlauna og við-
urkenninga við útskriftina.
Anna Margrét tók stúdentsnámið á
þremur árum. Fyrsta árið stundaði
hún nám við framhaldsdeildina í
Stykkishólmi. Næst lá leiðin á Akra-
nes þar sem hún var á heimavist ann-
að árið. Þá kom að því að hún vildi
skoðað sig um í heiminum áður en
lengra væri haldið. Fór hún eitt ár
sem skiptinemi til Gvatemala í Suður-
Ameríku. „Ég hafði mjög gott af
þeirri dvöl. Þar lærði ég að sjá lífið í
öðru ljósi,“ segir Anna Margrét.
Kynntist öðrum aðstæðum
Þar kynntist hún allt öðrum að-
stæðum en hún var vön og fannst það
mikill lærdómur að sjá og kynnast því
hvernig fólk í fjarlægum löndum lifir
og bera saman við það sem við búum
við.
Hún kom heim síðastliðið sumar og
tók fyrri önnina í vetur á Akranesi og
á þeirri seinni stundaði hún námið
heima hjá sér í fjarnámi. Auk þess að
læra heima tók hún þátt í uppfærslu á
leikritinu Fiðlaranum á þakinu sem
sýndur var í Stykkishólmi í vetur. Þar
eins og í náminu stóð hún sig vel.
Anna Margrét er þegar búin að
skipuleggja næsta verkefni. „Það
blundar í mér ævintýraþrá. Nú lang-
ar mig að kynnast þjóðum í Afríku.
Ég hef lengi séð Afríku í hillingum.
Ég fer í haust sem sjálfboðaliði til
Gana í Vestur-Afríku á vegum AUS,
alþjóðlegra ungmennaskipta. Ég
verð þar í sex mánuði og vinn með
börnum á munaðarleysingjahæli,“
segir Anna Margrét. Hún segir enn-
fremur: „Ég veit að ég kynnist fólk-
inu miklu betur með því að vinna með
því, heldur en að koma sem ferða-
maður og það er einmitt markmið
mitt.“
Hún segir að það sé margt sem
hana langi til að læra þegar hún kem-
ur heim, það verður kannske úr of
mörgu að velja. Áhugi hennar liggur
á félagsfræðinótunum og mannfræði
er ofarlega í huga hennar. „Það er svo
margt sem mig langar til að læra, ætli
ég verði ekki það sem kallað er eilífð-
arstúdent,“ segir Anna Margrét.
Dúxinn tók stúdentsprófið á þremur árum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Með foreldrunum Anna Margrét Ólafsdóttir með foreldrum sínum, Láru
Gunnarsdóttur og Ólafi K. Ólafssyni, sýslumanni í Stykkishólmi.
Mér finnst gaman að læra
Eftir Gunnlaug Árnason
VESTURLAND
Borgarnes | ,,Þetta eru mikil von-
brigði,“ sagði Steinunn Pálsdóttir,
umsjónarmaður Skallagrímsgarðs,
en aðfaranótt laugardags voru þar
unnin spellvirki. Grjóti hafði verið
rutt til en stærsta eyðileggingin var
að stórum steini með minnismerki
hafði verið steypt af stalli. Þetta er
steinn með skildi framan á, þar sem
segir að kvenfélagskonur undir
dyggri stjórn Geirlaugar Jónsdóttur
hafi tekið að sér að sjá um garðinn.
,,Sennilega gerðu þetta einhverjir
strákar sem voru í kraftakeppni, og
hættu ekki fyrr en steinn var fallinn.
Þetta er sérstaklega leiðinlegt fyrir
þær sakir að nú er verið að undirbúa
Borgfirðingahátíð sem verður um
næstu helgi og svo styttist í 17. júní
hátíðahöldin,“ segir Steinunn.
Atburðurinn hefur verið tilkynnt-
ur til lögreglu.
Skemmdir Steinunn Pálsdóttir við steininn sem steypt var af stallinum.
Spellvirki unnin
í Skallagrímsgarði
Borgarnes | Efnt verður til kúska-
dags á Hvanneyri laugardaginn 13.
ágúst nk. Dagurinn er tilefni til þess
að gamlir kúskar á Hvanneyri, vinnu-
menn og annað starfsfólk sem þar
hefur komið við sögu búreksturs í
gegnum tíðina komi saman og rifji
upp gamlar minningar. Umfangs-
mikið skólabú hefur alla tíð verið rek-
ið á Hvanneyri og fyrir daga stór-
vélvæðingar þurfti því marga
starfsmenn við búreksturinn – ekki
síst kúska.
Á kúskadaginn verður efnt til
sögudagskrár og samveru á Hvann-
eyri með alvöru, glensi og gamni, á
tímabilinu kl. 13–17. Búvélasafnið
verður opið, að ógleymdu Ullarselinu
og veitingar verða fáanlegar í versl-
unarmiðstöðinni Kertaljósinu, sem
einmitt er í gömlu hestaréttinni þar
sem margur kúskurinn hóf frumraun
sína í þessu ábyrgðarmikla starfi.
Leiðsögn um hús og hlöð verður
veitt, gömlum dráttarvélum snúið í
gang, en mest upp úr því lagt að mað-
ur verði manns gaman. Kjörorð dags-
ins er: Hvanneyrarkúskar allra tíma
– sameinist. Með þessari tilkynningu
er vakin athygli á atburðinum, en
jafnframt óskað eftir því að heyra frá
gömlum (og ungum) kúskum, vinnu-
mönnum og öðrum starfsmönnum
sem deila minningum frá Hvanneyri.
Þannig væru myndir og hvers konar
annað efni, sem varpað getur ljósi á
starfssöguna á Hvanneyri, vel þegið
fyrirfram svo búa mætti til hugs-
anlegrar sýningar. Vinsamlegast haf-
ið samband við Guðmund Hall-
grímsson ráðsmann, s. 860 7305, eða
Bjarna Guðmundsson kennara, s. 894
6368, eða í síma Búvélasafnsins, 433
5000.
Nánari upplýsingar um kúskadag-
inn er á www.buvelasafn.is
Kúskadagurinn
á Hvanneyri
Morgunblaðið/Guðrún Jónsdóttir
Skólastjórahúsið á Hvanneyri.